Morgunblaðið - 11.04.1996, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.04.1996, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 27 á háskólastigi er forsenda þess að við fáum góða túlka. Góðir túlkar eru okkar lykill að góðri menntun og jafnrétti í samfélagi sem miðast við heyrandi fólk. Ný viðhorf Ekki er svo ýkja langt síðan far- ið var að viðurkenna og leyfa tákn: mál sem samskiptamáta okkar. I hundrað ár var bannað að nota táknmálið, því það var talið koma í veg fyrir að við gætum lært ís- lensku (og eflaust er orðið málleys- ingi steingerðar leifar af þessu við- horfi). Nú hefur annað komið í ljós og það er orðin viðurkennd stað- reynd að barn sem fæðist heyrnar- laust hefur bestu möguleikana á eðlilegum málþroska ef táknmál er talað í umhverfi þess allt frá fyrstu tíð. Það eykur svo aftur hæfileika þess til að læra íslensku þegar það hefur náð tökum á táknmálinu. Þetta færir barninu sterkari sjálfs- mynd og eykur trú þess á hæfileika sína. Móðurmálskennsla Okkur heyrnarlausa dreymir um nýja námsskrá fyrir Vesturhlíðar- skóla, skóla heyrnarlausra og heyrnarskertra, þar sem tekið er af skarið og skólinn formlega gerð- ur tvítyngdur. Það felur í sér að flest fög yrðu kennd á móðurmáli heyrnarlausra, táknmáli, og að ís- lenskan væri fyrsta framandi málið sem kennt er. Gerð hefur verið tilraun í þessa átt í Menntaskólanum við Hamra- hlíð, en þar er nú í boði sérstök námsbraut fyrir heyrnarlausa. Þar fá heyrnarlausir nemendur kennslu í móðurmálinu, auk þess sem boðið er upp á íslensku- og enskukennslu á táknmáli. Önnur fög eru svo sam- eiginleg með heyrandi, en þá er kennslan túlkuð á táknmál. Ohætt er að segja að þessi tilraun hafi auðveldað heyrnarlausum að afla sér framhaldsmenntunar og geri þá samkeppnishæfari á vinnumark- aði. Það sem hér hefur verið rakið sýnir svo ekki verður um villst að þeir sem eru heyrnarlausir eru ekki mállausir. Táknmál er okkar mál! Höfundur er formaður Félags heyrnarlausra. menn ættu að vita þetta allra manna bezt. KP er hneykslaður á lágum laun- um, sem greidd eru í landinu, og segir alla verða að leggja sig fram um breytingu á þessu. Skýring á þessu er sú, að verkalýðsfélög geta ekki samið um hærri laun en vinnu- veitendur eru tilbúnir að greiða. Ástæða þess að vinnuveitendur geta ekki greitt hærri laun er óraunhæf offjárfesting í djúpveiði- og vinnslu- skipum, sem stofnað er til í skjóli kvótakerfis framsóknarmanna, og sem notuð er til niðurrifs á öðrum fiskveiðum og fiskvinnslu innan fiskilögsögunnar. Þetta gildir ekki aðeins um vinnulaun við fiskvinnslu í landi, heldur einnig um öll önnur vinnulaun. Þessi áhrif kvótakerfis- ins hefir stöðvað allan hagvöxt síð- an 1986 samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar. Síðan hefir ís- land stöðugt verið að dragast aftur úr öðrum vestrænum þjóðum í efna- hagsmálum, nú samfellt í 10 ár. Samningar standa nú yfir um niðurskurð á úthafsveiðum víða um heim. Bryan Tobin er orðinn forsæt- isráðherra Kanada fyrir að koma á kvókaveiðum þar, og senda spánska djúpveiðitogara í burt úr fiskilög- sögunni. íslenzkum útgerðum bjóð- ast nú kaup á 12 spánskum togur- um á Kanaríeyjum. Þingmenn Sjálf- stæðisflokks hér verða ekki varir við að neitt sé að gerast. Þeir bara styðja kvótauppbyggingu fram- sóknarmanna í blindni. Menn sakna fijálslyndis og réttlætis í stjórn Sjálfstæðisflokksins. Eru þingmenn hans kannski að bíða stofnunar nýs flokks, sem almenn- ingur geti kosið? Höfundur er fyrrv. forstjóri OLÍS. Framtíð Hveravalla Stefán Á. Jónsson. HINN 20. mars