Morgunblaðið - 16.04.1996, Síða 34

Morgunblaðið - 16.04.1996, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sigurður Axel Skarphéðinsson fæddist á Víðihóli á Hólsfjöllum 19. september 1906. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 8. apríl sl. Foreldrar hans voru þau Gerður Jónsdóttir, f. 30. nóvember 1882, d. 12. júní 1973, og Skarphéð- inn Sigvaldason, f. 4. apríl 1876, d. 15. júlí 1970. Sigurður var elstur fjögurra systkina. Systir hans Ingibjörg, f. 1. janúar 1909, lést 28. okt. 1971. Eftirlifandi bræður Sig- urðar eru Þórir, f. 7. febr. 1914, og Baldur, f. 9. okt. 1915. Einn- ig ólst upp á heimili foreldra þeirra Anna Halldórsdóttir, f. 25. febr. 1929. Sigurður kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Helgu Jónsdótt- ur frá Ingveldarstöðum í Keldu- hverfi 4. október 1941. Foreldr- ar hennar voru Ingibjörg Gísla- Með nokkrum fátæklegum orð- um vil ég kveðja tengdaföður minn, Sigurð Skarphéðin'sson frá Hróa- stöðum í Öxarfirði. Sigurður var mér ekki einungis ástkær tengda- faðir heldur einnig raunsannur vin- ur og uppspretta óþijótandi fróð- leiks af ýmsu tagi og hann opnaði mér sýn til þeirra aðstæðna og kjara sem alþýða þessa lands bjó við á fyrri tugum þessarar aldar. Heiðar- leiki hans, ráðvendni, nægjusemi og hjálpsemi voru leiðarljós öllum ^þeirn sem honum kynntust. Sigurður var af fátæku alþýðu- fólki kominn, elstur fjögurra systk- ina. Hann fæddist á Víðihóli á Hóls- fjöllum en flutti ungur með foreldr- um sínum að Hróastöðum í Öxar- firði sem var heldur rýr jörð til bú- skapar á bökkum Brunnár, austustu kvíslar Jökulsár á Fjölium, leigujörð í eigu Skinnastaðakirkju. En þótt kjörin væru rýr og flestir bændur sveitarinnar betur stæðir, tóku for- eldrar hans óskylt stúlkubam í fóst- ur á sitt heimili og ólu upp til fullorð- insára. Ber það glöggt vitni um það hugarfar sem á því heimili ríkti. dóttir, f. 15. október 1884, d. 1. septem- ber 1963, og Jón Jóhannesson, f. 31. október 1888, d. í apríl 1966. Dætur Sigurðar og Helgu eru: 1) Hjördís, f. 24. janúar 1942, gift Hans Þór Jónssyni og eiga þau þijá syni, Hilmar, Jens og Sigurð Helga. 2) Gerður Sólveig, f. 14. júlí 1949, gift Eyjólfi Þór Sæ- mundssyni. Börn þeirra eru Helga og Baldur Þór. Sigurður lærði járnsmíði og hlaut meistararéttindi í þeirri grein. Einnig lagði hann stund á söðlasmíði og vann talsvert að trésmíði. Síðustu árin vann hann sem vélgæslumaður hjá Ríkisspítölum. í tómstundum safnaði hann bókum og batt þær inn. Utför Sigurðar fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Sigurður var sannur fulltrúi þeirrar kynslóðar sem við nefnum gjarnan aldamótakynslóðina, þó nokkur ár væru liðin af þessari öld þegar hann fæddist. Hann hafði óstöðvandi áhuga á því að „byggja upp“ og betrumbæta, enda lék allt í höndum hans, jafnt harðasta járn sem mýksta skinn. Hús voru byggð að Hróastöðum með myndarbrag og til alls var vandað. Þótt þar hafi enginn búið í 50 ár og engu verið við haldið er íbúðarhúsið enn uppi standandi eins og við kom- umst að raun um síðasta sumar er afkomendur foreldra Sigurðar og tengdafólk heimsótti staðinn. Það varð síðasta heimsókn Sigurðar til æskustöðvanna. .Sigurður keypti sér snemma vörubifreið og notaði við ýmiss kon- ar uppbyggingarstörf sem hann tók sér fyrir