Morgunblaðið - 16.04.1996, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 27
AÐSENDAR GREINAR
Friðun er líka nýting
ÞAÐ hej;rist nú æ
oftar, að íslendingar
ættu að gerast for-
ustuþjóð á sviði um-
hverfismála. Meðal
annars kemur það
glöggt fram í skýrslu
umhverfísráðherra í
febrúar 1995 um
ástand og þróun um-
hverfismála á íslandi.
Þar segir m.a. í kafla
um viðfangsefni og
framtíðaráherslur:
„Lögð er áhersla á að
Island verði um næstu
aldamót fyrirmynd
annarra vestrænna
ríkja í umhverfísmálum eða m.ö.o.
að ísland verði þá án nokkurs vafa
hreinasta land hins vestræna heims
og ímynd hreinleika og sjálfbærrar
þróunar tengist allri atvinnustarf-
semi í landinu.“ Því næst eru tald-
ar upp leiðir að því marki, og ein
leiðin er: „Að unnið verði að því
að fjölga þjóðgörðum, friðlýstum
svæðum og náttúruminjum.“
Tillaga um
friðun tveggja áa
Of lítið hefur gerst í því efni á
undanförnum árum. Þó ber að geta
laga um vernd Breiðafjarðar, sem
sett voru í mars 1995, en sam-
kvæmt þeim er nú unnið að vernd-
aráætlun fyrir allt það svæði. Þá
vinnur samvinnunefnd héraðs-
nefnda nú að svæðisskipulagi fyrir
miðhálendi íslands og má vænta
fyrstu tillagna að landnotkun á
hálendinu á þessu ári. Vonandi
verður þar að finna tillögur um
friðun og varðveislu
landsvæða, sem er að
sjálfsögðu ein leið nýt-
ingar.
Nú er komin fram
á Alþingi tillaga um
mikilvægt skref í
þessu efni. Tillöguna
flytur undirrituð
ásamt Ástu Ragnheiði
Jóhannesdóttur, Svav-
ari Gestssyni og Öss-
uri Skarphéðinssyni
og er hún svohljóð-
andi: „Alþingi ályktar
að fela umhverfísráð-
herra að undirbúa
lagasetningu um frið-
lýsingu Hvítár/Ölfusár frá upptök-
um í Langjökli til Ölfusárósa og
Jökulsár á Fjöllum frá upptökum
í Vatnajökli til ósa í Öxarfírði."
Andvaraleysi til vansa
Sú kynslóð, sem nú lifír í þessu
landi, hefur verið virkjanafús. Hver
stóráin á fætur annarri hefur verið
fjötruð í viðjar steinsteypu og sér-
stæð og einstök landsvæði eyðilögð
eða stórskemmd. Á teikniborðum
verkfræðinga hafa báðar þær ár,
sem hér um ræðir, fengið sömu
örlög. I kílóvattstunduin talið býr
að öllum líkindum í þeim um '/6
þeirrar vatnsorku, sem sumir telja
nú, að hagkvæmt geti orðið að
virkja.
Áætlanir um virkjun fjölmargra
orkulinda landsins bíða fullmótaðar,
en minna fer fyrir áætlunum um
vemdun þeirra. Þó hefur verið gerð
tilraun í þá átt. Vorið 1989 sam-
þykkti Alþingi að fela ríkisstjóminni
Hvítá/Ölfusá o g Jökulsá
á Fjöllum eru merkileg-
ustu stórár sem enn
renna ótruflaðar um
land okkar. Kristín
Halldórsdóttir skrifar
hér um nauðsyn þess
að friðlýsa þær báðar.
að láta undirbúa áætlun um vemdun
vatnsfalla og jarðhitasvæða, fossa
og hvera. Drög að slíkri áætlun
skyldi lögð fyrir Alþingi til kynning-
ar fyrir árslok 1990 og áætlunin
fullbúin til staðfestingar síðar.
Framkvæmdin hefur hins vegar
gengið hægar en til stóð. Náttúm-
verndarráð skilaði skýrslu um málið
til umhverfísráðuneytis í nóvember
1994, en af frekari úrvinnslu hefur
ekki enn orðið. Andvaraleysið er
okkur til vansa. Vafasamt er að
afkomendur okkar verði okkur
þakklátir fyrir virkjanagleðina, ef á'
landinu verður vart að fínna órask-
aða á, þegar þeirra tími er kominn
að njóta þeirra.
