Morgunblaðið - 18.04.1996, Qupperneq 54
54 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996
Ný frímerki
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
í dag koma út ný frímerki
tileinkuð merkum konum
Fyrstadagsumslög fáststimpluð á pósthúsum um land
allt. Einnig er hægt að panta þau frá Frímerkjasölunni.
FRIMERKJASALAN
PÓSTUR OG SÍMI Pósthólf 8445, 128 Reykjavík
(Ifflisty
Óðinsgötu 2, sími 551-3577
- * **
Brjóstahald
Kr. 1.230
Buxur
Kr. 510
Yndiðleq bómull
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
Stórsýning
hestamanna
ÉG ÁKVAÐ að drífa mig
á stórsýningu hestamanna
í Reiðhöllinni á vegum
Fáks.
Miðasalan var opnuð á
fímmtudegi kl. 12 og fór
ég þá og ætlaði að fá miða
í stúku. Þá er mér tilkynnt
það að allir miðar á stúku
hefðu verið uppseldir
strax á laugardagskvöld-
ið. Hvernig má það vera
að allir miðar séu uppseld-
ir í raun áður en miðasala
hefst? Mér buðust að vísu
nokkrir miðar á „svörtum"
úti á bæ á 2.500 krónur,
eða 500 umfram miðaverð
í stúku. Því velti ég því
fyrir mér hvor einn eða
fleiri „braskarar" hafi
keypt upp alla stúkumið-
ana áður en miðasalan var
opnuð formlega.
Ákvað ég þá að bíða til
næsta dags með að kaupa
miða þar sem ég bauð föð-
ur mínum með (sem er
skakkur og snúinn) og
þurfti að staðfesta við
hann hvenær við færum.
Ákveðum við síðan að fara
á föstudeginum og fer ég
og kaupi miða. Þá er líka
uppselt í stúku, bara laust
á steypuna og læt ég mig
hafa það þrátt fyrir skakk-
an og snúinn pabba.
Sýningin hófst kl. 20.30
og mættum við kl. rúm-
lega 20. Þá er allt orðið
uppsetið, ef svo má segja,
og máttum við láta okkur
hafa það að sitja í
tröppunum í tæplega fjór-
ar klukkustundir, með
tveimur hléum að vísu.
Ég hélt að ég hefði
keypt miða á steypuna
eins og ég kalla það en
ekki í tröppurnar (það er
mikill munur á því að sitja
á steypunni heldur en í
tröppunum, það eru u.þ.b.
50-60 sm úr sæti í gólf á
steypunni, en u.þ.b. 20-30
sm úr tröppunum). Það er
náttúrulega algjörlega
óviðunandi að borga fullt
gjald, kr. 1.500, í þessu
tilviki og fá síðan ekki
sæti nema í tröppunum,
og var maður því fyrir
fólkinu sem var á leið upp
og niður og var það frekar
neyðarlegt, bæði fyrir
okkur og fólkið sem var á
leið upp og niður.
Ég vona að Hesta-
mannafélagið Fákur sjái
sóma sinn í því næst er
þeir halda sýningu að
passa upp á það að fólk
þurfi ekki að standa eða
sitja í tröppum ef það
borgar fullt gjald. Ljóst
má vera að selt er meira
inn en húsið tekur.
Annars var sýningin al-
veg ágæt nema allt of
löng, tæplega fjórir
klukkutímar með misjöfn-
um atriðum, það gengur
ekki. Þó vil ég geta þess
að skrautsýning Fáks-
manna var glæsileg í alla
staði og langt síðan, ef þá
nokkurn tíma, sem maður
hefur séð jafnvel útfærða
sýningu. Kerruaksturinn
var flottur og glæsilegar
Harðarkonur voru með
skemmtilega sýningu.
Helgi Björnsson stóð sig
eins og hetja á glæsihryss-
unni Nælu.
Vonandi verður ekki
uppselt á næstu sýningu
áður en miðasalan opnar.
Reið kona.
Vinkonu leitað
Ingeborg Fredriksen frá
Noregi hafði samband við
blaðið en hún leitar gam-
allar vinkonu sinnar. Vin-
konan heitir Sif Guðrún
Jónsdóttir og starfaði sem
flugfreyja síðast þegar þær
Ingeborg hittust. Ingeborg
hyggur á íslandsferð í júlí
og vill gjarnan hitta þessa
vinkonu sína. Sími Inge-
borg í Noregi er 761-
51866.
Góð þjónusta
MIG LANGAR að koma á
framfæri þakklæti til Gler-
augnaverslunarinnar í
Mjódd. Ég hafði brotið
gleraugun mín og hélt þar
af leiðandi að þau væru
ónýt. Ég fór með þau í
verslunina og starfsfólkið
þar gerði við þau fyrir mig
mér að kostnaðarlausu.
Kann ég þeim bestu þakkir
fyrir.
Ingibjörg
Jóhannesdóttir.
Gæludýr
Kettlingur
FALLEGUR fjögurra
mánaða kettlingur, læða,
fæst gefins á gott heimili.
