Morgunblaðið - 11.04.1996, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996
AÐSEIMDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Skólasöfn í
grunnskólum
SKÓLASÖFN
gegna mikilvægu
hlutverki í skólastarf-
inu og á undanföm-
um ámm hefur starf-
semi þeirra aukist
jafnt og þétt í grunn-
skólum. Skólasöfnin
eiga að vera mið-
stöðvar upplýsinga-
leitar og þar á að fara
fram markviss
kennsla og úrvinnsla
heimilda. Þegar við
upphaf skólagöngu
barns er því mikil-
vægt að leggja grunn Guðrún Ebba Fríða S.
að þeim vinnubrögð- Ólafsdóttir Haraldsdóttir
um og þar hafa skóla-
söfnin lykilhlutverki að gegna.
Stöðugt eykst fjölbreytni þeirra
gagna sem þar era notuð af nem-
endum skólanna í starfi og leik.
Nemendur viða að sér efni úr hand-
bókum, fræðibókum, af CD-Rom
geisladiskum, úr gagnabönkum og
afla sér upplýsinga annars staðar
frá með tilkomu margmiðlunar-
tækni. Þeir taka þátt í tölvusam-
skiptaverkefnum út um allan heim,
nota tímarit og dagblöð, náttúra-
gripi, kort og allt það sem nútíma
samfélag hefur upp á að bjóða við
upplýslngaleit og öflun heimilda.
Enginn tími ætlaður fyrir
nemendur yngri en 11 ára
í lögum um grunnskóla frá 1974
og 1991 er mörkuð sú stefna að
skólasöfn skuli vera eitt af megin-
hjálpartækjum í skólastarfinu og
samkvæmt grunnskólalögunum
sem samþykkt vora fyrir ári er
greinin um skólasöfn svohljóðandi:
7 hvetjum skóla skal vera skóla-
safn. Skólasafn er eitt af megin-
hjálpartækjum í skólastarfinu og
skal búnaður safnsins varðandi
húsnæði, bókakost, önnur náms-
gögn og starfsfólk taka mið af
því. (Úr 54. gr.)
Nýju grunnskólalögin kveða
einnig á um að í starfi skólans sé
skylt að leggja áherslu á m.a.
margvíslegar leiðir við öflunar
þekkingar með notkun tæknimiðla,
upplýsingatækni, safna- og heim-
ildavinnu (29. gr.). Aðalnámskrá
grannskóla (1989) gerir ráð fyrir
því að öllum nemendum í grunn-
skóla sé áætlaður tími á viðmiðun-
arstundaskrá í skólasafnafræðum.
Þrátt fyrir þessi ákvæði laga og
Aðalnámskrár um safna- og heim-
ildavinnu á bókasafni er á viðm-
iðunarstundaskrá sem mennta-
málaráðuneytið gefur út enginn
tími ætlaður í þessa kennslu fyrir
nemendur yngri en 11 ára. Skólarn-
ir hafa til þessa einungis fengið
eina kennslustund á hveija 30 nem-
endur í 6.-10. bekk sem skilgreind
er sem kennsla á bókasafni. Ljóst
er að það er langt frá því að skila
þeim árangri sem þessi mikilvægi
þáttur er í tæknivæddu samfélagi
nútímans og skólum ber að þjálfa
nemendur sína í.
Engin reglugerð er til um starf-
AlúÖarfyllstu þakkir fœri ég öllu starfsfólki á
heimi/i mínu á Droplaugarstöðum fyrir stór-
mannlega risnu er heimilið auðsýndi mér á
afmœli mínu 31. mars sl.
Þórður Kristleifsson, menntaskólakennari.
§ Erum við með
J bestu gjafavörurnar?
04 Myndlist - Leirlist
^ Glerlist - Smíðajárn
^ Listspeglar - Vindhörpur
Listhusinu í Laugardal Fermingargjafir
m
Gallerí
Tölvuþjálfun
Windows • Word • Excel
Það er aldrei of seint að byrja!
60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast
grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun.
Vönduó kennslubók innifalin í verði.
Innritun stendur yfir.
Fjdrfestu í framtíðinnil
Tölvuskóli íslands
Höfðabakka 9 • Sími 567 1466
Skólasöfn gegna mikil-
vægu hlutverki, að mati
Guðrúnar Ebbu Ólafs-
dóttur og Fríðu S.
Haraldsdóttur í skóla-
starfinu og upplýsinga-
þjóðfélaginu.
semi skólasafna þrátt fyrir að kveð-
ið væri á um setningu siíkrar reglu-
gerðar í eldri grunnskólalögum.
Sveitarfélögin hafa því aldrei feng-
ið ákveðnar reglur til að fara eftir
við stofnun og starfsemi skóla-
safna. Mjög misjafnlega hefur ver-
ið staðið að uppbyggingu skóla-
safna í grannskólum. Víða eiga
nemendur ekki kost á neinni þjón-
ustu skólasafna vegna þess að eng-
in fjárveiting er ætluð til gagna-
kaupa og skilningur fræðsluyfir-
valda á mikilvægi þeirra takmark-
aður.
