Morgunblaðið - 18.04.1996, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL1996 43
yfir því að börnin mín eiga bjartar
minningar um afa sem var óþreyt-
andi að fara með þau í gönguferðir
og fræddi þau um blóm og jurtir
auk þess sem hann kenndi þeim
ófáar vísur og kvæði. Hjörtur hafði
yndi af góðri ljóðlist og mig langar
að kveðja hann með nokkrum línum
úr Passíusálmum Hallgríms Péturs-
sonar sem við lásum stundum sam-
an síðustu vikurnar sem hann lifði.
Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér;
sálin vaki, þá sofnar líf;
sé hún ætíð í þinni hlíf.
Rósa Kristín.
Það er bjart yfir minningunni um
Hjört föðurbróður minn. Ég sé hann
fyrir mér við heyskap eða í fjósinu
með gamanyrði á vör. Eða syngj-
andi við raust á gamla farmallnum
með hattkúf fram á ennið og barn-
askarann hoppandi á heyvagninum.
í honum bjuggu, að því er virtist
í sátt og samlyndi, eðlisþættir sem
venjan er að telja andstæður. Hann
var í senn sveitamaður og heims-
borgari, íslenskur bóndi sem hafði
hlotið háskólamenntun erlendis og
víða hafði farið. Hann átti mýkt og
hörku, hann var rómantískur og
raunsær. í,
Ahugi er það orð sem helst verð-
ur fyrir mér ef ég ætti að finna
eitt orð til að lýsa Hirti. Hann hafði
áhuga á mannlífinu, þjóðlífinu,
náttúrunni, sögunni, ljóðum, tungu-
málum. Ekkert var fjær honum en
að yppa kæruleysislega öxlum og
segja „hvað varðar mig um það?“.
Allt vildi hann vita og skilja og
miðla því síðan til annarra. Engin
jurt slapp framhjá honum ónafn-
greind, enginn staður án örnefnis,
jafnvel stjörnur himinsins urðu að
gera grein fyrir sér hver og ein.
Orðabækur hafði hann ætíð innan
seilingar og krafði þær sagna um
merkingu og uppruna. Ef góð vísa
eða meitluð setning flaug fyrir
ófeðruð var Hjörtur ekki í rónni
fyrr en höfundur var fundinn.
Sjálfur var hann einstaklega rit-
fær, eins og lesendum Norðurslóðar
mun kunnugast um. Þar hefur hann
birt ótal athuganir sínar, hugleið-
ingar og ferðasögur sl. 20 ár. Margt
af því er hrein skemmtilesning, svo
sem endurminningar hans frá
námsárunum á Bretlandseyjum í
seinni heimsstyijöldinni. Hann rit-
aði einnig nokkrar bækur, svo sem
lýsingu Svarfaðardals í Árbók
Ferðafélagsins 1973 og 1994 kom
frá honum stórverk í tveimur bind-
um, Saga sýslunefnda Eyjafjarðar-
sýslu.
Hjörtur var mikill hamingjumað-
ur í einkalífi sínu. Hann eignaðist
frábæra konu árið 1948, Sigríði
Árnadóttur Hafstað frá Vík í
Skagafirði. Á undraskömmum tíma
eignuðust þau 7 mannvænleg börn
sem öll hafa erft eiginleika foreldra
• sinna í ríkum mæli. En þó hópurinn
væri stór og að mörgu að hyggja
var samt alltaf pláss fyrir okkur
sumarbörnin.
Það hafa sagt mér fleiri en einn
af félögum Hjartar frá fyrri tíð að
sjaldan hafi þeir fyrirhitt nokkurn
mann jafngeislandi af lífsþrótti og
fjöri. Sú orka sem hann þar virtist
eiga umfram aðra menn dugði hon-
um vel í nær tíu ára stríði við ill-
víga sjúkdóma, þó hratt gengi á
birgðirnar. Hann streittist á móti
miklu lengur en allir meðalmenn
hefðu getað og reyndi að fara sinna
ferða eins og kostur var þó oft
væri hann sárlega kvalinn. Þannig
auðnaðist honum til dæmis að heim-
sækja námsslóðir sínar í Skotlandi
hinsta sinni síðastliðið haust.
Hjörtur lést aðfaranótt 1. apríl
sl. og var lagður 6. apríl til hinstu
hvíldar í Tjarnarkirkjugarði, í suð-
vesturhorni garðsins, eins nálægt
og komist verður bænum þar sem
hann fæddist fyrir rúmum 76 árum.
Svarfdælsku fjöllin, sem hann
þekkti öllum mönnum betur, eru
vegleg umgjörð um líf hans. Hann
lifði því lifandi og var á svo margan
annan hátt eins og við ættum öll
að vera.
