Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 51 FRÉTTIR Umhverfis- verðlaun Norður- landaráðs NORÐURLANDARÁÐ veitir Um- hverfisverðlaun í annað sinn nú í ár. Verðlaunin, sém nema 350.000 dönskum krónum, verða veitt fé- Jagi, fyrirtæki, hóp eða einstaklingi sem sýnt hefur eftirtektarvert frumkvæði á sviði náttúru- og um- hverfisverndar. Að þessu sinni verða verðlaunin veitt fyrir verkefni sem fjallar um svæðisbundna aðlög- un að sjálfbærri þróun; samspil byggðar og vistfræðilegra lausna. Síðastírðið haust hlaut líffræð- * ingurinn Torleif Ingelög Náttúru- I og umhverfisverðlaun, en hann veit- ir ArtDatabanken í Svíþjóð for- stöðu. Stofnun hans hefur einkum sérhæft sig í söfnun þekkingar á margbreytileika líffræðinnar. Verðlaunin í ár verða veitt í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn dagana 11.-12. nóvember. { . Nánari upplýsingar veitir Hugi I Olafsson í umhverfisráðuneytinu. ■ DR. JOSÉ Stevens sálfræðing- ' ur og kona hans Lena Stevens halda fyrirlestur í Háskólabíói laugardaginn 20. apríl kl. 14. Efni fyrirlestursins er: ísland og íslend- ingar meðal annarra þjóða. Fyrir- lesturinn er öllum opinn. José og Lena ræða um ísland sem birgða- stöð þekkingar og visku, sérkenni og hátterni, framtíð einstakra ís- 1 lendinga og þjóðarinnar allrar með- I al annarra þjóða, segir í fréttatil- , kynningu. ■ NÁMSKEIÐ í sjálfshjálp verð- ur haldið á Hótel Lind (Carpe Diem) laugardaginn 20. apríl kl. 13-17. Verð 3.000 kr. Fjallað verð- ur um sálfræðilegar aðferðir til að draga úr kvíða, depurð, streitu og öðrum neikvæðu tilfinningum. Um- I sjón hafa sálfræðingarnir Guðrún Iris Þórsdóttir, Kolbrún Baldurs- 1 dóttir, Jón Sigurður Karlsson og I Loftur Reimar Gissurarson. Ljjósmynd/Sigurður Sveinsson KVENNAFLOKKUR í vegavinnu i Norðfirði, S-Múlasýslu, á sjötta áratugnum. Flokkurinn hlóð upp veg í Norðfjarðarsveit sem var lengi kallaður „Meyjastræti". Spumingaskrá um vegavinnu ÞJ ÓÐHÁTTADEILD Þjóðminja- safns íslands hefur nýlega sent frá sér spumingskrá um vegavinnu í samvinnu við Vegagerðina. í skránni er leitað eftir fróðleik um vinnu við vegagerð áður fyrr. Spurt er um vinnutíma, aðbúnað, verkhætti og vélvæðingu, neyslu- hætti, skemmtanir, samskipti í vinnunni, dularfull fyrirbæri sem hentu við vegalagnir og fleira. Ljósmyndir, gripir, sögur eða ann- að sem efninu viðkemur er vel þegið. Ef menn vilja leggja þessari söfnun lið eða vita um einhveija sem kynnu að vera fróðir um ofan- greind efni eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við þjóðháttadeild (Hallgerði Gísla- dóttur). Opið hús í Fósturskóla Islands OPIÐ hús verður í Fósturskóla íslands v/Leirulæk (gegnt Sund- laugunum í Laugardal) laugar- daginn 20. apríl kl. 13—17. Þá munu nemendur kynna nám sitt og bjóða upp á dagskrá við hæfi barna. Nefna má brúðuleikhús, náttúruskoðun, byggingaleik og sögustund. Þetta er gott tæki- færi fyrir þá sem hyggja á nám við