hendur í sveitunum við Öxarfjörð. Hann vann við húsbygg- ingar og aðrar framkvæmdir á Qölda jarða um árabil. Þannig kynntist hann fólkinu í þessum sveitum náið og eignaðist marga vini. Það var við eitt slíkt verkefni, hjá Jóni bónda á Ingveldarstöðum í Kelduhverfi, sem hann komst í kynni við Helgu dóttur hans, sem hann síðar kvæntist og lifir nú mann sinn eftir 55 ára hjónaband. Dugnaði Sigurðar og vinnuhörku var við brugðið og þótti reyndar ýmsum nóg um, jafnvel á þessum tíma. Þegar verk var hafið komst ekkert annað að en að ljúka því í einni striklotu með eins litlum hvíld- um og kostur var. Hvíld átti ekki við fyrr en að verki loknu, en þá held ég líka að hann hafi getað notið hennar. Þannig gekk hann til verka alla ævi, einnig við bókband- ið sem varð hans áhugamál siðar og hann stundaði fram á níræðisald- urinn. Ég held að okkur Sigurði hafi einu sinni sinnast eitt augna- blik á þeim aldaríjórðungi sem við þekktumst. Það var þegar hann, á áttræðisaldri, aðstoðaði okkur við húsbyggingu og ég reyndi að fá hann til að hægja á sér við vinnuna og ganga heldur varlegar til erfiðra verka en hann sjálfur ætlaði. Ekki held ég að Sigurður hafi skrifað háa reikninga fyrir vinnu sína. Þar held ég að miklu hafi ráð- ið aðstæður og efnahagur þeirra sem unnið var fyrir. Sigurður var mikill náttúruunn- andi og á sínum yngri árum á Hróa- stöðum hafði hann þrátt fyrir allt nokkurn tíma til að njóta hennar. Hann var mikill veiðimaður og gekk m.a. til rjúpna í fjalllendi Öxarfjarð- ar um árabil. Þá var farið eld- snemma á fætur og þurfti hann að byija á því að vaða Brunnána skammt frá Hróastöðum, en hún er djúp, tók upp að bijósti, en ekki straumhörð. Síðan var hlaupið í útihúsin á Núpi og þar klæðst til veiða. Já, það var sko ekki verið að draga af sér. Veiðin var góð á þessum tíma, jafnvel á annað þús- und fugla á hausti. Þetta var mikið búsílag fyrir fátækt heimili og reyndar var hluti fengsins seldur til útflutnings. En þó að náttúran væri þannig nytjuð til lífsbjargar var hann einnig forvitinn um hana og naut hennar sem áhorfandi. Hann annaðist m.a. fuglamerkingar fyrir erlenda vís- indamenn sem rannsökuðu ferðir farfugla. Hann sýndi mikla hug- kvæmni við bæði veiðar og náttúru- skoðun. Átti t.a.m. hest sem hann þjálfaði þannig að hann gekk álútur undir kvið hans og komst þannig að fuglum sem annars hefðu flogið. Hund átti hann um árabil er Nelli hét og þjálfaði Sigurður hann til að aðstoða sig við veiðar. Með þeim tókst mikil vinátta og geymdi Sig- urður mynd af honum alla ævi. Mik- il vinátta var milli Sigurðar og sveit- unga hans Theódórs Gunnlaugsson- ar á Bjarmalandi, hins kunna nátt- úruskoðanda og rithöfundar. Það fljúga um hugann minningar um óteljandi samtöl mín við Sigurð um náttúruna og ríkidæmi hennar sem og kjör og lifnaðarhætti á þess- um tíma. Ég er ævarandi þakklátur forsjóninni fyrir að fá að njóta fróð- leiks og reynslu Sigurðar í þessum efnum, því þar fóru áhugamál okk- ar alveg saman. Hvaða áhugamað- ur um náttúrufræði hefur fengið betri gjafir en ég fékk frá honum í öllum hans . fróðleik eða þegar hann færði mér fyrst frumútgáfu Náttúrufræðingsins frá upphafi og síðar hinar fágætu Skýrslut Hins íslenska náttúrufræðafélags sem voru forveri Náttúrufræðingsins, en hvoru tveggja