Morgunblaðið - 16.04.1996, Síða 22

Morgunblaðið - 16.04.1996, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Dauflegir tónleikar TONLIST Norræna húsiö KAMMERTÓNLEIKAR Tapani Yrjöla fiðluleikari og Guð- riður St. Sigurðardóttir píanóleik- ari fiuttu tónverk eftir Beethoven, Sibelíus, Jón Nordal og Grieg. Sunnudaginn 14. apríl 1996. Á NORÐURLÖNDUNUM tíðkast það að styrkja tónlistar- menn til tónleikaferða og hafa Tapani Yijölá og Guðríður St. Sigurðardóttir lokið að leika átta tónleika víðsvegar um Finnland og voru tónleikarnir hér í Reykjavík þeir fyrstu af fjórum, sem þau hyggjast halda hér á landi, en þessi tónleikaferð er styrkt af Menningarsjóði íslands og Finnlands. Tónleikarnir hófust á Vor- sónötunni eftir Beethoven og var þetta fallega verk þokkalega leikið en án þess söngs í fiðl- unni, með er skáldskapur verks- ins. Fyrsti kaflinn er sérlega ljóð- rænn, annar þátturinn tregafull- ur og tilfinninga þrunginn, sá þriðji (Scherzo) glettinn og fjórði hinn fullkomni vorsöngur, mett- aður gleði og feginleik. Þetta vantaði í leik Yijölá og m.a. alla spennu í skemmtilegan hrynleik Beethovens í þriðja þættinum. Það verður að segjast eins og er, að Sónatína í E-dúr, op. 80 eftir Sibelíus, var ekki vel flutt af fiðluleikaranum og var leikur hans í heild heldur bragðdaufur og á köflum var eins og hann réði ekki tæknilega við ýmislegt sem þar gat að heyra, svo að í heild var flutningurin ekki góður þrátt fyrir mjög góðan leik Guðríðar. Það var nokkur þokki yfir leik hans í Sónötu eftir Jón Nordal, sérstaklega í fyrsta þætti verks- ins og þar var leikur Guðríðar sérlega góður, einkum þó í skemmtilegum lokaþætti verks- ins. Tónleikunum lauk með Sónötu nr. 3 í c-moll, op 45, eftir Grieg og var leikur Yijölá nokkuð mis- jafn, sérstaklega þar sem nokkuð reyndi á tækni hans. Það var því miður ekki jafnræði á milli hans og Guðríðar, sem lék margt mjög vel í þessu fræga verki Griegs. í heild voru þetta dauflegir tón- leikar, einkum af fiðluleikarans hálfu, sem þrátt fyrir hafa falleg- an tón vantar nokkuð á þá tækni að gæða flutninginn tilfinninga- legri túlkun og músíkalskri reisn og því voru þeir ekki eins góðir og búast hefði mátt við. Jón Ásgeirsson EITT af fiðrildunum á Mokka. Fiðrildi á Mokka DAGANA 17. apríl til 9. maí heldur Tomas Ponzi myndlistar- sýningu á Mokka á Skólavörðu- stíg. Sýningin ber yfirskriftina „Fiðrildi" og samanstendur af 50 smámyndum sem unnar eru með hjálp tölvu. Myndirnar sem eru mjög litskrúðugar eru allar Listamaður mánaðarins ÞESSA dagana kynna verslanir Skífunnar fiðluleikarann Anne Sophie Mutter sem Listamann mánaðarins í klassískri tónlist. í kynningu segir: „Listamaður mánaðarins kemur ávallt úr fremstu röð listamanna og tón- skálda og eru fjölbreyttar geisla- plötur með verkum viðkomandi boðnar með 20% afslætti. Þá ligg- ur frammi sérprentað kynningar- efni á íslensku og að sjálfsögðu eru aðeins í boði fyrsta flokks upp- tökur með bestu flytjendum sem völ er á. Fyrsti Iistamaður þessa árs var óperutónskáldið Giacomo Puccini. Anne Sophie Mutter er að margra áliti einn besti fiðluleikari sem uppi er í dag. Frá því árið 1977 er hún hóf einleikaraferil sinn hefur hún leikið í öllum helstu tón- leikahöllum heims, unnið til flölda verðlauna og gefið út á þriðja tug geislaplatna. Þar á meðal hefur hún leikið alla frægustu fiðlukon- sertana; Brahms, Mendelssohn, Tchaikovsky og núna í janúar síð- astliðnum kom frá henni diskur sem inniheldur fiðlukonsert Sibel- iusar. Var sú upptaka valin upp- taka marsmánaðar af hinu virta tónlistartímariti Gramophone. Skífan býður nú geislaplötur þessa fiðluleikara með 