Morgunblaðið - 16.04.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Það nýjastíi nýja og
tengsl frá víkingaöld
Þijár risasýningar,
dreifðar um borg og
bæ, voru nýlega
opnaðar í Kaupmanna-
höfn. Sigrún Davíðs-
dóttir segir frá sýning-
unum sem spanna
utangarðslist og list
múhameðstrúarþjóða.
ÞRJÁR risastórar sýningar á veg-
um menningarársins hafa tekið sig
á Ioft undanfarið. ArtGenda er
menningarkynning frá löndunum,
sem liggja að Eystrasalti, Update
er utangarðslist yngstu kynslóðar-
innar og þrjár sýningar tengjast
menningu múhameðstrúarþjóða.
Nytjalist, myndlist,
tónlist og fatnaður
Gamla kjöthöllin, Oksnehallen
við Halmtorvet, skammt.frá aðal-
járnbrautarstöðinni hefur verið
gerð upp og verður framvegis notuð
undir sýningar og aðra menningar-
atburði. Þar sýna nú um 250 lista-
menn frá sextán borgum í tíu lönd-
um afurðir sínar, en í Nikolaj kirkj-
unni, rétt við Strikið sýna sextán
listamenn, einn frá hverri borg, inn-
setningar sínar, sem byggja allar á
hugtakinu „heim“. Alls koma um
800 listamenn nálægt framtakinu,
sem spannar einnig tónlist, leiklist
og dans.
Aðkoman í Oksnehallen er væg-
ast sagt yfirþyrmandi, því skálinn
er risastór og troðfullur af listaverk-
um. Greinilega er meira lagt upp
úr því að sem flestir séu með en
að gæðin séu metin og það er líka
misjafnt hvað listamennimir eru
reyndir. Meðal hönnuðanna sýna
nokkrir sem þegar eiga hluti í fram-
leiðslu, meðan aðrir eru að þreifa
NYTJALIST og fatnaður eru sýnd á ArtGenda.
sig áfram. Meðal fatahönnuða eru
Finnar áberandi og þar eru góðir
sprettir innan um og sama er að
segja í grafísku deildinni.
En það kemur skemmtilega á
óvart hve málaralistin stendur
þarna traust og allar spár um að
málverkið hljóti að líða undir lok
verða léttvægar. Þarna getur að
líta firna áhrifamiklar módelteikn-
ingar, líkt og lifandi styttur, eftir
Blazejowski, frá Gdansk og aðrir
listamenn fr'á Tallin, Vilnius, Kiele
og Hamborg benda til að á þessum
stöðum sé listalífíð ftjótt.
Innsetningarnar í Nikolaj eru
misjafnar, en sú vinsælasta meðaí
áhorfenda er eftir Danann Thomas
Beck Frandsen, því hann hefur
hengt síma upp á stóran hvítan
vegg og á símanum stendur:
„Hringdu heim“. Það gefur gestum
ekki aðeins tækifæri til að hugleiða
hvað sé heim fyrir þeim, heldur er
hægt að hringja hvert á land sem
er, ef þolinmæðin dugir til að bíða
í röðinni. En áhrifamesta verkið er
hugarfóstur Wolf van Waldow frá
Hamborg, 4,5 m hátt og ámóta
breitt útskorið tréverk, sem hreyfíst
við undirleik drungalegrar tónlistar.
í sambandi við ArtGenda eru
haldnir tónleikar, leik- og danssýn-
ingar og uppákomur allan mánuð-
inn, en sýningunni lýkur 28. apríl.
Teknótónlist og tækniflipp
Enn önnur iðnaðarbygging, sem
hefur verið tekin í gegn í tilefni
menningarársins er Turbinhallerne
við Gothersgade, steinsnar frá
Kóngsins nýja torgi. Þar eru tón-
leikar og aðrar uppákomur fram til
26. apríl.
EITT verkanna á sýningu múhameðstrúarþjóða.
Aðaláherslan er lögð á uppá-
komur, innsetningar og mynd-
bandslist, að ógleymdri framsæk-
inni tónlist innan ambient, teknó,
hipp-hopp, dub, dauðarokks og
rokks. Gefin hefur verið út dagskrá
yfir helstu atburðina, en alls ekki
alla, því ætlunin er að skapa þarna
klúbb, sem dregur að sér áhuga-
fólk um þessar listastefnur. Inn-
rétting og uppsetning hússins er
eitt allsheijar ævintýri í smartheit-
um, með ljósum og hljóðum og
innréttingum, sem höfðar örugg-
lega mjög til þeirra, sem leita á
þessi mið.
