Morgunblaðið - 16.04.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 11
FRÉTTIR
Sjávarútvegsráðherra í utandagskrárumræðu á Alþingi 11111 þorskkvótann
ÞORSTEINN Pálsson sjávarút-
vegsráðherra sagði í umræðunum
að mjög ríkar ástæður þyrfti til
að gera breytingar á miðju fisk-
veiðiári. Akvörðun um hámarks-
afla í þorski væri byggð á veiði-
reglu sem ríkisstjórnin samþykkti
í fyrra, um að leyfa veiði á 25%
af veiðistofninum á hveiju ári.
Þorsteinn sagðist hafa hlustað
á ólík rök og sjónarmið og vissu-
lega væru mörg þeirra umhugs-
unarverð. Á hinn bóginn sýndist
sér þau rök þyngri, sem mæltu
með því að fylgja settum ákvörð-
unum um kvóta, og þeirri afla-
reglu sem ákveðið hefði verið að
byggja veiðarnar á, enda benti
flest til þess að þjóðin væri nú
að uppskera árangur af því starfi
sem byggt hefði verið á þeim sjón-
armiðum. Bráðabirgðaendurmat
Hafrannsóknastofnunar á þorsk-
stofninum nú sýndi að stofninn
væri að styrkjast. Það sýndi m.a.
að óhætt væri að geyma fisk í
sjónum og sjórinn væri að greiða
um þessar mundir hærri vexti en
bankarnir.
Rétt að auka kvóta
Sighvatur Björgvinsson
þýðuflokki fór fram á ___
utandagskrárumræðu á
Alþingi í gær um
þorskkvótann en Þor-
steinn hafði lýst því yfir
að hann tæki ekki
ákvörðun um hvort kvótinn yrði
aukinn eða ekki fyrr en eftir þá
umræðu.
Sighvatur sagði að sú skoðun
hefði farið í vöxt, að rétt væri
að auka þorskkvótann og í þeim
umræðum hefðu þingmenn
stjórnarflokkanna verið áberandi
og fram hefði komið að stór hluti
Sjórinn greiðir hærri
vexti en bankamir nú
Þingmenn, sem tóku til máls í umræðu utan dagskrár á
Alþingi í gær, skiptust í tvo nokkuð jafna hópa í afstöðu til þess
hvort rétt væri að auka við þorskkvótann á þessu fiskveiðiári
vegna betri stöðu þorskstofnsins en áður var talið.
Al-
Ríka ástæðu
þarf til breyt-
inga nú
þingmanna væri þeirrar skoðunar
að þetta ætti að gera.
Fundur var haldinn í sjávarút-
vegsnefnd Alþingis í gærmorgun
að ósk Sighvatar og þar lagði
hann fram tillögu um að nefndin
skoraði á sjávarútvegsráðherra
að auka aflaheimildir á yfirstand-
andi ári um allt að 20 þúsund
tonn og tekið yrði sérstakt tillit
til vertíðarbáta og ísfisktogara.
_______ Tillagan var ekki af-
greidd en Sighvatur
sagði fulla ástæðu til að
alþingismenn létu í ljós
_______ álit sitt úr ræðustóli á
Alþingi áður en sjávar-
útvegsráðherra tæki ákvörðun.
Pólitísk
ákvörðun
Ellefu þingmenn til viðbótar
tjáðu sig um málið í umræðunni
og voru fimm þeirra meðmæltir
því að auka við kvótann en fimm
andvígir.
En einn þingmaður, Guðný
Guðbjörnsdóttir Kvennalista,
sagði að innantóm fyrirgreiðslu-
pólitík ætti ekki samleið með
ábyrgri fiskveiðistefnu.. Á hinn
bóginn væri mikilvægt að fisk-
veiðistjórnun væri nægilega
sveigjanlegtil að mæta aðstæðum
hverju sinni. Nú virtist mönnum
bera saman um að ástand þorsk-
stofnsins væri betra en áður var
talið en Guðný sagði, að miðað
við gildandi aflareglu og áreiðan-
le’ik vísindarannsókna á þessu
sviði, gæti hún ekki séð að það
væru skýr vísindaleg rök með eða
á móti því að hækka kvótann. Því
væri alfarið um pólitíska ákvörð-
un ráðherra að ræða.
Ekki farið
eftir ráðgjöf
Þeir sem vildu auka við kvótann
voru Árni Johnsen, Guðjón Guð-
mundsson og Hjálmar Jónsson
Sjálfstæðisflokki, Hjálmar Árna-
son Framsóknarflokki og Gísli S.
Einarsson Alþýðuflokki.