Óviðjafnanlegir fossar
Hvítá/Ölfusá og Jökulsá á Fjöll-
um eru án efa merkilegustu stór-
ár, sem enn fá að renna ótruflaðar
um land okkar. í báðum ánum eru
miklir fossar, sem laða að fjölda
ferðamanna, Gullfoss í Hvítá og
Dettifoss ásamt þremur öðrum
fossum í Jökulsá á Fjöllum, en um
þá fossa sagði sá góðkunni jarð-
fræðingur, Sigurður heitinn Þórar-
insson, að þeir væra samstæða,
sem ekki ætti víða sinn líka á jarð-
arkringlunni. Umhverfí ánna er
mjög fjölbreytt og sérstætt, bæði
hvað varðar náttúrafar og sögu
þjóðarinnar. Hvítá/Ölfusá rennur
að miklu leyti um blómlegar byggð-
ir, sem löngum hafa hýst biskupa
og höfðingja og meðfram henni era
mikilvæg votlendissvæði. Jökulsá
rennur um óbyggðir, þar sem hírð-
ust útlagar fyrr á öldum, en era
nú ýmist friðlýstar eða á náttúru-
minjaskrá, og á láglendi rennur áin
um einhvem fegursta stað lands-
ins, Jökulsárgljúfur, sem eru að
hálfu leyti friðlýst sem þjóðgarður.
Óbætanlegt tjón yrði á náttúra ís-
lands ef ár þessar fengju ekki að
njóta friðar um ókomin ár, enda
nóg til af annarri orku til að virkja,
bæði í vatnsföllum og á jarðhita,-
svæðum.
„Brot af
framtíðarhamingju"
í friðlýsingum ánna fælist m.a.,
að vatnsmagni þeirra yrði ekki
breytt af mannavöldum, t.d. með
því að veita vatni, sem til þeirra
fellur, inn á vatnasvið annarra áa.
Mannvirkjagerð og jarðraski með-
fram ánum yrði haldið í lágmarki
og í óbyggðum yrði ekki komið
fyrir mannvirkjum, sem áberandi
eru frá árbökkunum. Náttúrulegt
lífríki í og við árnar nyti verndar
og umferðarréttur almennings
meðfram ánum yrði tryggður. Þess
yrði jafnframt gætt við skipulag
og stjórnun ferðamennsku að
Kristin
Halldórsdóttir
svæðunum yrði ekki spillt.
Tillaga sama efnis var lögð fram
á 113. löggjafarþingi, en dagaði
þá uppi í nefnd. Þáverandi þingkon-
ur Kvennalistans fluttu tillöguna
undir forystu Sigrúnar Helgadóttur
líf- og umhverfísfræðings. Eins og
að framan segir er margt til marks
um aukinn skilning og áhuga á
verndun umhverfís og sérstæðrar
náttúra landsins. Má því ætla, að
efni þessarar tillögu eigi nú hljóm-
grann.
Menn skyldu minnast eftirfar-
andi orða Sigurðar Þórarinssonar
jarðfræðings í fjölriti Náttúra-
verndarráðs 1978, Fossar á ís-
landi: Því er nú mjög á lofti hald-
ið, og vissulega með veigamiklum
rökum, að í fossum landsins búi
nokkuð af framtíð okkar þjóðar,
er byggist á þeim verðmætum, sem
mæld era í kílówattstundum. En
þar við liggur einnig brot af fram-
tíðarhamingju þjóðarinnar, að hún
gleymi því ekki, að í fossum lands-
ins búa einnig verðmæti, sem ekki
verða metin til fjár, en mælast í
unaðsstundum.
Höfundur er þingkona
Kvennalistans.
• aSCOm Hasler
• Frimerkjavél framtíðarinnar
• Stílhrein, falleg hönnun
• Svissnesk tækni og nákvæmni
. j. nswniDssoN hf.
i Skipholti 33,105 Reykjavík, sími 552 3580.
Eldri borgarar
- söfnum liði
í SÍÐASTA mánuði
var gert átak til að
kynna starf Félags
eldri borgara í Reykja-
vík og nágrenni. Var
það gert á „Viku aldr-
aðra“ á 10 ára afmæli
félagsins, þar sem
fjölbreytt dagskrá var
hvern dag og málefnin
kynnt í fjölmiðlum í
meira magni, en áður
hefur tíðkast.
Þótti þetta takast
vel enda nutum við
aðstoðar margra
bestu listamanna
landsins, sem gerðu
þetta ógieymanlegt og oft stór-*
kostlegt. Sýnir þetta að málefni
aldraðra eiga víðtækan stuðning
meðal listamanna og reyndar allra
landsmanna, því að þátttaka var
ágæt og oft frábær, eins og til
dæmis í Laugardalshöll þar sem
mættu á annað þúsund manns
þótt veður væri slæmt. Þá tókst
sjónvarpsútsending frá Ráðhúsi
Reykjavíkur frábærlega og var
öllum til sóma sem þar lögðu hönd
á plóg. Allt skapaði þetta, og hin-
ir fjölmörgu þættir aðrir, skemmti-
lega stemmningu og vakti athygli
á málefnum aldraðra. En þetta er
ekki nóg. Orð eru til alls fyrst, en
athafnir eru síðan nauðsynlegar.
