Morgunblaðið - 18.04.1996, Qupperneq 64
OPIN KERFl HF.
Sítni: 567 1-000
I4P VectraP^
<o>
^mAS/400 er...
JBKMB ...mest selda
fjölnotenda
viðskiptatölvan í dag
<33> NÝHERJI
MORGUNBIADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI B69 II00, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
*
Strýta, Söltunarfélag Dalvíkur og Oddeyri vilja viðræður um sameiningu við UA
Samherji vill kaupa þriðj-
ung af hlut bæjarins í UA
Akureyri. Morgunblaðið
ÞRJU dótturfyrirtæki Samherja,
Strýta, Söltunarfélag Dalvíkur og
Oddeyri, hafa óskað eftir að Akur-
eyrarbær beiti sér fyrir því að tekn-
ar verði upp könnunarviðræður milli
fyrirtækjanna og bæjarins um hugs-
anlega sameiningu þeirra og Ut-
gerðarfélags Akureyringa. Sam-
hliða þeim viðræðum óskar Sam-
herji eftir því að skoðaður verði
möguleiki á að Akureyrarbær selji
hluta hlutabréfa sinna í Útgerðarfé-
lagi Akureyringa til Samheija og
annarra, þó með það að markmiði
að Akureyrarbær verði áfram sterk-
ur eignaraðili að fyrirtækinu.
Þorsteinn Már Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri Samhetja, lagði hug-
myndir forsvarsmanna fyrirtækisins
fyrir Jakob Björnsson bæjarstjóra
síðdegis í gær. „Umræðan um sölu
hlutabréfa Akureyrarbæjar í ÚA
hefur verið mikil undanfarna mán-
uði og ég held að það mál fari að
nálgast leiðarenda. Áður en menn
Ársvelta sameinaðs fyrirtækis
yrði um sex milljarðar
tækju ákvörðun í málinu vildum við
fá ipn nýjan flöt í þessa umræðu.
Þetta eru okkar hugmyndir og ég
hef óskað eftir því við bæjarstjóra
að þær verði skoðaðar," sagði Þor-
steinn Már.
Sameining til farsældar
fyrir alla
Hann telur hugmyndir um sam-
einingu fyrirtækjanna fjögurra,
Strýtu, Söltunarfélags Dalvíkur,
Oddeyrar og Útgerðarfélags Akur-
eyringa, geta orðið til farsældar
fyrir Akureyrarbæ, bæjarbúa, félag-
ið og starfsfólk þess. Þorsteinn seg-
ir að ÚA hafi verið í nokkuð einhæf-
um rekstri þar sem botnfiskvinnsla
sé ráðandi og ef litið sé til afkomu
sjávarútvegsfyrirtækja á síðustu
árum megi leiða að því rök að auk-
in fjölbreytni sé ótvírætt til hags-
bóta fyrir félag af þessari stærð.
Sameining muni styrkja fyrirtækin
og möguleikar á vinnslu afurða
muni stórlega aukast á sviði mat-
vælaframleiðslu úr sjávarfangi.
Bent er á að mannvirki Strýtu
og ÚA séu á samliggjandi lóðum
við sjávarkambinn þannig að sjálf
staðsetning fyrirtækjanna mæli með
sameiningu þeirra. Strýta hefur yfir
að ráða þróunar- og rannsóknar-
stofu sem og fullkominni pökkunar-
verksmiðju fyrir rækju og bolfisk
sem myndi nýtast hinu sameinaða
fyrirtæki vel.
„Okkur er ljóst að þessum pakka
þurfa að fylgja veiðiheimildir og við
gerum ráð fyrir að Oddeyri hf.
myndi leggja fram um 2.500 þorsk-_
ígildistonn," sagði Þorsteinn Már.
Ársvelta yrði um 6 milljarðar
Hagnaður þessara þriggja dóttur-
fyrirtækja Samheija var ríflega 250
milljónir króna á síðasta ári, en af-
koma ÚA var á sama tíma slök.
