Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 ÚRVERINU MORGUNBLAÐIÐ Áætlað afurðaverðmæti um 1,5 milljarðar króna ERLENT Reuter Clinton lýkur sigur- för til Asíuríkja NÝ RÆKJUVERKSMIÐJA Fisk- iðjusamlags Húsavíkur var form- lega tekin í notkun síðastliðinn föstudag. í tilefni af þeim tímamót- um í sögu fyrirtækisins var gestum sýnd verksmiðjan. Tryggvi Finnsson, forstjóri Fisk- iðjusamlagsins, rakti sögu rækju- vinnslu á vegum fyrirtækisins og útskýrði fyrir viðstöddum vinnslu- feril nýju verksmiðjunnar. Rækjuvinnsla hófst 1975 Rækjuvinnsla hófst í litlum mæli hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur árið 1975 og var aðallega unnið úr inn- fjarðarrækju. Örugg þróun varð á þessari framleiðslu og síðustu ár hefur verið unnið úr um 4.500 til 5.000 tonnuni af hráefni. Verð- mæti framleiðslunnar í fyrra nam um 950 milljónum króna. Á síðustu tíu árum hefur orðið mikil tæknibylting í sambandi við framleiðsluna og með henni náðst betri nýting, aukin afköst og meiri gæði. Rækjuiðnaðurinn hefur aukið Ný rækjuverk- smiðja formlega opnuð á Húsavík nýtingu hráefnis um 8-9% á síðustu tíu árum. Miðað við að 60 þúsund tonn af rækju verði pillaðar á þessu ári má áætla að útflutningsverð- mæti þeirrar afurðar fyrir allt land- ið verði um þrír milljarðar. Mikil breyting Tryggvi gat þess að mikil breyt- ing hefði orðið á útgerðarháttum á Húsavík síðastliðin tíu til fímmtán árin. Áður fyrr hefði verið blómleg báta- og trilluútgerð, síðan hefðu togarar bæst við og flotinn stundað svo til eingöngu þorskveiðar. Um þessar mundir séu allir stærri bát- ar og tveir togarar á rækju, en aðeins trillur og einn togari á botn- fiskveiðum. Þessar breytingar á aflasamsetn- ingu urðu til þess að rækjuverk- smiðjan þótti of lítil og illa stað- sett. Fiskiðjusamlag Húsavíkur átti lítið saltfiskverkunarhús í hafnar- uppfyllingunni og ráðist var í að breyta því og byggjá við það. Núna er þar ein fullkomnasta rækjuverk- smiðja á landinu. Gólfflötur verk- smiðjunnar er 1.800 fermetrar og byggingin með öllum tækjum kost- ar 200 milljónir. Hún er tölvuvædd og búin öllum helstu nýjungum í rækjuvinnslu. Alit að 7.500 tonn unnin á ári Áformað er að í nýju verksmiðj- unni verði unnin 7.000 til 7.500 tonn á ári. Það væru, með núgild- andi verði, verðmæti upp á 1.400 til 1.500 milljónir króna. Verksmiðj- an myndi því velta sjöföldum fjár- festingarkostnaði sínum á ári. Fiskiðjusamlagið er einn af stærstu vinnuveitendum á Húsavík og veitir um 140 ársstörf. Þar af vinna um 40 manns við rækju- vinnslu. VELHEPPNAÐRI opinberri heimsókn Bills Clintons Banda- ríkjaforseta til Japans lauk í gær, en að skilnaðargjöf þáði hann eitt- þúsund kirsuberjatrjágræðlinga. Stjórnmálaskýrendur segja að forsetinn hafi unnið pólitískan sigur í þessari ferð til Asíuríkja. í ræðu, sem hann flutti í japanska þinginu, varaði Clinton við hætt- unni af fækkun bandarískra her- sveita í Asíu. Clinton hvatti þingið til að fylkja sér um samkomulag sem þeir Ryutaro Hashimoto forsætis- ráðherra undirrituðu um framtíð bandarísks herafia í Japan. Varp- aði hann þeirri spurningu fram og bað Japani að íhuga hvað kynni að taka við yrðu Banda- ríkjamenn að kalla hersveitir sín- ar heim. „Það gæti leitt til kostnaðar- sams vopnakapphlaups er græfi undan stöðugleika í Norðaustur- Asíu. Það torveldaði samstarf okkar að því að viðhalda öryggi í heimshluta sem varð að líða mikið vegna seinna stríðsins og svæðisbundinna átaka, heims- hluta sem miklar breytingar eiga sér nú stað í. Afl okkar til að koma í veg fyrir að ríki á borð við Norður-Kóreu ógni friðnum minnkaði og sömuleiðis möguleik- ar til að kljást við aðkallandi hættur á borð við hryðjuverka- starfsemi, alþjóðlega glæpastarf- semi og fíkniefnasmygl," sagði Clinton. Clinton sagðist skilja vel hvers vegna fjöldi Japana vildi loka bandarískum herstöðvum. Baðst hann afsökunar á „hrylli- legum ofbeldisverknaði“ sem þrír hermenn frömdu er þeir nauðguðu barnungri stúlku í Okinawa í fyrra, en það leiddi til mikilla mótmæla gegn rekstri bandarískra herstöðva í Japan og veru bandarískra hermanna þar. Með samkomulagi Clintons og Hashimotos er