Morgunblaðið - 18.04.1996, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.04.1996, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Bættar samgöngnr eru undirstaða öflugs landbúnaðar í SKRIFUM mínum í Morgunblaðinu tut- tugasta og annan mars síðastliðinn kom fram, að efnisleg rök væru farin að láta undan fyrir tilfinningum, get- gátum og stóryrðum, þegar vegamál í Reyk- holtsdalshreppi væru til umræðu. Þessi mál hafa verið rædd mikið manna á meðal, en hreppsnefnd hefur ver- ið treg til þess að efna til opinberrar umræðu um þau. Hreppsfundur var ekki haldinn í des- ember 1995 eins og venja hefur verið á undanförnum árum. Því var það að þrír einstakl- ingar fóru fram á að hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps boðaði til al- menns fundar, til að íbúar Reyk- holtsdals gætu tjáð sig um hug- myndir þær, sem vegagerðin hefur lagt til um framtíðarveg í Reyk- holtsdalshreppi. Hreppsnefnd boðaði til fundar og var vegamálastjóri, Helgi Hall- grímsson, frummælandi. A fund- inum gerði vegamálastjóri góða grein fyrir öllum möguleikum og að lokum lagði hann til, sem fyrsta kost, að meirihluti hreppsnefndar léti af andstöðu sinni, og að deiluað- ilar sættust á tillögu skipulags- stjóra, sem staðfestar hafa verið af umhverfisráðherra. Þegar á fundinn leið og málefnin höfðu ver- ið rædd málefnalega, lagði Jón Kristleifsson fram tillögu um áskof- un til hreppsnefndar um að hún beitti sér fyrir því að byggð yrði brú á Flóku við Hundsfoss (Stráka- vað). Þar er gert ráð fyrir brúnni, hvor kosturinn, sem verður valinn (efri eða neðri leið). Kom þá fram frávísunartillaga, sem samin hafði verið fyrir fund- inn. Var hún felld og gengu þá um tuttugu fundarmenn út og sýndu í verki lítinn félagslegan þroska og fádæma dónaskap fundarmönnum, vegamálastjóra og öðrum gestum fundarins. Þá var ekki lengur ástæða til að ræða málin frekar efnislega vegna fiótta þeirra sem af fundinum fóru undan gildum rökum og Iýðræðisvenjum sem eiga að ráða í málum sem þessum. Það er ekki rétt sem haft er eft- ir Jóni Kjartanssyni að fundurinn hafi leyst upp því að tillagan um brúna var afgreidd á eðlilegan hátt. Fundarefnið „fjallskil" var tekið til umræðu og tóku margir fundar- menn til máls undir þeim lið. Mikil samstaða virtist um tilhögun á göngum á næsta hausti sem hrepps- nefnd tekur fullt tillit til og var oddviti því sammála. Fundi var slit- ið á eðlilegan hátt þó svo einhverjir væru farnir heim. í stað þess að sitja og rökræða við aðra íbúa hreppsins láta menn tilfinningar með stóryrðum hlaupa með sig í gönur eins og Jón Kjart- ansson gerði í Tímanum þann ell- efta apríl síðastliðinn, þar sem hann kallar „klerkinn í Reykholti" til ábyrgðar um að hafa haft forystu fyrir neðrileiðarmönnum. Mér þykir vont að láta stela af mér þeim glæp. Ég, ásamt fimm öðrum, ritaði nafn mitt undir fylgiskjal með undirskrif- talista, þar sem mikill meirihluti íbúa Reykholtsdalshrepps lýsti stuðningi sínum við úrskurð um- hverfisráðherra. Klerkurinn i Reyk- holti var ekki einn af þeim og var hvergi nærri þegar ákvörðun var tekin um að hefjast handa við undir- skriftasöfnunina. Hann var í Reykjavík á þeim tíma. Klerkurinn í Reykholti hefur ekki afsalað sér sínum réttindum eða borgaralegu skyldum þegar hann var skipaður í embætti sóknarprests í Reyk- holtsprestakalli. Hann