Morgunblaðið - 18.04.1996, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
PIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 25
UTIVISTARBUÐIN
Bma
BÓKHALDSKERFI
W\ KERFISÞRQUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
Göngujakkar, vind- og
vatnsvarðir, kr. 15.900
Göngubuxur, vind- og
vatnsvarðar, kr. 8.900
CRAFT.
Göngujakkar, vind- og
vatnsvarðir, kr. 13.900
Göngubuxur, vind- og
vatnsvarðar. kr. 7.900
y við Umferðarmiðstoðirta,
' simar 5513800 og 55Í3072.
Nýju vor- og sumarlitirnir eru komnir ásamt mörgum
spennandi nýjungum. Gréta Boða, förðunarmeistari,
. kynnir í dag og á morgun frá kl. 12-18.
Upplifðu sannkallaða Parísar-stemmningu.
QculuS
ðusturetræti 3
Hafið hraðar hendur því rýmingarsalan
stendur aðeins fram á miðvikudag!
Opið tar>Sarda8
Einar Farestveit & Co hf-
Borgartúni 28 TÖr símar 562 2901 og 562 2900.
TONLIST
Iláskóli íslands
KÓRTÓNLEIKAR
Vortónleikar Háskólakórsins.
M.a. frumflutt Hlustlögð við stein í
Jörfa. eftir Hákon Leifsson.
Stjómandi: Egill Gunnarsson.
Hátiðarsal Háskóla íslands,
sunnudaginn 14. apríl kl. 21.30.
Á MÆLIKVARÐA hljómburðar
er Hátíðarsalur Háskóla íslands trú-
lega einhver „steindauðasta“ - ef
leyfist að stigbeygja jafn lífvana lýs-
ingarorð - vistarvera höfuðborg-
arsvæðisins, og þótt víðar væri leit-
að. Það hiýtur að vera takmörkuð
ánægja að syngja í sal sem ekkert
gerir fyrir tón og samblöndun, og
raunar beinlínis erfitt. Ef þetta eru
beztu húsakynni Háskólans undir
hljómiistarflutning, er æðsta
menntastofnun landsins sannarlega
ekki öfundsverð af aðstöðu sinni.
Háskólakórinn er yndi fyrir bæði
eyru og augu, skipaður tápmiklu
fólki í mestum blóma lífsins. Á hljómi
hans og inntónun mátti heyra, að
ekki einasta hefur hann notið góðra
stjórnenda og raddþjálfara, heldur
kannaðist maður einnig við tónblæ-
inn úr líklega merkustu kóruppeldis-
stöð landsins undir austurhlíðum
Öskjuhlíðar í tærri syngjandi kórfé-
laga. Kom þetta allt strax fram í
upphafi, er kórinn söng ísland e.
Lembcke og Fjögur þjóðlög í útsetn-
ingu Jónasar Tómassonar.
Æskuferskleikinn ljómaði enn
gerr í Jóns þætti Ásgeirssonar þar
á eftir, enda kórlög Jóns og útsetn-
ingar í hugum flestra sammerk
æskulýðssöng umfram flest annað
efni er ætti heima á „Islandia Cant-
at“, ef þess háttar kóramót væri til.
Hinn nýi stjórnandi, Egill Gunnars-
son, er við tók af Hákoni Leifssyni
nýverið og sjálfur hefur verið
óbreyttur félagi í Háskólakórnum,
mótaði Vísur Vatnsenda-Rósu og
Hjá lygnri móðu sérdeilis fallega,
hafa að vísu beitt allmiklum hávaða,
en ég tel Alþjóðanáttúruverndarsjóð-
inn WWF vafalítið vera þekktari,
eldri og áhrifameiri í náttúruvernd
en hin fyrrnefndu samtök og er
pandamerki sjóðsins sérstaklega
frægt um allan heim. Hefur sjóður-
inn einmitt beitt sér mjög fyrir
verndun erfðafræðilegrar flölbreytni
og sjálfbærri þróun eins og síðar
kemur fram í bókinni (bls. 311).
Þetta rit er mikið eljuverk, þar sem
leitað hefur verið fanga í fjölmörgum
íslenskum lögum og reglum (eru
heimildir taldar 74 í lagaskrá aftast
í ritinu), en einnig er vitnað í hér-
aðs- og hæstaréttardóma (alls 30),
til þess að skýra frekar meðferð lag-
anna. Höfundur hefur að vísu áður
ritað bók um umhverfisrétt 1985, en
með þessu riti er fyrri ritsmíð aukin
og endurskoðuð og bætt við evrópsk-
um og alþjóðlegum lagasetningum.
Hér hefur almennur lesandi og
allir þeir, sem unna umhverfinu og
verndun þess, loks fengið kærkom-
inn aðgang að yfirliti og umsögn
um helstu lög og reglur, sem sett
hafa verið til þess að vernda náttúru
íslands og tryggja farsæla afkomu
íslendinga.
Höfundurinn, dr. Gunnar G.
Schram, hefur ritað margt um nátt-
úruvernd og víða fj'allað um um-
hverfisrétt. Hann hefur staðið fyrir
ráðstefnum um svipað efni og verið
fulltrúi íslands og formaður undir-
búningsnefnda á alþjóðaráðstefnum
um hafréttar- og umhverfismál og
hann átti frumkvæði að því, að
umhverfisréttur er orðinn kennslu-
grein við Háskóla Islands. Bókin
Umhverfisréttur er lipurlega rituð.
Þar er á skipulegan hátt greint frá
lagasetningum er varða verndun ís-
lenskrar náttúru, þannig að öllum
má að góðu gagni koma. Ætti bókin
því meðal annars að vera þörf lesn-
ing áhugamönnum um skipulagsmál
og náttúruvernd.