Þórarinn Eldjárn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓSKAR PÉTUR EINARSSON,
Austurvegi 12,
ísafirði,
verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju
laugardaginn 20. apríl kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda.
Guðjörg R. Jónsdóttir,
Reynir Pétursson,
Margrét J. Pétursdóttir,
Þorgeir J. Pétursson, Guðbjörg Þorláksdóttir,
Gunnar P. Pétursson, Halla H. Birgisdóttir,
Dagný R. Pétursdóttir, Guðmundur Fr. Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
EGILS SIGURGEIRSSONAR.
Ebba Urbancic,
Agla Egilsdóttir,
Ingibjörg Egilsdóttir,
Jón Axel Egilsson,
Guðrún Egilsdóttir,
Ásta Egilsdóttir,
Pétur Urbancic,
Tryggvi Ásmundsson,
Svavar Ármannsson,
Sigríður Magnúsdóttir,
Axel Gómes,
Karl Ásgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
JÓHANNS HJALTA ANDRÉSSONAR,
Vetrarbraut 19,
Siglufirði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Zóphoníasson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför frænda
okkar,
JÓNMUNDAR JENSSONAR
Viðimel 34.
Guð blessi ykkur öll og geymi minningu góðs drengs.
Ásta Halldórsdóttir,
Hermannía Halldórsdóttir,
Sesselja Halldórsdóttir,
Guðmundur Halidórsson.
t
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnd-
uð okkur hlýhug, samúð og vináttu við
andlát og útför sonar míns, stjúpsonar
og bróður,
JÓNS SIGURÐSSONAR
vélstjóra
og fyrrum ráðgjafa hjá SÁÁ.
Sérstakar þakkir til vina hans hjá SÁÁ.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför foreldrar okkar, tengdafor-
eldrar, afa, ömmu, langafa og langömmu,
ÓLAFS ÞÓRIS JÓNSSONAR
ÁSU SIGURBJARGAR ÁSGEIRSDÓTTUR,
Grettisgötu 75.
Jóhanna Ólafsdóttir, Bragi Sigfússon,
Hrefna Maren Ólafsdóttir, Bruce H. Denmark,
Ásgeir Þór Ólafsson, Kristín Árnadóttir,
Jón Kristinn Bragason, Ásborg Ó. Arnþórsdóttir,
önnur barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð, vináttu og
hlýhug við andlát og útför ástkærs föð-
ur okkar, tengdaföður, aff og langafa,
ÞORVALDS GUÐJÓNSSONAR
söðlasmíðameistara
Laugarnesvegi 54.
Ragnar V. Þorvaldsson,
Guðjón S. Þorvaldsson,
Hulda Þorvaldsdóttir, Heiðar Þorleifsson,
Jóhann H. Þorvaldsson, Unnur Eggertsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför bróður
okkar og frænda,
ÞÓRIS KÁRASONAR,
Ljósheimum 8a,
Reykjavík.
Lára Káradóttir,
Lilja Hallgrímsdóttir,
Sigríður Benediktsdóttir,
Erna Pálsdóttir
og aðrir vandamenn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför elsku-
legrar móður okkar, fósturmóður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞÓRU SIGURLAUGAR
SIGURGEIRSDÓTTUR
fyrrum húsfreyju að Hrafnsstöðum.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins í
Hvammi og sjúkrahússins á Húsavík.
Sigurður Flosason,
Þóra Flosadóttir,
Hrafnhildur Flosadóttir,
Guðrún Flosadóttir,
Jónina Flosadóttir,
Hallfríður Ragnarsdóttir,
Sigriður Sveinbjarnardóttir, Aðalgeir Olgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þórunn Þorsteinsdóttir,
Gunnar Hafdal,
Björn Sigurðsson,
Sigurður Sigurðsson,
Eymundur Magnússon,
Örn Jensson,
Rebekka Stella Magnúsdóttir, Haraldur Jónsson,
Ásgeir Sigurðsson, Magnús Sigurðsson
og fjölskyldur.
t
Elsku litla dóttir okkar,
TANJA RÁN ALEXANDERSDÓTTIR,
sem lést í Landspítalanum 8. apríl, var jarðsungin frá Fossvogs-
kapellu 16. apríl.
Innilegar þakkir til allra, sem hafa sýnt okkur samúð og hlýhug
á þessum sáru og erfiðu tímum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans.
Guðbjör j Guðlaugsdóttir, Alexander Þórsson.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim,
er sýndu okkur hlýju og samúð við and-
lát og útför móður okkar,
SÓLVEIGAR AÐALHEIÐAR
MAGNÚSDÓTTUR
frá Hofi í Skagahreppi.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Eiður Hilmarsson,
Ingunn Hilmarsdóttir,
Árný Hilmarsdóttir.