Guðjón sagði sumir teldu að
mikil fiskgengd við landið nú
væri fyrst og fremst því að þakka
að farið hefði verið eftir ráðgjöf
Hafrannsóknastofnunar að und-
anförnu. Þeir sem héldu slíku
fram væru að blekkja sjálfa sig
og aðra því ekki væri farið eftir
þessari ráðgjöf nema á pappírn-
um. Allir vissu að veitt ------
væri mun meira af
þorski en komi að landi,
enda væru sjómenn um
allt á flótta undan
þorski vegna skorts á
aflaheimildum. Guðjón sagðist
vera sannfærður um að áhættu-
laust væri að auka þorskkvótann
nokkuð, til dæmis um 10% eða
15 þúsund tonn.
Hjálmar Árnason sagði að
margt benti til þorskstofninn
væri stærri en mælingar sýndu.
Upplýsingar um úrkast á fisk-
Þingmenn
skiptast í tvo
jafna hópa
veiðiflotanum bentu til þess að
það sé mun meira en menn vilji
vera láta, jafnvel 20-50%, og
þetta úrkast mældist ekki í mati
á stærð hrygningarstofnsins. Þá
hefðu fulltrúar Hafrannsókna-
stofnunar viðurkennt að skekkju-
mörk á stofnmælingum gætu ver-
ið 20% og að auki væru skilyrði
í sjónum nú þau bestu í 12 ár.
Varúðarmegin
Gegn þvi að auka kvóta töluðu
Árni R. Árnason Sjálfstæðis-
flokki, Hjörleifur Guttormsson,
Alþýðubandalagi, Ágúst Einars-
son og Svanfríður Jónasdóttir
Þjóðvaka og Stefán Guðmundsson
Framsóknarflokki. Hjörleifur
sagði að mönnum bæri að vera
varúðarmegin, þegar ákvarðanir
væru teknar um hámarksafla, og
Árni R. Árnason, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, sagði undar-
legt, í ljósi vitneskju um veiðar í
ár og ástand þorskstofnsins, að
menn skuli vilja veita meiri afla-
heimildir.
Stefán sagði það ekki viðun-
andi rök fyrir kvótaaukningu nú,
að mönnum, sem búnir væru með
þorskaflaheimildir, skorti kvóta
vegna meðafla.
Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra
sagði í lok umræðunnar
_____ að umræða um úrkast
hefði verið jafnmikil þeg-
ar kvótinn var 200 þúsund tonn.
Ef látið yrði undan því sjónarmiði
að auka við kvótann, vegna þess
að ella hendi menn fiski, yrðu
menn stöðugt fyrir meiri og meiri
þrýstingi af því tagi og á endanum
yrðu menn komnir langt frá vís-
indalegn ráðgjöf sem þeir vildu
byggja á.
Formaður stjórnar Orkubús Vestfjarða
Isfirðingar eiga
fulltrúa í stjórninni
EIRÍKUR Finnur Greipsson for-
maður stjórnar Orkubús Vest-
fjarða segii' að Isfirðingar eigi
fulltrúa í stjórn Orkubús Vest-
fjarða og hafi átt undanfarin ár,
þar sem ísfirðingur hafi verið
annar tveggja fulltrúa í fimm
manna aðalstjórn fyrirtækisins
sem iðnaðar- og fjármálaráð-
herra skipi.
Á aðalfundi Orkubúsins á
föstudaginn var gengu flestir full-
trúa ísfirðinga af fundinum eftir
að sameiginleg tillaga bæjarfull-
trúa ísfirðinga um að Kolbrún
Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, yrði kjörin í aðal-
stjórn fyrirtækisins hlaut ekki náð
fyrir augum kjörnefndar.
Eiríkur Finnur sagði að það
væri ekki rétt sem kæmi fram í
Morgunblaðinu á sunnudag að
ísafjörður ætti þriðjungshlut í
Orkubúi Vestfjarða. Isfirðingar
ættu hins vegar rúman þriðjung
af eignarhlut sveitarfélaga á
Vestfjörðum í fyrirtækinu eða
rúm 22% þegar einnig væri tekið
tillit til eignarhluta ríkisins í Orku-
búinu. Fimrn menn sitja í aðal-
stjórn Orkubúsins, tveir skipaðir
af ráðherrum iðnaðar- og fjár-
mála og þrír kjörnir af sveitarfé-
lögum á svæðinu.
Skipaðir af ráðherra
Eiríkur Finnur sagðist líta
þannig á að fulltrúar ísfirðinga
sætu í stjórn fyrirtækisins þótt
þeir væru skipaðir í hana af
ráðherra en ekki kjörnir af
sveitarfélögunum. ísfirðingar
ættu þannig fulltrúa í stjórn
fyrirtækisins, þ.e. Kristin Jón
Jónsson, forseta bæjarstjórnar
á Isafirði, sem væri skipaður
fulltrúi iðnaðarráðherra í
stjórninni.
