Morgunblaðið - 11.04.1996, Page 38

Morgunblaðið - 11.04.1996, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐLAUGUR ÞOR VALDSSON + Guðlaugur Þorvaldsson fæddist 13. október 1924 að Jámgerðarstöðum í Grindavík. Hann lést í Landspítalanum í Reykjavík 25. mars síðastliðinn og fór útförin fram frá Dóm- kirkjunni 2. april. Nú er Guðlaugur Þorvaldsson horf- inn yfir móðuna miklu. Hann markaði ekki einungis stór I spor í þjóðlífi okkar sem lengi mun . sjá stað heldur einnig í huga vina sinna og samstarfsmanna. Eins og að líkum lætur hefur mikið verið skrifað um Guðlaug í dagblöðin. Þar hafa ævi hans og störfum verið gerð skil af vinum, samstarfsmönnum og ýmsum félagasamtökum. Það er því vissulega að bera í bakkafullan læk- inn að auka við þau skrif. Á það skal samt hætt enda mun hér einkum vikið að þeim þáttum sem aðrir hafa minna um fjallað. Þegar góður vinur og félagi kveður leitar hugurinn ósjálfrátt til upphafs- ins, til fyrstu kynnanna. Haustið 1944 urðum við Guðlaugur samferða á strandferðaskipi frá Reykjavík til Vestfjarða. Hann var ráðinn tii kennslu við Héraðsskólann að Núpi en ég til íþróttakennslu í kauptúnun- um. Með í för voru nokkrir nemendur sem ætluðu á Núpsskóla, m.a. ung og falleg stúlka, Kristín Hólmfríður Kristinsdóttir, sem síðar átti eftir að verða lífsförunautur Guðlaugs. Þrátt fyrir sjóveikina urðum við Guðlaugur vel málkunnugir í þessari ferð. Hann var ljúfur, ræðinn og lif- andi sem jafnan síðan og stytti far- þegunum stundir með því að efna til eins konar spumingaleiks sem mikia lukku gerði og fékk fólkið lti að - gleyma sjóveikinni. Þarna var sá Guðlaugur kominn sem ég átti eftir að kynnast betur síðar. Um íþróttamálefni var hann mjög fróður og fylgdist vel með íþróttavið- burðum bæði hérlendis og erlendis. Því var það engin tilviljun að hann var einn í hópi nokkurra ungra manna sem haustið 1949 hófu að leika badminton í húsi íþróttafélags Reykjavíkur við Túngötu en badmin- ton var þá að ryðja sér til rúms hér á landi. Þetta var upphafið að lang- varandi félagsskap og íþróttaiðkun sem nú á sér tæplega hálfrar aldar sögu. Fljótlega var ákveðið að setja þess- um félagsskap lög og keppnisreglur. - Hlaut hann nafnið „Fuglar". Er skemmst frá því að segja að þessir félagar hafa iðkað badminton kapp- samlega allar götur síðan. Fyrstu áratugina voru æfingar tvisvar í viku auk þátttöku í keppnum en síðari árin hafa menn látið sér nægja að æfa eitt kvöld vikulega. I þessum félagsskap starfaði Guð- laugur af lífi og sál allt frá upphafi og svo lengi sem heilsa og þrek leyfði. Meðal badmintonfó'lks var þessi hóp- ur gjarnan kallaður „Melaskólahollið" þar sem hann æfði fyrstu árin í íþróttahúsi Melaskóla. Eftir vel heppnaða æfingu á stjörnubjörtu haustkvöldi var oft skemmtilegt og fróðlegt að staldra við í skólaportinu og hlýða á Guðlaug lýsa himinhvolfinu, stjömum þess og stjömumerkjum. Um þau efni var hann manna fróðastur. En íþróttirnar voru ekki allt. Ann- að kom til þar sem eiginkonurnar urðu virkir þátttakendur. Þessi hópur hefur þannig í áranna rás átt margar fróðleiks- og ánægjustundir saman á ferðalögum, í áfmælum og við ýmis önnur tækifæri. Fljótlega var efnt til skemmtikvölds í sambandi við árleg- an aðalfund og sérstök afmælishátíð haldin á fimm ára fresti. Þetta og margt fleira hlýtur að koma upp í hugann er við kveðjum vin okkar og félaga Guðlaug Þor- valdsson. Hann lagði líka sitt af mörkum ti! að ýmis skemmtileg atvik gleymist ekki. í bókinni okkar góðu eru