Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðrún Re- bekka Sigurðar- dóttir fæddist 15. ágúst 1921 á ísafirði. Hún lést í Landspítalanum fimmtudaginn 4. apríl sl. Foreldrar Guðrúnar voru Jóna Guðrún Isaks- dóttir og Sigurður Ásgeirsson bólstr- unarmeistari á ísafirði. Þau fluttu til Reykjavíkur 1956 og bjuggu þar síðan. Þau eru bæði látin. Systkini Guðrúnar eru: Elínborg, f. 1923, Ásgeir, f. 1924, d. 1970, Einar Ingi, f. 1926, ísak Jón, f. 1928. Eigin- maður Guðrúnar er Olafur J. Einarsson, framkv.stjóri, f. 30. ágúst 1920, á ísafirði. Guðrún og Ólafur gengu í hjónaband á ísafirði 4. apríl 1942. Til Þegar litið er til baka til fyrri hluta þessarar aldar og skoðaðar aðstæður í íslensku samfélagi er auðvelt að skilja hvers vegna sú kynslóð, sem þá fæddist, virðist vera svo sterk og svo ákveðin. Að- stæðurnar voru þannig, að það varð að duga eða drepast. Fjölskyldur urðu að standa saman í erfiðri lífs- baráttu. Fjölskylda Jónu og Sigurð- ar Ásgeirssonar á ísafirði var alin upp í þessu umhverfi og mótaðist af því. Á heimilinu í Silfurgötu 8 á ísafirði hafa vafalaust skipst á skin og skúrir og það mótaði Guðrúnu og aðra fjölskyldumeðlimi. Guðrún átti ekkert nema góðar minningar frá bernsku sinni á ísafirði þegar hún minntist þess tíma, en ástæða er til að ætla að stundum hafi ver- ið erfitt. í minningunni eru það sólskinsstundirnar sem koma fram, hitt er geymt en ekki gleymt. Það er ljóst af frásögnum, að heimilislíf- ið í Silfurgötunni var líflegt. Það var gott samband á milli systkin- anna en þó best á milli systranna, Guðrúnar og Elínborgar, og var það þannig alla tíð. Börnin fengu gott uppeldi, þar sem lögð var áhersla á dugnað og heiðarleika i hvívetna. Guðrún mótaðist af þessu uppeldi og hafði það að leiðarljósi á lífsleið- inni sem hún lærði í heimahúsum. j Guðrún var glæsileg ung stúlka og ekki óeðlilegt að Óli á Felli, sendillinn hjá kaupfélaginu, hafi snemma gefið henni auga. Þeim hefur ekki verið Ijóst þá, að þessar fyrstu augnagotur yrðu upphafið . að kynnum sem leiddu til hjóna- , bands þeirra sem entist í 54 ár. Þær , eru margar minningarnar að vestan og ekki óeðlilegt að þeim fyndist flest gott koma þaðan. Ef heyrðist minnst á afrek manna í fréttum, eða stjórnmálamenn og aðrir frammámenn sáust á sjónvarpsskjá, var ekki ósjaldan sagt, „þessi er að vestan", sem þýddi að sá bak- grunnur hafði orðið honum eða henni til framdráttar. Þrátt fyrir sterkar rætur á ísafirði ákváðu þau að flytja með unga dóttur sína, Sjöfn, suður til Reykjavíkur 1944. Þau settust að í Áusturstræti 7, en Ólafur hafði þá fengið starf hjá Stefáni Thorar- ensen hf. Fjölskyldan kom sér fyrir á nýja staðnum. Guðrún stjórnaði heimili sínu af miklum myndarskap Reykjavíkur fluttu þau 1944 og síðan í Garðabæ 1972. Börn þeirra eru: Sjöfn, f. 1942 á Isafirði, maki Ey- jólfur Sigurðsson, börn þeirra eru: Guðrún, f. 1960, Erla, f. 1961, og Katrín Björk, f. 1966. Einar Sigurð- ur, f. 1948, maki Inga Jóna Andrés- dóttir, börn þeirra eru: Ásta Sigríður, f. 1970, Elínborg, f. 1976. Barnabarnabörnin eru orðin tíu. Guðrún gekk í barna- skólann og síðar í Gagnfræða- skólann á Isafirði. Þá stundaði hún einnig nám við Húsmæðra- skólann Osk á Isafirði. Útför