Aðgerða er þörf
Um það eru víst flestir sam-
mála að eitthvað þarf að gera til
að gæta hagsmunamála aldraðra
á öllum sviðum í víðasta skilningi.
Eitt af því nauðsynlegasta er
að efla samtök okkar svo að þau
geti betur tekist á við hin mörgu
málefni, sem þarf að
sinna í bráð og lengd.
í Félagi eldri borgara
í Reykjavík og ná-
grenni eru nú um
6.000 eldri borgarar
60 ára og eldri á höf-
uðborgarsvæðinu,
þetta er varla nema
74 hluti þeirra, sem
aldurs vegna ættu að
vera félagar.
Á öllu landinu
starfa nú 43 félög
eldri borgara, sem eru
meðlimir í Landssam-
bandi aldraðra. Alls
eru í þeim um 13 þús-
und félagar. Allt er þetta gott og
blessað, en ef við berum okkur
saman við félög eldri borgara í
Bandaríkjunum, þá eru félagar þar
32 milljónir enda er byijað að skrá
félaga við 50 ára aldur því að
Eldri borgarar verða,
segir Páll Gíslason,
að treysta stöðu
sína með starfi í
eigin félögum.
margir þar fara á eftirlaun miklu
fyrr en hér. Samsvarandi tala hjá
okkur ætti að vera að minnsta
kosti 32 þúsund. Það er því aug-
ljóst að við þurfum og eigum að
geta gert betur til að auka áhrifa-
mátt félagskapar okkar.
Hvað getum við gert?
Það yrði auðvitað of langt mál
að tíunda öll þau verkefni, sem
Páll
Gíslason
liggja fyrir að sinna, en nefna má
nokkur:
1. Vera stefnumótandi um lög-
gjöf sem snertir aldraða og
undirbúningi slikra á frumstigi.
2. Fylgjast betur með undirbún-
ingi fjárlaga hvers árs.
3. Gefa fullnægjandi leiðbein-
ingar um tryggingarmál aldr-
aðra.
4. Gera tillögur um lagabreyt-
ingar sem gæta hagsmuna aldr-
aðra, t.d. við heilbrigðismál,
almannatryggingar og fleira.
5. Leita eftir tilboðum frá fyrir-
tækjum á þjónustu og innkaup-
um til hagsbóta fyrir aldraða.
(Þetta er áberandi þáttur starfs
erlendis.)
6. Sjá um kynningu á högum
og verkefnum, sem aldraðir
fást við.
7. Kynna einnig jákvæðar hlið-
ar öldrunar og lífsviðhorf aldr-
aðra.
8. Standa fyrir útgáfu fræðslu-
og kynningarrita.
Hér eru aðeins nefnd nokkur
þau verkefni, sem blasa við, en
mörg fleiri gætu komið til. Að
sjálfsögðu reynum við í dag að
sinna þessu, en til þess að fást við
þetta allt af meiri krafti þarf meira
fjármagn heldur en félög aldraðra
hafa yfir að ráða. Að sjálfsögðu
er það aldraðir sjáfir sem standa
að þessu með því að efla félögin
tneð fleiri félögum. Félög eldri
borgara eru starfandi víða, hafíð
samband við formennina í ykkar
heimbyggð eða í Reykjavík á skrif-
stofu FEB, Hverfisgötu 105, sími
552 8812.
Það myndi líka skapa félögun-
um betri grundvöll til að afla tekna
á annan hátt með tilboðum frá
fyrirtækjum o.fl. ef við værum
fleiri félagar.
Eldri borgarar! Látið ekki ykkar
hlut eftir liggja. Treystum á okkur
sjálf, en síðan aðra.
Höfundur er læknir og formnður
Fólags eldri borgnra í
Reykjnvík og nngrenni.
Hyundai Accent GS 5 dyra '95, græn-
sans., 5 g., ek. aðeins 4 þ. km. V. 960 þús.
MMC Lancer EXE Hiaðbakur '92, 5 dyra,
sjálfsk., ek. aðeins 55 þ. km., spoiler, raf.
í rúðum, hiti í sætum o.fl. Gott eintak. V.
Nýr bíll (óekinn) Suzuki Sidekick JXi ’96,
grásans., 5 g. (bein innsp.), spegilrúður,
Nissan Sunny SLX 4x4 station ’93, grá-
sans., ek. 77 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í
sætum, toppgrind, dráttarkrókur o.fl.