Sturla Friðriksson
en fór aftur á móti heldur hranalega
með styrkbreytingar í hinni sígildu
perlu Jóns, Kárakvæði, þar sem hin-
ar háttliggjandi karlaraddir urðu í
ofanálag svolítið hráar sakir ónógs
stuðnings, eins og stundum vill verða
með ungmennum. Eftir Syngið
strengir Jónasar Tómassonar sungu
Sigurður Hafþórsson tenór og Pétur
Jón Buchan bariton „Gunnar og
Njál“ eftir Jón Laxdal við píanóund-
irleik Gunnars J. Briem og komust
þokkalega frá því verki, þrátt fyrir
fremur ómótuð raddfæri. Dúettinn
minnti á blöndu úr rómönsustíl Heis-
es og Glúnta Wennerbergs.
Næst var kynjum teflt saman í
tveim lögum eftir nýja stjórnandann.
Fyrst söng karlakórinn „Silfur Egils“
gáskafullt Maríuvers, en þar á eftir
frumflutti kvennakórinn „Strengur
Hallgerðar" Nardus, hvort tveggja
við ljóð úr flokknum Mannssonurinn
eftir Jóhannes úr Kötlum; laglegar
litla tónsmíðar, en undirrituðum ekki
sérstaklega minnisstæðar, enda þótt
stúlkurnar hafí staðið sig með prýði,
þ.á m. í glímu við óvenju hátt tón-
svið seinna lagsins.
Þegar hér var komið sögu, veitti
maður því eftirtekt, að kórfélagar
höfðu sungið allt nótnalaust eftir
minni. Hafi það verið svolítið afrek,
minnkaði það ekki við það sem eftir
kom, því Hlust lögð við stein í Jörfa
eftir Hákon Leifsson reyndist heljar-
langur og á köflum einkar krefjandi
kórbálkur, á að gizka hátt í 20 mín-
útur að lengd, ef ekki meira (und-
irr. var ekki með klukku), og þannig
með lengri verkum íslenzkra kórbók-
mennta á seinni árum.
Verkið er unnið sem svíta úr bal-
lettónlist Hákons um sama viðfangs-
efni, Jörfagleði almúgamanna í Döl-
um og endalok hennar með innreið
píetismans á öndverðri 18. öld, sem
leitaðist við að fórna nánast allri
lista- og tómstundaiðju landsmanna
á altari yfirbótar og kirkjurækni.
Hér fór sem sé n.k. harmsöngur eða
requiem þjóðlegrar dansmenntar og
skemmtanalífs guðsvolaðrar alþýðu
í heljargreipum hungurs, hjátrúar,
klerka og stórbænda. Tónverkið bar
með sér að vera upphaflega samið
fyrir svið og hreyfingar, enda stund-
um á mörkum þess að geta staðið
eitt og óstutt án sjónræna þáttarins,
einkum framan af, þar sem armæðu-
tónar alþýðu urðu á köflum lang-
dregnir. Þegar hrynheimur dansins
birtist í mynd síðustu Jörfagleðinn-
ar, kom hins vegar annað og lífvæn-
legra hljóð í strokkinn (með aðstoð
örlítils bumbusláttar), og færi tón-
verkið eftir öllu að dæma vel úr örlít-
illi grisjun, a.m.k. fram að þeim
tímapunkti, og hugsanlega að við-
bættu slagverki íjölbreytninnar
vegna. Að öðru leyti óx verkið veru-
lega að áhrifamætti upp úr miðju
og allt til enda. Háskólakórinn flutti
verkið af þrótt'i, en þó mátti undir
iokin kenna fyrstu merki þreytu, og
var það svo sem ekki að ófyrirsynju.
Strengur Hallgerðar söng næst
Kvennaslag Sigfúsar Einarssonar af
skörungsskap, en þar á eftir átti
blandaði kórinn sviðsljósið allt til
loka. Heyr himna smiður Þorkels
Sigurbjörnssonar var mjög fallega
mótað, og sömuleiðis endurreisnar-
canzóna de Werts, Chi salirá per
me. Hinir þrír stuttu helgisöngvar
Purcells skortu hrynsnerpu og
stemmdu ekki nógu vel miðað við
góðan staðal Háskólakórsins, eink-
um I will give thanks. Hið ódrep-
andi Locus iste eftir Bruckner þarf
orðið á algjörum snilldartökum að
halda til að rísa úr útjöskunar-
stónni, og var því ekki að heilsa
hér, þó að túlkunin hafi annars ver-
ið látlaus og innileg. Að lokum söng
kórinn snoturt lag eftir einn kórfé-
lagann, Snorra Pétur Eggertsson,
og hið laglega og bjartsýna Sólbjört
skín vonin úr óratóríu Björgvins
Guðmundssonar, Friður á jörðu.
Háskólakórinn sýndi í mörgu góð
tök á viðfangsefnum sínum, en bar
þess jafnframt merki, að nýja stjórn-
andanum hefur enn varla unnizt
nægur tími til að skorða samfellda
heild, því stundum hljómaði kórinn
líkt og eftir nýafstaðna uppstokkun.
Hvort um slíkt hafi verið að ræða,
er undirrituðum að vísu ókunnugt,
en um hitt þarf ekki að efast, að
hinn núverandi mannskapur lofar
góðu um framhaldið á komandi miss-
erum.
Ríkarður Ö. Pálsson
Vegna breytinga á innréttingum í verslun okkar
seljum viö BLOMBERG sýningartæki, ofna og
helluborð með allt að 40% afslætti.
Ennfremur nokkra útlitsgallaða BLOMBERG
kæliskápa og þvottavélar með verulegum
afslætti.
Jörfasút