allmargar tækifærisvísur eftir Guðlaug. Hann var lipur vísnagerðarmaður þótt því væri ekki flíkað nema í þröngum vina- og kunningjahópi. Eftir fráfall Guðlaugs er „Fugla- hópurinn" ekki samur og áður og verður aldrei. Ég veit að ég mæli fyrir okkur alla sem eftir stöndum og eiginkonur okkar þegar ég segi að hryggð og söknuður fylli hugann við missi góðs vinar, félaga og dreng- skaparmanns. Sísí og fjölskyldunni votta ég dýpstu samúð. Kristján Benediktsson. Við félagar í Cosmos minnumst nú fallins félaga. Þetta er óformlegt félag viðskiptafræðinga sem eru út- skrifaðir frá Háskóla Íslands 1971- 1973. Starfsemin er mjög fastmótuð- um en er hvorki stórbrotin eða flók- in. Afrakstur hvers starfsárs er kynntur félagsmönnum á hátíðar- stundu sérstakan dag ár hvert. Til þessara funda okkar höfum við ávallt boðið nokkrum fyrrverandi og núver- andi prófessorum deiidarinnar og var Guðlaugur gestur okkar frá upphafi. Arði, sem ávallt er í formi gleði, hlýju og góðrar samveru er úthlutað. Þessara stunda naut Guðlaugur og var ávallt viðstaddur utan þeirrar síð- ustu en þá átti hann ekki heiman- gengt sökum veikinda. Hann var gerður að heiðursfélaga fyrir, nokkr- um árum. Á fundum félagsins flutti Guðlaugur ávallt tölur þar sem hann miðlaði bæði í gamni og alvöru, af sinni ótrúlega fjölbreyttu þekkingu á mannlegum samskiptum og reynslu. Hann hafði orð á því í hvert skipti hversu vænt honum þætti um þennan hóp og hversu einstakur hann væri. Öll virtum við hann að verðleikum. Og við fundum gjörla hve það kom við kvikuna á honum að ávarpa hóp- inn. í okkar huga var það aðeins tákn um þann hug sem hann bar ti! okkar. Við sem vorum svo heppin að njóta leiðsagnar hans á mótunarárum okkar og síðar að verða honum sam- ferða í leik lífsins erum honum þakk- lát og kveðjum hann með söknuði. Um ókomna daga munum við halda uppi heiðri Guðlaugs Þorvaldssonar og minnast hans með virðingu. Aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Cosmosfélagar. Kveðja frá félagsmálaráðuneyti Þegar Guðlaugur Þorvaldsson tók við embætti ríkissáttasemjara árið 1979 hafði hann gegnt margháttuð- um trúnaðarstörfum á vegum hins opinbera og hlotið á þeim vettvangi margvíslega þjálfun í mannlegum samskiptum sem auðvelduðu honum hið ábyrgðarmikla starf. Það var þó ekki einungis menntun og starfs- reynsla sem menn geta aflað sér sem gerðu Guðlaug að hinum mikla mannasætti heldur engu síður hans miklu mannkostir, prúðmennska og réttsýni sem gerðu hann að hvers manns hugljúfa. Embætti ríkissáttasemjara heyrir stjómsýslulega undir félagsmála- ráðuneytið, en hins vegar er embætt- ið sjálfstætt og óháð ráðuneytinu að öðru leyti. Formleg samskipti starfs- fólks félagsmálaráðuneytisins við Guðlaug lutu því einkum að eiginleg- um rekstri embættisins. Þar var allt til fýrirmyndar og kom glöggt fram í öllu þekking og hæfíleikar Guðlaugs á sviði rekstrar og fjármála. Óform- legu samskiptin voru einkar ánægju- leg og það var ætíð tilhlökkunarefni þegar Guðlaugur lagði leið sína í ráðuneytið og tækifæri gafst til að spjalla um lífíð og tilveruna. Oft voru þegin góð ráð og ábendingar. Guð- laugur var sannkallaður mannasættir og lagði gott til allra mála. Það em því bjartar minningar sem við í ráðu- neytinu eigum um Guðlaug. Að leiðarlokum skulu færðar fram af hálfu ráðuneytisins þakkir fyrir farsæ! störf í erfiðu og vandasömu embætti og þakkir fyrir langt sam- starf sem aldrei féll skuggi á. Jafn- framt era eiginkonu, sonum, tengdadætram og öðrum