Guðrúnar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 11. apríl, og hefst kl. 15. eins og hún gerði alla tíð. Gest- kvæmt mun hafa verið hjá þeim hjónum í Austurstræti og munu margir ísfirðingar er áttu leið í bæinn hafa komið þar við. í Austur- strætinu fæddist seinna barn þeirra hjóna, Einar. Árið 1956 stofnar Ölafur ásamt sex apótekurum fyrir- tækið Pharmaco hf. og varð Ólafur fyrsti framkvæmdastjóri þess. Síðar ákváðu þau hjón að stofna sitt eig- ið fyrirtæki og hófu rekstur Farm- asíu hf. 1966. Ólafur varð fram- kvæmdastjóri og Guðrún stjórnar- formaður. Segir það nokkuð um samband þeirra hjóna, að þau ráku heimili og fyrirtæki saman þar til fyrir nokkrum árum, að Einar sonur þeirra tók við framkvæmdastjórn og Ólafur við formennsku í stjóm fyrirtækisins. Þegar börn þeirra hjóna stofnuðu til hjónabands og tengdabörn komu í fjölskylduna stóð ekki á stuðningi og hjálpsemi þeirra hjóna. Guðrún reyndist ein- stök tengdamóðir og var því auð- velt að verða einn af fjölskyldunni. Guðrún var fljót að sjá ef eitthvað bjátaði á og kom þá strax til aðstoð- ar. Hún var höfðingi í lund og kom það fram á öllum sviðum. Hún var hreinskiptin og sagði meiningu sína hvenær sem hún taldi það nauðsyn- legt. Stundum fannst sumum það um of, en þannig var hún, sterk og ákveðin og kom oftast beint að efninu. Hún lét engann eiga hjá sér. Eftir að hafa búið í Reykjavík um árabil ákváðu þau hjón að reisa sér hús í Garðabæ og hafa þau búið þar síðan. Amma í Garðabæ var nafnið sem Guðrún fékk hjá barnabörnum og síðar barnabama- börnum. Það lyftist alltaf brúnin og bros kom á andlit barnanna þeg- ar sagt var að nú ætti að fara í heimsókn til ömmu og afa í Garðabæ. Amma átti alltaf eitthvað til að gleðja þau með. í yfir 20 ár komu flestir í fjölskyldunni saman í Garðabæ á aðfangadagskvöld og var þá oft líflegt, en erfitt fyrir þau yngstu að bíða þar til amma gat sest niður með hinum að loknu verki í eldhúsinu. Síðan kom fjölskyldan saman hjá Ellu frænku og Frissa á Seltjarnarnesi á annan í jólum. Minningarnar eru margar, Ömmu í Garðabæ verður sárt saknað af öllum, en minningin um hana verð- ur alltaf fyrir hendi í hugskoti þeirra sem hennar samvista nutu. Árið 1963 þegar hópur manna vann að stofnun Kiwanishreyfingarinnar hér á landi var m.a. leitað til Ólafs. Guðrún var mikil félagsvera, hafði gaman af því að umgangast fólk og hvatti Ólaf til þátttöku. Þetta varð upphaf að umfangsmiklu starfi þeirra beggja. Ólafur varð annar umdæmisstjóri íslensku Kiwanis- hreyfingarinnar og Guðrún tók þátt í að stofna félagið Sinawik, sem er félag eiginkvenna Kiwanisfélaga og varð annar formaður þess. Seinna þegar fleiri Sinawik félög voru stofnuð víða um land var stofn- að Landssamband Sinawik félaga og varð hún síðar formaður sam- bandsins. Með þátttöku í starfi Kiw- anishreyfingarinnar, beint og óbeint, kynntust þau hjón fjölda fólks, bæði innanlands og utan. Þau höfðu alla tíð haft áhuga á að ferð- ast til annarra landa og nú var enn frekari ástæða með þátttöku í Evr- ópuþingum og alþjóðaþingum hreyfingarinnar. Þau hjón sóttu stofnþing Evrópuhreyfingar Kiw- anis í Sviss 1968 og síðan flest Evrópuþing eftir það. Á sl. ári, þeg- ar sjúkdómur sá sem síðar varð