Morgunblaðið - 16.04.1996, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
INGOLFUR GISLI
INGÓLFSSON
+ Ingólfur Gísli
Ingólfsson lekt-
or var fæddur í
Reykjavík 11. nóv-
ember 1941. Hann
varð bráðkvaddur
28. mars síðastlið-
inn. Útför Ingólfs
fór fram frá Digra-
neskirkju 11. apríl.
Þrátt fyrir van-
heilsu Ingólfs undan-
farin misseri hvarflaði
varla að nokkrum
manni að þessi lífs-
glaði atorkumaður
mundi kveðja þennan heim svo
brátt. Söknuður býr víða þegar
vinsæll og vel gerður maður fellur
frá, og það á við í þessu tilfelli.
Aldrei var komið að tómum kof-
unum þegar sótt var til Ingólfs
Gísla, hvorki í vitsmunalegum né
veraldlegum skilningi. ígi var vel
að sér á flestum sviðum og hafði
meiningar um menn og málefni,
enda einn af þeim sem fylgdist vel
með og lá ekki á skoðunum sínum.
Yfirleitt var stutt í hláturrokur og
glampi spaugarans skein úr augum
hans.
Á heimili Ingólfs og Helgu hefur
alltaf verið mjög gestkvæmt og
gamla viðkvæðið „ætlar þú ekki
að koma aðeins inn“ er í heiðri
haft. Vinahópur fjölskyldunnar er
stór og fjölskyldurækt mikil. Því
er alltaf fólk að koma og fara um
gættirnar í Lindarhvammi 7.
Ingólfur var leiðandi aðili og það
var aldrei nein lognmolla í návist
hans. Hann var alltaf boðinn og
búinn að aðstoða og veita holl ráð.
í stórum hópi nákomnum Ingólfi
hvarflaði ekki að nokkrum að
kaupa bíl eða fjárfesta í húsnæði
án þess að hafa hann með í ráðum.
Iðulega hjálpaði hann við smíðar
og viðgerðir sem virtust leika í
hendi hans, enda mikill völundur.
Sár söknuður og tómleiki fylla
hjörtu okkar við fráfall vinar og
mágs. Höggvið er stórt skarð í
okkar hóp, en eftir lifir orðstír
Ingólfs og kærar minningar okkar
um hann. Megi minningar um hann
verða huggun í harmi fyrir móður,
konu og börn Ingólfs. Elsku systir
og frændsystkini, ykk-
ar er missirinn mestur,
við biðjum allar góðar
vættir að standa með
ykkur í framtíðinni
eins og vörður á heiði
og vini í reynd.
Einar Otti,
Kristinn og
Guðmundur.
Þegar flutt er
harmafregn er sem
dragi ský fyrir sólu og
hugurinn lamist um
stund. Þannig fór fyrir
nemendum smíðadeildar Kennara-
háskóla Islands föstudagsmorgun-
inn 29. mars sl., en þar var ég
staddur, þegar rektor skólans kom
þangað og sagði nemendum lát
kennara þeirra, Ingólfs Gísla Ing-
ólfssonar lektors, sem látist hafði
síðdegis daginn áður.
Þótt við sem þekktum Ingólf vel
vissum að hann gekk ekki heill til
skógar var þetta reiðarslag, að
hann skyldi burtkallaður svo skjótt
aðeins 54 ára að aldri.
Ingólfur var hugsjónamaður,
fullur lífsorku og ætíð reiðubúinn
til að taka til hendinni þar sem
með þurfti og honum fannst að
hann gæti lagt lið. Hann var skjót-
huga, handtakagóður og afkasta-
mikill að hverju sem hann gekk.
Hann var mjög vel menntaður
á verkmenntasviði. Hann var með
meistarabréf bæði í húsasmíði og
húsgagnasmíði auk þess að vera
húsgagna- og innanhússarkitekt.
Einnig hafði hann lokið námi í
uppeldis- og kennslufræði, en hug-
ur hneigðist til kennslu eftir að
hann hafði stundað húsasmíðar
árum saman. Hann vildi auka veg
verkmennta í iandinu og taldi að
þáð yrði best gert með því að sinna
þeim vel í skólakerfinu, en bók-
menntir og handmenntir yrðu
ávallt að vera í jafnvægi ef þjóðin
ætti að teljast vel menntuð. Þetta
hefur vafalítið stuðlað að því að
hann fór að kenna.
