Morgunblaðið - 16.04.1996, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson sendi áminningarbréfið í almennum posti
Aminningin
hefur enn ekki
borist séra Flóka
Morgunblaðið/Kristinn
SR. FLÓKI Kristinsson kemur til fundar presta í gær
ásamt sr. Þóri Jökli Þorsteinssyni sóknarpresti á Selfossi.
SR. FLÓKI Kristinsson, sóknar-
prestur í Langholtskirkju, segir að
sér hafi hvorki borist munnleg né
skrifleg áminning frá sr. Ragnari
Fjalari Lárussyni prófasti vegna
ummæla um Jón Stefánsson organ-
ista í útvarpsþættinum Þriðja mann-
inum fyrir skömmu. Sr. Ragnar Fjal-
ar segir að bréfið hafi farið í almenn-
an póst á miðvikudag eða fimmtudag
í síðustu viku. Jón Stefánsson segist
hafa fengið tilkynningu um áminn-
inguna á fimmtudag.
Sr. Flóki vildi lítið láta hafa eftir
sér í gær enda hefði hann hvorki
fengið munnlega né skriflega áminn-
ingu frá sr. Ragnari Fjalari. Hins
vegar tók hann fram að sr. Ragnar
Fjalar hefði ekki minnst einu orði á
áminningu á fundi með honum
kvöldið áður en vitnað hefði verið í
sr. Ragnar Fjalar um áminnmguna.
Hann vildi því til viðbótar taka fram
að aðeins gæti biskup eða ráðherra,
ekki prófastur, veitt embættismanni
áminningu. Einnig vildi sr. Flóki
taka fram í tengslum við fréttir af
því að sr. Ragnar Fjalar hefði borið
sig saman við sr. Bolla Gústavsson,
vígslubiskup, að hann hefði staðfest-
ingu ráðuneytisins fyrir því að Bolli
væri ekki lengur í málinu.
Áfallalaus samskipti
Jón Stefánsson organisti sagði að
sér hefði borist tilkynning um
áminninguna bréfleiðis á fímmtudag
eða sama dag og bréfið hefði verið
póstlagt. Hann segist sjálfur ekki
hafa farið með bréfið í fjölmiðla. „Ég
get hins vegar upplýst að fólk hafði
verið að spyijast fyrir um hvort svar
hefði borist og ég sagði frá því þeg-
ar mér barst bréfið á fimmtudag.
Formaður sóknarnefndarínnar fékk
t.a.m. að vita að niðurstaða væri
fengin. Niður í kirkju sagði ég frétt-
imar og söngfólki við jarðarför sama
dag. Þegar ein úr Þróttheimahópn-
um hringdi svo í mig seinna um
daginn og spurði frétta sagði ég
henni frá áminningunni," sagði Jón.
Jón sagðist afar sáttur við niður-
stöðuna enda fyndist honum alls
ekki í lagi að vera kallaður hryðju-
verkamaður eins og sr. Flóki hefði
kallað hann í þættinum. Hann sagði
að samskiptin við sr. Flóka hefðu
gengið áfallalaust fyrir sig að undan-
förnu. Ekki væri því hins vegar að
leyna að hann væri óánægður með
hversu hlutverk kórsins væri lítið í
messum. Hann sæi aðeins um for-
söng og enginn kórsöngur hefði ver-
ið í Langholtskirkju föstudaginn
langa. Dagurinn væri ákaflega ríkur
af fallegri tónlist og jafnan hefði
verið mikið lagt upp úr tónlistar-
flutningi við guðþjónustuna.
Bar erindið undir sr. Bolla
Sr. Ragnar Fjalar sagði að Jón
hefði óskað eftir að sr. Flóki yrði
áminntur vegna orða hans í útvarps-
þættinum. Ragnar hefði borið erind-
ið undir sr. Bolla Gústavsson, vígslu-
biskup, og niðurstaðan hefði orðið
sú að veita sr. Flóka áminningu.
Áminningin hefði farið í almennan
póst á miðvikudag eða fímmtudag í
liðinni viku. Ef bréfíð hefði ekki
borist sr. Flóka mætti væntanlega
kvarta yfír póstsamgöngum í
Reykjavík. Honum bærist bréfíð hins
vegar líklega mjög fljótlega.
Sr. Ragnar Fjalar tók skýrt fram
að hann hefði fullan rétt sem próf-
astur til að áminna sr. Flóka og
hvern annan fyrir ósæmileg um-
mæli um samstarfsfólk burtséð frá
úrskurðinum í Langholtskirkjudeil-
unni. „Ef ég gerði það ekki brygðist
ég því embætti sem ég gegni. Hann
getur þvl alls ekki sagt að þetta sé
ómerkt og ónýtt plagg,“ sagði sr.
Ragnar Fjalar.
Margir tóku
til máls
EFTIRFARANDI fréttatilkynningu
sendi E’restafélagið eftir hinn langa
félagsfund í gær:
FUNDI Prestafélags íslands, sem
haldinn var í safnaðarheimili Dóm-
kirkjunnar í dag, lauk kl. 19.30.