Guðrúnu yfirsterkari, hafði látið á sér kræla og var farinn að hafa veruleg áhrif á daglega líðan ákvað Guðrún engu að síður að fara til Las Vegas á alþjóðaþing Kiwanis- hreyfingarinnar til að vera viðstödd þegar tengdasönur hennar tæki við embætti heimsforseta. Það sannaði ennþá einu sinni þennan mikla vilja og ódrepandi dugnað. Það yrði ekki gefist upp fyrr en í fulla hnefana. En þar kom að hún varð að gefa eftir. Eftir löng veikindi og mikla baráttu lauk stríðinu 4. apríl, á skírdag, einmitt þann dag sem þau hjónin Guðrún og Ólafur höfðu stofnað til hjónabands fyrir fimmtíu og fjórum árum.. Hún hafði verið kölluð yfir móðuna miklu og undan því verður ekki komist. Við, tengda- börn Guðrúnar, viljum með þessum fáu orðum þakka samfylgdina, sam- starfið og ekki síst alla hjálpina og hugulsemina í gegnum árin. Minn- ingin um hana mun verða með okk- ur alla tíð. Hvili hún í friði. Eyjólfur Sigurðsson, Inga Jóna Andrésdóttir. Guðrún Rebekka Sigurðardóttir er fallin í valinn. Nú er systir mín góð horfin sjón- um okkar, en minningin um hana mun lifa — það er eins og við nem- um í anda og lifum upp löngu liðn- ar samverustundir — með upp- byggjandi glaðværð hennar — og þá líður okkur vel en stundum sæk- ir að okkur sár söknuður. Það heyrist ekki lengur glaðværð hennar, en þær systurnar Guðrún og Elínborg, meðan þær voru í föð- urhúsum, fundu upp á ýmsu í glað- værð sinni, en þær sáu ávallt spaugilegu hliðina á málunum og hlógu svo að öllu saman. Guðrún Rebekka giftist eftirlif- andi manni sínum, Ólafi J. Einars- syni, en hann varð síðar stofnandi og forstjóri lyfjainnflutnings- og heildsölufyrirtækisins Farmasía hf., en Guðrún var manni sínum stoð og stytta við uppbyggingu þessa fyrirtækis á fjölmargan hátt og helgaði því starfskrafta sína í mörg ár. Guðrún var reisnarleg kona, dugnaðarforkur og kvenskörungur hinn mesti, ákveðin og föst fyrir — eins og móðir okkar. Hún var mjög traust og velviljuð þeim sem næstir henni stóðu og einnig öllum þeim öðrum, sem hún taldi eiga traust skilið og þeir voru ekki svo fáir. Hún var afar bóngóð. Guðrún beið ekki endilega eftir því að vinir og kunningjar þeirra hjóna kæmu í heimsókn ef henni fannst of langt um liðið síðan þeir komu síðast þá fór hún á stjá og heimsótti þá — og Guðrún var ávallt aufúsugestur hvar sem hún kom. Ég er mjög þakklátur systur minni fyrir velvild hennar og hjálp þegar ég flutti til Reykjavíkur, þá voru það hún og maður hennar, sem skutu yfir mig skjólshúsi, meðan ég var að koma mér fyrir í henni Reykjavík. Ég stend í djúpri þakk- arskuld við systur mína fyrir allar velgjörðir, stuðning og allt það góða, sem hún gerði mér þegar ég leitaði til hennar. Minningin um góða og trausta systur lifir með okkur, við erum öll þakklát fyrir að hafa átt hana að. Mig langar að gera orð þjóð- skáldsins góða, Davíðs Stefánsson- ar frá Fagraskógi, úr kvæðinu Kveðja, að mínum orðum: Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjama hver, sem lýsir þína leið, er h'till gneisti er hrökk af árengjum mínum. Við biðjum Guð að geyma og varðveita Guðrúnu Rebekku. Við hjónin ásamt börnum okkar og fjölskyldum vottum Ólafi, Sjöfn, Einari og fjölskyldum þeirra samúð og hluttekningu. Einar