Ingólfur hóf kennslu í Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti haust-
ið 1977 á listasviði og starfaði þar
til ársins 1985, er hann réðst til
Kennaraháskóla íslands sem lektor
við smíðadeild skólans. Hann var
hugmyndaríkur kennari og naut í
því efni að hann hafði menntast
vel bæði hér á landi, í Noregi, þar
sem hann stundaði arkitektanámið
við Statens Hándverks- og Kunst-
industriskole, og í Sviss þar sem
hann starfaði um eins árs skeið
og sótti mörg námskeið þar og
víðar erlendis.
Ingólfur lagði metnað sinn í að
búa smíðaverkstæði Kennarahá-
skólans sem best að öllum tækjum
og að öll umgengni væri þar til
fyrirmyndar. Hann hvatti nemend-
ur til að sýna hugmyndaauðgi í
námi og kennslu og vönduð vinnu-
brögð í hvívetna. Trassaskap og
hangs þoldi hann illa. Það sam-
rýmdist ekki skapgerð hans. Hann
var félagslega sinnaður og starfaði
í ungmenna- og íþróttahreyfing-
unni árum saman.
Hin mikla virðing sem Ingólfur
bar fyrir handverki fornu og nýju
hefur vafalítið verið kveikjan að
því að hann beitti sér fyrir stofnun
Félags trérennismiða á íslandi,
sem hefði það markmið og hlut-
verk, að vinna að framgangi tré-
rennilistar á íslandi með námskeið-
um, sýningarhaldi og útgáfu
fræðsluefnis um trérennismíði.
Ingólfur taldi að á þennan hátt
gæti félagið stuðlað að aukinni
virðingu greinarinnar, sem lítið
hefur verið sirint hin síðari ár, og
ekki hvað síst vildi hann vekja at-
hygli á nýtingu íslensks viðar í
rennismíði.
Það var sjálfgefið að Ingólfur
yrði kosinn formaður félagsins og
sýndi hann mikinn dugnað í því
að efla félagið m.a. með fræðslu-
fundum, þátttöku í sýningum og
námskeiðahaldi. Á félagið honum
mikið að þakka og vonandi tekst
félaginu að halda því verki áfram
sem hann hóf.
í þessum fáu minningarorðum
verður lífssaga Ingólfs ekki rakin
frekar, það munu aðrir gera. Við
sem kynntumst þessum ágæta
dreng og drengskaparmanni mun-
um geyma minningu um hann í
vitund okkar.
Konu hans, Helgu Guðmunds-
dóttur arkitekt, og börnum þeirra,
svo og fjölskyldu þeirra og vinum,
votta ég fyrir mína hönd og Félags
trérennismiða á íslandi dýpstu
samúð.
Blessuð sé minning hans.
Stefán Olafur Jónsson.
Að morgni 28. mars sl. kom
Ingólfur G. Ingólfsson lektor í
smíðum við Kennaraháskóla ís-
lands í heimsókn til okkar á skrif-
stofu skólans, ljómandi af gleði
og bjartsýni. Hann var nýútskrif-
aður frá Reykjalundi, hress og
endurnærður, og vonir bundnar
við að sigur væri að vinnast í
baráttu við erfiðan sjúkdóm. Hug-
urinn var við starfið, framtíðina
og þau markmið sem hann hafð
sett sér. Stoltur færði hann okkur
fyrsta tölublað nýs fagtímarits að
nafni Trésmiðurinn, en þar ritar
hann bæði aðfaraorð og merka
fræðigrein, Björk - lífstré íslend-
inga. Það varð okkur því mikið
áfall er sú fregn barst í Kennara-
háskólann að Ingólfur hefði orðið
bráðkvaddur síðdegis þennan
sama dag.