20% afslætti." Skrjáfið í stjörnunum BOKMENNTIR Ljód LJÓS TIL AÐ MÁLA NÓTTINA eftir Óskar Árna Óskarsson, Mál og menning, 1996 - 47 bls. ÓSKAR Árni Ósk- arsson er ekki skáld margra orða eða mik- illa yfirlýsinga. Lífsgátan er ekki leyst í kvæðum hans né ráðist í uppskurð á máli eða myndum. Ljóð hans eru eins og kyrrlátt kvöld. Veru- leikinn ferisínu fram. En handan hans vakir auga og lágvær rödd sem greinir okkur á sinn hátt frá hvers- dagslegustu atburð- um. Ljósameistarinn fikrar sig hægt upp stigann með stjörnu- Óskar Árni Óskarsson skrúfjárnið, vélsmiðinn dreymir hafmeyjar, ljóðskáldið sefur, það heyrist kallað inni í húsi og lengsti ljóðaflokkurinn, sem nefnist Vegamyndir, greinir frá smá- myndum úr ferð um landið. Þrátt fyrir hljóðlátan ytri veru- leika búa ljóðin mörg hver yfir skáldlegri fegurð og dýpt. í gegn- um fíngerðan vef hversdags- myndanna má greina draumhug- ult ljóðsjálf sem miðlar ljóðrænni kennd. Stundum eru orðin býsna naumt skömmtuð eins og í kvæði sem Óskar nefnir Sjö stirni, eigin- lega sjö ofurlitlar ljóðhendingar, fáein orð hver: „vængur i lófa mánans“ er ein slík mynd og „ljós til að mála nóttina" önnur eða „skrjáfið í stjörnunum". En kannski hendingarn- ar sjö myndi einnig heild. Oft minnir fíngerð myndsköpun Óskars á kínverska og jap- anska Ijóðagerð enda hefur hann fengist við þýðingar á ljóðum Issa og Basho og í ljóðbókinni sendir hann Li Pó hinum kínverska kveðju sína: „Enn kveikja samt orð þín / ölvaðar stjörnur á nætur- himnum“. Það er t.a.m. hækublær á ljóð- inu Næturfrost á Jónsmessu: Ofurhægt bærast hélaðir vængir náttfiðrildanna Það má lesa margbreytilegar kenndir út úr ljóðunum. Ljóðin tengjast draumum, minningum og stafa frá sér hófstilltri einsemd því að ljóðsjálfið er oftast eitt, ræðir hugboð, þögn, hlustar á ský eða ókennilegt skijáf í himninum. Jafnvel ástarljóðin tengjast draumum eða minriingum eins og þetta fallega kvæði, Nokkrir dagar í október: Ég man enn hvernig snjóflyksurnar sátu í hári þínu hvernig litur augna þinna breyttist hvernig dagarnir breyttust og gamalkunnar göturnar sem við gengum tvö í snjónum hvíta birtuna sem hrundi eins og hár þitt yfir borgina nokkra daga í október Það er sannarlega þess virði að setjast niður með þessa litlu ljóða- bók. Fíngerð og hófstillt ljóð Ósk- ars eru aðlaðandi og veita okkur innsýn í heim sem er víðáttumeiri en augað nemur. SkaftiÞ.Halldórsson BÆKUR Iluglciðingar DAGLEGTBRAUÐ Kristilegar hugleiðingar fyrir hvern dag ársins eftir Carl Fr. WisLaff. Útg. Salt, Reykjavík 1995. Þýðandi Benedikt Amkelsson. ALVEG fram á okkar öld voru postillur og predikunarsöfn til á hveiju heimili og þær voru meira lesnar en sjálf Biblían. Kvöldvökur í sveitum enduðu á lestri úr þessum bókum og stóð svo þangað til útvarpið kom til sögunnar. Þá komu útvarpsmess- urnar að nokkru leyti í staðinn fyrir hefðbundið heigihald á heim- ilum og segja má að lestur Passíu- sálma séra Hallgríms í útvarpinu á lönguföstu sé eins konar fram- hald af heimilisguðrækninni gömlu. Ekki hvarf þó heimilisguð- ræknin með húslestrunum heldur færðist hún að rúmi bamanna því að foreldrar og þá helst mæður báðu kvöldbænir reglulega með börnum sínum alveg þangað til sjónvarpið kom til sögunnar. Það myndi aldrei ganga upp að ætlast til að fólk færi aftur að Húslestrar í hæfilegfum skammti lesa reglulega gömlu predikunar- söfnin og hugvekjurnar. Til þess eru þær of langar og málfarið og stíll þeirra nær ekki athygli nú- tímamannsins. Það eru of miklar endurtekningar, málalengingar og orðskrúð í gömlu hugvekjunum til þess að þær nái athygli og veki nútímalesendur til umhugsunar og íhugunar um efni þeirra