Ávaxtasafi og list
múhameðstrúarþjóða
Eins og við átti var aðeins boðið
upp á ávaxtasafa og aðra óáfenga
svaladrykki þegar sýning National-
museet, danska þjóðminjasafnsins,
á meginþáttum menningar múha-
meðstrúarmanna var opnuð. Sultan,
shah og stormogul er yfirskrift sýn-
ingarinnar. í firna fallega innrétt-
uðum sölum eru ýmsir þættir
kynntir, til dæmis letur og hljóð-
færi, en einnig nytjahlutir, bæna-
teppi og annað, er snertir daglegt
líf múhameðstrúarmanna.
Jafnhliða sýningu safnsins voru
opnaðar tvær aðrar tengdar sýning-
ar. Önnur er á Davids samling,
skammt frá Kongens Have í mið-
borg Kaupmannahafnar og fjallar
um áhrif Áusturlanda nær á danska
list. Hin er í Árósum, á Museum
Moésgárd og fjallar um dönsk
tengsl við múhameðstrúarþjóðir allt
frá víkingaöld og fram til dagsins
i dag. Sýningarnar standa til loka
september.
Allt hold
er sem gras
TONLIST
II a II g r í ms k i r kj a
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Flutt var þýsk sálumessa eftir Brahms.
Flytjendur voru Sólrún Bragadóttir,
Loftur Erlingsson, Kór Langholtskirkju og
Sinfóníuhljóms veit Islands. Kórstjóri: Jón
Stefánsson. Hljómsveitarstjóri: Takou Yuasa.
Laugardagurinn 13. apríl 1996.
SÁLUMESSAN eftir Brahms er eitt að
þeim verkum, sem var lengi í smíðum og
fékk ekki sitt endanlega form fyrr en vel
eftir 14 ár, frá því að höfundurinn hófst
handa við gerð þess. Trúlegt er talið að höf-
undurinn hafí í raun ekki haft fulla vissu um
hvert stefndi með þessu verki og mun hann
hafa sótt til síns gamla kennara, Marxsen,
ráð um kaflaskipan, einkum er varðaði ein-
söngsþættina. Fyrsti, annar, fjórði og sjöundi
kaflinn eru fyrir kór, þriðji og sjötti fyrir
baríton og kór og sá sjötti fyrir sópran og
kór, sem Brahms bætti við að tillögu Marx-
•4* sens. Texti messunnar er valinn af Brahms
og á verkið því ekkert sameiginlegt við hefð-
bundin „requiem" kaþólsku kirkjunnar en
bergmálar leit höfundar að svari við ýmsu
því sem leitaði á hugann, varðandi tilgang
lífsins og endalok þess, dauðann. Hann var
efasemdarmaður en í raun mjög trúhneigður
og efaðist einnig mjög um sjálfan sig sem
tónskáld, er kom fram í því, að hann tók
mjög seint að fást við stærri formin.
Fyrsti kafli sálumessunar er lýsandi fyrir
efasemd höfundar, sem hefst á orðunum
„Sælir eru sorgbitnir, því þeir munu huggað-
ir verða“. Þessi hægláti og alvarlegi þáttur
var mjög fallega fluttur og styrkleikamunur
sérlega vel útfærður. Annar þátturinn er
hvað snertir hljómsveitarritháttinn ekta
Brahms og þar lék hljómsveitin mjög vel.
Efni kaflans er tvíþætt, annars vegar sú stað-
hæfing, „að allt hold er sem gras“ en „þrey-
ið því bræður, þangað til Drottinn kemur,
því „orð Drottins varir að eilífu“ og að hinir
endurleystu munu uppskera eilífa gleði.“ Sem
tónsmíð er þessi þáttur mjög áhrifamikill,
sérstaklega þegar kórinn syngur einraddað
„að allt hold er sem gras“, fyrst mjög veikt
og siðan með fullum hljómi. í síðari hluta
kaflans, við orðin „Hinir endurleystu", var
hljómsveitin of sterk. Niðurlag kaflans er
ekki gleðihróp, heldur eins konar kyrrun, sem
var ágætlega flutt og er þessi sérkennilega
kyrrun undirstrikuð með liggjandi bassa á
lækkuðu h-i, sem á tónfræðimáli nefnist org-
elpunktur.
Sama aðferð birtist í þriðja þættinum, sem
endar á stórbrotnum kafla unnum yfir liggj-
andi d-nótu í bassanum. Kaflinn hefst á
barítonsóló með spumingunni ,.Lát mig drott-
inn, sjá afdrif mín“ og var söngur Lofts fram-
færður af mikilli reisn og myndugleika. Kór-
inn tekur undir þessa bón og er þessi þáttur
eins konar víxlsöngur. Heildstæðasta ein-
söngslínan er við textann „Andgustur einn
eru allir menn“ og flutti Loftur þessa tón-
hendingu af glæsibrag. Kórinn endurtekur
orð hans, en einsöngurinn endar á spurningu
„Hvers vona ég þá Drottinn?" og kórinn syng-
ur svarið, „Sálir réttlátra eru í hendi Guðs“
í áhrifamiklum þætti yfír liggjandi d-nótu.