Fundurinn var fjölsóttur af prestum
víða af landinu. Fundarstjóri var sr.
Jón Bjarman og honum til aðstoðar
var sr. Valgeir Ástráðsson.
Efni fundarins var „Ástandið í
kirkjunni", og var hann lokaður fund-
ur félaga Prestafélags íslands.
Margir tóku til máls á fundinum
og rrijög líflegar umræður urðu.
Töluðu menn af hreinskilni og komu
mörg sjónarmið fram. Rætt var frá
ýmsum hliðum um stöðu biskups og
starf stjómar prestafélagsins. Um
þau mál voru ekki gerðar samþykkt-
ir á fundinum.
í fundarlok var samþykkt eftirfar-
andi tillaga:
„Fundur Prestafélags íslands í
safnaðarheimili Dómkirkjunnar í
Reykjavík, 15. apríl 1996, beinir
þeim tilmælum til biskups íslands
að hann kalli saman nefnd þá er bjó
í hendur Kirkjuþings frumvarp um
„Stöðu, stjórn og starfshætti þjóð-
kirkjunnar", til að endurskoða
ákvæði frumvarpsins um embætti
biskups íslands I ljósi þess vanda sem
biskupsþjónustan hefur staðið
frammi fyrir á liðnum vikum.“
Reykjavík, 15. apríl 1996.
Sr. Jón Bjarman
fundarsljóri.
Morgunblaðið/Einar Falur
Homsílaveiðar
VORSTÖRF verða æ meira
áberandi um þessar mundir.
Ekki aðeins hjá þeim fullorðnu
heldur tekur ungviðið að iðka
vorleiki eins og það hefur alltaf
gert. Hún Hildur litla, 7 ára, sem
á heima í Vogum á Vatnsleysu-
strönd, sýnir hér hróðug þijú
hornsíli sem hún veiddi með
matskeið.
Aðstoðarframkvæmdaslj óri Vinnuveitendasambandsins
Kostir kj arasamninga
fara eftir efni þeirra
HANNES G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambands íslands, segir að það sé
mjög jákvætt að menn vilji hugsa
og gera samninga til langs tíma.
Kostir slíkra samninga fari þó eftir
efni þeirra og hvort þeir séu raun-
verulega til langs tíma eða hvort
þeir séu með fjöldanum öllum af
opnunum og fyrirvörum sem geri það
að verkum að þeir séu raunverulega
skemmri tíma samningar.
Hannes sagði að sér sýndist einnig
að samkvæmt þessum hugmyndum
ætluðu menn að selja slíkan samning
mjög dýru verði. Ef menn væru að
tala um að jafna tímakaup hér því
sem gilti þar sem það væri hæst I
heiminum á þremur til flórum árum,
myndi það þýða miklu meiri launa-
sprengingu hér á landi en við hefðum
áður séð og værum við þó ýmsu
vanir í þeim efnum. Sumir myndu
eftir sólstöðusamningnum 1977 sem
væru þó bara hógværir skynsemdar-
samningar miðað við þessar hug-
myndir ef hann skildi þær rétt.
Hannes sagði aðspurður að það
væri mjög æskilegt ef hægt yrði að
draga úr þeim tíma sem unninn væri
I yfírvinnu hér á landi og það svigrúm
sem þannig skapaðist til að hækka
dagvinnutaxtana. Langur vinnudag-
ur sumra starfsstétta hér á landi
væri óraunhæfur og einnig það hlut-
fall vinnunnar sem væri með yfir-
vinnuálagi þótt fólk ynni ekki í það
heila tekið langan vinnudag. Hvort
tveggja væri arfur liðins tíma. Það
þyrfti að taka á þessu og það gæti
vel verið að með því að taka á þessu
gæti falist einhver lausn við gerð
næstu kjarasamninga. „En þetta er
mjög flókið og aðstæður mjög mis-
munandi eftir fyrirtækjum og at-
vinnugreinum. Það er ekkert einfalt
mál að taka á þessu,“ sagði Hannes.
Hann sagði að því fyrr sem menn
færu að skoða mögulegar lausnir í
þessum efnum því betra, þar sem
vanda þyrfti mjög til þess ef farið
yrði út I breytingar á þessum vett-
vangi.
Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, um kjarasamninga til langs tíma
Kemur gjörsamlega
í opna skjöldu
HALLDÓR Bjömsson, formaður
verkamannafélagsins Dagsbrúnar,
sagði að tillögur um gerð kjarasamn-
ings til langs tíma kæmu sér gjör-
samlega í opna skjöldu og hann skildi
þær ekki. Hann héldi að verkalýðs-
hreyfíngin hefði aðra reynslu af löng-
um samningum en þá að rætt yrði
um kjarasamninga fram á næstu öld,
eins og Öm Friðriksson, formaður
Félags járniðnaðarmanna, væri að
tala um og forseti ASÍ tæki síðan
undir. Magnús L. Sveinsson, formað-
ur Verslunarmannafélags Reykjavík-
ur, segir að þeir hafi lengi verið þeirr-
ar skoðunar að gera ætti kjarasamn-
ing til langs tíma og raunar lagt það
til á blaðamannafundi fyrir nokkru
síðan.
