Morgunblaðið - 18.04.1996, Page 6

Morgunblaðið - 18.04.1996, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Menningarsj óður útvarpsstöðva Hluti styrkja gengur upp í skuldir MENNIN G ARSJ ÓÐUR út- varpsstöðva hefur úthlutað ríf- lega 65 milljónum króna í styrki til undirbúnings og framleiðslu á efni fyrir hljóð- varp og sjónvarp en nokkur hluti þeirra styrkja er hins vegar aldrei greiddur út heldur gengur upp í skuldir styrkþega við sjóðinn. Tekjur sjóðsins eru að jafnaði á milli 80 og 100 milljónir en stór hluti þeirra fer til rekstrar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, eða tæpar 50 milljónir. Útgreiddir styrkir til umsjækjenda hafa verið um 40 milljónir þótt úthlutun hafi iðulega verið hærri. Að sögn Bjarna Þórs Ósk- arssonar, ritara sjóðsins, stendur það í starfsreglum sjóðsins að ekki skuli greiða út styrki til aðila sem skulda honum. „í þeim tilvikum sem útvarps- eða sjónvarpsstöðvar skulda sjóðnum en fá þrátt fyrir það styrki til tiltekinna verkefna þá er skuldajafnað þannig að styrkféð er ekki greitt út. Úthlutunin er látin ganga upp í skuldina." Aðspurður sagði Bjarni Þór að allar stöðvarnar sem hlut eiga að sjóðnum hafí einhvem- tímann verið í skuld og því hafí hluti úthlutunarinnar stundum verið í formi skulda- jöfnunar. „Og þetta er til dæmis skýringin á því hversu há úthlutunin er í ár, hluti hennar gengur upp í skuldir styrkþeganna." Sýning á sænskum vörum og þjónustu hófst í Kringlunni í gær Um 30 fyr- irtæki eru með kynn- ingarbása SÆNSKIR dagar hófust form- lega í Kringlunni í gær. Sendi- herra Svía, Par Kettis, bauð gesti velkomna og Halldór As- grímsson utanríkisráðherra opnaði sýningu á sænskum vör- um ogþjónustu sem stendur yfir fram á sunnudag. Margar verslanir í Kringlunni eru með kynningu á sænskum vörum og á bilinu 20 til 30 fyrir- tæki eru með sérstaka sýningar- bása á göngum Kringlunnar. Sum fyrirtækin sem taka þátt í þessari uppákomu sýna einnig vörur sínar annars staðar og þar standa kynningar á sænsk- um vörum kannski lengur en fram á sunnudag. Auk þess sem verið er að kynna sænskar vörur og þjón- ustu eru tilboð í gangi og ýmsar uppákomur. Hafa íslensk og sænsk fyrirtæki í sameiningu skipulagt þessa uppákomu með stuðningi sænska sendiráðsins og útflutningsráðs Svíþjóðar. Martin Bagge syngur Bellman Bellman-söngvarinn Martin Bagge söng við opnunina í gær, en í tilefni af sænsku dögunum söng hann fyrir gesti Lista- klúbbs Þjóðleikhúskjallarans á mánudagskvöldið. Hann mun taka lagið aftur á Kaffi Mílanó í dag klukkan 12 og í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Á þeim Morgunblaðið/Sverrir FRIÐRIK Brekkan ásamt dóttur sinni Júlíu í sænskum þjóðbún- ingi, Par Kettis sendiherra Svíþjóðar á íslandi og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. tónleikum kemur og fram Ens- amble Ginestra, sem einnig skemmti við opnunina í Kringl- unni í gær. Bagge kemur einnig fram á föstudaginn kl. 12 í Kaffi Reykjavík og kl. 15.30 ásamt Ensamble Ginestra í Kaffihús- inu í Kringlunni. Á sama stað verður haldin tískusýning kl. 16 og kl. 16.30 heldur Laila Spik kynningu á Samalandi. Sænskur matseðill verður á Kaffi Mílanó og Kaffi Reykjavík alla sænsku dagana. í Kringlunni milli kl. 13 og 16 á laugardag verða lögreglan og Lúlli löggubangsi með um- ferðarfræðslu, Lína langsokkur kemur í heimsókn, Bagge syng- ur og haldin verður tískusýning og kynning á Samalandi. í Nor- ræna húsinu flytur sænski rit- höfundurinn Jan Guillou fyrir- lestur um hlutverk njósnasög- unnar í samfélags- og stjórn- málaþróun kl. 16 og kl. 17 verð- ur kvikmynd hans „Vendetta" sýnd. Á sunnudaginn kl. 14 verður barnadagskrá í Kringlunni þar sem Lína langsokkur kemur í heimsókn og sagt verður frá aðstæðum barna í Samalandi. I Norræna húsinu segir ljósmynd- arinn og rithöfundurinn Bobby Andström frá undir yfirskrift- inni „Ferð um Svíþjóð" kl. 16. Klukkan 19 verður sýnd kvik- myndiu„Sagolandet" eftir Jan Troell. í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, verða tónleikar Ensamble Ginestra kl. 20.30. Á Kaffi Reykjavík verður svo haldið óformlegt lokahóf dag- anna þar sem boðið verður upp á sænska og íslenska rétti. Ens- amble Ginestra leikur tónlist kl. 22.