Upplýsingar í síma
SKÁK
límsjón Margeir
Pétursson
SVARTUR leikur
og vinnur
STAÐAN kom upp á Mel-
ody Amber-mótinu í Món-
akó sem nú stendur yfir í
30 mínútna blindskák
Ljubomirs Ljubojevic
(2.600), Júgóslavíu, og
Vladímirs Kramnik
(2.775), Rússlandi, sem
hafði svart og átti leik.
24. — Hxg4! 25. fxg4 —
Rxe4 (Opnun löngu skálín-
unnar að hvíta kóngnum
ræður nú úrslitum)
26. Rxe4 — Bxe4+
27. Hf3 - Dxg4
28. Rel - Bh4 29.
h3 - Dh5 30. Kh2
- Bxel 31. Hxel
- Bxf3 (Svartur
hefur unnið hrókinn
til baka með ger-
unnu tafli) 32. Df2
— Hg2+ 33. Dxg2
- Bxg2 34. Kxg2
- Dg6+ og nú
loksins gafst hvítur
upp.
Tefldar eru at-
skákir og blindskákir á
þessu óvenjulega móti.
Staðan eftir 8 umferðir: 1.
Kramnik 7Vi v. 2. Anand 6
v. 3-4. ívantsjúk og Júdit
Polgar 5 v. 5. Shirov 4'/2
v. 6-8. Karpov, Lautier og
Piket 3Vz v. 9-10. Kamsky
og Nikolic 3 v. 11.
Ljubojevic 2 v. 12. Xie Jun
1V2 v.
HOGNIHREKKVISI
7/ SfciptuþereJhMiafþ/í fv/a&þau boréa!**
Víkveiji skrifar...
KÖNNUN tveggja lækna á
verkjaeinkennum í börnum í
reykvískum skólum stendur nú yfir
og barst 12 síðna spurningalisti inn
á heimili skrifara nýverið. Um viða-
mikla rannsókn er að ræða og er
markmiðið að reyna að varpa ljósi
á tíðni verkjaeinkenna í bömum og
hvort eitthvert samhengi sé við
persónuleika barnanna og félagsað-
stöðu.
Fram hefur komið í fréttum að
kvartanir barna um magaverki og
stoðkerfisverki eru algengar og nið-
urstöður forkönnunar sem gerð var
í þremur skólum í fyrra bentu til
að 20-30% barnanna kvörtuðu um
slíka verki að minnsta kosti mánað-
arlega. Skrifara fínnst þessi könnun
mjög áhugaverð og verður forvitni-
legt að sjá niðurstöður úr könnun-
inni þegar þær liggja fyrir.
Meðal fjölmargra spurninga
læknanna er spurst fyrir um heimil-
istekjur hjá fjölskyldu bamsins og
er það eðlileg spurning miðað við
að rannsóknin tekur m.a. til félags-
legra þátta. Hins vegar fannst skrif-
ara of langt gengið þegar einnig
var spurt um kennitölu barnsins.
Með því finnst skrifara gengið of
nærri einkahögum fólks þótt hann
efíst ekki um að farið verði með
svörin á faglegan hátt og þau með-
höndluð sem trúnaðarmál.
xxx
TJARNAN úr Garðabæ og
Haukar úr Hafnafirði beijast
þessa dagana um meistaratitilinn
i handknattleik kvenna. Áður en
úrslitakeppnin hófst, og að lokn-
um tveimur leikjum, benti ekkert
til annars en að Stjarnan sigraði
örugglega. í þriðja leiknum bitu
Haukastúlkurnar hins vegar
hressilega frá sér. Fjórði leikurinn
fer fram í kvöld og takist Hauka-
stúlkum að sigra er ekki ólíklegt
að fari um ýmsa í Garðabænum.
Þessi barátta kvenfólksins er
bráðskemmtileg og bæði lið eru
vel studd af stuðningsmönnum
sínum.
Það er stór galli hversu mjög
úrslitakeppnin í kvennahand-
boltanum hefur dregist á langinn.
Vegna landsleikja erlendis var
úrslitunum frestað um nokkrar
vikur, nokkuð sem karlarnir létu
ekki bjóða sér. Þessi frestur hefur
ábyggilega dregið úr áhuga al-
mennings á keppninni og hugsan-
lega einnig bitnað á einbeitingu
leikmanna sem standa í barátt-
unni.
XXX
SKRIFARI rakst í vikunni á
stutta samantekt um nýaf-
staðið Skeiðarárhlaup í fréttabréfi
Jöklarannsóknafélagsins. Þar segir
m.a. að meðan á hlaupinu stóð
hafi verið tekin sýni af vatninu til
efnagreiningar og aurburðarmæl-
inga. Þau hafa ekki verið greind
ennþá, en búast má við að fram-
burðurinn hafi verið á bilinu 10-20
milljónir tonna. Það magn er hins
vegar af þeirri stærðargráðu sem
venjulegt fólk á erfit með að átta
sig á - slíkar hafa hamfarirnar
verið og átökin þó mannvirki öll
hafí staðið sig fullkomlega.