Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 21 LISTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg BERGUR Thorberg myndlistarmaður. Oft grátið fyrir framan strigann BERGUR Thorberg myndlistar- maður sýnir verk sín á veitinga- staðnum Ara í Ogri. Bergur er sjálfmenntaður listamaður og hefur komið við í öðrum list- greinum eins og t.d. leiklist og tónlist og hefur gefið út eina plötu. Hann byrjaði að fást við myndlist af alvöru árið 1987 eft- ir að hafa séð yfirlitssýningu franska listmálarans Jean Dubuffet sem gerði honum ljóst, að hans sögn, að hægt er að vera einlægur og heiðarlegur í list- inni. Bergur hefur sýnt hérlendis og erlendis, einkum í Portúgal þar sem verk hans hafa fengið góðan hljómgrunn. A sýningunni á Ara í Ögri eru málverk unnin með olíu og akríl á striga og pappír. Verkin eru óhlutbundin og í þeim er Bergur m.a. að fást við lagskiptingu efn- isins með því að skrapa upp málningu af gömlum málverkum og búa þannig til önnur verk og vinna þau síðan áfram. Titlarnir á verkunum eru nákvæmar tölur um þyngd verkanna og timabilið sem þau eru unnin á. „Ef maður getur talað um ein- hvern listrænan þroska þá tók ég hann út ákaflega seint. Ég byrjaði strax að vinna í þessu eftir að ég ákvað að feta mynd- listarbrautina og rak mig auðvit- að á marga veggi. Oft var grátið fyrir framan strigann. Það er auðvitað lengri leið að markinu að vera sjálfmenntaður," sagði Bergur. Velgengni í Portúgal Hann segir verk sín hafa tilvís- anir í margar áttir og verði þau persónulegri með tímanum. Bergur er að vinna að mun stærri myndum en þeim sem sjást á Ara í Ögri, en í sama stíl, og í raun er að hans sögn hægt að líta á verkin sem frumgerðir stóru verkanna. „Ég er að vinna stór verk á sýningu í Lissabon í Port- úgal í haust. Ég fór þangað fyrir tveimur árum síðan. Þar þekkti ég engan fyrir en var það hepp- inn að kynnast fólki í galleríi og þar á meðal var yfirmaður eins borgarlistsafnsins í Portúgal og hann bauð mér að sýna. Ég ætl- aði í fyrstu að dvelja í landinu í þrjá mánuði en það teygðist í eitt og hálft ár. Ég sýndi síðan 42 verk í þessu galleríi og í fram- haldi af sýningunni var mér boð- ið að sýna í galleríum víðs vegar um Portúgal," sagði Bergur. Hann segir annað andrúmsloft vera rikjandi þar og annað við- horf til listamanna og listarinnar en er hér á landi. Hann segir að þar sé meiri virðing borin fyrir listamönnum. „Fólk gefur sér tíma til að skoða myndlist og almenningur höndlar með listina, þó ekki sé endilega um háar fjár- hæðir að ræða,“ sagði Bergur Thorberg. Hugmyndalista- verk á skemmtistað Morgunblaðið/Ásdís VALA Þórsdóttir í hlutverki sínu. LEIKUST Kaffileikhúsið „EÐA ÞANNIG“ eftir Völu Þórsdóttur. Leikari: Vala Þórsdóttir. Lærimeistari: Brynja Benediktsdóttir. Tæknistjóri: Björg- vin F. Gíslason. Miðvikudagur 17. apríl. VALA Þórsdóttir er ung leik- kona sem menntuð er á Englandi og þótt hún sé tiltölulega nýútskrif- uð hefur hún þegar vakið athygli, fyrst fyrir fínan gamanleik í Mar- gréti miklu, sem Lundúnaleikhúsið sýndi í Tjarnarbíói fyrr í vetur, og síðan fyrir heimboð sem hún hlaut frá sjálfum Dario Fo í framhaldi af lokaverkefni sem hún samdi upp úr' verkum hans. Vala er fyrst ungra leikara til að setja á svið einleik í Kaffileikhúsinu, en þar er fyrirhuguð röð slíkra einleikja á næstunni. Þetta er skemmtilegt framtak hjá Kaffileikhúsinu, ein- leikjaformið hæfir húsinu einkar vel og jafnframt er um að ræða einstakt tækifæri fyrir unga leikara að sýna hvað í þeim býr. Þessi frumraun Völu er með glæsibrag. Hún frumflytur eigið verk, hið fyrsta sem hún semur á íslensku, þar sem hún skopast góð- látlega að „íslenskum hallæris- gangi“ (eins og hún komst að orði í viðtali við Mbl.). Verkið fjallar um nýfráskilda konu um þrítugt sem er að búa sig á ball og lætur gamminn geisa um sjálfa sig, um samskipti kynjanna á skemmtistöð- um og sérstaklega um viðhorf til fráskildra kvenna. Texti Völu er víða mjög hnyttinn og hittir í mark. Verkið er fyrst og fremst gaman- leikur, en þó býr alvara undir niðri sem kemst ágætlega til skila. Að mörgu leyti kallast þetta verk á við annað nýtt íslenskt verk sem nú er á fjölunum: Konur skelfa, eftir Hlín Agnarsdóttur. Konur skelfa er að sjálfsögðu viða- meira, flóknara og metnaðarfyllra leikrit, en bæði þessi verk lýsa heimi kvenna og samskiptum kynj- anna á grátbroslegan hátt. Sóley í „Eða þannig" gæti allt eins verið ein af konunum á kvennaklósett- inu hennar Hlínar (ég sé hana fyrir mér inni á klósettinu að reyna að útskýra fyrir hinum konunum að hún sé ,,hugmyndalistaverk“!). Þessi verk eiga það einnig sameig- inlegt að þrátt fyrir hið kómíska yfirbragð eru þau alvarlegar til- raunir til að kryija „stöðu“ kon- unnar í íslensku samfélagi. Vala Þórsdóttir víkst ekki undan kröfu- harðri krufningu persónu sinnar, Sóleyjar, sem allt að því berháttar sig á sviðinu svona eins og til að undirstrika hversu nærri persón- unni er gengið í sjálfskoðun henn- ar, þrátt fyrir allt grínið. Leikur Völu var öruggur og fagmannleg- ur og brást ekki vonum þeirra sem sáu hana í Margréti mijdu og væntu nokkurs af henni. Vala fékk Brynju Benediktsdótt- ur til að segja sér til við uppsetning- una. Brynja er titluð lærimeistari og hefur eflaust getað miðlað til Völu af sinni miklu leikhúsreynslu. Rýmið í Kaffileikhúsinu er tak- markað og hentar því einleikjum vel og var það ágætlega nýtt á þessari sýningu. Ljósum og tónlist stjórnaði Björgvin Franz Gíslason og er ekki yfir hans hlut að kvarta. Ef eitthvað ætti að finna að þess- ari sýningu er það einna helst að liún er nokkuð stutt í annan end- ann, en sú skoðun markast líkast til að því að þegar maður skemmt- ir sér konunglega vill maður síður að skemmtunin taki enda. Ég óska Völu Þórsdóttur til hamingju með þessa frumraun sína og hlakka til að sjá meira af henni á íslensku leiksviði. Soffía Auður Birgisdóttir Garðhúsgögn Kringlótt borð og 4 stólar I Sjöundl hlmlnn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.