aðstandend- um Guðlaugs fluttar innilegar samúð- arkveðjur. Berglind Ásgeirsdóttir. Nú er látinn eftir langvarandi veik- indi Guðlaugur Þorvaldsson fyrrum ríkissáttasemjari. Guðlaug þarf ekki að kynna fyrir íslendingum. Hvert mannsbarn þekkti hann og virti fyrir farsæl störf í þágu lands og þjóðar á liðnum áratugum. Guðlaugur lék badminton í marga áratugi og var félagi í Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur. Hann sat í stjórn félags- ins á árunum 1958-1960, þar af var hann kosinn formaður TBR á árunum 1959-1960. Þessi ár voru viðburða- rík í sögu félagsins. Badmintoníþrótt- UNA ÞÓRÐARDÓTTIR + Una Þórðardóttir fæddist á Norðfirði 4. október 1926. Hún lést 28. mars síðastliðinn og fór útförin fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 6. apríl. Mig iangar með nokkrum fátæk- legum orðum að minnast mágkonu minnar, Unu Þórðardóttur, sem var j til moldar borin laugardaginn 6. apríl sl. Ekki hvarflaði það að mér þegar ég heimsótti Unu fyrir nokkra, að þetta væri í síðasta skipti sem við „ Áittumst. Okkar fyrstu kynni hófust þegar Gæi bróðir minn og Una trúlofuðust, . en þá var ég aðeins barn að aldri. ) Ég man hvað mér fannst spennandi ’ þegar þau vora að flytja í litlu kjall- i araíbúðina í Brautarholti, þar sem ‘ þau byijuðu sinn búskap, og hvað , það var alltaf gaman að heimsækja j wau. Alltaf tók Una vel á móti manni t og þar voru margar gómsætar kök- urnar sem maður sporðrenndi við eld- húsborðið hjá henni, enda Una sér- lega gestrisin kona. Þá var ekki síður gaman þegar elsta barnið, Ragnar, fæddist og ég fékk að passa hann úti í vagninum sem Gæi bróðir hafði keypt í útlöndum. Una og Gæi bjuggu lengst af héma í Vestmannaeyjum og eignuðust þau 6 börn. Gæi andaðist langt um aldur fram, 8. maí 1983. Sl. haust lést yngsti sonur þeirra, Sverrir, í Namib- íu. Var þá stórt skarð höggvið í barnahópinn og náði Una sér aldrei eftir það áfall. Una átti aldrei mikið af veraldleg- um auði, sem mölur og ryð fær grand- að, en hún átti þeim mun meira af kærleika. Una var einstaklega góð móðir, og nutu börn hennar, barna- böm og barnabarnabarn kærleika hennar og umhyggju fram á síðustu stundu. Hún bar velferð íjölskyldunn- ar ætíð fyrir bijösti, og kunni fjöl- skyldan vel að meta það. Reyndust bömin hennar og barnabörn móður sinni og ömmu vel alla tíð. Fyrir nokkrum áram gekk Una í gegnum mjög erfið veikindi, en með elju og þrautseigju hafði hún sig upp úr þeim. Una átti mun auðveldara með að gefa en að þiggja. Hún var ekki sú manngerð sem vildi láta aðra hafa fyrir sér, og sennilega hefur hún ver- ið búin að fínna fyrir veikindum þeim, sem drógu hana til dauða, í nokkurn tíma, þótt enginn vissi um það. Aldr- ei kvartaði hún. Elsku Una mín, ég þakka þer fyr- ir samfylgdina gegnum árin. Ég trúi því að þér líði vel núna, nú þegar þú hefur hitt Gæa og elsku Sverri þinn aftur. Þeir hafa örugglega tekið vel á móti þér. Ég sendi börnum hennar, tengda- börnum og‘ijölskyldum þeirra, svo og aldraðri móður og tengdamóður mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi algóður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur, mér veri vörn í nótt. Æ, virst mér að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Hólmfríður Sigurðardóttir. in var í miklum uppgangi og tók Guðlaugur þátt í ýmsum nýjungum á vegum félagsins. Hann tók þátt í að semja reglur um húsbyggingasjóð TBR, sem urðu síðan grannurinn að þeirri uppbyggingu sem síðan hefur átt sér stað hjá félaginu. Hann samdi einnig