Morgunblaðið - 18.04.1996, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996
MIIMNIIMGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HJÖRTUR E.
ÞÓRARINSSON
+ Hjörtur E. Þór-
arinsson fædd-
ist á Tjörn í Svarf-
aðardal 24. febrúar
1920. Hann lést í
Fj órðungssjúkra-
húinu á Akureyri
1. apríl síðastliðinn.
Útför Hjartar
var gerð frá Dalvík-
urkirlqu 6. apríl.
Það þurfti ekki að
koma mér á óvart þeg-
ar mér barst andláts-
fregn Hjartar á Tjörn,
vegna þess að eg vissi að hann var
þrotinn að kröftum eftir langvar-
andi veikindi. Þó ómaði saknaðar-
strengur í brjósti mínu því mér var
ljóst að góður vinur hafði kvatt og
lagt upp í ferð þaðan sem ekki yrði
aftur snúið. Þá ferð myndum við
að vísu öll fara fyrr eða síðar.
Hann fæddist á Tjörn og ólst þar
upp í systkinahópi á stóru heimili
hjá foreldrum sínum Sigrúnu Sigur-
hjartardóttur og Þórarni Kristjáns-
syni Eldjárn, kennara og hrepp-
'stjóra. A Tjörn er ein af fjórum
kirkjum í Svarfaðardal og hefur
verið síðan snemma í kristni á ís-
landi og prestsetur var þar til 1917.
Kristján Eldjárn Þórarinsson, föð-
urfaðir Hjartar, var þar síðasti
prestur. Hefur sama ætt setið jörð-
ina í 126 ár eða síðan séra Hjörleif-
ur Guttormsson, langafi Hjartar,
tók þar við embætti 1870. Sigrún,
móðir Hjartar, var dóttir Sigur-
hjartar Jóhannessonar, bónda á
Urðum og Soffíu Jónsdóttur, fyrri
konu hans.
Tjarnarheimilið hefur lengi verið
menningarheimili, kynslóð fram af
kynslóð, og. svo er enn. Þaðan hlaut
Hjörtur haldgott veganesti út í lífið
frá erfðum og uppeldi. Hann var
fjölgáfaður og námsmaður í
fremstu röð, jafnvígur á námsgrein-
ar í skóla. Þó held eg að íslenska,
íslenskar bókmenntir, erlend tungu-
mál og náttúrufræði hafi verið eftir-
lætisgreinar hans.
Hann var náttúruunnandi og
náttúrubam og elskur að heima-
högunum. Fljótlega eftir stúdents-
próf frá MA 1940 hélt hann til
Skotlands að læra búvísindi við
Edinborgarháskóla, m.a. öðrum
þræði til að vera sem best undir
það búinn að taka við jörðinni á
Tjörn eftir foreldra sína. Hann varð
búfræðikandídat 1944 og sneri sér
þá þegar að því að læra búfjársæð-
ingar hjá Englendingum sem um
þær mundir voru að þróa nýjar
aðferðir í þeirri grein. Hann varð
ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Is-
lands við búfjársæðingar 1945 og
stofnsetti fyrstu hérlenda sæðinga-
stöð á Akureyri árið 1946 á vegum
Sambands nautgriparæktarfélaga
Eyjafjarðar. Vann hann mikið
brautryðjendastarf í tæknifijóvgun
búfjár á íslandi. Ráðunautur SNE
var hann 1949-50 og
stundakennari við
gamla skólann sinn,
Menntaskólann á Ak-
ureyri, 1948-49.
Úm þær mundir
urðu kaflaskil í lífi
Hjartar er hann flutti
aftur heim og tók við
búskap á Tjörn 1950.
Hann var nú búinn að
finna sér að lífsföru-
naut glæsilega, góða
og gáfaða stúlku, Sig-
nði Margréti Hafstað
Ámadóttur, bónda í
Vík í Skagafirði og k.h.
Ingibjargar Sigurðardóttur. Var
mikið jafnræði með þeim ungu hjón-
unum.
Börn þeirra Sigríðar og Hjartar
eru átta Það er vænn hópur þrótt-
mikilla, hæfileikaríkra og vel
menntaðra þegna sem þau Tjarnar-
hjónin hafa skilað þjóðfélaginu.