Inngólfur hóf störf sem iektoj' í
smíðum við Kennaraháskóla Is-
lands árið 1985 en þá var verið
að undirbúa flutning handmennta-
deilda skólans úr Kennaraskóla-
húsinu við Laufásveg í leiguhús-
næði í Skipholti. I Skipholtinu
byggði Ingólfur upp nýja srníða-
deild og kom fjölþætt menntun
hans og starfsreynsla þar að góð-
um notum. Undir traustri stjórn
hans hefur fag- og snyrtimennska
ætíð verið þar í fyrirrúmi í námi
og kennslu. Ingólfur bar hag list-
og verkgreina mjög fyrir brjósti.
Hann hafði nokkrar áhyggjur af
stöðu þessara greina í skólakerfi
okkar og lagði sig mjög fram um
að treysta stöðu þeirra í kennara-
menntun. Honum fannst tíminn til
þess verks naumt skammtaður og
veitti nemendum sínum því oft leið-
sögn á verkstæði utan hefðbundins
skólatíma án þess að greiðsla kæmi
fyrir. Slíkt taldi hann ekki eftir
sér, enda með eindæmum greiðvik-
inn og metnaðarfullur fyrir hönd
nemenda sinna.
Ingólfur tók virkan þátt í stjórn-
unar- og félagsstörfúm við Kenn-
araháskólann og gegndi mörgum
trúnaðarstörfum sem ekki verða
rakin hér. ÖIl hans störf, skyldu-
störf sem önnur, einkenndust af
mikilli vandvirkni og ósérhlífni._
Fyrir hönd Kennaraháskóla Is-
lands sendi ég eiginkonu Ingólfs,
Helgu Guðmundsdóttur, börnum
þeirra fjórum og öðrum ættingjum
innilegar samúðarkveðjur. Við
minnumst hans með þakklæti og
virðingu.
Þórir Olafsson.
+
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnd-
uð virðingu, samúð og hlýhug við and-
lát og útför móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
GUÐRÚNAR ÁSBJÖRNSDÓTTUR,
Ölduslóð 21,
Hafnarfirði.
Guðbjörn Herbert Guðmundsson, Rósa Guðnadóttir,
Guðmundur Ársæll Guðmundsson, Sigurlín Ágústsdóttir,
Frfða Ása Guðmundsdóttir, Bjarni Ólafsson,
Asbjörn Guðmundsson, Guðrún Sigurðardóttir,
Gunnlaugur Ingason,
Guðmundur Rúnar Guðmundsson. Bryndís Ingvarsdóttir
og barnabörn.
Eiginkona min, dóttir, móðir okkar,
tengdamoðir og amma,
ELÍN INGA KARLSDÓTTIR,
Jörfabakka 8,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á
morgun, miðvikudaginn 17. apríl, kl.
13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar, er bent
á Krabbameinsfélagið.
Ólafur Haukur Ólafsson,
Ragnhildur Þórarinsdóttir,
Ragnhildur Ólafsdóttir, Guðmundur Ó. Heiðarsson,
Helga S. Ólafsdóttir, Guðmundur K. Ásgeirsson,
Karl Á. Ólafsson
oq barnabörn.
+
Móðir okkar,
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Mánabraut 6a,
Akranesi,
sem lést í sjúkrahúsi Akraness 8. apríl,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju í
dag, þriðjudaginn 16. apríl, kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu,
er bent á Sjúkrahús Akraness.
Soffía Karlsdóttir,
Ólina Björnsdóttir,
Þórhallur Björnsson.
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
í síma 5050 925
og 562 7575
FLUGLEIÐIR
HÍTEL LOFTLEIUIR
Erfidrykkjur
Glæsilegt kaífihlaðborð
og hlýleg salarkynni.
Góð þjónusta.
i'/vrrrr/
HÓTEL
REYKJAVÍK
Sigtúni 38.
Upplýsingar í símum 568 9000 og 588 3550
Mig langar að minnast sam-
kennara og vinnufélaga til margra
ára með nokkrum kveðjuorðum
héðan frá New York. Fyrir nokkr-
um dögum fékk ég þær fréttir að
heiman að Ingólfur hefði veikst
aftur og hefur hugur minn oft Ieit-
að til hans síðustu daga. Því sem
maður hræðist og getur ekki hugs-
að sér ýtir maður frá sér. Fréttin
um andlát Ingólfs kom því mjög á
óvart.