reglur um keppnir milli bad- mintonhópa sem notaðar vora um árabil. Á þessum áram var staðið fyrir heimsókn heimsfrægra bad- mintonsnillinga til landsins, og má segja að íþróttin hafi með því verið flutt til nútímans. Guðlaugur keppti einnig í mótum fyrir TBR. Hann komst upp í meistaraflokk og keppti þar um árabil. Hann var í hópi bad- mintonmanna sem kölluðust „Mela- hollið" og síðar fengu þeir nafnið „Fuglarnir". Þetta var hópur sem myndaður var rétt fyrir 1950, og byijaði að æfa í ÍR-húsinu gamla. Síðar áttu þeir tíma í Melaskóla og víðar, en þeir iðkuðu íþrótt sína síð- ustu áratugina í Breiðagerðisskóla. Þessi árin var æft tvisvar í viku. Áhuginn var svo mikill að menn fórn- uðu því að sofa út á sunnudags- morgnum en mættu þess í stað á æfíngu og léku hver við annan. Og þegar menn höfðu fengið nóg af íþróttinni var haldið áfram með söng og kveðskap. Guðlaugur var fímur spilari og sériega leikinn með bolt- ann, einkum frammi við netið. Hann var líflegur á velli og keppti af brenn- andi áhuga í badminton. Þannig var hann reyndar í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Badmintonmenn í Tennis- og badmintonfélagi Reykja- víkur minnast Guðlaugs með þökk fyrir góðan félagsanda og fyrir fórn- fiíst starf í þágu félagsins. Tennis- og Badmintonfélag Reylgavíkur, _ Sigfús Ægir Árnason, framkvæmdastjóri. Guðlaugi kynntist ég þegar ég var á fjórtánda ári og við Steinar elsti sonur þeirra Sísíar urðum vinir. Guðlaugur hafði sérstakt lag á að umgangast okkur unglingana sem sóttum í Skaftahlíðina. Hann spjall- aði við okkur um lífið og tilveruna og leiðbeindi okkur oft á krákustígum unglingsáranna, með þeim hætti að það var vandalaust að þiggja ráð hans, hann hvorki lítillækkaði okkur, né hóf sjálfan sig á stall. Guðlaugur unni mjög íslenskri náttúra og lagði sitt af mörkum til að við fengjum tækifæri til að njóta hennar. Þau voru ófá skiptin sem hann skutlaði okkur tii Þingvalla um helgar ef rútan var farin þegar við voram búin að vinna, þrátt fyrir að vera önnum kafinn og þurfa jafnvel sjálfur að fara í vinnu til að ljúka verkefnum þegar hann kæmi til baka. í þessum bíltúrum var spjallað um allt milli himins og jarðar og alltaf stigum við einhvers vísari út á leiðar- enda. Sérstaklega eru mér minnis- stæð samtöl um þjóðfélagsmálin, sem við höfðum ákveðnar skoðanir á. Þau samtöl opnuðu okkur sýn inn í ís- lenskt þjóðfélag og sýndu okkur að það_ era margar hliðar á öllum málum. Ég minnist sérstaklega einnar ferðar þegar við Steinar og Magga ákváðum eftir bíóferð að áliðnu sum- arkvöldi að skreppa í heimsókn til þeirra hjóna upp í Skorradal, þrátt fyrir að við ættum að mæta til vinnu daginn eftir. Allir voru í fasta svefni þegar þangað kom. Við vöktum Guð- laug, sem tók þessu uppátæki með jafnaðargeði og sendi okkur út á bát til að njóta sumarnæturinnar og fylgjast með sólarupprásinni. Við skyldum síðan koma og fá okkur kakó og brauð og leggja okkur smá- stund áður en við þyrftum að halda í bæinn. Ef allir foreldrar ættu jafngott með að umgangast börn sín og vini þeirra og Guðlaugur og Sísí væri varla þörf á jafningjafræðslu, sem svo mikið er talað um í dag og full þörf virðist á. Við unglingarnir urðum fullorðnir en vinskapurinn við Guðlaug og Sísí hélst og þau hafa lagt sitt af mörkum til að tryggja að vináttuböndin milli okkar unglinganna slitnuðu ekki. Um leið og ég þakka Guðlaugi fyr- ir allt það sem hann gaf af sér í sam- skiptum við okkur unglingana sendi ég Sísí, sonum þeirra og