-23. I Norræna húsinu á mánudag- inn kl. 20 mun Laila Spik svo halda fyrirlestur um menningu Sama. Skoðanakönnun DV Ólafur Ragnar með 61% fylgi SAMKVÆMT skoðanakönnun DV nýtur Ólafur Ragnar Grímsson stuðn- ings 61% þeirra sem afstöðu tóku í könnun blaðsins um stuðning við þá fimm forsetaframbjóðendur sem hafa gefið kost á sér. 14% sögðust styðja Guðrúnu Pétursdóttur, 11,5% Pétur Kr. Hafstein, 6,1% Guðrúnu Agnars- dóttur og 0,7% Guðmund Rafn Geir- dal. Könnun DV var gerð í fyrra- kvöld skömmu eftir að Pétur Kr. Hafstein hafði tilkynnt um framboð sitt; Úrtakið í könnuninni var 600 manns og skiptist það jafnt milli höf- uðborgarsvæðis og landsbyggðar sem og kynja. Alls tóku 74% úrtaksins afstöðu í könnuninni, þar af 69% til frambjóðendanna fimm, en auk þeirra voru 15 einstaklingar nefndir til sög- unnar í könnuninni. ♦ ♦ ♦---- Jón Kjartansson á Stóra-Kroppi Viðræður um kaup á Artúni JÓN Kjartansson bóndi á Stóra- Kroppi í Reykholtsdal hefur náð sam- komulagi við eigendur Ártúns á Rangárvöllum um kaup á búinu þar. Hann segir að kaupin séu ekki frá- gengin og endanleg ákvörðun sín um búsetu á Stóra-Kroppi verði tekin þegar niðurstaða fáist í deilu um stað- setningu vegarins. Jón hefur ásamt fleiri bændum í Reykholtsdalshreppi barist gegn ákvörðunum um að Borgaríj'arðar- braut verði færð og lögð yfir tún Stóra-Kropps. Hefur hann lýst því yfír að vegurinn myndi kippa grund- vellinum undan þeim búskap sem hann er að byggja upp á jörðinni. Misjafnt eftir apótekum hvort boðið er upp á afslátt í kjölfar aukinnar samkeppni í KJÖLFAR þess að lyfsala var gefín fijáls hafa verið veitt lyfsölu- leyfí til nýrra apóteka og hafa tvö þegar tekið til starfa, í Ármúla og Keflavík. Fleiri munu að líkindum bætast í hópinn í Reykjavík, Kópa- vogi og víðar. Þijú hafa þegar feng- ið lyfsöluleyfí í Reykjavík, fyrir utan Lyfju í Ármúla, sem var opnuð í síðustu viku. I kjölfar aukinnar samkeppni hafa apótekin auglýst afslætti, til dæmis 20% afslátt af kostnaðarhlutdeild sjúklings, eða 20% af heildarverði lyfja sem ekki eru lyfseðilsskyld. Hlutdeild Trygg- ingastofnunar í lyfjaverði er mis- munandi eftir lyfjaverði, en að með- altali greiðir stofnunin 70% lyfja- verðs og sjúklingar 30%. í þeim til- vikum er 20% afsláttur af hlut sjúkl- ings í raun 6% afsláttur af heildar- verði lyfsins. I Apóteki Austurbæjar hafa ekki verið sérstakir afslættir og í Árbæj- arapóteki er sama uppi á teningn- um. Ámi Vésteinsson yfirlyfjafræð- ingur þar segir að apótekið bjóði hér eftir sem hingað til upp á 10% afslátt til elli- og örorkulífeyris- þega, enda ekki séð ástæðu til að taka þátt í baráttu um viðskipta- vini. Verðstríð væri enda hæpið, því þrátt fyrir að lyfsalar hefðu komist þokkalega af í Reykjavík, væri mun erfíðara að reka apótek á landsbyggðinni. Sú hætta væri fyrir hendi með af- sláttartilboðum, að lyfjaverðsnefnd teldi apótekin aflögufærari en þau em og lækkaði lyfjaverð. Þar með væri rekstri apóteka á landsbyggð- inni stefnt í voða. Ingibjörg Pálsdóttir, yfirlyfja- fræðingur í Breiðholtsapóteki, sagði að þar hefði ekki verið auglýstur afsláttur, en fastir viðskiptavinir Apótek bíða þess að nýjabrumið hverfi Misjafnt er hvort apótek í Reykjavík bjóða upp á sérstakan afslátt, en sum þeirra hafa tekið upp þann sið í kjölfar aukinnar sam- keppni. Önnur hafa ávallt boðið slíkt og halda því áfram. Apótekar- ar sögðu Ragnhildi Sverrísdóttur að svigrúm til afsláttar væri ekki ótakmarkað. Verðstríð kallaði á aukna veltu og því meiri lyfsölu. 