Hirti var sýnt um að kenna börn-
um sínum að meta og virða náttúr-
una, enda urðu þau, mörg hver, vel
að sér í náttúrufræði undir hand-
leiðslu hans.
Það var eitt koldimmt kvöld í
september fyrir um 30 árum að við
Hjörtur riðum fram Skíðadal á leið
í aðrar göngur í Sveinsstaðaafrétt.
Aðrir gangnamenn voru komnir á
undan. Það var milt veður og blæ-
kyrrt, himinninn, hár og stjörnu-
bjartur, hvelfdist yfir fjallrisa
Tröllaskagans. Klárarnir gengu fet-
ið. Hjörtur rakti fyrir mér stjörnu-
merkin á festingunni, og það var
mikill lærdómur.
Það var árið 1962, milli sauð-
burðar og sláttar, að við Þuríður
konan mín fórum í Öskjuferð með
Sigríði og Hirti og fleirum úr Ferða-
félagi Svarfdæla. Askja hafði gosið
haustið áður og það raúk ennþá úr
hrauninu. Náttúran lá þama sem
nýfædd og umhverfið var orku-
þrungið. Nú var Hjörtur í essinu
sínu. Við snæddum nestið okkar í
Þorsteinsskála og svo hvarf hann
út. Eftir drjúglangan tíma kom
hann aftur og hafði þá verið að
skoða plöntur. Hann hafði verið að
„bótanisera," þ.e. að nafngreina og
skrá plöntumar í næsta umhverfi
skálans. Þetta færði hann inn í
gestabók staðarins.
Hirti var leikandi létt um að festa
hugsanir sínar á blað á ljósu máli.
Það var einhverntíma upp úr 1970
að við vorum saman í kjömefnd á
Húsabakka í Svarfaðardal með Jóni
Gíslasyni á Hofi. Hjörtur var þá
orðinn formaður Kaupfélags Ey-
firðinga og átti að standa fyrir ráð-
stefnu norrænna samvinnumanna á
Akureyri daginn eftir og flytja þar
setningarræðuna. En vegna bús-
anna hafði honum enn ekki unnist
tími til að semja hana og neytti nú
færis þegar kjörsóknin stijálaðist
til að skrifa ræðu sína á „flydende
dansk“ milli þess sem háttvirtir
kjósendur komu til að greiða at-
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÓLAFUR E. ÓLAFSSON
fyrrvecandi kaupfélagsstjóri
frá Króksfjarðarnesi,
Dalalandi 10,
verður jarðsunginn frá Ðómkirkjunni
föstudaginn 19. apríl kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hins látna er
bent á Krabbameinsfélag íslands.
Friðrikka Bjarnadóttir,
Bjarni Ólafsson, Rannveig Guðmundsdóttir,
Bjarney Ólafsdóttir, Richard A. Hansen,
Ólafur Elías Ólafsson, Guðrún Gunnarsdóttir,
Jón Sigurður Ólafsson, Caroline Nicholson,
Dómhildur Ingibjörg Ólafsdóttir, Jón Hilmar Friðriksson,
Þóra Sigrfður Ólafsdóttir, Páll Már Pálsson,
barnabörn og langafabarn.
kvæði. Að loknum kjörfundi buðu
þau Sigríður og Hjörtur kjörnefnd
og fleira fólki til sviðaveislu heima
á Tjörn.
Eftir Hjört liggur mikið ritað
mál, bæði bókverk og tímarits- og
blaðagreinar. Hann stofnaði 1976
með Jóhanni Antonssyni og Óttari
Proppe mánaðarblað Svarfdæla,
„Norðurslóð," sem enn kemur út
og geymir samtíðarsögu byggðar-
lagsins síðustu 20 ár.
Hjörtur var félagshyggjumaður,
sjálfstæður í skoðunum og fróð-
leikssjór, snjall vísnasmiður, manna
hnyttnastur og skemmtilegastur í
samræðum og góður félagi.
Hann naut almannatrausts og
var falinn margur trúnaður fyrir
sveit sína og samfélag. Oft voru
þau störf tímafrek og fjaivistasöm
frá heimili og búskap. Þá kom hon-
um vel að eiga samhenta íjölskyldu
að bakhjarli.