Við Ingólfur kynntumst fyrst í
Noregi uppúr 1970 þar sem við
vorum bæði í námi. Eftir að við
komum heim vorum við sam-
kennarar við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti í mörg ár. Árin um og
eftir 1980 voru mikil gróskuár list-
greina við Fjölbrautaskólann og á
ég margar góðar minningar frá
þeim árum af samstarfi við Ingólf.
Eftir 1989 höfum við verið sam-
kennarar við Kennaraháskóla ís-
lands og umgepgist dagiega í list-
greinahúsi KHÍ í Skipholti. Oft var
skotist á milli deilda með spurning-
ar og athugasemdir tengdar faginu
og það eru ekki ófáir fundirnir þar
sem við höfum setið saman og
rætt áhyggjur okkar yfir hrakandi
handverkskunnáttu þjóðarinnar og
mikilvægi listgreina í uppeldi allra
barna. Við Ingólfur vorum ekki
alltaf sammála um áherslur og
leiðir, en það þykir mér merki um
heilbrigða samvinnu að geta virt
ólíkar skoðanir og geta verið ósam-
mála.
Nánasta samstarf okkar var fyr-
ir einu ári síðan, þegar við vorum
að gera upp orlofsíbúð kennara í
gamla Húsmæðraskólanum á
Varmalandi í Borgarfirði. Hver
vinnuferð byrjaði á því að smala
saman fólki í vinnuhóp og að tína
saman verkfæri úr smiðju Ingólfs.
Þessar bílferðir í Borgarijörðinn eru
ógleymanlegar og dýrmætar minn-
ingar þar sem Ingólfur fór á kostum
í frásögum sínum af fólki og stað-
háttum á Borgarfjarðarleiðinni.
Við endurnýjun íbúðarinnar var
Ingólfur sá sem allir treystu á í
sambandi við handverk og verk-
tækni. Það var létt fyrir Varma-
landshópnum, hvort sem það var
við vinnu eða yfir kaffi og það
geislaði alltaf af Ingólfi.
Ég veit að ég á eftir að sakna
hans úr listgreinahúsinu og ég
sakna hans sem góðs vinnufélaga
og vinar.
Elsku Helga og börn. I hvert
skipti sem Ingólfur minntist á ykk-
ur birti yfir andliti hans, því hann
gerði sér fulla grein fyrir þeim fjár-
sjóði sem hann átti í ykkur.
Ég sendi ykkur innilegar samúð-
arkveðjur yfir hafið.
Sigrún Guðmundsdóttir.
Ingólfur G. Ingólfsson skilur
eftir sig stórt skarð í röðum starfs-
manna Kennaraháskólans. Þar
starfaði hann sem lektor í hand-
menntum í réttan áratug. Ég
kynntist Ingólfi fyrst þegar hann
kom til starfa vorið 1985. Ég var
þá kennslustjóri KHÍ og kom-það
í minn hlut að kynna honum nýtt
starf og starfsvettvang. Þá tókst
með okkur einlæg vinátta sem
haldist hefur síðan.
Við fyrstu kynni komu fram rík-
ar hugsjónir Ingólfs um gildi hand-
mennta', staðgóð menntun hans,
reynsla og taumlaus atorka. Hann
sá handmenntir í kennaranámi sem
leið til að hafa áhrif á verkmenn-
ingu og auka veg hennar. Bætt
verkmenning var í augum hans
lykill að velferð þjóðarinnar á tím-
um vaxandi alþjóðlegrar sam-
keppni. Ingólfur ákvað í upphafi
að heimsækja kennaraskóla í ná-
grannalöndunum til að kynna sér
það sem best væri gert á því sviði
áður en hann hóf kennslu. Hann
byggði síðan frá grunni nýja að-
stöðu til kennslu trésmíða og
málmsmíða í húsnæði KHÍ í Skip-
holti. I Kennaraháskólanum skyldu
kennarar og kennaraefni eiga að-
gang að fyrirmyndaraðstöðu á því
sviði. Ingólfur var farsæll kennari,
kröfuharður en hlýr og hafði næmt