Morgunblaðið - 18.04.1996, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 18.04.1996, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Karl Oluf Bang var fæddur í Danmörku 23. maí 1906. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 9. apríl síðastliðinn. For- eldrar Karls voru Arne Joakim Bang og Margrét Mengel Thomsen, síðar Kaldalóns. Karl átti tvo hálfbræður í Danmörku, Stig Bang og Palle Bang, og þrjú hálf- systkin á Islandi, Selmu Kaldalóns, Þórð Kalda- lóns og Snæbjörn Kaldalóns. Karl Oluf Bang föðurbróðir okkar er látinn. Hann lést eftir skamma sjúkralegu í Sjúkrahúsi Reykjavíkur en hafði átt við nokkra vanheilsu að stríða síðustu mánuðina. Hann var fæddur í Danmörku og hét fað- ir hans Ame Hansen Bang, en fímm ára að aldrí er hann sendur til ís- lands til fundar við móður sína Margrethe sem þá hafði sest að ásamt manni sínum Sigvalda Kalda- lóns lækni í Ármúla við Ísaíjarðar- djúp. í Ármúla ólst hann síðan upp ásamt systkinum sínum Snæbimi, Þórði og Selmu. Karl Oluf, eða Óli eins og hann var jafnan nefndur, var bráðgert og dugandi ungmenni og heimilinu stoð og stytta. Þegar hann var 15 ára gamall urðu foreldrar hans að bregða búi vegna veikinda Sigvalda, og var hann þá sendur í vinnu- mennsku í Æðey og var þar til 17 ára aldurs. Fór hann ævinlega hlýj- um orðum um dvöl sína þar en var samt ávallt óijúfanlega tengdur Ár- múla, Kaldalóni og umhverfi Snæ- fjallastrandar. Eftir að Sigvaldi hafði dvalist á heilsuhæli í Danmörku um eins árs skeið, settist fjölskyidan að í Reykjavík, en Óli stundáði þá nám í Verslunarskólanum en vann jafnan með náminu og átti drjúgan þátt í að halda uppi heimilinu þar eð kjör fjölskyldunnar vora bág á þeim áram. Verslunarstörf lágu afar vel fyrir Óla. Hann var framsýnn, atorku- samur og stálminnugur. Hann kunni Karl kvæntist árið 1938 Guðríði Guðmundsdóttur. Þau eignuðust þijá syni, Erling, kvæntur Dagnýju Karlsdóttur og eiga þau þrjá syni, Guðmund Árna, kvæntur Gerði Guðjónsdóttur, þau eiga þrjár dætur, og Karl Finn sem lést ársgamall. Útför Karls Olufs verður gerð frá Áskirkju I dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og vel með fé og mannaforráð að fara. Óli kvæntist árið 1938 Guðríði Guðmundsdóttur, eða Dídí eins og hún var ætíð nefnd, og eignuðust þau synina Erling og Guðmund. Yngsti sonurinn Karl Finnur lést aðeins ársgamall. í bemskuminningum okkar eru nöfn Óla og Dídíar okkur ljóslif- andi. Við komum oft á heimili þeirra á Hverfísgötu 49 og nutum þar hins besta atlætis. Óla var alla tíð um- hugað um velferð frænda sinna og á erfíðum tímabilum eftir lát föður dkkar Þórðar var Óli okkur oftsinnis haukur í horni. Viðskiptahæfileikar hans nutu sín vel þegar kom að því að setja í sölu og festa kaup á hús- næði og aðstoða móður okkar með ýmsu móti. Óli hélt þannig á málum að ekki varð betur gert og einnig síðar er móðir okkar festi kaup á lítilli íbúð við Laugaveginn. Óli var jákvæður í lund, lífsglaður og umfram allt hagsýnn. Hann hafði ákaflega góða yfírsýn yfír hlutina og fljótur að greina hismi frá kjama hvers máls. Þegar við hjónin voram að leita að okkar fyrstu íbúð og höfðum látið fasteignasala nokkum telja okkur trú um að sniðugra væri að kaupa lóð í Skeijafírði, var mér ekki fyllilega rótt. Ég fór því á fund frænda og eftir að hafa tjáð honum áhyggjur mínar og efasemdir, hvess- ir Óli sig nokkuð og segir: „Heyrðu góði minn. Þig vantar enga lóð. Þig vantar íbúð.