safnaði hann saman af mikilli þrautseigju og sumu bjargaði hann frá glötun. Og að sjálfsögðu var þetta allt bundið í skinn af honum sjálfum. Hugur Sigurðar stóð til þess að ganga menntaveginn, en aðstæður og inngrip forsjónarinnar komu í veg fyrir að svo yrði. Sem elsti son- ur á fátæku heimili var auðvitað ekki hægt um vik. Kennari hans og velgerðarmaður, Guðmundur Gunnlaugsson, bróðir Theodórs á Bjarmalandi, vann að því að gera honum kleift að láta draum sinn rætast. Eitt sinn, þegar þetta var í deiglunni, kom hann til Hróastaða og brá sér með heimamönnum til silungsveiða í Brunnárósi, en af þeim voru umtalsverðar nytjar. Dregið var fyrir með netum og þurfti að vaða nákvæma leið við ósinn. Svo sviplega vildi til að Guð- mundur féll í sandbleytu og drukkn- aði þar án þess vörnum yrði við komið. Sigurður missti þar góðan vin og sömuleiðis drauminn um menntaveginn. Þessi atburður var honum hugleikinn alla ævi. Þau Sigurður og Helga hófu sam- viscir sínar fyrir norðan, en fluttu suður til Reykjavíkur 1946 og var eldri dóttir þeirra, Hjördís, þá fædd, en Gerður Sólveig fæddist í Reykja- vík 1949. Fljótlega var hafist handa við myndarlega húsbyggingu við Grenimel ásamt bræðrunum Þóri og Baldri og auðvitað var hugsað til þess að búa foreldrunum sem þægilegast ævikvöld á sama stað. Sigurður lærði bæði járnsmíði og söðlasmíði og þegar suður kom SIGURÐUR AXEL SKARPHÉÐINSSON t Elskuleg eiginkona mín, GUÐRÍÐUR KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Hjallatúni, Vík í Mýrdal, andaðist 14. apríl. Páll Jónsson. t Jarðarför, SIGURÐAR G. EINARSSONAR, Hverfisgötu 16, Reykjavík, sem lést 11. apríl, fer fram frá Fossvogskapellu, miðvikudaginn 17. apríl kl. 10.30. Aðstandendur. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og systir, ÁSDÍS GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Álfhólsvegi 141, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. apríl kl. 15.00. Smári Bent Jóhannsson, Hulda Gfsladóttir, Ásdís Guðrún Smáradóttir, Gísli Snær Smárason, systkini hinnar látnu, og aðrir aðstandendur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR PÉTUR EINARSSON, Austurvegi 12, ísafirði, lést á heimili sínu að kvöldi sunnudags- ins 14. apríl. Fyrir hönc/ aðstandenda, Guðjörg R. Jónsdóttir, Reynir Pétursson, Margrét J. Pétursdóttir, Þorgeir J. Pétursson, Guðbjörg Þorláksdóttir, Gunnar P. Pétursson, Halla H. Birgisdóttir, Dagný R. Pétursdóttir, Guðmundur Fr. Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍSABET RÓBERTSDÓTTIR JÓNSSON, Heiðarbraut 2, Garði, lést 2. apríl sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Marteinn Jónsson, Pétur Marteinsson, Erna Marteinsson, Brian og Michael, Reynir Marteinsson, Michelle Marteinsson, Sandra og Janet, Björg Marteinsdóttir, Olafur Einarsson, Sóley og Kristján Mathiesen, Unnur, Brynjólfur og Matthías, Tómas H. Marteinsson, Barbara May Marteinsson, Davíð og Darri. vann hann ýmis störf, en þó einna lengst sem járnsmiður í Héðni og síðar sem vélgæslumaður hjá Ríkis- spítölum. Ég þekki lítt til þessara starfa hans, en veit það eitt að hann gegndi þeim af stakri prýði. Minnist ég þar orða Guðjóns heitins Jónssonar, fyrrum formanns Félags járniðnaðarmanna, sem þekkti Sig- urð þegar hann var í Héðni. Nokkru eftir að suður kom varð