sl. ritar Páll Sigurðsson, forseti Ferðafélags Is- lands, eina grein enn um skipulagsmál á Hveravöllum. Þar er haldið sig við sama heygárðshornið, að gera tortryggilegan til- gang hreppanna, sem eru að láta vinna þar nauðsynlega skipu- lagsvinnu og umhverf- ismat. Talað er um væntanlegar stórfram- kvæmdir og einu sinni enn farið með tölur um stærð fyrirhugaðra bygginga af mikilli ónákvæmni, svo að ekki sé meira sagt. Þar kemur fram hvernig „fyr- ir réttmæta tilstuðlan fjölmiðla" hafi tekist að kynna almenningi hugmyndir sem settar voru fram í deiliskipulaginu. Þær urðu við það andstæðar náttúruverndarsjónarm- iðum. Á þann hátt tókst að snúa hlutunum við. Að baki skipulags- vinnunni á Hveravöllum var sú vissa að til þess að geta í framtíðinni verndað svæðið yrði að skipuleggja það. Sama hugsun liggur á bak við skipulagningu hálendisins sem ég held að enginn mæli nú í gegn. Sá hugsunarháttur að skipulagsvinna sem unnin hefur verið af færum fagmönnum á Hveravöllum sé lítt hugsuð og andstæð náttúruvernd þar er dæmi um óvandaðan mál- flutning formanns ferðafélagsins. Má því til sönnunar benda á deili- skipulagsdrög Pálmars Krist- mundssonar sem gerð voru fyrir stjórnendur ferðafélagsins og send Skipulagi ríkisins í janúar 1995. Heimamenn hafa farið eftir lögurn og reglugerðum Það er með ólíkindum þegar vís- vitandi er hallað á þá aðila sem vilja að betur sé búið að Hveravöll- um framvegis en í dag. Mér datt ekki í hug að við sem töldum okkur vera að vinna gott starf fyrir fram- tíð þessa staðar yrðum beittir slík- um áróðri. Á allan hátt hefur verið unnið eftir þeim skipulagslögum sem i gildi eru með aðstoð fag- manna. Við höfum verið svo heppn- ir að til þessa starfs hafa ráðist ágætir arkitektar sem hafa unnið vel og samviskusamlega að deili- skipulaginu. Þeir hafa sýnt næman skilning á Hveravallasvæðinu og tillögur þeirra eru mótaðar af fram- tíðarsýn og skilningi á því að fólkið í landinu á rétt á eðlilegum að- gangi að þessu sérstæða svæði. Nú nýlega kom svo umhverfismatið til sögunnar og fór fram frumvinna á því. Ennþá liggur kannski ekki al- veg ljóst fyrir hvernig á að ganga frá slíku mati. Þess vegna er eðli- legt að Skipulag ríksins vilji í fyrstu fara með gát við staðfestingu deili- skipulags og umhverfismats á Hveravöllum. Þó hlýtur það sjónar- mið að vega þungt að ekki megi tefja um of möguleika á að bæta aðstöðu þar til að mæta ört vax- andi umferð. Mikil ábyrgð hvílir á þeim sem setja fram svo viðamiklar kröfur að málið tefjist og verulegur skaði gæti hlotist af í framtíðinni. Hvað segja menn þá eftir nokkur ár? Ég er þess fullviss að ráðamenn þjóðarinnar vilja að umhverfismat verði faglega framkvæmt en ekki neinn þrándur í götu eðlilegs skipu- lags. Þetta mál snýst ekki um að einhveijir heimamenn vilji ana áfram í framkvæmdir sem spilli Hveravöllum. Þeir þekkja staðinn, hafa komið þar oft og fundið þann góða anda öræfanna sem einkennir þennan stað. Þess vegna vona ég að allir sem hafa látið sig þetta mál varða skoði það, kynni sér málavöxtu og endurmeti síðan af- stöðu sína. Hveravellir eru komnir í gott vegasamband og því verður ekki breytt. Þeir verða best varð- veittir með því að þar komi upp góð aðstaða, samt ekki stærri en þörf er á. Samráð 1938 en síðan ekki Árið 1938 reisti Ferðafélag íslands skála á Hveravöllum. Samkvæmt heimildum mínum hafði Jón Ey- þórsson, sem þá var einn af ráðamönnum í ferðafélaginu, haft samráð við eigendur Auðkúluheiðar og samið um það við þá að gangnamenn á Auðkúlu- heiði ættu framvegis rétt á ókeypis gistingu