“ Það bráði af mér og lóðadraumar vora afskrifaðir með það sama. Síðari árin bjuggu Óli og Dídí á Laugavegi 3 á homi Traðar- kotssunds. Þar var fátt skemmti- legra en hlýða á frásagnir Óla frá liðnum áram. Af Eggerti Stefáns- syni og Sigvalda stjúpföður sínum kunni hann margt að segja og um- ræður um þjóðmál og stjómmál vora alltaf líflegar þegar Óli var annars vegar. Hann var maður athafna og framtaks, kyrrstaða og lognmolla vora honum víðsijarri. Eftir að þau hjón fluttust á hjúkranarheimili aldr- ðra við Dalbraut hafði Óli oft milli- göngu um músíkheimsóknir á stað- inn. Það var undirrituðum mikil ánægja að mæta þar með bamakóra eða að taka lagið með heimilisfólk- inu. Óli lék þá jafnan á als oddi og var hinn glaðasti. í veikindum Dí- díar sýndi hann aðdáunarverða þol- inmæði og úthald er hann hjúkraði henni meira og minna allan sólar- hringinn, allt þar til yfír lauk. Eftir lát Dídíar í mars 1991 gaf hann sér meiri tima til að sinna félagsmálum en verið hafði. Kirkjugestir í Ás- kirkju og eldri borgarar Vestu'rgötu 3 munu eflaust minnast líflegra upplestra hans og frásagna með söknuði. Á síðustu áram ævi sinnar settist hann við að skrifa æviminn- ingar sínar. Lengi hafði honum fund- ist sem hann yrði að opna huga sinn og segja frá upprana sínum og til- drögum þess að hann fiuttist ungur til Islands út frá sínum eigin sjónar- hóli. Honum fannst sem móðir hans hefði orðið fómarlamb aldarandans sem leit böm fædd utan hjónabands óhýru auga. Árið 1991 kom út ágrip af ævisögu hans sem hann nefndi „Ég var felubarn", bók sem bregður lifandi ljósi á vinnulag og aldarfar fyrri hluta aldarinnar. Við kveðjum frænda okkár Karl Oluf Bang með söknuði og þakklæti fyrir samfylgdina og veitta aðstoð á liðnum áram. Bræðranum Erling og Guðmundi og fjölskyldum þeirra sendum við samúðarkveðjur. Sigvaldi Snær, Margrét Kaldalóns, Orn Kaldalóns. Ekki er nema rúmur hálfur mán- uður síðan Óli Bang móðurbróðir minn hringdi á heimili mitt í þeim erindagjörðum að kveðja. Hann sagði það ekki beram orðum að hann væri að kveðja, en ekkert fór KARL OLUFBANG MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR + Margrét Jóhannsdóttir fæddist á Eyrar- bakka 29. desember 1918. Hún lést á Landspitalanum 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann I. Jó- hannsson, sjómað- ur, frá Eyrarbakka og Guðfinna Þor- steinsdóttir, rjómabústýra, úr Vestur-Landeyjum. Heimili þeirra var húsið Brenna á Eyrarbakka, en fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur kring um 1926. Bróðir Margrétar er Þorsteinn Jóhannsson, f. 3. nóv- ember 1916. 16.8. 1941 giftist Margrét Halldóri Einarssyni verk- stjóra og harmon- ikkuieikara, frá Kárastöðum í Þing- vallasveit, f. 6.12. 1917, d. 15.12. 1981. Börn Margrétar og Halldórs eru: Einar f. 17.6. 1942, maki Ólöf Unnur Harðar- dóttir; Guðfinna, f. 17.12. 1947, maki Hilmir Elísson; Jó- hann, f. 23.2. 1952, maki Olga Guð- mundsdóttir. Barnabörnin eru níu og barnabamaböra tvö. Útför Margrétar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Margrét var í kaupavinnu á sumrin, í Ölfusinu, við Laugarvatn og víðar á sínum unglingsárum. Hún stundaði nám við Kvennaskól- ann í Reykjavík og vann við sauma- skap í framhaldi af því, ásamt hús- móðurstörfum. Hún var mjög flink að sauma og bjó til mikið af falleg- um fatnaði á böm. Margrét og Halldór vora mjög elsk að allri úti- vist og veiðimennsku og undu sér séstaklega vel við Þingvallavatn og áttu þau þar margar gleðistundir. Ég þakka af alhug að hafa feng- ið að kynnast þessum indælu hjón- um sem þeirra tengdasonur frá ár- inu 1967. Við ferðuðumst saman við náttúruskoðun, veiðiskap og skíðaferðir í áraraðir og nutu sín vel þá þeir eðlislægu eiginleikar þeirra beggja, að miðla öðrum af sinni reynslu. Halldór fékk erfíðan sjúkdóm og andaðist árið 1981. Var þá Margrét allt í einu orðin ein eft- ir fjörutíu ára sterkt og kærleiks- ríkt hjónaband. Þá kynntist ég þeim andlega styrk og trú sem hún bjó yfir. Hún miðlaði bömum sínum og barnabömum af kærleik sínum og síðar barnabamabörnum, en hún