Ingi Sigurðsson, Katrín Sigurjónsdóttir. Nú er svo komið að elskuleg amma okkar hefur orðið að kveðja þennan heim. Hún hafði um nokk- urt skeið staðið í baráttu við ban- vænan sjúkdóm, sem hafði betur að lokum. Við kveðjum hana með trega, þó að í hjarta okkar þökkum við fyrir að hún hafi loksins öðlast frið. Amma Guðrún var engin venjuleg amma, hún var alveg ein- stök alltaf svo kát og hress, enda spaugsöm með eindæmum. Okkur er öllum mjög minnisstætt hversu gott var að sofa hjá ömmu og afa. Alltaf beið okkar ljúffeng máltíð, ýmiss konar góðgæti og að sjálf- sögðu Sinalco. Henni fannst ekki mikið mál að sitja með okkur heila kvöldstund og spila eða bara spjalla. Þegar komið var að háttatíma var hún búin að búa upp rúmin með stífstroknum damasksængurverum; það var yndislegt að sofa hjá ömmu og afa. Eftir að við stelpurnar urð- um fullorðnar og eignuðumst börn fórum við venja komur okkar í Hofslundinn um helgar. Þar beið okkar ævinlega ijómaterta, marm- arakaka og jafnvel „Kötubrauð". Amma var sérstaklega gestrisin, það reyndist henni afar auðvelt að hrista fram heilu veislurnar ef gesti bar að garði. Amma var að sjálf- sögðu mörgum öðrum kostum gædd, hún var til dæmis alltaf til- bún að rétta hjálparhönd í hvaða formi sem var ef á þurfti að halda. Hún var mjög barngóð og vildi taka þátt í lífi okkar þegar við vorum litlar stelpur. Sem dæmi um það fóru amma og afi oft með okkur á skíði og sáu til þess að við kæm- umst í skíðakennslu í Kerlingafjöll. Amma fór með okkur allar til Dan- merkur, ekki fórum við allar í einu heldur var miðað við að við værum búnar að ná tólf ára aldri. í þessum ferðum var víða komið við, amma og afi eiga vini vítt og breytt um Danmörku sem þau hafa eignast á ferðum sínum erlendis og heimsótt- um við nokkra þeirra. Amma taldi það ekki eftir sér að ferðast ein til Danmerkur með barnabörnin. Elsta barnabarnið, Guðrún, fór síðar meir til Danmerkur með eiginmanni sín- um, Hannesi, sem stundar þar nám sem lýkur nú í apríl. Amma og afi veittu þeim mikinn stuðning á þess- um tíma með heimsóknum til þeirra og á annan hátt. Guðrún og Hann- es vilja koma fram sérstöku þakk- læti til ömmu og afa. Með þessum orðum kveðjum við ömmu í hinsta sinn og biðjum góðan Guð að varð- veita hana. Elsku afi, megi Guð styrkja þig í þinni miklu sorg og hjálpa þér að öðlast frið í sálu þinni. Hinsta kveðja, Guðrún, Erla, Katrín, Ásta og Elínborg. Elsku langamma Guðrún er látin. Við minnumst hennar með sökn- uði, hún sem alltaf var svo kát og glöð. Gott hefði verið að að fá að hafa hana lengur hér hjá okkur. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftamjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. t Elskuleg frænka okkar, SIGURLÍN GUÐBRANDSDÓTTIR frá Loftsölum, Mýrdal, Stigahlíð 22, Reykjavfk, andaðist á Droplaugarstöðum 10. apríl. Fyrir hönd vandamanna, Þórhildur Salómonsdóttir, Guðbrandur Guðjónsson. GUÐRUN REBEKKA SIG URÐARDÓTTIR Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson.) Elsku langafi, guð veri með þér og veiti þér styrk í þinni sorg. Eyjólfur Daníel, Svavar og Davíð. í dymbilviku lagði hún Guðrún vinkona mín upp í sína hinstu för. Eftir hetjulega baráttu, sem ekki gat endað nema á einn veg, leið