Morgunblaðið - 16.04.1996, Page 26

Morgunblaðið - 16.04.1996, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Týndir þorskar og gleymdur floti MIKLAR sviptingar eiga sér stað um þessar mundir á sviði sjávarút- vegs. í fyrsta lagi og það sem ber hæst er vaxandi þorskgengd. Bend- ir margt ti! þess að stofninn sé loks- ins á uppleið eftir tímabundna lægð. Mikilsvert er að rasa ekki um ráð fram. Sígandi lukka er best en þó má ljóst vera að þorskurinn muni nú skila meiri verðmætum í þjóðar- búið en gerst hefur um langt ára- bil. Áhrifanna mun ekki aðeins gæta á sviði efnahagsmála heldur má búast við að hátt leiguverð kvót- ans muni lækka til muna með þeim afleiðingum m.a. að staða fisk- vinnslunar fari batnandi. Þá ætti af sömu ástæðu staða ýmissa minni útgerða að vænkast. í öðru lagi ber að fagna því samkomulagi, sem tekist hefur milli stjórnvalda og samtaka smábátaeigenda. Loksins virðist kominn á langþráður friður á þeim vettvangi - og hefði mátt gerast fyrr. Krókakörlum hefur verið tryggð hlutdeild í væntanlegri afiaaukningu og sjálfsákvörðunar- réttur þeirra til róðra hefur verið staðfestur (innan eðlilegra marka). Aðalatriðið er þó að um er að ræða gagnkvæmt samkomulag. Aukning krókabáta innan heildar- kvótans hefur á skömmum tíma vaxið úr rúmum 3.000 lestum upp í að lágmarki 21.500 lestir af þorski. Ofan á það bætast svo aðr- ar fisktegundir, fijálsar, og aukn- ingin á heildarpottinum. Þetta hlýt- ur að teljast sæmilegur árangur. í þriðja lagi má benda á að staða fullvinnsluskipa er nokkuð örugg. Greinin skilar hagnaði og ástæða er til að vekja athygli á hversu mikið fullvinnsla frystihúsa á afla frystitogara í dýrar neytendaum- búðir hefur vaxið á skömmum tíma. Frá því á árinu 1991 hafa aflahlut- deildir þessara skipa aukist úr því að vera um 12% af heildarpottinum í um 23%. Dágóður vöxtur á skömmum tíma. Þessi aukna hlutdeild hefur gerst með ýmsum hætti, s.s framsali á aflaheimildum, kaup- um á minni bátum o.s.frv. Þá er aflahlut- deild þessara skipa í karfa á Reykjanes- hrygg mikilsverð og standa vonir til að svip- að gerist um Smuguna og Flæmska hattinn. Úthafsveiðin skiptir miklu fyrir þennan flota og ekki síður þjóðarbúið. Sem sagt, þessi grein stendur eins og krókabátar - nokkuð traustum fótum. í fjórða lagi má nefna að afkoman í rækj- unni virðist viðunandi um þessar mundir þó verðfall hafi orðið nú um hríð. Áhyggjum veldur auðvitað hrunið á humarvertíðinni. í fimmta lagi skulu nótabátar nefndir. Til allrar hamingju hefur bæði síldar- og loðnustofninn vaxið verulega og bendir fátt til annars en þar sé í uppsiglingu gósentíð. Af þessu mætti draga þá ályktun að friður sé að færast yfir í sjávar- útvegi og fiskvinnslu með vaxandi verðmætasköpun úr stækkandi veiðistofnum. Svo er þó ekki. LÍV- forystan er æf yfir „krókasáttinni" og enn á eftir að takast á við úr- kastsvandann. Og svo er það flotinn sem gleymdist. Auka strax um 10.000 lestir? Aukning til krókabáta og full- vinnsluskiþa hefur komið harðast niður á hinum hefðbundnu vertíðar- bátum og ísfisktogurum. Afleiðing- in er m.a. sú að mörgum þeirra hefur verið lagt, sumir skrimta á uppsprengdum leigukvóta og aðrir veiða kvóta sinn í örfáum veiðiferð- um. Þá má minna á að þegar loðnu- bresturinn varð voru dijúgar veiðiheimildir í rækju og þorski fluttar yfir á nótabátana. Ugglaust eru margar ástæður fyrir því að vertíðarbátar og ísfisk- togarar hafa orðið undir í harðri baráttu. Hér verða