Morgunblaðið - 16.04.1996, Síða 9

Morgunblaðið - 16.04.1996, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1G. APRÍL 1996 9 ____________________FRÉTTIR____________________ Viðamikil rannsókn á verkjaeinkennum skólabarna LÆKNARNIR Ólafur Mixa heilsu- gæslulæknir og Pétur Lúðvígsson barnalæknir standa nú að viðamik- illi rannsókn á verkjaeinkennum í börnum í reykvísum skólum, en rannsóknin er gerð til að reyna að varpa ljósi á tíðni verkjaeinkenna í börnum og hvort eitthvert sam- hengi sé við persónuleika barnanna og félagsaðstöðu. Foreldrum allra barna í grunnskólum Reykjavíkur hafa verið sendir spurningalistar í tengslum við rannsóknina. Pétur Lúðvígsson sagði í samtali við Morgunblaðið að kvartanir barna um magaverki og stoðkerf- isverki væru algengar og forkönnun sem gerð hafi verið í þremur skólum í fyrra hefði bent til þess að 20-30% barnanna kvörtuðu um slíka verki að minnsta kosti mánaðarlega. í Minjar og- saga Fræðslufund- ur um kumlið í Skriðdal FRÆÐSLUFUNDUR Minja og sögu verður haldinn í Þjóðminja- safni íslands þriðjudaginn 16. apríl nk. og hefst kl. 17.15. Steinunn Kristjánsdóttir, forn- leifafræðingur, flytur fyrirlestur um rannsóknir sínar á Þórisárkumlinu í Skriðdal og sýnir mikinn fjölda litskyggna frá rannsóknunum og munum og minjum sem þar fund- ust. Steinunn nefnir fyrirlesturinn Þórisárkumlið. Að loknum fyrir- lestri mun Steinunn svara fyrir- spurnum. Nýtt útbob ríkisvíxla þribjudaginn 16. apríl Ríkisvíxlar til 3, 6 og 12 mánaba, 7. fl. 1996 Útgáfudagur: 17. apríl 1996 Lánstími: 3, 6 og 12 mánuðir Gjalddagar: 17. júlí 1996, 17. október 1996, 17. apríl 1997. Einingar bréfa: 500.000, 1.000.000, 10.000.000, 50.000.000, 100.000.000 kr. Skráning: Verða skráðir á Verðbréfaþingi íslands Viðskiptavaki: Seðlabanki íslands Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, veröbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt í eigin nafni, að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboöa, að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa aö hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00 í dag, þriðjudaginn 16. apríl. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 562 4070. ljós hefði komið að töluverður hópur barna missti úr skóla vegna verkja af þessu tagi sem engin önnur skýr- ing væri á. „Tilgangurinn með rannsókninni er að kanna hversu algengir slíkir verkir eru og hvaða þættir þarna hafa áhrif. Þetta er vel þekkt fyrir- bæri og oft tengt streitu og spennu, og í öðru lagi langar okkur að kanna hvort sumt af þessu geti tengst mígreni í krökkum en það hafa verið kénningar uppi um það. Ýmiss konar verkir, eins og t.d. endurtekn- ir magaverkir, höfuðverkir og jafn- vel verkir í stoðkerfi, sem stundum eru kallaðir vaxtarverkir, geti verið mígrenieinkenni hjá krökkum. I þriðja lagi langar okkur svo að kanna hvernig sambandið er milli allra þessara einkenna og ýmislegra félagslegra hluta, persónuleika barnanna og tilfmningalegra hluta eins og t.d. gengis í skóla. Til þess að marktækar niðurstöður fáist út úr rannsókninni er mjög mikilvægt að sem flestir svari þeim spurniniga- listum sem foreldrum barnanna hafa verið sendir," sagði Pétur. GÆÐAfliSAR A GQÐU VERÐI i i mm Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 im HiHq íotjýÍHfádUt 0$ öökkMá* kb. 1.799 Útvíðar „leggings" frá kr. 995. BARNAKOX Borgarkringlunni, Sími 588 1340 Úrval af frönskum sumardrögtum TGSS Opið virka daga neöst viö ki. 9-18, Dunhaga, laugardaga sími 562 2230 kl. 10-14. v neö — ÚD G m ~Z_ Z • Draktir ^ O • Buxur • Pils Kvenlegt • Vandað Glæsilegt fyrir þig! Úthlutun styrkja úr Minningarsjóði Theodórs Johnsons Nýlega var úthlutað styrkjum úr Minningarsjóði Theodórs Johnsons fyrir 4 ári 1996. Ttlgangur sjóðsins samkvæmt stofnskrá er að styrkja efnilega en efnalitla stúdenta, einn eða fleiri, til náms við Háskóla íslands eða framhaldsnáms erlendis að loknu námi við Háskóla ísiands. Að þessu sinni var úthlutað fjórum styrkjum hver að upphæð kr. 125 þúsund. Eftlrtaldlr hlutu styrkl að þessu slnnl: Sif Einarsdóttir, er við nám í ráðgefandi sálarfræði við University of Illinois í Bandaríkjunum. Áshildur Logadóttir er við nám í efnafræði við Háskóla íslands. Yngvi Björnsson er t doktorsnámi í tölvunarfræði við University of Alberta í Kanada. Halldór Sigfússon er í doktorsnámi í matvælaefnafræði við University of Massachusettes í Bandarikjunum. Minningarsjóður Theodórs Johnsons var formlega stofnaöur 1980 og er eign Háskóla Islands. Slofnfé hans eru eignir pær sem ánafnaðar voru Háskóla íslands af Theodór Johnson, hótelstjóra, Reykjavlk, með erfðaskrá hans Virtasti Ijósmyndari Bandaríkjanna á sviði vaxtarræktar kvenna BILL DOBBINS áritar nýjustu bók sína STÁLKONAN í bókabúö Máls & menningar, Laugavegi 18, í dag, þriðjudaginn 16. apríl milli kl. 17 og 18. Með honum verða vaxtarræktardrottningarnar Ericca Kern og Melissa Coates. Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum Bill Dohlnns í Listasafninu á Akureyri en þaðan fer hún í Kringluna í byrjun maí. Dobhins og atvinnu-stálkonurnar eru hingað komin í boði Gym 80 fyrir tilstuðlan Hannesar Sigurðssonar listfræðings. Kern og Coates verða með sýningn í Borgarkjallaranum á miðnætti 19. apríl, og á sunnudagiim næstkomandi kl. 20 munu þær Dohbins sitja fyrir svörum um stöðu kvenímyndarinnar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.