Halldór sagðist ekki skilja að rætt
væri um samninga til langs tíma í
sama mund og hreyfíngin hefði stað-
ið I slag á miðjum samningstímanum
um að losna undan þeim samningum
sem í gildi væm vegna þess að menn
teldu að þeir hefðu verið brotnir og
ómerktir með alls kyns aðgerðum,
þ.á m. launabreytingum hjá öðmm
hópum langt umfram það sem samið
hefði verið um.
Skil ekki meininguna
Hann sagði að meðal þess sem
hvarflaði að honum væri hvort með
þessu væri verið að tengja saman
fyrirhugaðar breytingar á lögum um
stéttarfélög og vinnudeilur, þar sem
skerða ætti mjög möguleika félag-
anna' á að beita verkfallsréttinum,
en það væri eina vopnið sem félögin
hefðu, og þannig róa menn með því
að semja fram á næstu öld. í þessu
væri kannski ekkert rökrétt sam-
hengi, en hann vissi ekki hvað hann
ætti að halda. Hann skildi ekki mein-
inguna með því að setja fram þessar
hugmyndir nú, þegar allir vissu að
verkalýðshreyfíngin væri á öðrum
endanum út af þessum lagasetning-
um og það ekki eingöngu út af lögum
um stéttarfélög og vinnudeilur heldur
einnig nefndaráliti út af atvinnu-
leysistryggingum þar sem lagðar
væru til miklar skerðingar á skerð-
ingar ofan. Á sama tíma og menn
hefðu verið með stóryrði á fundum
um allt land, að rikisstjómin dragi
þessi frumvörp til baka og menn fái
að semja um leikreglur, þá komi allt
í einu fram sú hugmynd að menn fái
að semja fram á næstu öld. „Er eitt-
hvað samhengi í þessu? Ekki nema
samhengið sé það að hreyfíngin ætli
sjálf að semja sig I aðgerðaleysi fram
á næstu öld,“ sagði Halldór.
Hann sagði að þetta væri ekki í
takt við það sem komið hefði fram
á vinnustaðafundum hjá Dagsbrún
þegar kosningar fóru fram í félaginu
fyrr í vetur. Þá benti hann á að það
þyrftu engar smátiyggingar að
fylgja samningi af þessu tagi, því
hann sneri ekki eingöngu að atvinnu-
rekendum heldur þyrftu menn einnig
að vera á varðbergi gegn rikisvald-
inu.
Hann sagði að umræða um þessi
mál nú væri algjörlega ótímabær og
hann sæi ekki hvað það væri sem
ræki á eftir mönnum að ræða þetta
nú. Þing Alþýðusambandsins væri
framundan á næstunni og það væri
eðlilegt að ræða það á þinginu hvern-
ig menn hygðust standa að næstu
samningum.
Fagna þessum
hugmyndum
Magnús L. Sveinsson, formaður
Verslunarmannafélags Reykjavíkur,
sagðist fagna þessum hugmyndum
um langtímasamning, enda væru
þær I samræmi við það sem komið
hefði fram hjá VR. Verslunarmenn
hefðu lengi verið þessarar skoðunar
og það hefði til dæmis komið fram
á blaðamannafundi félagsins fyrir
nokkru þegar gerð hefði verið grein
fyrir niðurstöðu á launamun hjá
verslunarmönnum hér og í Dan-
mörku. Hann fagnaði því að iðnaðar-
menn hefðu farið I slóð þeirra hvað
snerti þessar hugmyndir.
Magnús sagði hins vegar að það
væri ekki nóg að setja sér markmið
I þessum efnum heldur þyrfti að út-
færa hugmyndina mjög vel. Samn-
ingurinn yrði til langs tíma og menn
yrðu að búa við visst öryggi ef eitt-
hvað bæri út af. Ekki væri hægt að
festa samninga í fímm ár, nema í
þeim væri að finna ákvæði sem virk-
uðu sem öryggisventlar ef forsendur
breyttust.
Magnús sagðist vera þeirrar skoð-
unar að það yrði að jafna það bil sem
væri á launum hér og í nágranna-
löndunum I skipulegum áföngum, en
þó þannig að tryggt væri að þeim
stöðugleika, sem hefði náðst og væri
grundvöllur aukins kaupmáttar, yrði
ekki raskað. „Höfuðmarkmiðið, hvort
sem menn semja til lengri eða
skemmri tíma, er að semja um auk-
inn kaupmátt og þetta millibil sem
er á milli landa verðum við að brúa
á sem stystum tíma, en ætla okkur
þó þann tíma sem þarf til að tryggja
það að við röskum ekki þeim stöðug-
leika sem náðst hefur I efnahagsmál-
um þjóðarinnar," sagði Magnús enn-
fremur.