í skálanum en ferðafélagið rétt á að þyggja hann þar og nýta að vild. Árið 1980 þegar umferð var farin að vaxa verulega um Hveravelli reisti ferðafélagið þar annan og stærri skála uppi á Breið- mel. Þá var ekkert samráð haft við heimamenn um byggingu hans eða staðarval. Árið 1989 flutti ferðafé- lagið þennan nýja skála nær hver- unum og á friðlýsta svæðið. Jafn- framt voru lauslega afmörkuð bíla- Þar er haldið sig við sama heygarðshornið, 31 segir Stefán A. Jónsson, að gera tortryggilegan tilgang hreppanna. stæði og sett upp salerni, einnig á friðlýsta svæðinu. Þá var heldur ekki haft samráð við heimamenn, þótt skylt væri að bera slíkt undir byggingarnefnd Svínavatnshrepps. Umferð á Hveravöllum Ef umferð á Hveravöllum er skoðuð kemur í ljós að sumarið 1986 voru gistinætur þar taldlar 2.058. Tíu árum síðar árið 1955 voru þær orðnar 5.667 og hafði fjölgað um 175% á einum áratug. Sumarið 1985 voru daggestir í hóp- ferðum 5.471 en sumarið 1995 voru þeir 5.675. Samkvæmt skýrslum landvarða koma þessir gestir frá því eftir miðjan júní til ágústloka. Daggestir á eigin bílum voru áætl- aðir 1990 um 50 manns á dag en hefur fjölgað mikið. Samkvæmt umferðartalningu vegagerðarinnar á Kjalvegi norðan Kerlingarfjalla frá 13. júlí til 27. ágúst 1990 óku 64 bílar um veginn á dag. Þessi umferð hafði aukist í 104 bíla sum- arið 1995 eða um 62,5%. Þessi aukning bílaumferðar er sennilega vegna þess að opnuð var brú yfir Seiðisá og Kjalvegur því fær fólks- bílum. Ferðafélagið hefur gistiað- stöðu fyrir um 70 manns í skálum sínum á Hveravöllum. Síðasta sum- ar seldi það gistinóttina á 1.150 krónur fyrir manninn en félags- menn fá gistingu á lægra gjaldi. Ferðafélagið leyfir tjaldstæði. Gist- ingu í tjaldi fyrir manninn selur það á 450 krónur. Fyrir 4 saman í tjaldi kostar nóttin því 1.800 krónur. Tjaldstæðin eru leyfð á grónu landi meðfram íæknum á friðlýsta svæðinu. Nokkur gróður er á bökk- unum en hann er viðkvæmur. Þarna hefur verið tjaldað í mörg ár og hefur mér fundist of langt gengið í því efni, sérstaklega nú seinustu árin þegar tjöldum hefur fjölgað verulega. Ekki er mér kunnugt um að ferðafélagið hafi á nokkurn hátt reynt að bæta gróðurinn með áburði eða sá í gróðurvana svæði til að tjalda á. Eðlilegt hefði verið ef því er eins annt um Hveravelli og for- seti þess segir í greininni að það hefði skilað svæðinu einhveiju aft- ur. Land er hægt að græða upp með náttúrlegum gróðri. Við eigum færa menn sem geta leiðbeint um það. Meðfram þessum læk er ein besta gróðurvin á Hveravöllum. Þarna hafa verið ágætir landverðir sem hafa reynt að færa tjaldstæðin til og vernda þannig gróna svæðið á bökkunum eins og hægt er þó að það sé ekki stórt. Er það ætlun- in að halda þessari tjaldbeit áfram meðan eitthvert strá er eftir? Það er svo önnur saga að skylt er að fá leyfi fyrir tjaldstæðum þarna. Enn mun Ferðafélag íslands ekki hafa leitað eftir slíku leyfí. Það er gott að vera einn í heiminum. Höfundur er bóndi *CHA 1.-17. apríl AllarVNECESSIT verslanir í Evrópu hafa fengið nýtt nafn ,CHA*CHA en CHA^kCHA er vins og mest selda vörumerki verslananna. í tilefni af nafnbreytingunni bjóðum við nú 20% afslátt af öllum CHA^CHA vorum. Aö auki aiga allir viðskiptavinira sem versla fyrir kr. 1.500,- eða meira kosta á að komast f C//A# pottinn þar sem dregið verður um þrjár fataútt 1. Aðalvinningur: 30.000 króna fataúttekt 2-3 aukavinningar: 10.000, ” króna fa taúttekt cha*cha yt*ðir \>l& CHAXCHA • Borgarkringlunni • Sími 588 4848

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.