íjölskyldum þeirra hlýjar samúðarkveðjur. Jón. GUÐMUNDUR FINNBOGASON + Guðmundur Finnbogason fæddist 21. mars 1910 á Búð- um í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 15. mars síðastliðinn og fór útförin fram frá Fossvogskirkju 25. mars. Kær vinur lézt 15. marz, en viku síðar lézt móðir mín, Sigríður J. Ás- geirsdóttir, og er því stutt í millum þeirrar kynslóðar, sem ól okkur upp. Faðir minn, Ingimar Haraldsson byggingarmeistari, og Guðmundur voru samtíðamenn í byggingu hins nýja hverfis sem byggt var í landi Reykjahlíðar, þar sem Gestur og Guðrún réðu ríkjum, en þeir byggðu hvor sitt húsið efst í Mávahlíðinni. Guðmundur númer 44 og faðir minn 45, og ennfremur Vilhjálmur Þórð- arson , útgerðarmaður leigubíla á Hreyfli, í númer 42. í lok fjórða áratugarins náði byggðin ekki austar, að frátöldu Smáíbúðahverfi, en þar sem Stakka- hlíð stendur og allt austur að Háaleit- ishverfi voru græmetis- og kartöflu- lendur, með gamla golfvöllinn til suð- urs. Þetta var nýlenda okkar sem þama ólumst upp. Guðmundur var alla tíð mjög léttur í skapi og dagfarsprúður, þrátt fyrir að hann stæði á sínu, ef til kastanna kom, en ljúfmennið í honum náði í flestum tilvikum þeirri ætlan að um- gengni við samborgarana varð snurðulaus. Þó man ég að hann skipti skapi, en það var þegar ég og Finni tókum stóran þvottabala traustataki og héldum upp að lítilli tjöm, neðan við gamla golfvöllinn og þar skyldi siglt. Þarna dvöldumst við lengi dags, við siglingu balans, en tímaskyn okkar var ekki mikið; heima biðu áhyggju- fullir foreldrar. Að endingu fann Guð- mundur okkur siglandi á tjöminni, og þar bratust út ótti og áhyggjur, og var það í fyrsta skipti sem ég man hann skipta verulega skapi. Þessir frumkvöðlar era flestir farn- ir, en minna má á þátt þeirra í upp- byggingu Reykjavíkur, Guðmundur með viðamikil verkefni fyrir Hitveitu Reykjavíkur, Mjólkursamsöluna, Hót- el Sögu, Hótel Holt, að ógleymdum uppsetningum á mælagrindum og lögnum, þar sem áður höfðu verið kola- ellegar oliukyndingar. Lögbijótur var Guðmundur, þar sem hann kenndi okkur Finna að aka bíl á fáförnum vegum við Elliðavatn þess tíma. Hins vegar má segja að framkvöðullinn hafí ráðið mestu þar um, og búum við Finni að þessari reynslu til þessa. Þó má segja að eft- ir búsetu mína í Bandaríkjunum, þar sem sami háttur er hafður á, sanni hvernig hann skildi uppeldisatriði. Olga Dalberg, fyrri kona Guðmund- ar, var einstök og umhyggjusöm; gædd þeirri náðargáfu að geta farið í duliðsheima. Ég má til að minnast hennar,- vegna gæzku og umburðar- lyndis, en móðir mín og hún áttu margt sameiginlegt í andlegum mál- efnum, og vora ætíð trúnaðarvinkon- ur. Húsmóðir var Olga góð, enda stóð- um við pottormarnir ævinlega löngum stundum, er hun var við suðu á slátri ellegar annarri gómsætri matargerð, sem var henni einkar lagið. Svölu Eggertsdóttur, seinni konu Guðmundar, kynntist ég síðar, og átti með þeim skemmtilegar stundir í sumarbústaðnum við Elliðavatn, þar sem oft var glatt á hjalla, spilað á gítara og sungið. Ég minnist Guðmundar sem hins hógværa séntilmanns, sem umbar okkar æskubrek, og var óþreytandi við að aka okkur í Skátabúðir Jóms- víkinga, harmoníkutíma hjá Karli Jónatans, ellegar í danstíma hjá Her- manni Ragnars. Beztu þakkir fyrir allt og allt og hafðu þökk okkar allra, sem fengum að umgangast þig. Svölu, Finnboga, Þórði, ættingjum og vinum, sendi ég mínar beztu kveðj- ur. Haraldur E. Ingimarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.