hún hljóðlega inn í eilífðina. Eftir stöndum við hnípin og drúpum höfði í söknuði og þökk fyrir að hafa átt þess kost að eiga með henni sam- leið í meira en aldarfjórðung. Mér er minnisstætt þegar ég hitti Guðrúnu í fyrsta sinn, en það var fyrir réttum 27 árum, þegar konur Kiwanismanna ákváðu að stofna með sér félagsskap, hittast reglu- lega til að kynnast og efla þannig félagsandann og styðja við starf karla okkar í Kiwanishreyfingunni. Guðrún var meðal þeirra kvenna sem höfðu forgöngu um það mál og á kynningarfundinum sem hald- inn var til að undirbúa stofnun fé- lagsins sá hún til þess að við, þess- ar uppburðarlausu, sem hímdum frammi í gangi og þorðum hvorki að koma inn eða fara út vorum drifnar inn í sal og ákveðið en kurt- eislega gerðar að þátttakendum og sýnt fram á að við ættum einmitt erindi í þetta tilvonandi félag. Og félagið var formlega stofnað, hlaut nafnið Sinawik og Guðrún var í fyrstu stjórn þess og innan árs orð- in formaður og alla tíð síðan einn af burðarásunum. í áranna rás höfum við Guðrún þó ekki aðeins starfað saman í Sinawik heldur höfum við Jón ótal sinnum átt samleið með þeim Guð- rúnu og Ólafi á Kiwanisþingum hér heima, á Evrópuþingum jafnt sem á heimsþingum, síðast í fyrrasumar í Las Vegas, en þangað fór Guðrún þrátt fyrir að sjúkdómur sá sem dró hana til dauða væri farinn að há henni allverulega. Guðrún var afar ósérhlífir, og hörð af sér og viljastyrkurinn hélt henni uppi þegar heilsan brást. Þegar vinir kveðja leita minning- arnar gjarnan á, ein af annarri. Röggsöm Guðrún formaður að stjórna Landssambandsþingi Sinawik á Laugarvatni, ógleyman- leg dvöl á blómahóteli í Taormina og saltfiskveisla hátt uppi í fjalli á Sikiley, leit að ermahnöppum fyrir Jón á Akureyri, við sex saman í smárútu á leið til Evrópuþings í Mónakó, þegar við fundum þetta frábæra litla gistihús í St. Martin og óhijálega hótelið í Avignon, þar sem hótelstjórinn var svo skugga- legur að okkur var um og ó að leggj- ast til svefns. Hvarvetna þar sem leiðir okkar lágu saman reyndust Guðrún og Ólafur hinir bestu sam- ferðarmenn og eigum við um þær margar minningar og allar góðar. Tilveran breytir um lit þegar mann- eskja eins og Guðrún hverfur á braut, því einn tónninn í litrófinu er horfinn. Guðrún hafði stórt hjarta og mikið að gefa og í per- sónuleika hennar var afar sérstök blanda af miklum krafti, dúnmjúkri hlýju og ísfirsku hispursleysi. Kringum Guðrúnu var aldrei nein lognmolla, hún var stjórnsöm og lá ekki á skoðunum.sínum, en afar hreinskiptin og höfðingleg. Einhverju sinni á góðri stundu spurði ég Guðrúnu hvort hún væri ekki til í að ganga mér í móðurstað þar sem móðir mín væri látin og hún bæri nú sama nafn og ætti bara eina dóttur fyrir. Henni fannst það hið besta mál og síðan minnt- umst við oft á fósturmægðir okkar og líkaði báðum vel. Nú þegar leið- i_r skiljast sendum við Jón ykkur Ólafi, Sjöfn og Einari, tengdabörn- um og afkomendum Guðrúnar, hug- heilar samúðarkveðjur, um leið og við þökkum fyrir að hafa át.t vin- áttu mætrar konu og trúum því að einhvers staðar hafi hún tækifæri til að halda áfram að stjórna svolít- ið, hlúa að og gefa. Hanna Bachmann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.