Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður Vísar á bu g full- yrðingum um afturvirk leyfi EINAR Oddur Kristjánsson alþingis- maður vísar á bug fullyrðingum um að Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra hafí gefið út afturvirkt veiðileyfi vegna tilrauna- veiða skelveiðibátsins Æsu ÍS á veg- um fyrirtækis síns. Höskuldur Skarphéðinsson skip- herra hjá Landhelgisgæslunni segir að Þorsteinn Pálsson hafi notað vald sitt sem sjávarútvegsráðherra til að gefa út afturvirk veiðileyfi til skipa sem staðin hafi verið að ólögmætum veiðum. „Alvarlegasta tilvikið var Æsa ÍS en ég fékk ekki betur séð á framvindu mála en að dómsmálaráð- herra hefði verið ræstur út um miðja nótt til að ráðuneytið gæti gefið bátn- um leyfi,“ segir Höskuldur. Þorsteinn vísaði þessu á bug í fréttum Ríkis- sjónvarpsins í gærkvöldi. Varðskipið Týr stóð Æsu að meintu reglugerðarbroti 13. janúar 1993 þar sem báturinn var að kúfísk- veiðum án þess að hafa leyfí til þess. Samkvæmt gögnum frá sjávarút- vegsráðuneytinu kærði Landhelgis- gæslan skipstjóra bátsins til sýslu- mannsins á ísafirði sem bauð sættir gegn greiðslu 70.000 kr. sektar. Því hafnaði útgerðin. Málinu var þá vísað til ríkissaksóknara sem krafðist ekki frekari aðgerða í þessu máli. Einar Oddur Kristjánsson segir að báturinn hafi verið með tilraunaveiði- leyfi. „Það sem gerðist var að ég gleymdi að sækja formlega um leyf- ið. Gamla leyfið féll úr gildi 31. des- ember 1992 og við höfðum ekki tek- ið eftir því. Varðskipið var þarna í- fírðinum og þ'eir sáu að leyfið var útrunnið og hinn ofvirki skipherra þess færði bátinn til hafnar. Ráðu- neytið gaf síðan út nýtt leyfi fyrir mig 14. janúar. Það gaf aldrei út afturvirkt leyfi heldur gilti það frá 14. janúar," sagði Einar Oddur. Ráðuneytið staðfesti hins vegar í bréfi til stjómstöðvar Landhelgis- gæslunnar dagsettu 13. janúar, sama dag og Týr stöðvaði veiðar Æsu, að hún hefði heimild til þess að stunda tilraunaveiðar á kúfíski. Misskilningur útgerðar í bréfi sjávarútvegsráðuneytisins til ríkissaksóknara 3. september 1993 segir að enda þótt leyfi til skips- ins hafi formlega verið gefin út ár- lega leggi ráðuneytið 'áherslu á að ekkert hafí verið því til fyrirstöðu að skipið fengi leyfí og staðfesti ráðu- neytið það samstundis þegar óskað var eftir því. Ráðuneytið telur að hér hafí verið um misskilning að ræða hjá útgerð skipsins sem skömmu áður hafði tekið við rekstri þess. Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur óskað eftir utandagskrárumræðu á Alþingi um málefni Landhelgisgæsl- unnar. Össur Skarphéðinssson al- þingismaður segir að sér hafí verið greint frá tveimur tilvikum öðrum þar sem Landhelgisgæslan kom að skipum að óleyfílegum veiðum og málum var „kippt í lið af viðkomandi ráðherra með útgáfu leyfa.“ Össur kveðst þeirrar skoðunar að afturvirk veiðileyifísveiting til handa Æsu ÍS hafí verið óeðlileg. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson Vetrarríki vestra Morgunblaðið. ísafirði. VETUR konungur minnti Vestfirð- inga óþyrmilega á tilveru sína á miðvikudagsmorgun með norðan hvassviðri og ofankomu, sem kom á óvart eftir snjóléttan vetur og gott vor. Velfært var í flestum byggðarlögum en nokkrir fjallvegir voru orðnir þungfærir síðdegis í gær vegna snjóa. Flestir Vestfirðingar áttu þá von í brjósti að veturinn væri á enda en yngsta kynslóðin fagnaði þó snjónum og hafði hraðar hendur við að móta ýmsar kynjaverur úr honum. FLUTNINGABÍLL valt út af Vesturlandsvegi slíkri hviðu lét bíllinn undan og valt á hliðina. við Móa á Kjalarnesi um kl. níu í gærmorgun. Engin slys urðu á mönnum, en ökumaður var Þá gekk á með snörpum