Morgunblaðið - 16.04.1996, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 43
FRÉTTIR
Ráðstefna um
gi*æna ferðamennsku
FRÚ Vigdís afhendir skáta forsetamerkið á laugardag.
60 skátar fengu
forsetamerkið
MÁLEFNI grænnar ferðamennsku
er viðfangsefni viðamikillar ráð-
stefnu er haldin verður á Flúðum
þann 19. og 20. apríl nk. Ráðstefn-
an verður með óvenjulegu sniði því
auk lifandi fræðsluerinda verður
boðið til grænnar skoðunarferðar,
I kvöldvöku og hlöðuballs.
Skipaðir verða vettvangshópar
sem m.a. hafa það að markmiði að
gera úttekt á umhverfisþáttum í
rekstri hótels og koma með tillögur
Fundur með
frambjóð-
1 endum
FÉLAG stjórnmálafræðinema held-
ur fund með forsetaframbjóðendum
í Lögbergi, stofu 101, þriðjudaginn
16. apríl kl. 12.10.
Yfirskrift fundarins er Forseta-
embættið og framtíðarsýn og er til-
gangur hans að kynna fyrir háskóla-
nemum framkomna frambjóðendur
j til embættis forseta íslands, sýn
' þeirra á embættið og framtíðina.
Frambjóðendur munu halda
stutta framsögu, svara spumingum
úr sal og taka þátt í umræðum
fundarins.
um græna afþreyingarmöguleika
fyrir ferðamenn á Flúðum.
I fréttatilkynningu segir: „Mark-
mið ráðstefunnar er að gefa áhuga-
mönnum um ferðaþjónustu á íslandi
sem gleggsta innsýn í hvernig
græna ferðamennska virkar í fram-
kvæmd og skapa vettvang fyrir
umræður um framtíðarfarveg ís-
lenskrar ferðaþjónustu.,
Komið verður inn á gildi umhverf-
isvottunar samkvæmt EB-stöðlum,
náttúrugjald, vistvæna stjórnun
ferðaskrifstofa, virka ferðamennsku
og þróun menningarafþreyingar í
gegnum fornminjar, sögu og bók-
menntir, skipulagsmál og sjálfbæra
landnýtingu, ástand umhverfismála
hér á landi o.fl.
Það er ekki oft að tækifæri býðst
til að njóta reynslu og þekkingar
fagfólks frá stærstu ferðamanna-
þjóðum í heimi, en erindi á ráðstefn-
unni flytja m.a. Prof. dr. Hansruedi
Muller frá Sviss, Angelica Frei frá
Þýskalandi og Jouko Parviainen frá
Finnlandi, en þau eru öll þekktir
ráðgjafar í sínum heimaslóðum.
Ráðstefnugjald er 6.900 kr. en
þar að auki greiða þátttakendur
fyrir gistingu og fæði á Flúðum.
Skráning og upplýsingar í síma
561-5835. Að ráðstefnunni sendur
ferðaráðgjafarfyrirtækið Landnáma
í samvinnu við Goethe Institut og
Flugleiðir."
FRÚ Vigdís Finnbogadóttir, forseti
íslands, sæmdi 60 skáta á aldrinum
17 til 25 ára forsetamerkinu á
Bessastöðum sl. laugardag. Aldrei
hefur jafn stór hópur skáta verið
sæmdur forsetamerkinu í sama
skiptið. Forsetamerkið er æðsta
þjálfunarmerki skáta.
Þorsteinn Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Bandalags íslenskra
skáta, sagði að í móttöku að lok-
inni athöfninni í Bessastaðastofu
hefði frú Vigdísi verið færð þakk-
argjöf frá skátahreyfingunni fyrir
farsælt samstarf. Gjöfin var silfur-
næla og handunnin silkislæða með
merki hreyfingarinnar. Forseti ís-
lands er verndari skátahreyfingar-
innar og hefur hann afhent merkið
31 sinni frá upphafi. Frú Vigdís
hefur afhent forsetamerkið 16 sinn-
um.