Líklega munu fáir hafa þekkt
betur af eigin raun háfjöllin sem
girða Svarfaðardal en Hjörtur.
Hann gekk á mörg þeirra, oft í
fylgd með Sigríði konu sinni, börn-
um sínum eða félögum úr Ferðafé-
lagi Svarfdæla.
í stuttri minningargrein verður
margt að vera ósagt sem vert hefði
verið að geta af langri ævi heiðurs-
manns en minningin lifir og vermir.
Eg og fjölskylda mín sendum
Sigríði og börnunum innilegar
samúðarkveðjur og þökkum marg-
ar ógleymanlegar samverustundir
um leið og við treystum því að
minningin um góðan dreng veiti
huggun og hlýju og nýja fótfestu
í lífinu.
Júlíus J. Daníelsson.
í hvert sinn sem einhver deyr sem
ég hef þekkt og þótt vænt um finnst
mér ég hafa misst mikið og það á
við um Hjört E. Þórarinsson. Mikill
má því vera missir þeirra sem stóðu
honum næst. Þótt mér hafi verið
sagt tveimur dögum áður en hann
dó í hvað stefndi, fannst mér eins
mega búast við því að hann hristi
af sér ásókn dauðans í þetta sinn
eins og hann virtist gera svo oft
áður. Lífsvilji hans hefur verið með
þvílíkum ólíkindum í langvarandi
og erfiðum veikindum.
Við fráfall Hjartar er mér efst í
huga þakklæti fyrir þær stundir
sem ég hef átt með honum. Kynni
okkar hófust á Tjörn þegar ég var
þar part úr sumri sex ára gamall
en þau urðu varanlegri þegar ég
dvaldi vetrarlangt á Tjörn um fjórt-
án árum síðar. Hvort sem ég var
barn að uppgötva heiminn eða ráð-
villtur ungur maður þá var nærvera
Hjartar mér holl og lærdómsrík.
Hann tók skynsamlega á heimsku-
pörum borgarbarnsins og sýndi
áhuga fálmkenndum pælingum
ungs manns í leit að einhveiju sem
hann vissi varla hvað var. Viðmót
hans var mér mjög mikilvægt þá
og hefur mér alltaf fundist það
mikið lán að hafa haft þennan glað-
væra og gáfaða mann sem félaga
og fyrirmynd á þeim tíma.
Fátækleg orð megna lítils við
að sýna hug minn til Hjartar. En
minningar og minningabrot varð-
veiti ég mörg um hann. Hann hafði
sannan viðkvæmnislausan áhuga á
fólki, hlutskipti þess og viðfangs-
efnum. Ég held hann hafi sýnt öll-
um sama áhuga og þar hafi ekki
skipt máli hvort barn átti í hlut
eða ráðherra stórþjóðar. Hann var
einstaklega vel máli farinn og frá-
bærlega ritfær. Kveðskapurinn var
annað tungumál Hjartar og féll
eðlilega að flestu sem hann talaði
um. Það var sjóður sem hann virt-
ist endalaust geta miðlað af og
þannig gefið sína sérstöku sýn á
málefni líðandi og liðinnar stundar.
Ég minnist lifandi áhuga hans á
náttúrufræði, sögu og menningu
sinnar þjóðar sem og annarra þjóða
og ekki síst metnaðar hans fyrir
menningu síns héraðs. Hann ferð-
aðist mjög víða og hafði gjaman
frá mörgu að segja af þeim ferð-
um. Það var alltaf tilhlökkun að
fá hann í heimsókn á heimili for-
eldra minna á Nesinu þegar þau
Sigga komu suður. Þar fór ekki
bara skemmtilegt fólk heldur höfðu
þau með sér ferskan andblæ heims-
menningar norðan úr Svarfaðar-
dal.
Með Hirti er genginn óvenju heil-
steyptur og sannur maður. Megi
hann lifa í hjarta okkar Sem hann
þekktu.
Ég votta Sigríði Hafstað og fjöl-
skyldu hennar míiia dýpstu samúð.
Árni Árnason.