vindhviðum og í einni einn í bílnum. Valt í vindhviðu Morgunblaðið/RAX •» Ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis í framhaldi af greinargerð Ríkisendurskoðunar Stór hluti spamað- ar til að bæta kjör Ráðuneytisstjóri heil- brigðisráðuneytisins segir að stór hluti sparnaðar á sjúkra- húsum hafí farið til að bæta kjör heilbrigðis- starfsfólks. Framleiðni á sjúkrahúsum hefur aukist talsvert. „MÉR finnst athyglisvert að lesa má úr greinargerðinni að stór hluti spamaðar sjúkrahúsanna hefur farið í að bæta kjör heilbrigðisstarfsfólks- ins. Á fundi með stjómendum sjúkra- húsanna í Reykjavík á miðvikudag kom fram sú ábending, að ef launa- kostnaður væri framreiknaður miðað við raunhækkun launa á þessum sjúkrahúsum, í staðinn fyrir að fara eftir hækkun BSRB, eins og gert er í skýrslunni, þá hefði í stað 4,4% hækkunar heildarkostnaðar orðið svipaður spamaður, miðað við fast verðlag," segir Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðu- neytinu, um greinargerð Ríkisendur- skoðunar um fjárhagsstöðu sjúkra- húsanna í Reykjavík. Davíð sagði að ein ástæðan fyrir því að heilbrigðisráðherra hefði ósk- að eftir greinargerðinni væri áhugi á að fá fram hvemig ástandið í sjúkrahúsunum á höfuðborgarsvæð- inu raunvemlega væri. Hann tók fram í framhaldi af því að ekki " væri hægt að neita því að greinar- gerðin virtist benda til að spamaðar- aðgerðir hefðu gengið býsna langt hvað varðaði a.m.k. hefðbundar að- gerðir í hagræðingu á stofnununum. Hann var spurður að því hvort sú niðurstaða myndi auka líkurnar á aukafjárveitingu til sjúkrahús- anna. Davíð sagði að greinargerðin væri fyrst og fremst vinnuplagg. Hún hefði verið til umræðu á fundi með fulltrúum stofnananna á mið- vikudag. Eflaust ætti eftir að spjalia töluvert um niðurstöðurnar á fleiri fundum. Verulegri skerðingu ekki lengur slegið á frest „Ég get ekki verið annað en ánægður, enda staðfestir greinar- gerðin umtalsverða framleiðniaukn- ingu á sjúkrahúsunum í Reykjavík á samdráttartímum. Ekki má heldur gleyma því að greinargerðin stað- festir niðurstöðu landlæknis um aukið álag á starfsmennina. Von- andi verður niðurstaðan til að stjórn- völd átti sig betur á því hversu mikl- ar fyrirmyndarstofnanir við erum að reka og ekki síður að ekki verði hægt að ganga lengra í niðurskurði án afdrifaríkrar skerðingar á þjón- ustu, t.d. með því að skera niður heilu þjónustuþættina," segir Jó- hannes Pálmason, forstjóri Sjúkra- húss Reykjavíkur, um niðurstöður greinargerðar Ríkisendurskoðunar um fjárhagsvanda sjúkrahúsanna í Reykjavík. Eins og áður hefur verið rakið gera stjómendur Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítalanna að- eins ráð fyrir 360 milljóna króna spamaði til að mæta tæplega millj- arðs ijárvöntun á árinu. Vegna Sjúkrahúss Reykjavíkur staðfesti Jóhannes að aðeins hefði verið tekin ákvörðun um 150 milljón króna samdrátt vegna tæplega 400 milljón króna niðurskurðar á árinu. Hann sagði að viðræður um frek- ari samdrátt stæðu yfir við heil- brigðisráðuneytið. „Ég viðurkenni að hugmyndum okkar um frekari samdrátt hefur verið tekið frekar fálega í ráðuneytinu enda verður því ekki lengur frestað að skerða þjónustuna verulega ef á að koma til fyrirhugaðs samdráttar eins og reyndar kemur fram í skýrslu Ríkis- endurskoðunar," sagði Jóhannes og vildi ekki upplýsa að hvaða starf- semi hugmýndirnar lytu. „Vonandi bera menn gæfu til að átta sig á því að lengra verði ekki hægt að ganga og einhver leiðrétting fáist.