U pplýsingaþj óðfélag
Menntun, menning - forsenda
framtíðar er rit sem menntamála-
ráðuneytið gaf út í febrúar sl. Þar
er lögð áhersla á að stjórnvöld
móti stefnu fyrir upplýsingaþjóðfé-
lag framtíðar. „Með upplýsinga-
byltingunni eykst alþjóðleg sam-
keppni um nemendur. Þetta á sér-
staklega við um nám í framhalds-
skólum og háskólum og jafnframt
símenntun. Efling þekkingar og
reynslu við upplýsingaöflun, sjálfs-
nám og framtakssemi eru lykilatr-
iði til að gera nemendur færa um
að nýta sér til fullnustu tækifæri
upplýsingabyltingarinnar“ (bls. 7).
Eins og áður er getið er í lögum
um grunnskóla lögð áhersla á að
safna- og heimildavinna og upplýs-
ingatækni hefjist þegar í grann-
skóla.
Skólasöfnin hafa því mikilvægu
hlutverki að gegna í upplýsinga-
þjóðfélagi framtíðarinnar og við
teljum afar brýnt að öllum nemend-
um í grunnskóla verði tryggð
kennsla á skólasafni óháð búsetu
og aldri.
Guðrún Ebba er varaformaður
Kennarasambands íslands. Friða
S. er formaður Félags skólasafna-
kennara.
MÖRKINNI 3 • SlMI 588 0640
Stretsbuxur kr. 2.900
Konubuxur kr. 1.490
Mikið úrval af
allskonar buxum
Opið á laugardögum
Er Biblían
orð Guðs?
ATHYGLISVERT er að nú í ár
eru liðin 200 ár síðan Thomas
nokkur Paine rýndi gagnrýnum
augum í Biblíuna og komst að
þeirri niðurstöðu að Biblían gæti
ekki með nokkru móti verið orð
guðs. Fannst honum Biblían vera
frekar ótrúverðugt rit en hitt þótti
honum mun verra að prestar, sem
betur ættu að vita, legðu metnað
sinn í að gefa fólki alranga hug-
mynd um tilurð og innihald ritn-
ingarinnar. Tók hann með gagn-
rýni sinni svo djúpt í árinni að
kirkjunnar menn sáu sér þann
kost vænstan að þegja yfir upp-
ljóstrunum þessum og hefur sú
þögn nú varað í 200 ár. Eins og
við mátti búast var Thomasi sam-
stundis vikið úr samfélagi góðra
manna enda hafði hann með hrein-
skilni sinni yfirstigið öll viðtekin
velsæmismörk. Áróður presta hef-
ur því fengið óhindrað að marka
trúariðkun manna fram á okkar
tíma.
Þjóðveijar sem þekktir eru fyrir
nákvæm vinnubrögð og vísindi
gátu þó ekki alfarið látið eins og
ekkert hefði í skorist heidur hófu
rannsóknir á hinu ritaða orði og
Thomas Paine komst að
þeirri niðurstöðu, segir
Tryggve D. Thor-
stensen, að Biblían gæti
ekki verið guðs orð.
kom þá, þótt hljótt fari, ýmislegt
athyglisvert upp á yfirborðið.
Fróðleikur þessi var síðan falinn
í skrautmáli lærdómsrita sem að-
eins eru aðgengileg innvígðum
mönnum.
Tvö hundruð ár eru nú liðin og
loksins hefur þýskur guðfræðipró-
fessor sýnt það hugrekki að birta
í aðgengilegu riti niðurstöðurnar
og má ætla að það hrikti í undir-
stöðum kirkjunnar fyrir.vikið. Pró-
fessor þessi sem heitir Gerd Luder-
mann heldur því blákalt fram að
Biblían sé ekki orð guðs og að
ómögulegt sé með nokkurri sann-
girni að ætla að Jesús hafi verið
nokkuð annað en breyskur maður
og syndugur að auki, samkvæmt
eigin áliti. Heldur hann því jafn-
framt fram að kirkjan ætlist til
þess af prestum að þeir hafi miður
æskilega eiginleika til að þeir fái
vígslu og getur hver og einn getið
sér til hvetjir þeir séu. Nú er kom-
inn tími til að hans sögn að gert
sé upp um það hvort athuganir á
ritningunni verði til frambúðar
trúvísindi eða raunvísindi. Sé rýnt
í ritninguna með hugarfari og
vinnubrögðum raunvísinda hlýtur
niðurstaðan að verða sú að ritning-
in sé stórkostleg fölsun eða ævin-
týri, eins og Thomas komst að
orði, vísvitandi eða af fávísi til-
komið rit, sprottið af ímyndunar-
afli mistækra rithöfunda, án þess
að nokkur fótur sé þar fyrir.