Kveðja frá MA-stúdentum
1940
Sá einn, sem áfram sækir
á andans þyrnibraut
og stæltur störf sín rækir,
hann storkar hverri þraut.
Hann ber sitt manndómsmerki.
Hann markar öðnim slóð.
Hann vex með sínu verki.
Hann vitkar sína þjóð.“
Þessi orð Davíðs frá Fagraskógi
koma í huga mér er ég minnist
míns góða vinar og bekkjarbróður,
Hjartar bónda á Tjörn í Svarfaðar-
dal.
Þeim fækkar stöðugt sem braut-
skráðust frá MA vorið 1940. Har-
aldur Kröyer kvaddi sl. haust og
nú Hjörtur. Báðir glæsilegir fulltrú-
ar bekkjarins.
Minningar margar koma upp í
hugann. Skólaárin í MA voru góð
og birta er yfir þeim. Sumir voru
samferða í sex ár aðrir skemur.
Vinátta myndaðist með öllum hópn-
um hvort sem árin voru fleiri eða
færri. Hjörtur var með alla veturna.
Hann var góður félagi. Tókst á við
verkefnin með karlmennsku, bæði
í námi og leik. Hann var félagslynd-
ur og glaðsinna. Tók þátt í félags-
lífi skólans af áhuga. Gaman var
að taka með honum lagið hvort sem
það var Rammislagur eða Gaude-
amus igitur, því hann var góður
söngmaður og íþróttir stundaði
hann af kappi, enda vel að manni.
Hjörtur var jafnvígur á flestar
námsgreinar. íslenskumaður ágæt-
ur, en kannski var latínan honum
kærust. Ég hygg að sama hefði
verið hvaða háskólanám hann hefði
stundað. Hann hefði lokið því með
prýði og orðið traustur í starfi.
Alla tíð var hann trúr sonur
heimabyggðar sinnar. Hann var
bundinn Svarfaðardal og ættaijörð
sinni, Tjörn, stekum böndum.
Hann vildi veija kröftum sínum
til að efla gengi sveitanna. Eftir
stúdentspróf fór hann til Skotlands
í Edinborgarháskóla og lauk þaðan
B.Sc-prófí.
Skömmu eftir heimkomuna
kvæntist hann Sigríði Hafstað frá
Vík í Skagafirði. Þau hófu brátt
búskap á föðurleifð hans, Tjörn.
Þau hjón voru samhent og var í
rausnargarð að koma til þeirra öll
árin.
Hjörtur varð forystumaður í sveit
sinni í áratugi og í fararbroddi í
búnaðarmálum landsins lengi.
Aldrei gleymdi hann bekkjar-
systkinum sínum heldur tók þátt í
bekkjarmótum, eftir því sem unnt
var.
En stúdentar frá MA 1940 og
makar þeirra hafa haldið hópinn
undravel allan tímann.
Árshátíð er á hveiju ári, er þar
boðið öllum sem voru með í bekkn-
um hvort sem þeir luku stúdents-
prófi eða ekki, einnig alltaf mökum
látinna bekkjarsystkina.
Síðast var haldið bekkjarhóf
þann 21. mars sl. í 56. sinn. Daginn
áður hitti ég Hjört á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu og ræddi við hann.
Hann var þá orðinn helsjúkur, en
bað fyrir kveðju til vina sinna, er
þarna kæmu saman.
Þegar ég sHilaði þeirri kveðju fór
fögnður um hópinn, en um leið fann
ég, að við öll skynjuðum, að þetta
var síðasta kveðjan frá honum. Við
hugsuðum víst öll það sama. Þökk
var í huga okkar til góðs vinar, er
svo lengi hafði tekið þátt í gleði og
sorg með okkur.
Þegar fréttin um lát hans barst
var samúðarkveðja og þakkar-
ávarp sent til Sigríðar á Tjörn. Við
horfum eftir einum úr bekknum
með söknuði en miklu þakklæti.
Sigríður og Hjörtur voru mjög
gestrisin. Nutum við hjónin þess
oft, síðast í sumar, er við minn-
umst með þökk.
Á 40 og 50 ára afmæli MA-stúd-
enta 1940 var komið saman hér á
Akureyri. Hjörtur var þá sjálfkjör-
inn foringi, alls undirbúnings.