20% afslátt- urinn í raun 6% afsláttur ættu kost á afslætti nú sem fyrr. „Við tökum ekki þátt í einhveiju stríði, sem enginn veit hvað stendur lengi. Það er ákaflega hæpið fyrir rekstur apótekanna að bjóða 20-25% afslátt af hlut sjúklinga í lengri tíma. Þetta er því frekar ein- hver byijunarskjálfti en varanleg lækkun." Ingibjörg sagði að apó- tekin þyrftu ekki iengur að veita Tryggingastofn- un sérstakan afslátt af lyfjaverði, sem miðaðist við veltu apótekanna, og því hefði skapast svigrúm hjá einhveijum til að veita tímabundna afslætti. Hún tók undir með Árna Vésteinssyni að slíkt svigrúm væri ekki fyrir hendi hjá apótekum á Iandsbyggðinni. „Við höfum fylgst með daglegri sölu lyfja og fjölda lyfseðla eftir að sam- keppni jókst. Salan er sveiflukennd, til dæmis eftir því hvaða tími mán- aðarins er, hvort nýtt greiðslukorta- tímabil er að skella á eða annað í þeim dúr, en við höfum ekkert sér- staklega fundið til samkeppni. Það breytist ef til vill þegar apótek verð- ur opnað í Engihjalla í Kópavogi í júlí.“ Hjá Holtsapóteki er sem fyrr boðið upp á 10% afslátt fyrir elli- og örorkulífeyrisþega, en frekari afsláttur er ekki fyrirhugaður. Werner Rasmusson, lyfsali í Ing- ólfsapóteki í Kringlunni, segir að apótekin virðist bjóða afslátt einn og einn dag, eða þá vikuna sem hvert apótek sinnir kvöldvakt. „Það er ljóst að ekkert apótek þolir 20% afslátt til lengdar, en þau reyna að bregðast við þegar nýr aðili kemur inn á markaðinn og fellir verðið í auglýsingaskyni. Við buðum afslátt í tvo daga í síðustu viku og verðum með afslátt í 1-2 daga í þessari viku. Við sjáum hvað setur þegar nýjabrumið fer af.“ Werner kvaðst ósáttur við að stjórnvöld virtust ekki geta ákveðið hvaða hlutverki þau vildu að apótekin gegndu. „Eina stundina eru apó- tekin hluti af heilbrigðis- þjónustunni og eiga til dæmis að sinna ókeypis ““ heimsendingarþjónustu. Þá næstu er litið á þau eins og mjólkurbúðir. Þegar talað er um frelsi í lyfsölu er það bara frelsi til að opna apó- tek, en ekki frelsi til að flytja inn lyf 0g komast undan að kaupa frá innlendum framleiðendum, á verði sem þeir ákveða. Ný lög um lyfsölu eru öfundarlög, þar sem mönnum Heilbrigðis- þjónusta eða mjólkurbúð? hefur vaxið í augum að lyfsalar hafa rekið apótek í eigin nafni. Og það er ekki hægt að skýla sér á bak við upphrópanir um aukna þjónustu. Væri þá ekki alveg eins ástæða til að hafa fimm heilsu- gæslustöðvar á Laugavegi eins og fimm apótek?“ Borgarapótek er í næsta ná- grenni við Lyfj'u og Vigfús Guð- mundsson lyfsali sagði að þar hefði síðustu daga verið boðið upp á 20% afslátt af kostnaðarhlut sjúklings og heildarverði lausasölulyfja. Elli- lífeyrisþegar fengju sem fyrr einnig 10% afslátt af öðrum vörum en lyfj- um og apótekið veitti 3% stað- greiðsluafslátt. „Ef afsláttur á að geta haldist áfram verðum við að auka veltuna og selja meira af lyfj- um. Ég er ekki viss um að fólk vilji aukna lyíjaneyslu og óróleika á þessum markaði, sem þarf að vera rólegur og öruggur. Verðstríð, þar sem barist er um lyf og sjúklinga er óeðlilegt, enda eiga allir að sitja við sama borð í heilbrigðisþjón- ustunni." Oddur Thorarensen, lyfsali í Laugavegsapóteki, sagði að apótek- ið hefði boðið afslátt og heimsend- ingarþjónustu í svo mörg ár, að verðstríð núna snerti það ekki. „Ég bíð hins vegar eftir að samkeppnisyfír- völd geri verðkönnun, svo í ljós komi hvort eitt ' apótek er í raun að bjóða ódýrari vöru en annað. Nú er fijáls álagning á lausasölulyf. Það þýðir, að þrátt fyrir að eitt apótek bjóði 25% afslátt frá sínu verði, þá þarf það afsláttarverð ekki að vera lægra en verð í öðrum apótekum. Viðskiptavinirnir vita ekkert hvað er verið að bjóða, nema gerður sé samanburður."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.