Skátarnir 60 eru alls staðar að
af landinu.
Kynning á
Háskólan-
um í Skövde
FULLTRÚI frá Háskólanum í
Skövde í Svíþjóð verður á ís-
landi frá 15. apríl tii 29. apríl
nk. Hann mun kynna tölvunám
skólans, jafnframt því sem
hann mun veita upplýsingar um
annað nám erlendis. Fulltrúi frá
Skövde verður í Upplýsinga-
stofu um nám erlendis að Nes-
haga 16 sem hér segir: Þriðju-
dag 16. apríl kl. 13-15.30,
miðvikudag 17. apríl kl. 13-17
og mánudag 29. apríl kl.
13-17. Föstudaginn 19. apríl
verður kynningarfundur í
Menntaskólanum á Akureyri kl.
14 að Möðruvöllum (hús skól-
ans).
Á þessum vetri hafa 39 ís-
lenskir námsmenn verið við
nám í Skövde í tölvu- og tækni-
greinum. Umsóknarfrestur til
náms við tölvudeild Háskólans
í Skövde rennur út 15. maí fyr-
ir íslenska umsækjendur. Al-
mennar forkröfur eru stúdents-
próf. Umsóknareyðublöð og
kynningarbæklingar á íslensku
eru fáanlegir hjá Upplýsinga-
stofu um nám erlendis við Há-
skóla Islands (Neshaga 16) eða
hjá námsráðgjöfum framhalds-
skólanna.
Viðskiptaumhverfi
og samkeppnisstaða
■ ÍSLENSKA lestrarfélagið og
Lestrarmiðstöð Kennarahá-
skóla Islands standa fyrir tveim
opnum fyrirlestrum fimmtudaginn
j 18. apríl í húsnæði Kennarahá-
' skóla Islands við Stakkahlíð. Ann-
an fyrirlesturinn flytur Anna
Lena Ostern, prófessor við kenn-
araháskólann í Vasa í Finnlandi.
Hún mun fjalla um hvernig nota
má látbragð og líkamstjáningu í
kennslu byijenda. Hinn fyrirlest-
urinn flytur Margit Tornéus, pró-
fessor við háskólann í Umeá í
Svíþjóð. Fjallað verður um aðferð-
ir til að ýta undir hljóðskynjun
| barna, en aðferðirnar hafa reynst
vel við undirbúning lestrarnáms
og byrjendakennslu. Báðir fyrir-
lestrarnir hefjast kl. 20.30.
■ REYKJA VÍKURDEILD RKÍ
gengst fyrir námskeiði í almennri
skyndihjálp sem hefst miðvikudag-
( inn 17. apríl. Námskeiðið telst
vera 16 kennsiustundir og verður
) haldið í Ármúla 34, 3. hæð. Kennt
er á kvöldin. Þátttaka er heimil
öllum 15 ára og eldri. Þeir sem
hafa áhuga á að komast á þetta
námskeið geta skráð sig hjá
Reykjavíkurdeild RKÍ. Meðal þess
sem verður kennt á námskeiðinu
verður blástursaðferðin, endur-
lífgun með hjartahnoði, hjálp
við bruna, beinbrotum, blæðing-
um úr sárum. Einnig verður fjall-
að um helstu heimaslys, þ.m.t.
slys á börnum og forvarnir al-
mennt. Að námskeiðinu loknu fá
nemendur skírteini sem hægt er
að fá metið í ýmsum skólum.
■ AÐALFUNDUR Samtak-
anna Lífsvogar verður haldinn
17. apríl nk. í sal kvennadeildar
Slysavarnafélagsins, Sigtúni 9,
og hefst hann kl. 20 með venjuleg-
um aðalfundarstörfum og kosn-
ingu stjórnar. Um kl. 20 er fyrir-
hugað að kynna og ræða um fram-
komið frumvarp um réttindi sjúkl-
inga. Munu samtökin bjóða þing-
mönnum til þess að taka þátt í
þeirri umræðu.