hefur aldrei farið leynt með sínar skoðanir á legu Borgaríjarðar- brautar frá Flóku að Kleppj árnsrey kj um. Hann hefur ekki á nokkurn hátt reynt að þvinga þeim skoðunum sínum upp á aðra íbúa hreppsins, en aftur á móti hefur hann beitt sér fýrir því að ná sátt- um í þessu mikla hags- munamáli i samgöngu- málum okkar Reyk- dælinga. Við neðrileið- armenn urðum við tilmælum hans í janúar sl. um að fara ekki í aðgerð- ir þá, meðan hann reyndi sættir í málinu. Hann hefur því ekki gengið fram fyrir skjöldu í því að sundra sveitarfélaginu, heldur þvert á móti. Eins hefur hann þó full boðlegur til þess að hafa skoðanir og verið valinn til ábyrgðar í þeim efnum, eins og í skólanefnd Kleppjárns- reykjaskóla og víðar. Það er lítil virðing borin fyrir okkur, sem erum skattgreiðendur í Vegir eru lagðir fyrir skattfé samborgaranna, segir Bemhard Jó- hannesson, og ætlaðir öllum vegfarendum. þessum hreppi, að halda því fram að við eigum ekki neinna hagsmuna að gæta í því, hvar vegir með bundnu slitlagi eru lagðir. Það er ekki búið að svipta okkur ferðafrels- inu ennþá. Vegir eru lagði fyrir skattfé samborgaranna og ætlaðir öllum vegfarendum. Það var mikið fagnaðarefni í Reykholtsdal þegar Stóri-Kroppur komst í byggð aftur, því með þéttari byggð eflist þjón- usta og samgöngur. Það skal ekki gert lítið úr því að Jón Kjartansson vilji hefjast handa við að byggja upp öflugan búskap í þrjátíu ára gömlu fjósi án niðurgreiðslu hins opinbera. Er hann í málflutningi sínum að höfða til bændasamtakanna, sem eru ef til vill á villigötum, eða er hann að höfða til Dagsbrúnarmanna, sem skulu innan tíðar fá að greiða fullt verð fyrir mjólkurafurðir án niður- greiðslna? Það er enginn að flæma Jón Kjartansson í burtu héðan. Það er enginn með öfund eða illgirni út í Jón Kjartansson. Enginn hefur tryggt, að Jón Kjartansson ætli að búa í fimmtíu ár að Stóra-Kroppi. Það eina sem er nokkuð víst er að vegurinn, sem lagður verður, dugar í fimmtíu ár. Nágrannasveitarfélög hafa farið með ofbeldi. Bændur eru að leggja stein í götuna. Klerkurinn fer í far- arbroddi í að sundra sveitarfélag- inu. Hver verður næst borinn sökum í þeim tilgangi að drepa málinu á dreif og láta það snúast um annað en efnisrök, sem eiga að ráða gerð og staðsetningu vegarins? Þau rök er að finna í framsögu vegamála- stjóra og þeim gögnum sem liggja til grundvallar úrskurði umhverfis- ráðherra, Guðmundar Bjarnasonar. Orð samgöngumálaráðherra skulu standa: „Bættar samgöngur eru undirstaða öflugs landbúnað- ar.“ Vegurinn um neðri leiðina hef- ur verið á dagskrá í tuttugu ár. Það er orðið tímabært að leggja hann. Höfundur er garðyrkjubóndi í Sólbyrgi. Bernhard Jóhannesson SSÍ og Óí verða að beina geir sínum í rétta átt í MORGUNBLAÐ- INU 2. apríl sl. skrifar Guðfinnur Ólafsson, fyrrverandi formaður SSÍ og ritari Ólympíu- nefndar íslands um sundaðstöðu og skýrslu okkar Ágústs Ásgeirs- sonar varðandi fund 8 þjóða, sem standa að Smáþjóðaleikunum. Fundur þessi fór fram í Istanbúl 23. nóv- ember 1991. Var hann haldinn þar vegna þess, að allar þjóðirnar voru mættar til Evrópufund- ar Ólympíunefnda. Umræðuefnið var fyrst og fremst, að ræða um leikana sem þá áttu að fara fram á Möltu rúmu ári síðar, en á þeim leikum ætluðum við að bjóða til leikanna á íslandi 1997. Slík boð ber að gera með fjögurra ára