Velta ÚA var um 3,6 milljarðar á
liðnu ári, en áætluð ársvelta samein-
aðs félags yrði tæplega 6 milljarðar.
Samheijamenn viðra þá hugmynd
að Akureyrarbær eigi áfram um
20-25% hlut í Útgerðarfélagi Akur-
eyringa, Samheiji myndi kaupa um
þriðjung hlutabréfanna og aðrir
ættu um 45% hlut í fyrirtækinu.
Áréttað er í bréfi til bæjarstjóra
að ekki sé ráðgert að breyta núver-
andi sölusamböndum þeirra fyrir-
tækja sem lagt er til að sameinist.
Þorsteinn Már vonast til þess að
viðræður, sé fyrir þeim áhugi, geti
hafist hið fyrsta og niðurstaða liggi
fyrir innan fárra vikna.
Útvarpsréttarnefnd endurúthlutar sjónvarpsrásum á höfuðborgarsvæðinu
*
I líkamsrækt
á Austurvelli
NEMENDUR úr Menntaskólan-
um við Hamrahlíð gripu til þess
ráðs í gærmorgun að hafa lík-
amsræktartíma á Austurvelli í
því skyni að vekja athygli al-
þingismanna á aðstöðuleysi til
íþróttaiðkunar í skólanum. MH
hefur ekki aðgang að neinu
íþróttahúsi fyrir nemendur
skólans og hefur búningsað-
staða fengist í Hlíðaskóla. Að
sögn Olgu Lísu Garðarsdóttur
íþróttakennara í MH er gjarnan
farið í Öskjuhlíð eða annað til
íþróttaiðkunar. Gert er ráð fyr-
ir íþróttahúsi við austurhlið
skólans og hefur það verið
teiknað og fyrsta skóflustungan
tekin en ekkert fjármagn hefur
fengist til að hefja framkvæmd-
ir, að sögn Olgu.
Morgunblaðið/Kristinn
Eiður Arnór
Feðgar sam-
an í landsliði
ARNÓR Guðjohnsen og Eiður
Smári sonur hans eru báðir í
landsliðshópnum í knattspyrnu,
sem Logi Óiafsson þjálfari valdi
í gær fyrir vináttuleikinn gegn
Eistlandi í Tallinn í næstu viku.
Með þessu er blað brotið í knatt-
spyrnusögunni því feðgar hafa
aldrei fyrr verið valdir saman í
landsliðshóp í heiminum. Arnór
verður 35 ára í sumar en Eiður
Smári er 17 ára, fæddur 15. sept-
ember 1978.
■ Einkennileg / C1
-----» ♦ ♦-----
Stóru sjúkrahúsin
vantar milljarð í ár
Samdráttur
þyrfti að
nema 7 til 8%
DRAGA þyrfti saman starfsemi
Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkis-
spítalanna um 7 til 8% til að mæta
eins milljarðs króna ijárvöntun að
því er fram kemur í greinargerð
Ríkisendurskoðunar um fjárhags-
stöðu sjúkrahúsanna í Reykjavík.
í greinargerðinni kemur fram að
ef tekið er tillit til óskar Sjúkrahúss
Reykjavíkur um 70 milljóna króna
fjárheimild vegna breytinga á hús-
næði nemi spamaðaráform sjúkra-
húsanna aðeins 360 milljónum króna
upp í tæplega milljarðs fjárvöntun.
Af henni eru um 250 milljónir vegna
fjárvöntunar á síðasta ári.
Fækkun sjúklinga og
starfsmanna
Ríkisendurskoðun telur að til að
mæta eins milljarðs króna fjárvönt-
un þurfi sjúkrahúsin að draga sam-
an framboð á þjónustu sinni þ.e.a.s.
fækka sjúkrarúmum um 114,
fækka sjúklingum sem þau hafa
þjónustað frá árinu 1995 um 4.111
og starfsmönnum um 338. Sam-
drátturinn nemur 7 til 8% af um-
fangi sjúkrahúsanna á síðasta ári.