. í bæði skiptin var öllum hópnum
boðið heim á Tjörn. Þar var sannar-
lega vinafagnaður. Höfðinglegar
móttökur. Slíkt gleymist ekki, býr
í þakklátum huga.
Á 50 ára afmælinu flutti Hjörtur
kveðjur og þakkir til skólans okkar
fyrir hönd bekkjarins. Góð kveðja
og virðuleg. Þannig var Hjörtur
allt til að loka.
Um árabil var han'n þjáður af
sjúkdómum, en karlmennska hans
og æðruleysi var einstök.
Hann starfaði að mörgu þrátt
fyrir sjúkleika. Hjörtur var vel rit-
fær og ritaði margar greinar um
landbúnað. Einnig nokkrar bækur,
svo sem ferðafélagsbækur og síðast
sögu Sýslunefndar Eyjaijarðarsýslu
í tveimur bindum. Stórvirki sem
unnið var, þó að kraftar færu dvín-
andi. Hjörtur stóð trúr lifi sínu allt
til enda.
Þau eiga því við hann orð Davíðs
er ég hafði í upphafi: „Sá einn, sem
áfram sækir á andans þymibraut,
og stæltur störf sín rækir, hann
storkar hverri þraut.“
Hann var ekki aðeins trúr sonur
Svarfaðardals, sem honum var svo
kær, heldur var það allt Island.
Hann vann alltaf að uppbyggingu
þess og velfferð. Þess vegna er við
hæfi að ljúka þessum fáu kveðjuorð-
um með hátíðarljóði Jóhannesar úr
Kötlum, sem sungið var er kista
okkar góða vinar var hafin úr Dal-
víkurkirkju.
Land míns föður, landið mitt
laugað bláum straumi,
eilíft vakir auglit þitt
ofar tímans glaumi.
Þetta auglit elskum vér,
- ævi vor á jörðu hér
brot af þínu bergi er,
blik af þinum draumi.
Fyrir hönd stúdenta frá MA
1940 og fjölskyldna þeirra flyt ég
Hirti kærar þakkir fyrir áratuga
vináttu.
Við sendum einnig eiginkonu
hans, Sigríði Hafstað, börnum
þeirra og öðrum ástvinum innilegar
samúðarkveðjur með þökk fyrir allt.
Sigurður Guðmundsson.
Nú grætur mikinn mög
Minerva táragjöm
Nú kætist Mória mjög
mörg sem á dárabörn
Nú er skarð fyrir skildi
nú er svanurinn nár á tjörn
Svona orti sr. Jón Þorláksson á
Bægisá í minningu vinar síns Magn-
úsar prests á Tjörn í Svarfaðardal.
Þessar línur eiga hins vegar ekki
síður við um tengdaföður minn
Hjört E. Þórarinsson eða Hjört á
Tjörn eins og hann var gjarnan
nefndur. Hann er nú látinn eftir
langt og strangt stríð sem hann
háði af ótrúlegum hetjuskap þótt
við ofurefli væri að etja. Fyrir okk-
ur sem syrgjum hann og söknum
verður ekkert samt og áður. Það
skarð sem hann skilur eftir sig verð-
ur seint fyllt en við erum svo lán-
söm að eiga ótal minningar um ein-
stakan mann. Það eru vissulega
forréttindi að hafa mátt njóta sam-
fyigdar Hjartar þó svo ég óski þess
innilega að sá tími sem við áttum
samleið hefði verið lengri. En ég
er afar þakklát fyrir að hafa fengið
að kynnast manni sem var ríkur
að visku og þekkingu á flestum
sviðum og bar í bijósti djúpa og
einlæga ást á náttúrunni og undrum
hennar; manni sem var laus við
yfirborðsmennsku og hégómaskap.
Hann hafði skemmtilegan, dáiítið
kaldranalegan húmor en einnig
mikla hlýju til að bera og taldi ekki
eftir sér að syngja skosk þjóðlög
alla leið frá Akureyri til Reykjavík-
ur til að dreifa huga flughræddrar
tengdadóttur. Einhvern veginn
svona er Hjörtur í mínum huga.
Og ég get ekki annað en glaðst