og inni- hald. Þær eru einfaldlega stilaðar upp á annað samfélagsform en það sem nú ríkir. Áður hafði fólk næði og hægt var að lífga upp á tilver- una með orðskrúði og málaleng- ingum sem voru fremur í takt við háttarlag kúnna og vindinn á þekj- unni en hraða nútíma samgangna og samskipta. Hugvekjurnar og postillurnar gömlu heyra guð- fræðisögunni til en nútíminn kallar á nýja framsetningu hinna eilífu sanninda sem felast í kristinni boðun. Sú bók sem hér er til umræðu er einmitt dæmi um framsetningu sem er við hæfi. Hún hefur að geyma stuttar hugvekjur, eina fyrir hvern dag ársins og hver hugvekja rúmast á einni síðu. Lagt er út af ritningarstöðum úr báðum testamentum Biblíunnar og þeir heimfærðir upp á nútímaaðstæð- ur. Boðunin er skýr, greinileg og hnitmiðuð og höfundurinn, norsk- ur guðfræðidoktor og háskóla- kennari, þekkir efnið og kann sín fræði og kann að miðla þeim um- búðalaust. Þýðandinn kemst vel frá sínu hlutverki og hann hefur valið sálmavers þar sem það á við og gert það smekklega. Þar má finna margar perlur bæði úr sálmabók kirkjunnar og annars staðar frá. Þar er vers úr Passíu- sálmunum og perlur eftir séra Valdimar Briem. Gaman er að sjá þarna sálmavers eftir Sigurbjörn Sveinsson kennara, skósmið, laut- inant í Hjálpræðishernum og skáld. Hann er í hópi bestu sálma- skálda okkar á þessari öld. Það er hiklaust hægt að mæla með þessari bók og gefa henni margar stjörnur. Þetta eru sannar hugvekjur því þær fá mann til að hugsa og beina huganum í rétta átt. Maður er ekki lengur að lesa eina hugvekju en að hátta sig og vel væri ef t.d. hjón læsu úr bók- inni eina hugvekju á kvöldi fyrir hvort annað. Það kæmi að gagni við uppgjör liðins dags og væri gott vegarnesti inn í draumalandið — og næsta dag sem enginn veit í raun og veru hvað ber í skauti sér. Pétur Pétursson unnar á þessu ári. Þetta er fyrsta einkasýning Tómasar, en hann hefur fengist við myndlist og ýmislegt tengt myndsköpun gegnum tíðina. Sýnining er opin á opnunar- tíma kaffihússins. Aletrun á stein EFTIRFARANDI ljóð Jóns úr Vör er skráð á minnismerki drukknaðra sjómanna á Pat- reksfirði. Ljóðið sem er nýlegt hefur ekki birst fyrr á prenti. Þeir, Sem Hurfu Í Djúpin, Hvfla Ekki Þar, Heldur í Bijóstum Ástvina Sinna. Jón úr Vör Flaubert og frú Bovary PÉTUR Gunnarsson flytur fyrir- lestur í franska bókasafninu, All- iance Francaise, Austufstræti 3, í dag, miðvikudag, kl. 20.30, um Gustave Flaubert og frú Bovary. Fyrir jólin 1995 kom út hjá bóka- forlaginu Bjarti í þýðingu Péturs Gunnarssonar saga Gustave Flau- berts, Frú Bovary. í kynningu segir: „Skáldsagan Frú Bovary er eitt frægasta og umtalaðasta skáldverk seinni tíma. Sagan olli straumhvörfum í frönsk- um bókmenntum og hefur haft stór- felld áhrif á bókmenntir tuttugustu aldar. Sagan segir frá ferð Emmu Bo- vary um glapstigu freistinganna og óseðjandi leit hennar að lífsins lysti- semdum.-" Pétur talar á frönsku og ís- lensku. Á fyrirlesturinn eru allir velkomnir. Alliance Francaise er flutt í Aust- urstræti 3 og er gengið inn frá Ingólfstorgi. ■♦ ♦ ♦ Ensk útgáfa íslendinga- sagna styrkt NORRÆNI menningarsjóðurinn hefur heitið yfir 80 verkefnum styrk til menningarstarfsemi á þessu ári. 7,6 millj. danskra króna verður út- hlutað í fyrstu, en fjárveiting ársins verður alls 22 millj. danskra króna. Meðal íslenskra verkefna sem njóta styrks að þessu sinni er útgáfa ís- lendingasagna á ensku (400.000 d. kr.) og sviðsetning óperunnar Rhodymenia Palmata (125.000 d. kr.). Farandýningar á verkum Ed- vards Munchs og sýning kennslu- gripa njóta einnig ríflegra framlaga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.