bókasöfnun helsta áhugamál Sig- urðar og eignaðist hann myndarlegt safn bóka. Hann gekk rösklega til verks á þessu sviði sem öðrum og varð safnari af lífi og sál. Mestan áhuga hafði hann á tímaritum og bókum um þjóðleg fræði, náttúru- fræði, hvers kyns alþýðufróðleik, klassískum verkum íslenskra höf- unda og reyndar mörgu fleiru. Hann safnaði þannig öllum hugsan- legum bókum sem notaðar voru við alþýðufræðslu fyrr á tímum, en margt af því er fágætt vegna þess að það eyðilagðist vegna mikillar notkunar. Sigurður lagði mikla áherslu á gæði bókanna og upp- runaleik. Allt varð að vera með réttum titilblöðum og óskemmt og auðvitað varð frumútgáfa hvers verks að vera í safninu. Hann lærði af öðrum og þróaði sjálfur ýmsar aðferðir til að hreinsa óhreinindi af bókarblöðum og gera við skemmdir. Sem dæmi um vandlæti hans má r.efna að hann útvegaði sér frumútgáfu af þjóðsögum Jóns Árnasonar þrívegis áður en hann taldi eintakið nógu gott. Sigurður batt sjálfur í skinn allar óbundnar bækur og bækur með skemmdu bandi sem hann eignaðist. Einnig batt hann inn fyrir aðra. Við gyll- ingu bókanna notaði hann aðferð sem hann þróaði sjálfur og gylling- artækin smíðaði hann að sjálfsögðu. Margar eigulegar bækur gerði Sig- urður úr „ræksnum" sem annars kynnu að hafa glatast. Við bók- bandið og bókasöfnunina eignaðist hann marga góða vini og oft sátu þeir lengi gömlu mennirnir og skröfuðu um áhugamál sitt. Ekki þarf að fara mörgum orðum um ráðvendni Sigurðar. Reglurnar voru einfaldar. Hann greiddi alla reikninga um leið og þeir bárust og vildi aldrei skulda neinum neitt. Ekkert var keypt nema gegn stað- greiðslu í reiðufé. Sparsemi og nægjusemi tryggðu að endar næðu saman. Hann var engu að síður rausnarlegur þegar því var að skipta. Sigurður var hógvær maður og hlédrægur og lét ekki á sér bera. Hann vildi ekki að verkum hans væri hampað. Það var eins og hann þyrfti ekki á viðurkenningu annarra að halda, öllu skipti að hann sjálfur væri sáttur við það sem hann gerði. Ýmsir sem hann umgekkst höfðu mikinn áhuga á ættfræði, en það hafði hann ekki sjálfur, tók helst ekki þátt í umræðum um slík mál, þó sjálfur væri hann af þekktum ættum, en afi hans var Jón Eldon skáld og rithöfundur, sonarsonur Gottskálks á Fjöllum sem „nierkar“ ættir eru frá komnar. Sigurður taldi að hver maður ætti að vera sáttur við sjálfan sig að eigin verðleikum, forfeður og ættartengsl skiptu þar engu máli. Ég hugsa reyndar að hann kunni mér ehgar þakkir fyrir þessa grein. Ætla mætti að vinnuharka Sig- urðar gerði hann kröfuharðan til annarra einnig. Það birtist mér ekki í okkar kynnum. Þvert á móti var hann á góðum stundum blíður og hlýr og kímnigáfan til staðar í rík- um mæli. Barnabörnunum var hann einkar hugljúfur og þau sakna hans sárt. Sigurður lést eftir nokkurt veik- indastríð 8. apríl sl. á 90. aldurs- ári. Þrátt fyrir háan aldur, hnign- andi heilsu og dapra sjón og heyrn var hann í huga hress, hafði í engu tapað minni og skýrri hugsun. Hann vildi fram á síðustu stundu fylgjast með atburðum líðandi stundar. Við söknum hans sárt en minningin um hans áhrifaríka persónuleika og drengilegu lund mun fylgja okkur sem hann þekktu til æviloka. Ég bið Guð að blessa minningu hans. Eyjólfur Sæmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.