Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ríkisendurskoðun segir fjárhagsvanda stóru sjúkrahúsanna nema milljarði króna 625 milljónir vantar á að spamaðartillögur mæti fjárvöntun Ríkisendurskoðun hefur gefíð út greinargerð um fjár- _ - — ■ ■ 5 - hagsstöðu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Anna G. Olafs- dóttir gluggaði í greinargerðina og komst að því að verulega vantar á að spámaðartillögur stjómenda sjúkrahúsanna mæti fiárvöntun ársins. STJÓRNENDUR Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkissþítalanna gera aðeins ráð fyrir 360 millj- óna króna spamaði til að mæta tæplega millj- arðs fjárvöntun á árinu, að því er fram kemur í greinargerð Ríkisendurskoðunar um fjár- hagsstöðu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Að ósk heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins tók Ríkisendurskoðun fyrir kostnaðarþróun sjúkrahúsanna frá árinu 1990 og rekstraraf- komu og fjárhagsstöðu í lok árs 1995. Að lokum var lagt mat á sparnað vegna samein- ingar Borgar- og Landakotsspítala og hug- myndir stjómenda spítalanna um sparnað á árinu 1996. í lokakaflanum kemur fram að fjárheimild- ir fjártaga árið 1990 til Sjúkrahúss Reykjavík- ur og Ríkisspítala, að viðbættum 190 millj- ónum króna af fjárlagaliðnum „Sjúkrahús með fjöiþætta starfsemi" án sértekna, hafí numið 11.839,2 milljónum króna á verðlagi ársins 1995. Á árinu 1995 námu útgjöld greind á sama hátt 12.583,5 milljónum króna eða 744,3 milljónum króna hærri fjárhæð. Fyrir utan þennan mismun á svo eftir að taka tillit til 250 milljóna króna fjárvöntunar frá .árinu 1995. Ef sjúkrahúsunum er ætlað að ná fram viðbótarsparnaði til að mæta þeirri fjárþörf nemur fjárvöntun ársins 1996 tæplega 1.000 milljónum króna. Sjúkrahús Reykjavíkur vant- ar 488,6 milljónir og Ríkisspítala vantar 497,3 milljónir. Tillögur stjómenda sjúkrahúsanna um sparnað á árinu nema 400 milljónum króna og til viðbótar er áætlað að fresta viðhalds- og stofnframkvæmdum fyrir 30 milljónir króna. Samtals nemur því áætlaður sparnaður sjúkrahúsanna 430 milljónum króna. Sparnað- urinn skiptist þannig að í tillögum Sjúkrahúss Reykjavíkur er áætlað að lækka útgjöld um 150 milljónir króna en 280 milljónir króna í tillögum Ríkisspítala. í tillögum Sjúkrahúss Reykjavíkur er lagt til að sjúkrahúsið fái 70 milljóna fjárheimild til breytinga á húsnæði til þess að hugmyiidir um sparnað nái fram. Þannig hafa spamaðartillögur Sjúkrahúss Reykjavíkur aðeins 80 milljóna króna áhrif til lækkunar á framlögum ríkissjóðs á árinu 1996. Það vantar því um 625 milljónir króna upp á að að sparnaðartillögur stjórnenda sjúkrahús- anna mæti fjárvöntun ársins. Samdráttur uppá 7 til 8% í greinargerðinni kemur fram að til þess að mæta fjárvöntun að fjárhæð tæpum einum milljarði króna þurfi sjúkrahúsin að draga saman framboð á þjónustu sinni þ.e.a.s. fækka sjúkrarúmum um 114, fækka sjúklingum sem þau hafa þjónustað frá árinu 1995 um 4.111 og starfsmönnum um 338. Samdrátturinn nemur á bilinu 7 til 8% af umfangi sjúkrahús- anna frá síðasta ári. Ríkisendurskoðun telur að við ákvörðun á leiðum til sparnaðar sé mikilvægt að reynt sé að hætta að fullu tiltekinni þjónustu hjá við- komandi stofnunum í stað þess að draga sam- an hlutfallslega í fjölda þjónustugreina. Sam- hæfing og verkaskipting sjúkrahúsanna á stór Reykjavíkursvæðinu hljóti að koma hér til skoðunar. Þá þurfi að huga að því að Sjúkra- hús Reykjavíkur og Ríkisspítalar hafi, ef sam- drátturinn yrði eins og þörf er á, um 250 til 300 sjúkrarúm ónotuð. Til samanburðar megi nefna að Qöldi sjúkrarúma hjá St. Jósefsspít- ala Hafnarfírði og sjúkrahúsunum á Akra- nesi, í Keflavík og á Selfossi hafí verið 265 í árslok 1995. Sparnaður við sameiningu Borgar- og Landakotsspítala í mati á spamaði vegna sameiningar Borg- ar- og Landakotsspítala kemur fram að sam- dráttur í starfsemi Landakotsspítala hafi að stærstum hluta endurspeglast í aukinni starf- semi Borgarspítala. Borgarspítali hefur mætt auknum sjúklingafjölda með styttri legutíma en sama