Sýn fær úthlutað fjórum
rásum frá Stöð 2 og Stöð 3
■ 625 milljónir vantar/4
-------» ♦ ♦--------
Smábátar
tvöfalda
þorskaflann
ÚTVARPSRÉTTARNEFND hefur ákveðið að
úthluta sjónvarpsstöðinni Sýn hf. fjórum sjón-
varpsrásum á örbylgjusviði á höfuðborgarsvæð-
inu. Rásunum hafði áður verið úthlutað til bráða-
birgða til íslenska útvarpsfélagsins hf., vegna
Stöðvar 2, og íslenska sjónvarpsins hf., vegna
Stöðvar 3. Gunnar M. Hansson, stjórnarformaður
Stöðvar 3, segir þessa ráðstöfun nefndarinnar
hafa komið Stöð 3 í opna skjöldu. Hann telur að
ákvörðunin skekki samkeppnisstöðu á sjónvarps-
markaði því sömu eigendur séu að Stöð 2 og
Sýn. Þarna sé útvarpsréttarnefnd að færa veru-
legan hluta af þeirri auðlind, sem sjónvarpsrásir
séu, í einn vasa á kostnað samkeppni.
Kjartan Gunnarsson, formaður útvarpsréttar-
nefndar, segir að nefndin líti á Stöð 2 og Sýn
sem tvö aðskilin fyrirtæki þótt vitað sé um eig-
endatengsl á milli þeirra. Útvarpslög hvorki krefj-
ist þess né heimili að litið sé til slíkra tengsla
þegar útvarpsleyfum er úthlutað.
Sýn sótti um fimm örbylgjurásir en fékk tvær
til lengri tíma og tvær til bráðabirgða. Páll Magn-
ússon, sjónvarpsstjóri Sýnar, segir að rásirnar
fjórar verði notaðar til endurvarps á erlendum
sjónvarpsstöðvum en er ekki reiðubúinn að nefna
þær á þessu stigi.
Stöð 3 hafði ráðgert að taka rásirnar, sem hún
var svipt, í notkun í sumar fyrir kvikmyndasýning-
ar gegn greiðslu. Gunnar M. Hansson segir að
ákvörðun útvarpsréttarnefndar kippi fótunum
undan þeim áformum nema gengið verði á aðrar
útsendingar. Stöð 2 mun hafa notað rásirnar sem
hún missir fyrir sendingar Fjölvarpsins.
Sjónvarpsrásimar, sem útvarpsréttarnefnd end-
urúthlutaði í fyrradag, eru á svonefndu 2,5 gíga-
riða tíðnisviði. Á þessu sviði eru 22 örbylgjurásir
og hefur þeim öllum verið úthlutað, ýmist til lengri
tíma eða bráðabirgða. Lengri tíma úthlutun er til
þriggja eða fimm ára en bráðabirgðaúthlutun til
sex mánaða. í samningum milli útvarpsréttar-
nefndar og þeirra sem sjónvarpa eru uppsagnar-
ákvæði og er nefndinni heimilt að segja upp samn-
ingum um bráðabirgðaúthlutun fyrirvaralaust.
■ Allar rásir uppteknar/32
ÞORSKAFLI smábáta varð tvöfalt
meiri í marzmánuði síðstliðnum en
í sama mánuði í fyrra. Þorskafli
þeirra nú varð alls 5.515 tonn á
móti 2.483 tonnum í marz í fyrra.
Þorskafli stærri báta jókst úr um
11.000 tonnum í rúmlega 14.150
tonn, en þorskafli togara varð um
4.400 tonn, sem er um 900 tonnum
minna en í fyrra. Það, sem af er
þessu ári, er þorskaflinn 10.000
tonnum, eða 20%, meiri en á sama
tíma í fyrra.
■ Veruleg aukning/18