■ FRÆÐSL UNÁMSKEIÐ um
dulsálfræði verður haldið dagana
16. og 18. apríl kl. 20-23 í Síðu-
múla 33. Á námskeiðinu verður
fjallað um hvað vísindamenn segja
um vísindalegar rannsóknir um
dulskynjun (ESP), hugarorku,
firðhræringar (plotergeist), árur
og líkurnar á lífí eftir dauðann.
Umsjón hefur Loftur Reimar
Gissurarson, sálfræðingur, sem
jafnframt veitir nánari upplýs-
ingar.
■ AÐALFUNDUR Kvenrétt-
indafélags íslands verður haldinn
í kjallara Hallveigarstaða Jiriðju-
daginn 16. apríl kl. 17.30. A fund-
inum fer fram stjórnarkjör auk
þess sem fulltrúar verða kjörnir á
landsfund félagsins, sem haldinn
verður dagana 27.-28. september
nk. Þá verða lagðar fram tillögur
til breytinga á lögum félagsins,
kosið verður í fastanefndir félags-
ins auk fleiri reglulegra aðalfund-
arstarfa.
ÞRJÁ næstu þriðjudaga í apríl
munu málefnanefndir Sjáifstæðis-
flokksins standa fyrir fundaröð um
samkeppnis_stöðu Islands undir yfír-
skriftinni: ísland á 60 mínútum.
Fundirnir eru öllum opnir. Þeir
verða haldnir á Hótel Borg og hefj-
ast kl. 17.15 og standa í eina
klukkustund.
Fyrsti fundurinn verður i dag,
þriðjudaginn 16. apríl. Umræðuefni
þess fundar er íslenskt viðskipta-
umhverfi og samkeppnisstaða at-
vinnulífs. Framsögumenn verða:
Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra, Margrét Guðmundsdóttir,
forstöðumaður markaðssviðs Skelj-
ungs hf. og Jón Sigurðsson, for-
stjóri Össurar hf. Fundarstjóri verð-
ur Halldóra Vífilsdóttir, varafor-
maður Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna.
Annar fundurinn verður 23. apríl.
Umræðuefni þess fundar er'mikil-
vægi menntunar og menningar fyr-
ir samkeppnisstöðu Islands. Fram-
sögumenn verða: Bjöm Bjamason,
menntamálaráðherra, Sigrún Gísla-
dóttir, skólastjóri og Súsanna Sva-
varsdóttir, blaðamaður. Fundar-
stjóri verður Guðlaugur Þór Þórðar-
son, formaður Sambands ungra
sjálfstæðismanna. Þriðji og síðasti
fundurinn í fundaröðinni verður 30.
apríl. Þar verður rætt um nýsköpun
og nýjar auðlindir, sérstaklega á
sviði hugvits og upplýsingatækni.
Framsögumenn verða: Halldór
Blöndal, samgönguráðherra, Guð-
björg Sigurðardóttir, tölvunarfræð-
ingur og Geir Gunnlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Marels hf. Fundar-
stjóri verður Elsa Valsdóttir, vara-
formaður Heimdallar.
í
<
<1
i
i
i
i
:
i
Úr dagbók lögreglunnar
Fá innbrot og engin
líkamsmeiðing
Morgunblaðið/Ingvar
TVEIR leigfubílstjórar slösuðust í aftanákeyrslu í
miðri Ártúnsbrekku aðfaranótt sunnudagsins.
12.-15. apríl
HELGIN var tiltölulega róleg.
„Einungis" var tilkynntum 11 inn-
brot og 10 þjófnaði. í nokkrum
þjófnaðartilvikunum var um hnupl
að ræða. Engin líkamsmeiðing var
tilkynnt að þessu sinni. Vista þurfti
23 í fangageymslunum, en það
telst fátt yfir helgi. Afskipti voru
höfð af 30 manns vegna ölvunar-
ástands á almannafæri og 7 öku-
menn eru grunaðir um ölvuna-
rakstur. Þá voru 30 ökumenn
kærðir fyrir of hraðan akstur, auk
þess sem skráningarnúmer voru
tekin af nokkrum ökutækjum
vegna vanrækslu á að fara þau til
skoðunar. í 21 umferðaróhappi
urðu slys á fólki í þremur tilvikum.