Viðfangsefni Ludermanns er
nýja testamentið sem hann hefur
sérhæft sig í og varð úr þeirri
vinnu bók sem ber nafnið „Ketz-
er“ (villutrúboði). Bók þessi er 320
blaðsíður og ber hún aðalsmerki
hugrakks vísindamanns sem frem-
ur kýs að þjóna sannleikanum en
að lúta viðteknum skoðunum. Bók
þessi er vafalaust gagnleg lesning
íslenskum prestum og þá sérlega
nú á hinum síðustu og verstu tím-
um því varla væri á það bætandi
ef prestar væru nú uppvísir að því
að framhalda ósannindum ofan á
allt annað. Nú þegar nýjar og
áreiðanlegri upplýsingar hafa
komið í ljós þá riijast upp máltæk-
ið, að „batnandi manni er best að
lifa“. Vel má vera að upplýsingar
þessar geti, er tímar líða, stuðlað
enn fremur að góðum siðum.
Sá ófögnuður sem nú þrífst í
skjóli misskilinnar ritningar og svo
berlega kemur í ljós er vont vega-
nesti og væri prestum sómi í því
að hafa nú það sem sannara reyn-
ist en hverfa frá vondum málum.
Sú afstaða sem tekin verður í ljósi
þessa gæti stuðlað að háleitari
hugmyndum um lífið og tilveruna
en ósannindi gætu jafnvel stuðlað
að því að helvíti verði innleitt á
ný, þrátt fyrir framlag Þórbergs
Þórðarsonar tii að kveða þann
ófögnuð niður. Ef sá kostur er
valinn að vondu fordæmi Omega
sé fylgt þá mun ekki aðeins hel-
víti steypast yfir mannkynið held-
ur mun sá tími koma að iækna-
stéttin verði lögð niður því sannan-
lega læknar guð, fyrir tilstuðlan
Jesú eða Maríu, öll mein. Þetta
eru góðar fréttir fyrir heilbrigðis-
ráðherrann. Enn einn kosturinn
er fyrir hendi en sá er þeim mun
áhrifameiri þar eð hann býður upp
á þann möguleika að mannkynið
fremji eitt allsheijar sjálfsmorð
og fylgi þar með fordæmi sértrú-
arsöfnuða sem aðhyllast slíka
verknaði. Er það nema von því
sannanlega stendur það ritað í
Biblíunni að guðsríki sé í nánd
þótt oft gleymist að sú vitneskja
var rituð fyrir tæpum nítján-
hundruð árum.
Prestar snæða hold Jesú og
bergja á blóði hans, en sá siður
er byggður á misskilningi sam-
kvæmt áliti Ludermanns en hann
kveðst jafnframt geta fyrirgefið
prestum slíkar uppákomur því
prestar viti ekki hvað þeir gjöra.
Margt fróðlegt er að finna í rit-
inu Ketzer en nú er mál að linni
enda er það ekki ásetningur minn
að hrella trúmenn sem áreiðanlega
hvíla í bestu trú, enda má með
sanni segja að prestar hafi gert
sitt til að viðhalda kenningunni
eins og hún er nú viðtekin. Lestur
ritverka svo sem „The Age of
Reason“ sem er bók Thomasar
hlýtur að hafa þau áhrif að sú
spurning vakni hvort trúmál í
höndum klerka séu góð mál.
Hin forna bók Biblían sem ekki
er jafn gömul og oft er látið í
skína hefur nú væntanlega runnið
sitt skeið þótt erfitt sé fyrir marga
að kyngja þeim bita. Sama er
hvernig á málunum er haldið, það
hlýtur í ljósi þeirrar vitneskju sem
nú liggur fyrir að vera ósvinna ein
að benda áfjöll og firnindi í Palest-
ínu með þeim ásetningi að klæða
atburði sem aldrei gerðust holdi.
Sagnfræðinni er ekki þjónað með
slíku hátterni enda er hún talin
til raunvísinda og lýtur þeim kröf-
um um sannleiksgildi sem til vís-
inda eru gerðar. Sú vinna sem átt
hefur sér stað og nefnd er vísindi
leyfir ekki að vísvitandi sé farið
með ósannindi hvort sem slíkt er
gert með því hugarfari að tilgang-
urinn helgi meðalið eða að einhver
annarlegur tilgangur annar liggi
þar að baki. Haldi prestar áfram
sem áður og láti sem ekkert hafi
gerst þá hljtur sú spurning að
vakna hvort prestum sé treystandi
til að fara með trúmál eða eru
ósannindi nú orðin trú? Mannkynið
hefur í tímanna rás þurft að endur-
skoða viðtekinn sannleika hvers
tíma og leiðrétta hann eftir bestu
vitund; nú virðist röðin vera komin
að Biblíunni.
Höfundur er orkufræðingur.