skólann að kynna sér náms- fyrirkomulagið. Nemendur selja kaffi og vöfflur til ágóða fyrir ferðasjóð sinn, en útskriftarnem- ar hyggjast fara í námsferð til Kanada í vor. Á hausti komanda verða 50 ár liðin frá upphafi fóstrumennt- unar í landinu. Uppeldisskóli Sumargjafar tók til starfa í Tjarnaborg 1. október 1946 og verður afmælisins minnst með veglegum hætti í haust. Fyrstu fóstrurnar 9 að tölu voru braut- skráðar vorið 1948. Frá upphafi hafa 1.612 fóstrur og leikskóla- kennarar lokið námi. I vor stefna 64 nemar að lokaprófi. Gjöf til Blindra- bókasafns * Islands KIWANISKLÚBBURINN Katla í Reykjavík afhenti 16. apríl Blindrabókasafni Islands hljóðblöndunartæki af gerð- inni Mackie. Gjöfin er afhent í tilefni af 30 ára afmæli klúbbsins. Tækið leysir af hólmi nokk- ur eldri tæki enda tæknilega fullkomið. Það er 24 rása og búið ýmsum nýtilegum eigin- leikum fyrir upptökur og framleiðslu hljóðbóka á safn- inu. Upptökur verða hreinni, auðveldara er að stjórna þeim t.d. með því að gera sérstakar stillingar fyrir hvern lesara og vinnuaðstaða batnar til muna. Þá gefur tækið ýmsa úrvinnslumöguleika sem eru Morgunblaðið/Ásdís HILMAR Svavarsson, formaður Kiwanisklúbbsins Kötlu, af- henti Helgu Ólafsdóttur, forstöðumanni Blindrabókasafns ís- lands, hljóðblöndunartækið. til hagræðis í framleiðslunni. Þessi gjöf er upphafið að endurnýjun tækjakosts til hljóðritunar í Blindrabóka- safni. Nú á tímum á sér stað bylting í hljóðtækni með svo- kallaðri stafrænni tækni sem gefur möguleika á mun betri hljóðupptöku og fjölbreyttum möguleikum í framleiðslu hljóðbóka, segir í tilkynningu. Opið hús í leikskólum í Grafarvogi BÖRN og starfsfólk leikskólanna í Grafarvogi verða með opið hús laugardaginn 20. apríl nk. kl. 10.30-12.30. Þá bjóða börnin for- eldrum, öfum, ömmum og frænd- fólki, vinum og öllum sem vilja kynna sér starfsemi og menningu leikskólanna í heimsókn. Hröð uppbygging hefur verið á leikskólum í Grafarvogi frá því að hverfið byijaði að byggjast upp. Fyrsti leikskólinn, Foldaborg, hóf starfsemi sína árið 1986 og nýj- asti leikskólinn, Laufskálar, tók til starfa í mars sl. Leikskólarnir í Grafarvogi eru nú orðnir átta og þeim á eftir að fjölga með nýjum hverfum. Leikskólarnir eru: Brekkuborg við Hlíðarhús, Engjaborg við Reyr- engi, Fífuborg við Fifurima, Folda- borg við Frostafold, Foldakot við Logafold, Funaborg við Funda- fold, Klettaborg við Dyrhamra og Laufskálar við Laufrima. Rétti timinn til að gera góð kaup! Tulíp Vlslon Line Pentium 100 1 fula Pll m/14" SVGA litaskfá 8 MB minni - 850 MB diskur 4 hraða geislaspilari SoundBlaster 16 hljóðkort 15W hátalarar - Wíndows 95 MS Home heimapakkinn Megapak 3 <12 gelsladlskar) 4 m ® kr. 164.900 Ikr. 174.900 m/15" KGA litaskjá Opið laugardaga 10-14 NYHERJA búfotí' SKAFTAHLIÐ 24 SIMI569 7800 LL VERO ERU STGR. VERÐ WI/VSK http://www.nyiierji.is/vorur/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.