virtist hafa endalausa þolinmæði þegar börn voru annars vegar. Tengdamóðir mín elskuleg átti við miklu erfíðari veikindi að stríða en nokkum annan en nátengdan granaði og það í áratugi. Hún bar þetta ekki utan á sér og talaði ekki um. Þetta sýnir best þann sterka og umfram allt jákvæða persónu- leika sem hún hafði. Það var mjög ríkt í eðli hennar að njóta sólskins og þegar það var hægt mátti oft sjá hana sitja úti á svölum í íbúð sinni, innan um fullt af blómum og geislaði þá af henni. Hún hafði einnig mikinn áhuga á því að ferðast, jafnt innanlands sem utan og eigum við hjónin góðar og sterkar endurminningar um þessar ferðir. Við fóram með henni í henn- ar fyrstu ferð til sólarlanda og þar nutu mæðgurnar sín vel saman, enda mjög samrýndar alla tíð. Eftir þá ferð fór Margrét nokkrum sinn- um í ferðir til sólarlanda og ef ekki fékkst ferðafélagi, þá fór hún bara ein þó háöldruð væri. Ég dáðist að henni fyrir þann innri styrk og já- kvæðu hugsun sem hún sýndi þá sem og áður. Margrét var mjög listræn og hafði yndi af að mála, ef ekki smá- myndir fyrir sjálfa sig, þá á postul- ínshluti sem hún síðan gaf börnum sínum og bamabörnum. Það kom að því að kallið kom og ofan á allt olli hjartabilun andláti hennar eftir stutta legu á Landspítalnum. Það er stórt tóm í lífi minnar fjöl- skyldu eftir brotthvarf þessarar yndislegu og góðu tengdamóður, móður og ömmu. Blessuð sé ævinlega minning hennar. Hilmir EHsson. á milli mála að hann var saddur lífdaga. Hann fór hlýjum orðum um vináttu okkar, sagði fréttir af sér í gamansömum tóni en kvaðst vera orðinn mjög þreyttur. Annars var það einmitt lífsgleði, reglusemi og kraftur sem einkenndi Óla öðru fremur. Hann var óvenju- lega skemmtilegt gamalmenni, hefði orðið niræður 23. maí næst- komandi, en fór þó daglegar ferðir í strætisvagni niður í bæ og sat aldrei auðum höndum. Minni hans var með ólíkindum og frásagnar- hæfileikar hans einstæðir. Það var því alltaf skemmtilegt að fá hann í heimsókn, og yfirleitt kom hann þá færandi hendi. Ekki var hann síðri gestgjafi. Ég minnist þess er ég heimsótti hann fyrir fáeinum árum inn á Dalbraut þar sem hann bjó síðustu árin, fyrst ásamt Dídí konu sinni, en síðan einn eftir að hún lést árið 1991. Þar hjúkraði hann konu sinni síðustu ár hennar á þann hátt að vakti aðdáun allra þeirra sem urðu vitni að því. Ég kom í þeim tilgangi að láta hann segja mér frá kynnum sínum af Eggerti Stefánssyni, söngvara og rithöfundi, en hann var bróðir Sig- valda Kaldalóns, stjúpföður Óla. Tók égJþá frásögn Óla upp á segul- band. Á eftir harmaði ég mest að spóla og tók ekki nema klukku- stundar spjall því Óli hafði frá svo miklu að segja. Þá sagði hann mér líka að hann væri að rita minningar sínar. Þær komu út árið 1991 undir heitinu „Ég var felubarn" og var heitið sótt í upphafsorð bókarinnar: „Ég var feludrengur. Þegar ég fæddist mátti enginn maður í ætt móður minnar vita það. Móður- amma mín, ekkja skógarvarðarins mátti allra síst fá fréttir af því að yngsta dóttir hennar hefði gert ætt sinni þá hneisú að eignast óskilget- ið barn.“ Karl Oluf Bang var fímm ára gamall er hann fluttist til móður sinnar á íslandi, Karen Margrethe, sem hafði gifst Sigvalda Kaldalóns lækni. Ólst Óli upp í stórbrotinni náttúra við ísafjarðardjúp, og kem- ur frásagnargáfa hans vel í ljós þegar hann lýsir landslagi þar, ein- staklingum, heimilishögum og at- vinnuháttum. Dæmi um lifandi frá- sögn höfundar er þegar hann segir frá samtali sínu við bæjarlækinn „sem hafði undarleg og dularfull áhrif á mig, enda gat hann átt það til að skipta skapi, þegar maður síst átti von á.