Þessi hluti þáttarins er fúga og var hljóm-
sveitin allt of sterk, sérstaklega orgelpunkt-
urinn (d-nótan), þannig að kórinn náði ekki
að lyfta flóknu raddferlinu yfir þrumandi
hljóm hljómsveitarinnar.
Á eftir þessum þrumandi þætti kemur sér-
lega fagur þáttur, þar sem sungið er ura,
„Hve yndislegir eru bústaðir þínir“ og að
„Sælir eru þeir sem búa í húsi þínu“. Þarna
var ýmislegt að heyra sem minnir á ljóða-
söngva meistarans og er undirspil hljómsveit-
arinnar á köflum sérlega píaníst og var mjög
vel flutt bæði af hljómsveit og kór. Sjötti
þátturinn er stystur, en þar fléttar Brahms
saman sópraneinsöng og kór og fjallar um
hryggðina, en „Eins og móðir huggar son
sinn, eins mun ég hugga yður“. Sólrún Braga-
dóttir söng mjög vel og af þeirri stillingu sem
býr í þessum alvarlega þætti.
Sjötti þátturinn er viðamestur og hefst á
tilvitnun í Hebreabréf, þar sem segir „Því
vér höfum hér ekki borg“, sem var sérlega
vel og veikt sungið af kórnum. Baritónsöngur
rýfur kyrrðina, „Sjá, ég segi yður leyndar-
dóm. Vér munum ekki allir sofna“ og lýkur
einsöngnum með orðunum „Þá mun rætast
orð það sem ritað er“. Þessi kafli var áhrifa-
mikill í flutningi einsöngvara, kórs og hljóm-
sveitar. Einn áhrifamesti kórkaflinn er, þegar
sungið er „Dauðinn er uppsvelgdur í sigur.
Niðurlag þáttarins er dýrðarsöngur til Drott-
ins, sem er tónklæddur í rismikla fúgu.
Síðasti kaflinn endar á orðunum „Já, segir
andinn, þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu,
því að verk þeirra munu fylgja þeim“. i loka-
kaflanum notar Brahms svipaða hljómskipan
og í fyrsta þættinum og niðurlag þáttanna
er það sama og var það mjög vel flutt og
náðist áhrifamikil kyrrðarstemmning.
Þetta stórbrotna verk var mjög vel flutt,
einsöngshlutur Sólrúnar Bragadóttur og
Lofts Erlingssonar glæsilegur, kórinn, undir
stjórn Jóns Stefánssonar, söng frábærlega
vel og hljómsveitin, undir stjórn Takuo Yu-
asa, var góð og þó hljómrými kirkjunnar
hafi á köflum verið henni hagstæðari en kór
og einsöngvurum, var flutningurinn mjög
ákveðið mótaður af hinum ágæta hljómsveit-
arstjóra Takuo Yuasa. Þýska sálumessan eft-
ir Brahms er í raun kórmessa og vinnur Kór
Langholtskirkju þarna nokkurt afrek, að
syngja með stuttu millibili tvö stórverk, Litlu
hátíðarmessuna eftir Rossini og nú þetta erf-
iða og margslungna verk eftir meistara
Brahms. Þetta sýnir nokkuð hve góður söng-
hópur kór Langholtskirkju er, sem auðvitað
byggist á þrennu, góðri stjórn Jóns Stefáns-
sonar og að til hans sækja góðir söngmenn,
því þeir vita og að sungin verða þau tónverk-
in, sem mest er til að sækja um fegurð og
mikilleik.
P.s. í umsögn um Litlu hátíðarmessuna
eftir Rossini gáði undirritaður ekki að sem
skyldi, því söngur sem framfærður var af
Rannveigu Fríðu Bragadóttur var eignaður
Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Þetta kom til
af því, að í útgáfu Carus-Verlag er Crucif-
ixus-kaflinn ætlaður fyrir sópran, en í upp-
færslunni í Langholtskirkju var þessi aría
lögð í munn altsöngkonunnar. Vart er nú á
bætandi um víxlgengi og ógætilega notkun
orða í sókninni og eru allir beðnir að velvirða
þessi mistök og þarf vart að taka fram að
flutningur beggja söngkvennanna var hinn
ágætasti.
Jón Ásgeirsson