V. 1.190 þús.
Plymouth Voyager V-6 SE '95, blár,
sjálfsk., ek. aðeins 19 þ. km., 7 manna
m/öllu. V. 2.850
Chevrolet Lumina APV 7 manna V-6 ’92,
rauður, sjálfsk., ek. 70 þ. km., rafm. í öllu
o.fl. V. 2,1 millj.
Toyota Corolla XLi Hatchback '96, 5
dyra, 5 g., ek. 4 þ. km., spoiler o.fl. V.
1.230 þús.
Audi 200 Quatro Turbo '85, 5 g., ek. 139
þ. km., rafm. í öllu, álfelgur o.fl. V. 880
þús. Sk. ód.
Nissan Sunny SLX 4x4 station '92, brún-
sans., 5 g.t ek. 102 þ. km., rafm. í rúðum,
hiti í sætum o.fl. V. 990 þús.
Toyota Corolla 1.6 Si '94, hvítur, 5 g.,
ek. 39 þ. km., álfelgur, spoilersett, geisla-
spilari o.fl. V. 1.200 þús.
Bílamarkadurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut
Kopavogi, sími
567-1800
Löggild bílasaia
Verið velkomin.
Við vinnum fyrir þig.
Toyota Carina II GLi Executive ’90, 4ra
dyra, sjálfsk., ek. 108 þ. km., rafm. í öllu,
spoiler o. fl. V. 890 þús.
Dodge Caravan LE 4x4 '91, 7 manna,
sjálfsk., ek. 91 þ. km., rafm. í öllu o.fl. V.
1.980 þús.
Subaru Legacy 1.8 Station 4x4 ’90,
sjálfsk., ek. 98 þ. km., rafm. í rúðum, grjót-
grind o.fl. V. 1.080 þús. Sk. ód.
Toyota Corolla GL Special series’91, 5
g., ek. 93 þ. km., 5 dyra, rafm. í rúðum,
samlæsingar, blár. V. 690 þús.
Húsbíll M. Benz 309 '86, hvítur, ek. 300
þ. km., 5 cyl., dísel, sjálfsk., 7 manna,
svefnpláss, eldavél, gasmiðstöð, stórt for-
tjald o.fl. o.fl. V. 1.490 þús. Sk. ód.
Ford Mustang GT '95, ek. 14 þ. km., silf-
urgrár, sjálfsk. Einn með öllu. Sjón er
sögu ríkari. V. 2.980 þús. Sk. ód.
Toyota Tercel 4x4 station '88, rauður,
ek. 147 þ. km. V. 530 þús. Sk. ód.
Toyota Landcruiser diesel ’87, 5 g., ek.
190 þ. km., drif og gírkassar ný uppt.,
loftlæstur aftan og framan. Nýl. 38“ dekk.
Toppeintak. V. 1.870.
Ford Taurus Station '86, svartur, 5 g.,
ek. 123 þ. km. Gott eintak. V. 670 þús.
Lada Sport 5 gíra '91, hvítur, ek. 65 þ.
km. V. 390 þús.
Nissan Sunny 1.3 LX '90, 3ja dyra, blár,
4 g., ek. 84 þ. km. V. 460 þús.
Subaru Legacy 2.0 Station '92, grár, 5
g., ek. aðeins 49 þ. km. V. 1.490 þús.
Toyota Carina E '93, 5 dyra, rauður, 5
g., ek. 55 þ. km. V. 1.450 þús.
Toyota Corolla XLi Hatchback 5 dyra,
rauður, 5 g., ek. 24 þ. km. V. 1.050 þús.
Toyota Landcruiser (stuttur) bensín '87,
5 g., ek. 139 þ. km. Gott eintak. V. 1.050
þús.
MMC Colt GLXi '92, rauður, 5 g., ek. 85
þ. km., álfelgur, spoiler, rafm. í öllu o.fl.
V. 860 þús.
MMC Pajero V-6 '91, blár, 5 g., ek. 90
þ. km., rafm í rúðum o.fl. Fallegur jeppi.
V. 1.560 þús.
Mazda 323 1.6 GLX 4x4 station '94,
steingrár, 5 g., ek. 58 þ. km., álfelgur o.fl.
V. 1.180 þús.
Honda Civic ESi ’93, 3ja dyra, álfelgur,
rafm. í rúðum, spoiler o.fl., ek. 50 þ. km.
V. 1.250 þús.
Cherokee Country 4.0 L High Output
'93, grænsans., sjálfsk., ek. 80 þ. km.
Gott eintak. V. 2.350 þús.
Vantar nýlega bíla
á skrá og á staðinn