ekki gerðar tilraunir til að draga þær ástæður fram. Mikilverðara er að horfa fram á veginn. Brýnasta verkefnið í dag á sviði sjávarút- vegs er að treysta rekstrargrunn hins gleymda flota. Og möguleikarnir eru vissulega fyrir hendi. Ég hygg að allir séu sam- mála um að veiðiheimildir verði auknar almennt. Spurningin snýst í raun um hversu stór skref verða stigin. Hinar ánægjulegu fréttir um vaðandi fisk á flestum miðum auka bjartsýni. í þeim sóknarfærum opn- ast m.a. sá möguleiki að heimila strax viðbótarkvóta einungis fyrir hinn gleymda flota, s.s. um 7.000 lestir. Þegar svo kæmi að úthlutun fyrir næsta fiskveiðiár hefði sá floti þar með jafnað stöðu sína gagnvart öðrum veiðiskipum og möguleg aukning á næsta fiskveiðiári kæmi jafnar niður á öllum 'flotanum. Ég trúi að þessi leið sé einföldust og réttlátust í Ijósi þess er hér að fram- an segir um önnur fiskiskip. Sú ákvörðun myndi leiða til aukins jöfnuðar og hefði að auki þau áhrif að lækka leiguverð á kvóta, minnka úrkast, bæta stöðu fiskvinnslunar o.s.frv. Önnur fær leið gæti verið sú að skipta væntanlegum síldar- kvóta annars vegar á nótabáta og hins vegar á hinn gleymda flota. Þar með fengi hann verðmæti og gæti framselt þau í skiptum fýrir bolfiskafla. Hjálmar Árnason Þriðja leiðin væri svo sú að mynda jöfnunarsjóð sérstaklega í upphafi næsta veiðiárs þar sem flot- inn gleymdi fengi sérstakar bætur á skerðingu undanfarinna ára. Hér er aðeins bent á mögulegar leiðir. Vitaskuld koma aðrar til greina en meginatriðið er að ná fram leiðrétt- ingu fyrir þennan flota. Þar með væri líka búið að styrkja hann í sessi og um leið mætti segja að megnið af veiðiflota okkar væri komið á sæmilegan rekstrargrunn, þjóðfélaginu til velsældar. Og það sem mest er um vert þá hillti undir sátt um sjávarútveg okkar í fyrsta sinn í langan tíma. Til mikils er að vinna. En getum við yfir höfuð aukið aflaheimildir? Rangar mælingar á þorski? Þolir þorskstofninn að heimildir séu auknar? Er hann í raun að dafna? Ég hygg að nánast allir séu sammála um að hrygningarstofn þorsks fari vaxandi. Ágreiningur snýst um hversu mikill sá vöxtur er. En spyija má hvort hér sé um náttúrlega sveiflu að ræða eða hvort sé um að ræða árangur af veiði- Margt mælir með því, --------------------3------- segir Hjálmar Arna- son, að taka til endur- skoðunar gagnasöfnun og mælinga aðferðir Hafró. stjórnun okkar. Dr. Jón Gunnar Ottósson, sérfræðingur í stofnmæl- ingum, hefur dregið fram rök sem gætu bent til þess að mælingaað- ferðir Hafró séu hugsanlega full einhæfar, byggðar um of á þröngu reiknilíkani er taki heldur lítið tillit til vistfræðilegra forsendna. Þá hef- ur hann dregið nokkuð í efa þá forsendu Hafró að beint samband sé á milli stórs hrygningarstofns og mikillar nýliðunar. I þriðja lagi bendir hann á að gagnasöfnun Hafró geti verið veik þar sem m.a. úrkast, löndun fram hjá vigt, lokun hólfa og takmörkun á veiðigetu skipa gefi ekki réttar forsendur fyrir stofnmælingar. Þá bendir dr. Jón Gunnar á að núverandi aðferð- ir mæli í raun stofninn nokkur ár aftur í tímann -- en ekki stöðu hans hveiju sinni. Því gefi aðferðir Hafró m.a. of seint upplýsingar um stækk- un stofnsins sem og um minnkun hans. Hver kannast ekki við fréttir sjómanna víða af landinu að undan- förnu um „mengaðan sjó af þorski", sem enginn geti veitt en fiskifræð- ingar draga í efa þessa fiskgengd. Gæti þetta misræmi átt rætur í ofangreindum ábendingum dr. Jóns Gunnars um að