fyrirvara. Nokkrar umræður fóru fram um aðstöðuna hér. M.a. var rætt lítillega um sundaðstöðuna. Kom þá skýrt fram, að hinar suðrænu þjóðir vildu heldur synda í 25 metra innanhússlaug en í 50 m útilaug. Á fundinum var svo ekki frekar rætt um okkar mál. Ábyrgð ritarans Þegar heim kom skýrðum við Ágúst frá þessum umræðum, enda bar okkur skylda til að upplýsa nefndina um þær. Nú 4‘/2 ári síðar er farið að deila um fundargerðir, en ekki hvernig mál sundíþróttarinnar standa. Látum vera, að gjaldkeri SSÍ sendi frá sér eitthvað sem fer á skjön, en að fyrrverandi ritari Óí skuli falla í þessa gryfju er óskiljan- legt. Þótt starfsmaður riti fundargerðir, þá er það ávalt undir eftirliti kjörins ritara. Ég ætla því ekki að blanda mér frekar í það mái. Á fundinum í Istanb- úl var samið við Artur Takac, sem er tæknifulltrúi forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar um að hann kæmi til íslands og skoðaði íþróttamannvirki þau er við mund- um hafa til umráða árið 1997. Art- ur Takac kom hingað nokkru seinna. Eftir skoðun lýsti hann yfir að allar aðstæður hér væru afbragðs góðar til að halda leika smáþjóðanna, nema að 50 m innisundlaug vantaði til að allt væri fullkomnað. Þetta sjónarmið áréttaði hann svo í bréfi til borgarstjóra, eftir viðræðufund með honum. Vilja leysa vandann Ég hætti störfum hjá Óí fyrir rúmur tveimur árum. Þá lá það í loftinu, að það yrði að byggja nýja sundlaug í Laugardal, sem yrði þá yfirbyggð. Var það fyrst og fremst af því að steypuskemmdir á núver- andi laugarkeri væru svo alvarleg- ar, að endurbygging þy.ldí enga bið. Ekkert hefur skeð í þessum málum. Það er vandi sundíþróttarinnar í dag. Við annað tækifæri hafa borgar- Þegar ég hætti störfum í Ólympíunefnd, segir Gísli Halldórsson, lá það í loftinu að byggð yrði ný yfírbyggð sund- laug í Laugardal. yfirvöld sýnt, að þau vilja leysa vanda íþróttahreyfingarinnar. Ég er sannfærður um, að svo er enn. En til þess að svo geti farið, verður SSÍ og Ólympíunefnd íslands að beina geiri sínum í rétta átt. Ég Iæt svo útrætt um þetta, enda get ég nú engan vanda leyst í þessu máli, það verða aðrir að gera. Höfundur er fyrrverandi formað- ur Ólympíunefndar íslands. Gísli Halldórssson Einkennileg deila um gamlar fundargerðir GUÐFINNUR Ólafs- son, fyrrverandi for- maður Sundsambands- ins og fyrrv. _ ritari Ójympíunefndar íslands (Óí), skrifar undarlega grein í Morgunblaðið 2. apríl sl. varðandi að- stöðu til sundkeppni með tilliti til Smáþjóða- leika á íslandi á næsta ári. Tilefni greinar Guðfinns eru skrif und- irritaðs í blaðinu 14. febrúar þar sem leið- réttar voru rangar full- yrðingar annars aðila um að núverandi og fyrrverandi formaður Óí hefðu róið að því öllum árum að koma sundkeppni leikanna inn í Sundhöllina við Barónsstíg. Ljóst er að Guðfinnur er ekki þjak- aður af sannleiksást því fullyrðingar í greininni eru fjarri sannleikanum og málum snúið það undarlega að skrif hans eru vart svara verð. Þá er einkennilegt að standa allt í einu í deilu um rúmlega fjögurra ára gamlar skýrslur og fundargerðir og verst er hvað hann fer rangt með þar sem hann var þó ábyrgðarmaður fundargerðanna sem ritari. Hef ég því sent honum afrit af þessum skjöl- um öllum svo hann geti náð aftur áttum. Ljóst er flestum íþróttaforystu- mönnum, að málefni einstakra íþrótta, þ.m.t. aðstöðumál, eru