framtíð banda- rískra herstöðva í landinu tryggð og miðað við að lágmarksfjöldi hermanna þar verði 47.000. Auk- inheldur skuldbinda Japanir sig til nánara samstarfs við Banda- ríkjamenn um að tryggja frið í Asíu. Á myndinni er klappað fyrir Clinton eftir að hann ávarpaði japanska þingið. Við hlið hans standa eiginkona hans Hillary og Walter Mondale sendiherra. VÉLASAMSTÆAÐA tínir úr með Ieisergeislum þær rækjur sem rækjupillunarvélin hefur ekki hreinsað að fullu og afkastar verki sem tíu starfsmenn unnu við áður. Starfsmennirnir fara svo yfir verk leisergeislavélarinnar því ekkert má fara í pakkningu sem er aðfinnsluvert. KE A kaupir í Gunnarstmdi KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur fest kaup á hlutabréfum Stöðvarhrepps í sjávarútvegsfyrirtækinu Gunn- arstindi. „Við keyptum fyrir 33 milljónir að nafnvirði," segir Ari Þorsteinsson, forstöðumaður sjáv- arútvegssviðs KEA. „Það eru 26% í fýrirtækinu.“ Hann segir að markmiðið með kaupunum hafi verið að eignast hlutabréf í öflugu félagi. Einnig hafi verið eftirsóknarvert að komast inn í starfsemi á Austfjörðum þar sem menn hefðu aðgengi að loðnu og síld. Aðspurður um það hvernig rekst- ur Gunnarstinds kæmi til með að samræmast rekstri sjávarútvegs- sviðs KEA sagði Ari að fyrsta skref- ið væri að kaupa hlutabréfin. „Ég hef í sjálfu sér lítið meira um fram- tíðina að segja,“ bætir hann við. „Það er bara nokkuð sem menn þurfa að fara yfir í þessu fyrirtæki.“ 294 milljóna króna hagnaður var á rekstri Gunnarstinds í fyrra með- al anars vegna sölu eigna. Fyrir- tækið á frystihús, ísfisktogarann Kambaröst og aflaheimildir upp á 1.300 þorskígildi. Þúsundir kvemta þekkja SL TPA kremið. Nú bjóðum vió þeint og nýjum viðskiptavinum einstakt tilboð. Með hverri SL TPA 50 ml kremkrukku fylgir glœsilegur kaupauki: Verðmæti kaupaukans er ca. 2.950 kr. • Gildir meðan birgðir endast. Bylgjan, Kópavogi; Brá, Laugavegi; Clara, Kringlunni; Snyrtivöruv. Glæsibæ; Hygea, Austurstræti; Sara, Bankastræti; Spes, Háaleitisbraut; Amaró, Akureyri; Bjarg, Akranesi; Apótek Ólafsvíkur; Hilma, Húsavík; Krisma, Isafirði; Mosfellsapótek; Ninja, Vestmannaeyjum. RUBINSTEIN • Augnskuggar. tveir saman • Varalitur • Naglalakk cC- /uutáauhl Biðja um ávít- ur vegna fjárlagahalla Brussel. Reuter. ÞYZK stjórnvöld hafa beinlínis beðið framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins um að staðfesta að fjár- lagahalli sé meiri í Þýzkalandi en Maastricht-sáttmálinn leyfir, áður en framkvæmdastjórnarmenn snúa sér að ríkjum þar sem ástand ríkis- fjármála er ennþá verra. Ástæðan fyrir því að Þjóðverjar fara fram á ávítur framkvæmda- stjórnarinnar með þessum hætti, er sögð sú að þeir vilji sýna öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins að það sé engin skömm að því að vera gagnrýnd af framkvæmda- stjórninni, svo fremi að verið sé að reyna að rétta hallann af. Fóru 0,6% fram úr tnarkmiðinu Samkvæmt Maastricht-sátt- málanum má hallinn á fjárlögum ESB-ríkja ekki vera meiri en 3% af þjóðarframleiðslu, eigi þau að upp- fylla skilyrði fyrir þátttöku í Efna- hags- og myntbandalaginu (EMU). Markmið þýzku stjórnarinnar á síð- asta ári var 2,9% halli, en hann varð í raun 3,5% af þjóðarframleiðslu. Þjóðveijar lögðu gögn þessa efnis fyrir fund framkvæmdastjórnarinn- ar í Brussel á miðvikudag, en stjórn- in hefur nú hafið árlega skoðun sína evrópaA á því hvernig aðildarríkjunum gangi að uppfylla skilyrði Maastricht. í fyrra leiddi sams konar skoðun í ljós að á árinu 1994 uppfylltu ein- göngu Þýzkaland, Lúxemborg og Irland skilyrðin. Búizt er við að Danmörk bætist í þennan hóp í ár, en það skiptir litlu máli, þar sem Danir hafa samið sig frá þátttöku í EMU. Sektir ef í nauðirnar rekur Fjármálaráðherrar ESB munu í bytjun júní ræða hvernig bregðast beri við í þeim ríkjum, þar sem fjár- lagahallinn er enn alltof mikill. Búizt er við að síðar muni ráðherraráðið samþykkja tillögur um hvernig ráða megi bót á vandanum í hveiju landi fyrir sig. Ef í nauðirnar rekur er Evrópusambandinu heimilt að sektc þau ríki, sem ekki taka ríkisfjármál- in föstum tökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.