“ Bók Karls Olufs hefur þó tví- mælalaust fyllt út í myndina af döpr- um lífshögum stjúpföður hans, Sig- valda S. Kaldalóns, eins kunnasta tónskálds íslendinga. Á heimili hans fékk Óli ýmislegt það veganesti sem nýst hefur honum vel á lífsleiðinni. Bók Óla vakti veralega athygli, fékk góða dóma og það þótti koma mjög á óvart að maður kominn tals- vert á níræðisaldur skyldi búa yfír slíkri ritleikni sem birtist í þessari bók, ekki síst þegar haft væri í huga að hann hafði ekkert fengist við rit- störf áðúr. Ég votta sonum Óla, þeim Erl- ingi og Guðmundi Bang, og öðrum vandamönnum samúð mína og fjöl- skyldu minnar, þar á meðal föður míns, Jóns Gunnlaugssonar læknis, sem á langra kynna og tryggrar vináttu að minnast. Blessuð sé minning Karl Olufs Bang. Gunnlaugur A. Jónsson. JÓNA G UÐMUNDSDÓTTIR + Jóna Guð- mundsdóttir fæddist I Sjólyst í Gerðum í Garði 2. ágúst 1915. Hún lést á Sólvangi 30. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Þjóðkirkj- unni í Hafnarfirði 12. apríl. , Það era margar góð- ar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um kynni mín af Jónu og manni hennar, Gesti M. Gamalíels- syni, en hann lést á síðastliðnu ári. Flestar þessara minninga tengjast sumarbúðum KFUM og KFUK í Kaldárseli. Ég var ungur þegar ég hóf starf í Kaldárseli sem foringi í sumardval- arflokkum drengja. Venja var að enda hvem flokk á veislukvöldi. Ég held að ég hafi séð Jónu og Gest fyrst á einu slíku kvöldi. Kvöldvakan var hafín, við vorum að sjmgja Kald- árselssöngva. Þá gengu eldri hjón rólega en ákveðið í salinn og settust við gestaborðið. Ég sá þá að þau hlutu að vera vel kunnug staðnum, þau kunnu söngvana utan að og sungu af hjarta með hljómfögram röddum. Síðan var það venja að þau komu á hvert einasta veislukvöld og heiðraðu okkur með nærvera sinni. í huga mínum fannst mér aldrei veislukvöldið vera hafíð fyrr en Jóna og Gestur voru komin. Þegar gengið var frá eftir veislu- kaffið gafst oft tími til að spjalla saman. Á slíkum stundum átti ég oft samtal við þau hjónin. Gestur var hafsjór af fróðleik og þreyttist aldrei á að segja frá minn- ingum sínum úr Kaldárseli þegar hann ásamt öðrum brautryðjendum starfsins voru að reisa skálann í Kaldárseli við framstæðar aðstæður um miðjan þriðja áratug aldarinnar. Vegurinn frá Hafnarfírði náði ekki alla leið og þurfti að bera allt efni á staðinn langa leið. Nöfn og ártöl vora vel grópuð í huga hans og betri heimildamann var vart hægt að hugsa sér. Við Jóna urðum strax góðir vinir. Hún sagði ekki margt og var ekki hávær en það var stutt í glettnina og grín- ið. Oft var hlegið og gert að gamni sínu. Mér er sérstaklega hugstæð ein kvöldstund í Kaldárseli. Það var eftir veislukvöld í stúlknaflokki. Við sát- um öll í eldhúsinu hjá Rúnu ráðskonu. Það var búið að svæfa stúlk- umar og við sátum við kertaljós, því rafmagn var ekki kom- ið í Kaldársel og sungum. Við sung- um hvem sönginn af öðrum um Jesú og trúfesti hans við okkur böm hans. Jóna og Gestur sungu hátt og snjallt með. Jóna tók niður gler- augun og þurrkaði gleðitárin sem streymdu fram. Þeim hjónum fannst gott að lofa Drottin sinn í söng og opna hjarta sitt fyrir Guði sínum á þann hátt. Núna era þau Jóna og Gestur bæði komin heim í eilífa himnavist hjá Guði. Fyrir hönd sumarstarfs Kaldæinga KFUM og KFUK í Kald- árseli þakka ég Guði fyrir fómfúst starf þeirra Jónu og Gests í þágu Kaldársels. Guð blessi minningu þeirra. Ó, vef mig vængjum þínum til vemdar, Jesú, hér, og ljúfa hvfld mér ljáðu, þótt lánið breyti sér. Vert þú mér allt í öllu, mín einka speki og ráð, og lát um lífs míns daga ' mig lifa’ af hreinni náð. Tak burtu brot og syndir með blóði Jesú minn, og hreint mér gefðu hjarta og helgan vilja þinn. Mig geym í gæslu þinni. Mín gæti náð þín blíð að frið og hvíld mér færi hin fagra næturtíð. (Þýð. Magnús Run.) Sveinn Alfreðsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.