starfsmannafjölda. Kostnaður við þjónustu hjá Borgarspítala hefur hækkað um næstum sömu fjárhæð og sparnaður hjá Landakotsspítala á sama tíma. Heildarkostnaður sjúkrahúsanna tveggja á árinu 1995 nam um 4.872 milljónum króna í samanburði við um 4.942 milíjónir króna á árinu 1990 á föstu verðlagi. Þannig hefur heildarkostnaður lækkað um 70 milljónir króna. Lækkun á kostnaði kemur nærri öll til vegna annarra rekstrargjalda og lyfjakostnað- ar. Launakostnaður er nær óbreyttur á milli áranna. Um kostnaðarþróun sjúkrahúsanna í Reykjavík frá árinu 1990 kemur fram að rekstrarkostnaður Ríkis-, Borgar- og Landa- kotsspítala á árabilinu 1990 til 1995 hafi hækkað um 4,4% á föstu verðlagi sem svari til um rúmlega 530 milljóna króna. Á síðustu tveimur árum hefur kostnaðurinn verið 200 til 300 milljónum krónum hærri árlega en meðalkostnaður síðustu sex liðinna ára. Skýr- ingin á hærri kostnaði er fyrst og fremst rak- in til aukins launakostnaðar þrátt fyrir að stöðugildum í dagvinnu hafi fækkað á tímabil- inu um 6,2% hjá sjúkrahúsunum. Á móti auknum kostnaði hefur sjúklingum, sem nutu þjónustu sjúkrahúsanna, fjölgað um 10% eða tæplega 5.000 sjúklinga frá árinu 1990. Þá hefur heildarkostnaður á sjúkling lækkað um 5% frá sama tíma. Meðallegutími hefur styst á legudeildum um 18%. Nýting sjúkrarúma hefur minnkað frá árinu 1990 og er nýtingin hlutfallslega 88,7% á árinu 1995 sem svarar til þess að um 190 sjúkrarúm hafí staðið ónotuð á því ári. Sjúklingum á hvert stöðugildi hefur fjölgað um 17,2% er svarar til að hver starfsmaður hafí til umönnunar tveimur sjúklingum fleiri að meðaltali á árinu 1995 en var á árinu 1990. Aftur á móti hefur orðið raunhækkun á launa- kostnaði við stöðugildi um 12,5% á sama tíma- bili. Formaður Alþýðuflokks í útvarpsumræðum um fjármagnstekjuskatt FORMAÐUR Alþýðuflokksins sagði í útvarpsumræðum frá Alþingi í gærkvöldi, að frumvarp ríkisstjóm- arinnar um fjármagnstekjuskatt byði úrræðagóðum fjármagnseig- endum upp á ótal leiðir og skatta- smugur til að færa til fjármagn og skapa sér skattahagræði. Jón Baldvin Hannibalsson var að mæla fyrir öðru frumvarpi um fjár- magnstekjuskatt, sem hann hefur lagt fram ásamt Margréti Frímanns- dóttur formanni Alþýðubandalags ogJóhönnu Sigurðardóttur formanni Þjóðvaka. Jón Baldvin sagði að stjórnar- frumvarpið fæli í sér gjöf til hinna fjársterku á kostnað almennra spari- fjáreigenda. Sennilega hefði Sjálf- stæðisflokkurinn samið um það við fulltrúa fjármagnseigenda, og gert það að skilyrði fyrir stuðningi við fjármagnstekjuskatt, að skattur á arð, sölu og géngishagnað yrði lækk- aður úr 42-47%, eins og'nú er í 10% eins og stjómarfrumvarpið kveður á um. Þá væri skattfrádráttur, vegna útborgaðs arðs til eigenda fyrirtækja stóraukinn í stjómarfrumvarpinu. Afleiðamar yrðu þær að skatt- greiðslur fyrirtækja, hluthafa og ein- staklinga í atvinnurekstri myndu lækka um mörghundruð milljónir króna, ríkið tapaði tekjum og tekju- stofnar sveitarfélaga myndu rýma um 300 milljónir. Jafnframt myndi eiginfjárstaða fyrirtækja veikjast vegna aukinna skattfrjálsra arð- greiðslna út úr fyrirtækjum til eig- enda. Tekjuöflun og telqujöfnun Samkvæmt frumvarps flokksfor- mannana þriggja verða vaxtatekjur skattlagðar innan tekjuskattkerfís- ins og mynda sameiginlegan skatt- Ótal skattasmugur í stj ó rnarfrumvarp i stofn með öðrum tekjum. Þannig sagði Jón Baldvin að náð yrði mark- miði um tekjuöflun og tekjujöfnun. Skattstofninn er skilgreindur sem 60% vaxtatekna og sagði Jón Bald- vin, að með þessu væri ekki verið að skattleggja verðbótarþátt vaxta eða neikvæða vexti, en hvorttveggja yrði gert samkvæmt stjórnarfrum- varpinu. Því væri heldur engin þörf á sérstökum frádrætti vegna vaxta- gjalda. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir frí- tekjumarki þannig að frádráttur frá vaxtatekjum nemur 40 þúsund krón- um fyrir einstakling og 80 þúsund krónur fyrir hjón. Jón Baldvin sagði að þannig væri komið í veg fyrir skattlagningu vaxta af lágvaxta- reikningum og veltureikningum og þannig væri komið í veg fyrir hækk- un vaxta. Með þessu móti sagði Jón Baldvin. að meðalskattprósentan yrði 11% í upphafi en færi hæst í 18% þegar skatturinn yrði að fullu komin til framkvæmda. Alvarlegir gallar Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að gallar frumvarps stjórnarandstöðuflokkanna væru mjög alvarlegir. Tillögur þeira leiddu til aukinna skattsvika vegna hærra skatthlutfalls og fleiri undanþága. Tillögur frum- varpsins styrkja at- vinnu, segir utan- ríkisráðherra Einnig gætu þær leitt til verulegra vaxtahækkana og íjármagnsflótta. Þá væru áhrifín af tekjujöfnun eng- an veginn eins ótvíræð og Jón Bald- vin héldi fram. Friðrik sagði, að nefndin sem samdi stjórnarfrumvarpið og í sátu m.a. meðal fulltrúar stjórnarand- stöðuflokkanna þriggja, teldi að tekjuhærri einstaklingar myndu samkvæmt því greiða mun hærri skatta en þeir tekjulægri og því stuðlaði frumvarpið að tekjujöfnun en ekki ójöfnuði eins og Jón Baldvin héldi fram. Þá hefði nefndin verið sammála um að skattleggja allar fjármagns- tekjur með svipuðum hætti, og það væri væri raunar ófrávíkjan for- senda fýrir traustri eiginfjárstöðu fyrirtækja og öflugri uppbyggingu atvinnulífsins, einkum í litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Loks hefði nefndin verið sammála um að sérstakt frítekjumark flækti skattlagninguna, og kallaði á hærra skatthlutfall en ella. Jafnframt myndi það ekki aðeins nýtast þeim tekjulægstum heldur öllum með eignatekjur og gefa einstaklingum með miklar eignatekjur færi á til- færslu eigna til annarra með minni tekjur, í því skyni að nýta frítekju- markið þeirra. Mismunun Jóhanna Sigurðardóttir sagði að með stjórnarfrumvarpinu væri verið að mismuna fólki eftir því í hvaða formi það fengi framfærslutekjur. Og verið væri að skattleggja fólk minna eftir því sem greiðslugetan væri meiri. Af yfirliti, sem unnið hefði verið upp úr gögnum fjármálaráðuneytis, mætti áætla að hjón með hæstu tekj- urnar, eða um 700 þúsund krónur á mánuði, og sem hefðu jafnframt hæstu vaxtatekjurnar, myndu greiða árlega samanlagt um 435 milljónir í fjármagnstekjuskatt samkvæmt stjórnarfrumvárpinu. Samkvæmt frumvarpi flokksformannanna þriggja myndi sami hópur greiða um 1.160 milljónir. Dæmið snérist hins vegar alveg við ef um væri að ræða hjón í lægri tekjuhópi, sem hefðu 100-300 þús- und króna mánaðartekjur. Þessi hjón myndu greiða samtals 234 milljónir í fjármagnstekjuskatt samkvæmt stjórnarfrumvarpinu en 132 milljónir samkvæmt frumvarpi flokksform- annana. Einfalt eða flókið Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði að flókið skattkerfi kynni að sýnast réttlátt í fyrstu, en hliðar- verkanirnar gætu skapað óviðunandi óréttlæti. Því væri einfalt skattkerfí skilvirkt og mun réttlátara en það flókna. Þetta hefði nefndin, sem samdi stjórnarfrumvarpið, haft að leiðarljósi og þótt stjórnarandstaðan talaði í nafni réttlætis þá fælist ekki réttlæti í frumvarpi hennar. Halldór sagði að þótt í stjómar- frumvarpinu fælist skattalækkun á arðgreiðslur þá yrði stundum að kaupa ákveðna hluti tilteknu verði. Enginn vafi léki á því, að ef tekjur af arði yrðu skattlagðar með þeim hætti sem stjórnarfrumvarpið kveð- ur á um, þá myndi staða atvinnu- rekstrarins styrkjast og atvinna auk- ast i landinu. Þetta væri ástæðan fyrir því að Framsóknarflokkurinn hefði ákveðið að styðja tillögur nefndarinnar. Þeir ríkari greiða skattinn Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður Kvennalista sagðist óttast að frum- varp hinna stjórnarandstöðuflokk- anna yrði til þess að ekki tækist að koma á fjármagnstekjuskatti um ófyrirsjáanlega framtíð. Hún gagnrýndi röksemdir hinna stjórnarandstöðuflokkanna, svo sem að verið væri að skattleggja eyri ekkjunnar, og sagði þær bull. Kristín benti á, að 10% skattur á vexti væri svo lágur, að ætti maður 1 milljón í banka og fengi 7,5% ársvexti, borg- aði hann 7.500 krónur í skatt. Ljóst væri að það yrðu hinir ríkari sem greiddu megnið af vaxtaskattinum, skatt sem þeir greiddu ekki núna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.