Fernt var flutt á slysadeild eftir
harðan árekstur tveggja bifreiða á
Vesturlandsvegi við Vallá á föstu-
dag. Á laugardag féll 13 ára
drengur af reiðhjóli á Háteigsvegi
og lærbrotnaði og ökumaður var
fluttur á slysadeild aðfaranótt
sunnudags eftir að ekið hafði verið
aftan á hann á Vesturlandvegi í
Ártúnbrekku.
Á föstudagsmorgun var tilkynnt
um innbrot í fyrirtæki við Skip-
holt. Hurð hafði verið spennt upp
og tölvubúnaði stolið. Hluti þýfis-
ins fannst þar skammt frá. í flest-
um innbrotum helgarinnar var far-
ið inn í bíla og úr þeim stolið geisla-
spilurum og öðrum lauslegum
verðmætum. Á föstudag lögðu lög-
reglumenn hald á þýfi við húsleit
í húsi við Mjölnisholt. í framhaldi
af því upplýstust nokkur innbrot,
þ. á m. nýlegt innbrot í sumarbú-
stað við Meðalfellsvatn. Aðfara-
nótt sunnudags var ungmenni
handtekið í Seljunum eftir að hafa
reýnt að stela þar bifreið.
Á föstudag var tilkynnt um
særða gæs á svæðinu við BSÍ. Við
nánari eftirgrennslan virtist hún
vera vængbrotin. Reynt var að
handsama gæsina, en án árangurs.
Því var ákveðið að aflífa hana á
staðnum. Einu haglaskoti var
hleypt af á u.þ.b. 50 metra færi
og dó gæsin samstundis. Vegna
góðviðris bergmálaði hvellurinn um
svæðið. Á hverju ári þurfa lögreglu-
menn að aflífa eða láta aflífa u.þ.b.
160 særð dýr á svæðinu. Ávallt er
reynt að gæta þess að með þau
mál sé farið af eins mikilli tillits-
semi og nokkur kostur er.
Maður féll af hestbaki við Rauða-
vatn skömmu eftir hádegi á sunnu-
dag. Hann var fluttur á slysadeild.
Á sunnudag var tilkynnt um tvo
menn vera að veiða á stangir í Ell-
iðaám efst í Víðidal. Hald var lagt
á aflann og veiðarfæri.
Tilkynnt var um eld í íbúð við
Reynimel á sunnudagskvöld. I ljós
kom að gleymst hafði að slökkva
undir potti á eldavél. Óverulegar
skemmdir hlutust af. Lögreglan í
Kópavogi og í Hafnarfirði í sam-
vinnu við fíkniefnadeild lögregl-
unnar í Reykjavík handtóku mann
aðfaranótt laugardags er marg-
sinnis hefur verið orðaður við inn-
flutning og sölu fíkniefna. Við
leit hjá honum fundust u.þ.b. 300
g af fíkniefnum og munir, sem
grunur er um að hafi verið notað-
ir sem gjaldmiðill i fikniefnavið-
skiptum. Málið er í rannsókn hjá
fíkniefnadeildinni. Þetta er í ann-
að sinn á skömmum tíma, sem
samstarf lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu skilar góðum ár-
angri á þessu sviði.
Ljóst er að ástæða er til gefa
hnuplmálum sem og öðrum afbrot-
um barna og unglinga aukinn
gaum. í lögum er gert ráð fyrir
sérstakri meðferð mála hjá lög-
reglu tengdum börnum og ungling-
um. Til að taka á afbrotum þessa
aldurshóps meö hæfilegri ákveðni
svo draga megi úr líkum á að þau
endurtaki sig verða öll börn og
unglingar, sem staðin verða að
hnupli, framvegis færð á lögreglu-
stöð. Þangað mun fulltrúi barna-
verndaryfirvalda einnig verða
kvaddur. í öllum tilvikum verður
reynt að ná til foreldra og þeim
kynntir málavextir.