“ Ríkisendurskoðun vekur athygli á að launakostnaður hafi hækkað þó svo stöðugildum í dagvinnu hafi fækkað. Jóhannes taldi að hluti af skýringunni væri í því fólgin að ýmsar fjölmennar heilbrigðisstéttir hefðu fengið launahækkanir um- fram meðalhækkanir í þjóðfélaginu. Um hvort eðlilegra væri að veita fleiri starfsmönnum vinnu og minnka með því yfírvinnuna, sagði hann ekki órökrétt að að álykta sem svo. Hins vegar væri staðreyndin sú að ekki væri alltaf nægilegt fram- boð af sérmenntuðum starfsmönn- um á sjúkrahúsinu. Sú staðreynd væri t.d. hluti af skýringunni á því að sumarlokanir yrðu aldrei algjör- lega umflúnar á sjúkrahúsunum. Önnur skýring á þeim væri svo sam- dráttur vegna niðurskurðar í heil- brigðiskerfínu. Jóhannes minnti á að í greinar- gerðinni kæmi fram að þó sá árang- ur sem náðst hefði með sparnaðar- aðgerðum hefði ekki leitt til lækkun- ar útgjalda hjá sjúkrahúsunum hefði hann mætt auknum launakostnaði, auknum fjölda sjúklinga og kostnaði vegna ýmiss konar nýjunga. Ekki mætti heldur gleyma því að þjóðinni hefði fjölgað og aldraðir, sem þyrftu meiri þjónustu, yrðu sífellt fleiri. Hvað hagræðingu vegna samein- ingar Borgar- og Landakotsspítala varðaði sagði Jóhannes miklu máli skipta í slíkum útreikningum hvaða reikningsformúla væri notuð og henn teldi sjálfur að náðst hefði meira en 70 milljóna króna spamað- ur vegna sameiningarinnar. Um leið minnti hann á að ekki hefðu allar aðgerðir vegna sameiningar skilað sér í sparnaði ennþá. Fleiri meðhöndlaðir fyrir minna fjármagn „Mér sýnist greinargerðin afar jákvæð fyrir stóru sjúkrahúsin í Reykjavík. Niðurstöðurnar sýna fram á mikla framleiðniaukningu og liagræðingu. Að við meðhöndlum fleiri sjúklinga fyrir minna fjár- magn,“ segir Ingólfur Þórisson, að- stoðarforstjóri Ríkisspítalanna, um greinargerðina. Hann sagði að fjár- hagsáætlun sjúkrahússins gerði ráð fyrir að reksturinn yrði innan ramma fjárlaga á árinu. „Okkur er ætlað að draga saman um samtals 400 milljónir miðað við árið í fyrra. Við höfum tekið ákvörð- un um 280 milljón króna sparnað og áætlum að fá 120 milljónir aftur i til baka úr hagræðingarsjóði vegna j samvinnu sjúkrahúsanna í Reykja- vík og á Reykjanesi í ráðuneytinu," sagði Ingólfur. Hann sagði að fyigst væri með því hvort sparnaðaraðgerðirnar skil- uð sér í rekstrinum. „Við getum lít- ið sagt enn, enda hófust afgerandi sparnaðaraðgerðir á árinu ekki fyrr en með lokun lyflækninga- og öldr- , unarlækningadeildar 1. apríl. Engu ’ að síður er um hver mánaðamót \ kannað hvemig gengur og núna j erum við innan þeirra marka sem miðað er við. Ekki er því tilefni til að grípa til frekari sparnaðarað- gerða að svo stöddu,“ sagði hann. Ingólfur sagði að ekki væri hægt að fullyrða hver væri skýringin á því að launakostnaður hefði hækk- að á sama tíma og starfsmönnum hefði fækkað. „En við erum nokkuð , viss um að það sé af því að launa- þróunin á sjúkrahúsunum hefur P verið önnur en Ríkisendurskoðun j gengur út frá í greinargerðinni sem er viðmið BSRB. Okkur grunar s.s. að launasamningar ríkis við heil- brigðisstéttirnar hafi gefið meiri launahækkanir en þessi viðmiðun. Skýringarinnar er a.m.k. ekki að leita í meiri yfirvinnu því hún hefur dregist saman hjá okkur,“ sagði hann. j Eins og Jóhannes benti Ingólfur á að hagræðing í eldri starfsemi * hefði verið nýtt til að greiða fyrir \ nýja starfsemi. Ingólfur nefndi í því sambandi glasafijóvgun og notkun nýrnasteinbrjóts. En steinbijóturinn hefur m.a. stuðlað að styttri legu- tíma. Ingólfur tók undir að styttri legutími skilaði auknum sparnaði en hann kvað líklegt að legutími héldi ekki áfram að styttast jafnm- ikið á næstu árum eins og verið j hefði enda væri stundum komið að örggismörkum. Legutími gæti að- f eins styst vegna áframhaldandi I tækniþróunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.