reiknilíkanið mæli stofninn eins og hann var fyrir nokkrum árum en ekki eins og hann er í dag? Athygli vekur að frá árinu 1953 hafa alltaf verið reglulegar sveiflur í stærð hrygningarstofns nema síðustu 10 árin. Hvort er þar um að ræða breytingar á lögmálum náttúrunar eða beygir stofninn sig undir reiknilíkan Hafró? Þá hefur Kristinn Pétursson frá Bakkafirði verið iðinn við að sýna með merki- legum rökum að ýmsar forsendur Hafró hafi ekki gilt þegar á reynir. Þannig hafi t.d. sú aðferð verið notuð í Kanada með afleiðingum sem allir þekkja. Þegar Bretar og Þjóðveijar fóru úr okkar lögsögu hófu þeir veiðar við Grænland. Hvað gerðist þar? Þorskstofninn stækkaði. Á árunum 1975-80 var veitt verulega umfram tilmæli Hafró. Samkvæmt forsendum átti stofninn að minnka verulega við þá „ofveiði". Hver varð niðurstað- an? Stofninn stækkaði. Að framan- sögðu þykir mér margt mæla með því að taka verði til rækilegrar end- urskoðunar gagnasöfnun og mæl- ingaaðferðir Hafró. Mýmargt bend- ir til þess að hrygningarstofn þorsksins sé stærri en reiknilíkan og forsendur Hafró segja til um. Er sú fullyrðing bæði studd rökum sjómanna (veruleikinn í dag) og rökum vísindamanna - utan Hafró. Ofan á bætist að 7 ára fiskur er nú farinn að léttast í þyngd sem er merki um að fjöldi fiska sé of mikill miðað við ætisskilyrði. Þá hljótum við að þurfa að svara þeirri spurningu hvort réttur sé sá út- gangspunktur að stór hrygningar- stofn gefi af sér besta nýliðun. Bent hefur verið á að á því geti leikið vafi. Sé svo erum við árlega að sleppa frá okkur milljóna verð- mætum. Það geta vart talist hags- munir þjóðarinnar. Höfundur er alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjaneskjördæmi. AF SÖGUSTÖÐUM hér sunnan- lands ber hæst Þingvelli en að sagnfræðilegum minningum kem- ur Skálholt næst. Starfandi mun vera sérstök Skálholtsnefnd og búið er að setja niður sérstakan biskup í Skálholti staðnum til upp- byggingar. Biskupi þessum sendi ég flestar af eftirfarandi tillögum og að auki tillögur um ýmislegt kynningarstarf sem gæti glætt áhuga á Skálholti en ekki hefur hann sinnt því að svara bréfi mínu á nokkurn hátt. Þess vegna er þessi grein send Morgunblaðinu til birtingar. Þar sem ég hef komið á merka sögustaði erlendis hefur verið leið- sögn á vissum tímum um svæðin og Iagt kapp á að gestum finnist þeir velkomnir. Þetta þekkist líka hér á landi. Það má halda fullri virðingu og helgi kirkju og sögu- staða þótt gestum sé tekið vinsam- lega. Þannig var ánægjulegt að koma í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd og hitta þar prófastinn, séra Jón Einarsson, sem sýndi gestum staðinn af þeirri alúð og hlýju sem alltaf einkenndi þennan ágæta skólabróður minn. Annað dæmi um kirkjustað, sem gott er að heimsækja, er í Reykholti þar sem sóknarprestur leiðir gesti í kirkju og segir frá staðnum og sögu hans af innlifun og krafti. Á Þingvöllum leysa landvarðahjónin starf sitt af hendi með mikl- um sóma og enginn vill víst sjá á bak þeirri starfsemi né telur hana rýra sögulega helgi staðarins. En í Skálholti er annar bragur. Gestum er tekið með fálæti að ekki sé fastar að orði kveðið. Einu sinni meinaði t.d. sóknarpresturinn í Skálholti mér að ganga með Iítinn hóp útlendinga í gegnum kjallar- ann af því að eftir 30-40 mínútur áttu að heijast tónleikar í kirkj- unni og nokkrir tónleikagestir voru þegar sestir þar á bekki. Þetta sárnaði mér verulega því að ég hafði tekið sérstakt tillit til þess í ferðaáætlun að koma í kirkjuna vel fyrir tónleikana til að verða ekki til truflunar. Það tekur fá- mennan hóp ekki svo langan tíma að skoða nefndan kjallara. Hér eru ábendingar um nokkur atriði sem þyrfti að bæta úr í Skálholti. 