Morgunblaðið - 11.04.1996, Side 44

Morgunblaðið - 11.04.1996, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ < ( I rTtwuí&ÓOÚMfc Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk Hver? Bróðir minn? Já, hann er hérna einhvers staðar ... Af hverju viltu tala við hann? Hefurðu ekkert betra að gera? Þetta var til þín, en ég fékk hana ofan af því... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Ríkistrú - mannréttindi? Frá Jóni Hafsteini Jónssyni: Á FUNDI í Ráðhúsi Reykjavíkur um aðskilnað ríkis og kirkju nú fyrir skömmu örlaði hvergi á út- tekt á því í hveiju það felst að aðhyllast trúarbrögð yfirleitt hvað já að aðhyllast þann rétttrúnað, sem þjóðkirkjan boðar. Það er ekki langt síðan ég heyrði einhvern boð- bera svokallaðrar kvennaguðfræði meðal þjóðkirkjunnar þjóna lýsa >ví yfir í Ríkisútvarpinu, að sann- færingin um upprisuna væri nauð- synleg forsenda þess að geta talist kristin manneskja. Hætt er við að öll greining sýni trúna sem tíma- skekkju og andóf gegn þeim við- horfum, sem skilað hafa mannkyn- inu framávið (a.m.k. á sögulegum tíma) og skólunum er óbeint gert að boða með því að fela þeim að kenna fög eins og t.d náttúru- og eðlisfræði. Það eru ekki nema nokkrir áratugir síðan kirkjan í Bandaríkjunum fór hamförum til að fá bannað að kennt væri um þróunarkenninguna í almennum skólum og sé skyggnst ögn lengra má í flestum löndum Evrópu finna keimlík en hrollvekjandi fyrirbæri. Sú tvöfeldni, sem birtist í því, að líta á trúarbrögð sem sjálfsögð er forkastanleg. Hún er m.a. móðgun við börn og unglinga á mótunar- skeiði og furðulegt að þetta skuli ekki hafa verið tekið til meðferðar í hinni fjörugu heimspekiumræðu siðustu ára. Hérlendis ríkir trúfrelsi, eða svo er a.m.k. jafnan sagt. Sóknargjöld- in, 4-5 þúsund krónur á mann á ári, renna til þess trúfélags, sem maður skráir sig^í. En trúfélag skal það vera! og þann vafasama heiður að teljast trúfélag hafa nokkur þau samtök hlotið, sem um það hafa sótt. Þjóðkirkjan hefur þó þau forréttindi fram yfir önnur trúfélög, að prestar hennar eru starfsmenn ríkisins, þ.e. á ríkis- launum. Þeir, sem ekki eru nógu tvöfaldir í roðinu til að aðhyllast (eða þykj- ast aðhyllast) trúarbrögð af einum eða öðrum toga, greiða einnig sín sóknargjöld án þess þó að fá nokkru um það ráðið til hvers konar (menn- ingar)starfsemi þeirra gjöldum er varið. Háskóla Islands með sína guðfræðideild innanborðs er falið það hlutverk. Hvers vegna leyfist trúleysingjanum ekki að ráðstafa sínum sóknargjöldum til þeirra menningarmála, sem hann ber mest fyrir bijósti? Það gæti til dæmis verið bygging tónlistarhúss, flug- björgunarsveitin eða eitthvað allt annað. Fyrir nokkrum árum mælt- ist hópur stúdenta í HÍ til þess að velunnarar stofnunarinnar legðu henni lið með því að segja sig úr þjóðkirkjunni. Ekki veit ég hve margir hlýddu því kalli, en það gerði ég, og fyrirvarð mig fyrir að hafa ekki stigið það skref ótilkvadd- ur miklu fyrr. Það hvatti mig til að láta af úrsögninni verða, að há- skólarektor lét sér sæma að snupra umrædda stúdenta í útvarpsviðtali. Ég álít að stór hluti þeirra, sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hangi þar af framtaksleysi (eins og ég gerði) án þess að trúa stafkrók af þeim furðusögum, sem eru forsenda þess að kallast kristinnar trúar. Ég vil benda þeim á að sóknargjöld þriðj- ungs þjóðarinnar eru á bilinu 3 til 4 hundruð milljónir króna. HÍ mun- ar um minna, herra rektor! Þó að ég telji HI alls góðs maklegan vil ég mælast til þess að fá sjálfur að ráðstafa mínu framlagi og þeirra réttinda finnst mér að allir ættu að njóta. Skyldi þetta e.t.v vera mál sem mannréttindadómstóll myndi taka afstöðu til? JÓN HAFSTEINN JÓNSSON, fyrrv. menntaskólakennari. Opið bréf til yfirmanna ríkissj ónvarpsins Frá Ólafi Jóhannssyni: MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 3. áprfl var að mínu mati farið yfir strikið í Dagsljósi sjónvarpsins. Þar fór fram gáleysisleg umfjöllun tveggja ófyndinna spéfugla um dauðann og trúarhugmyndir tengdar honum. Upphafið bar vott um skort á nærgætni gagnvart dauðvona sjúklingum og aðstandendum þeirra. Komast hefði mátt hjá slíkri smekkleysu ef höfundar hefðu sett sig í spor þeirra sem eiga um sárt að binda vegna ólæknandi sjúk- dóma. Framhaldið var til þess fallið að vekja sárindi og hryggð hjá mörgu einlægu, kristnu fólki sem vill geta treyst því að ekki sé fjallað um frels- ara okkar og Drottinn á þann niður- lægjandi hátt sem þar var gert. Samfélag okkar hefur haft að leiðarljósi að hveijum íslendingi sé fijálst að iðka trú sína hindrunar- laust en jafnframt að enginn skuli hæðast að trú annarra eða særa trúartilfinningar þeirra. Ég harma umrædda dagskrá. Vonandi er það ekki til marks um almennan smekk ráðamanna ríkis- sjónvarpsins að slíkt skuli sent út í miðri dymbilviku, þegar í hönd fara helgustu dagar kristinna manna. Með von um vandaðri vinnubrögð framvegis! SR. ÓLAFUR JÓHANNSSON, Melhaga 15, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.