alfar- ið á hendi viðkomandi sérsambands. Það getur leitað liðsinnis íþrótta- sambands Islands og/eða Óí ef því sýnist svo. Guðfínnur reynir að snúa málum þannig nú að það hafi verið hlutverk Óí að fá byggða 50 metra innilaug vegna Smáþjóðaleikanna. Það er firra og það sem verra er, að hann gefur í skyn að stjórn Óí, sem hann sat þó sjálfur í, hafi bein- línis unnið gegn úrbótum. Segir hann m.a. að Gísli Halldórsson, þá- verandi formaður Óí, hafi ekki viljað notfæra sér stuðning Arturs Takac, tæknifulltrúa Alþjóðaólympíunefnd- arinnar (IOC) gagnvart leikunum. Þáttur Takac Hið sanna er, að Takac kom hingað til lands í desember 1992 og fyrir sérstakt frum- kvæði Gísla Halldórs- sonar gekk hann til fundar við mennta- málaráðherra og æðstu yfirmenn í ráðuneytinu svo og borgaryfirvöld. Á öllum stöðum hvatti hann til þess að íþróttahreyfingin yrði studd sem mest til að Smáþjóðaleikarnir mættu fara fram með sóma. Á öllum stöðum lagði hann sérstaka áherslu á, að byggð yrði 50 metra innilaug fyrir leikana. Skrifaði hann borgarstjóra m.a. eftir heimsóknina og tók nauð- syn slíkra umbóta sérstaklega fram í skýrslu um heimsóknina hingað. Guðfínnur verður annars að eiga það við sjálfan sig að úrbætur í laug- armálum hafi ekki átt sér stað í langri stjórnartíð hans í Sundsambandinu. Við í stjórn Óí á síðustu ólympíöðu (1989-93) stóðum alltaf í þeirri trú að von væri aðstöðubyltingar því oft sagði hann okkur af því, að 50 metra innilaug hefði margsinnis verið lofað af fyrrverandi íþróttaforystumönnum borgarinnar og formlegrar ákvörðun- ar væri að vænta á hverri stundu! Allir vita hvað það reyndist áreiðan- legt og er það ekki ástæðan fyrir þeim ógöngum sem málin lentu í? Liggur ekki hundurinn þar grafinn, Guðfínnur? Hótunin háir stjórn SSÍ Það er skoðun mín, að stjórn Guðfinns hafi gengið alltof langt er hún lét samþykkja þá hótun að koma Ágúst Ásgeirsson ekki nálægt Smáþjóðaleikunum 1997 ef ekki væri risin 50 metra innilaug fyrir leikana. Þessi sam- þykkt hefur gert núverandi stjórn erfitt fyrir. Hún hefur sýnt vilja til þess að vinna að farsælli lausn máls- ins í góðri samvinnu við Tækninefnd Ólympíunefndar. Markmið þeirrar vinnu er að keppnin fari fram í Laug- ardalslaug og að framkvæmdir verði hafnar við 50 metra innilaug í Reykjavík strax á næsta ári, enda hafa núverandi borgaryfirvöld sýnt ótvíræðan vilja til þess að bæta æf- inga- og keppnisaðstöðu sund- manna. Nauðsynlegt er að samein- ast um þann farveg málsins og beini ég því til forystumanna í sundhreyf- ingunni, ekki síst formanna sundfé- laga, keppnisfólks og annarra vel- unnara sundsins, að styðja stjórn 50 metra innilaug, segir Ágúst Ásgeirs- son, hefði margt nota- gildið annað en sem keppnislaug. SSÍ í því. Allt annað gæti orðið til að tefja komu 50 metra innilaugar keppni, um langa framtíð. Það væri ekki aðeins til baga fyrir sundmenn því laugin hefði margt notagildi ann- að en sem æfínga- og keppnislaug því hún nýttist mjög öldruðu fólki og fötluðum sem bráðvantar rúm- góða æfingalaug. Fáist hins vegar loforð um upphaf framkvæmda á næsta ári yrði það afrek, sem hverj- um sundforystumanni yrði sæmd að. Að keppa ekki gæti þýtt að sund félli af dagskrá Smáþjóðaleikanna fyrir fullt og allt. Höfundur situr í stjórn Ólympíu■ nefndar íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.