Eiríkur Finnur sagði að í
gegnum tíðina hefðu sveitar-
stjórnarmenn á Vestfjörðum
reynt að stilla stjórn fyrirtækis-
ins þannig upp að hvert svæði
Vestfjarða ætti þar fulltrúa og
hefði einnig verið litið til þeirra
sem væru ráðherraskipaðir í því
sambandi, en ef undan væru
skilin fyrstu árin sem Orkubúið
hefði starfað hefðu það verið
sveitarstjórnarmenn af svæð-
inu. „Það hefur alla tíð verið
litið svo á að þessir menn sem
sitja inni í stjórn Orkubúsins
séu Vestfirðingar og það hefur
verið litið á þá sem fulltrúa
sinna svæða inni í stjórn Orku-
búsins og pólitískra lína líka,“
sagði Eiríkur Finnur.
Hann sagði að tillaga bæjar-
fulltrúa ísfirðinga um að Kol-
brún Halldórsdóttir yrði kjörin
í stjórnina hefði ekki hlotið
brautargengi í kjörnefndinni.
Hann vissi ekki hvers vegna það
væri en teldi að til þess lægju
bæði svæðis- og pólitísk sjónar-
mið.
Stjórninni kunnugt um
óánægju
Eiríkur Finnur sagði að stjórn
Orkubúsins vissi af óánægju
vissra aðila innan bæjarstjórnar
ísafjarðar með varaaflsmál á
ísafirði. Stjórnin hefði hins vegar
lagt áherslu á að efla og styrkja
dreifi- og aðflutningslínur á svæð-
inu vegna þess að stjórnin teldi
mun skynsamlegra að leggja pen-
ingana í það heldur en að setja þá
í aukið varaafl sem væri langmest
á Vestfjörðum á landsvísu.
Eftir kosningar í sameiginlegu
sveitarfélagi á norðanverðum
Vestfjörðum í vor á sameiginlega
sveitarfélagið meirihluta í Orku-
búinu af hlut sveitarfélaga á
svæðinu. Eiríkur Finnur sagði að
þá hefði nýja sveitarfélagið afl til
þess að fá kjörna tvo af þremur
fulltrúum sveitarfélaga í stjórn-
inni, en benti á að nýja sveitarfé-
lagið samanstæði af fleirum en
ísfirðingum og haiin væri þess
fullviss að góð samvinna skapað-
ist um þessi mál. „Eg hef ekki
nokkra ástæðu til að ætla annað
en að allir vestfirskir sveitar-
stjórnarmenn muni nái þeirri sam-
stöðu sem nauðsynleg er um
rekstur fyrirtækisins og hefur
verið frá upphafi," sagði Eiríkur
Finnur að lokum.
Stórhátíð Borgfirðinga
og Mýramanna
Innrásúr
Borgarílrði
SONGBRÆÐUR
- karlakór
SAMKÓR
MÝRAMANNA
blandaður kór
FREYJUKÓRINN
-kvennakór
GAMANMAL
- EKKIVEGAMÁI.
eftir Bjartmar Hannesson.
SÖNGDÚETT
Gunnar Örn Guðmundsson
og Snorri Hjálmarsson
HAGYRÐINGAR
láta fjúka í kviðlingum
TÓNLISTARATRIÐI
fyrir píanó og fiðlu
atriði á heimsmælikvarða
KVELDULESKORINN
- blandaður kór
KIRKJUKÓR
BORGARNESS
Veishistjon:
Hljomsveitin
UPPLYFTÍNG
leikur fyrir dansi
Meðal hljómsveitarmanna eru
Kristján Snorrason, bankastjóri
Búnaðarbankans í Borgamesi og
Haukur Lngibergsson, fv. skóla-
stjóri Samvinnuskólans á Bifröst.
Gestasöngvari er
Magnús Stefánsson, alþingismaður.
MATSEÐILL
Forreltur: Rjómalöguð skelfisksveppasúpa
Aöalréttur: Eklsteiktur iambavöðvi Dijon,
meö gljáðu grænmeti, ofnsteiktum
jarðeplum og sólberjasósu
Eftirréttur: Ferskjuís í brauðkörtu
með heitri karamellusósu.
Verð fyrir mat og skemmtun
kr. 4.500. - á skemmtun kr. 2.000
Husið opnað kl. 19:00 fyrir
matargesti, en kl. 21:00
fyriraðra
Frftt á rlansleik eWr miðnættið
Síminn er 568 7111.