1) Það væri ekki úr vegi að hafa leiðsögu- menn um svæðið sem hefðu jafnvel göngu- ferðir um nánasta umhverfi kirkjunnar á föstum tímum. Núna er hreinlega engar upplýsingar að hafa á staðnum. Engin merki hef ég enn séð sem vísa á þekkta staði né heldur neina tilburði sýnilega til verndar á merkilegum minjum eða staðháttum. Ég nefni Skólavörðu og Þorlákssæti sem dæmi um staði sem mætti gefa upplýsingar um á skiltum við veginn. Því síður eru merktar eða heimilaðar gönguleið- ir, .eigi t.d. að líta á Þorlákshver þarf að brölta yfir mikilfenglega slá sem fest er með lás. 2) Það vantar almennilegan uppdrátt af svæðinu. Þar mætti svara ýmsum spurningum ef ekki eru sérstakir leiðsögumenn: Hvar er gamla heimreiðin? Hvar stóð gamli bærinn? (Það er búið að slétta vandlega yfir rústirnar!) Hvaða steinn er á miðju hlaðinu? Hvar var leikvöllur skólasveina? Hvaða rúst er norðaustanvert við kirkjuna? (Fáir íslenskir gestir vita um virkið og sögu þess eða yfir- leitt taka eftir því.) Hér mætti einnig fara aðeins út fyrir bæjar- hlaðið. Hvar var til dæmis stein- boginn á Brúará o.s.frv.? 3) Þegar komið er niður í kjallar- Við sem lítum á kirkjuna sem menn- ingarstofnun, segir Aðalsteinn Davíðsson, tökum það nærri okkur þegar merkustu sögustöðum hennar er sýnt tómlæti. ann opnast salur sem væri kjörinn sýningarsalur. En þessi salur er nánast tómur þótt krafið sé um aðgangseyri að honum. Að vísu eru blöð uppi á vegg þar sem sagt er frá kistu Páls biskups, legsteini Hannesar biskups og undirgangin- um. En hvers vegna eru engar myndir frá uppgreftrinum mikla, engin mynd af bagalshaQsnum eða yfirleitt öðrum minjum frá Skál- holti? Þarna mætti setja upp með sáralitlum tilkostnaði yfirlitssýn- ingu, a.m.k. með ljósmyndum sem mætti velja út frá ýmsum sjónar- miðum, hafa t.d. myndir af kirkj- unni sem var á undan núverandi kirkju, myndir frá uppgreftrinum, nokkuð álitlegar myndir eru til af Jóni Vídalín og Hannesi Finnssyni og mætti setja upp eftirprentanir þeirra auk þess sem ekki skaðaði að sýna (undir gleri) eintak af Vídalínspostillu; myndir af bóka- síðum eða bókum frá Skálholts- prentsmiðju, Ijósrit af handritssíð- um og bréfum sem tengjast staðn- um, myndir af hlutum sem þar hafa fundist eða tengdir eru staðn- um. Jafnvel mætti hafa hjá kistu Páls biskups svo sem 5-10 hluti sem fundist hafa í Skálholti, þó ekki væri nema glerbrot úr þeim steindu gluggum sem forðum voru þar í dómkirkjum. Eitthvað af þessu mætti kynna nánar með myndum eða veggspjöldum. Þá mætti jafnvel nefna það nokkrum orðum að þarna var skóli í næstum 750 ár. Við sem lítum á kirkjuna sem menningarstofnun og mikilvægan þátt í sögu þjóðarinnar tökum það • nærri okkur þegar merkustu sögu- stöðum hennar er sýnt tómlæti. Eða jafnvel enn verra. Nú stend- ur til að hefja mikil umsvif í Skál- holti sbr. nýlega auglýsingu frá Skipulagsstjóra ríkisins um breyt- ingu á aðalskipulagi Laugaráss og Skálholts. Skipulögð er íbúðar- byggð, nýir vegir, svæði tl „ákveð- inna nota“. Það er eins og enginn gái að því að Skálholt þarf friðlýs- ingar og natinnar umhirðu. Höfundur cr kennari. Skálholt - van- ræktur sögustaður Aðalsteinn Davíðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.