Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 52
MewdBd -setur brag á sérhvern dag! K3RKJUGARÐS KLÚBBURJNN ÞJOÐLEIKHUSIÐ MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Júríj Retsjetov sendiherra Rússlands Taka togarans hefði getað spillt samskiptum JURIJ Retsjetov, sendiherra Rússlands hér á landi, segir að íslenzk stjórnvöld hafi brugðizt rétt við að þjóðarétti er þau réðust ekki til uppgöngu í rússneska togarann Dmitríj Pokramovítsj eftir að hann hafði verið staðinn að veiðum innan íslenzkrar lögsögu í byrjun mánaðarins. Sendiherrann segir að taka togarans hefði getað spillt samskiptum íslands og Rússlands. Retsjetov segir að hann hafi fengið upplýsingar frá sjávarútvegsráðinu í Moskvu um að fyrirskipuð hafi verið „gaumgæfileg og óhlutdræg rannsókn á ástæðum og aðstæðum atviksins, sem átti sér stað 2. apríl“. Retsjetov segir að niðurstaðan verði gerð kunnug, en hún liggi enn ekki fyrir. Mun ekki endurtaka sig „Sjávarútvegsráðið segir ekki að það viðurkenni að togarinn hafi verið fyrir innan lögsögumörkin, en það segist taka málið alvarlega, vill rannsaka það og mun láta okk- ur vita um niðurstöðuna," segir Retsjetov. Hann telur hins vegar að líta megi á viðbrögð sjávarút- vegsráðsins sem tryggingu fyrir því að landhelgisbrot af þessu tagi end- urtaki sig ekki. Retsjetov segir að samkvæmt 73. grein hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna sé strandríki heimilt að ákveða uppgöngu í skip til að tryggja að farið sé eftir lögum og reglum, en það hafi ekki skyldu til slíks og ákvæði greinarinnar þýði alls ekki að taka skips sé eina úr- ræðið. I 59. grein sáttmálans segi jíifnframt að ef hagsmunir rekist á, skuli leysa deiluna „á sanngirnis- grundvelli og með tilliti til allra þeirra atriða sem máli skipta enda sé höfð hliðsjón af mikilvægi við- komandi hagsmuna fyrir hvern að- ila um sig og þjóðasamfélagið í heild.“ „Þess vegna tel ég að þegar ákveðið var af hálfu íslenzkra yfir- valda að grípa ekki til frekari að- gerða hafi verið farið rétt með málið samkvæmt kröfum þjóðaréttar," segir sendi- herrann. Hann segist telja að hefði verið gripið til frekari aðgerða gagnvart rússneska skipinu hefði það getað spillt samskipt- um landanna. Smugan er ekki úthaf Retsjetov segir að sín persónulega skoðun sem lögfræð- ings sé að ekki megi gleyma réttar- stöðu Smugunnar í Barentshafi. Hann telur hana falla undir skil- greiningu hafréttarsáttmálans á „umluktu eða hálfumluktu hafi“ vegna þess að hún sé umkringd lögsögu Noregs og Rússlands. Þessi skilgreining Smugunnar er um- deild, en í 123. grein hafréttarsátt- málans eru reglur um það hvernig ríki, sem liggja að umluktu eða hálfumluktu hafi, skuli haga sam- starfi sínu. „Strandríkin fara með umsjón þess hvemig eigi að hagnýta auð- lindir, og ef þau telja það nauðsyn- legt bjóða þau öðrum hlutaðeigandi ríkjum, til dæmis íslandi, að taka þátt í samstarfinu," segir Retsjetov. „Þetta þýðir ekki að' strandríkin Noregur og Rússland geti tekið ein- hver skip á þessum slóðum. En þetta er sem sagt ekki opið haf og hingað til hefur allt sem betur fer farið friðsamlega fram í Smugunni. Þess vegna tel ég að ef við eigum að taka tillit til almenningsálits á íslandi, því ekki að taka líka tillit til almenningsálits í Rússlandi? Sér- staklega í Norður-Rússlandi fylgist fólk vel með þessum málum. Þess vegna held ég að það eigi að reyna að leysa svona árekstramál á frið- samlegan hátt.“ Júríj Retsjetov 1,6 km vamargarð- ar fyrir um 400 millj. IDROGUM að tiilögum um upp- byggingu varnargarða á Flateyri er gert ráð fyrir allt að 20 metra háum og 50 metra breiðum görð- um til að leiða snjóflóð framhjá byggð og í sjó fram. Garðarnir yrðu alls 1,6 kílómetrar að lengd og áætlaður heildarkostnaður um 400 milljónir króna. Flosi Sigurðsson, verkfræðing- ur á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, segir að við hönn- unina hafi verið miðað við að mannvirkin stæðust snjóflóð sem næði 150 metrum lengra en fióðið sem féll á byggðina í október, það er flóð sem talið er að falli að meðaltali á 500 til 1.000 ára fresti. Segir hann að garðarnir stöðvi meginhlutann af enn stærri flóð- um. „Við teljum okkur fullnægja skilyrðum Veðurstofunnar um öryggi, að áhættan verði innan ásættanlegra marka,“ segir Flosi. Meta verkfræðingarnir árlega áhættu einstaklinga á þessu svæði eftir að varnargarðarnir hafa verið byggðir og telja hana vera flóð sem koma að meðaltali á 5.000 ára fresti. ■ 20metragarðar/10 Bæjarstjóri Akur- eyrar um sameiningu Jákvætt fyrir at- vinnulífið BÆJARRÁÐ Akureyrar fjallaði á fundi í gær um hugmyndir Sam- heija um samruna þriggja dóttur- fyrirtækja sinna, Strýtu, Söltunar- félags Dalvíkur og Oddeyrar, við Útgerðarfélag Akureyringa. Ákveðið var að fela bæjarstjóra að vinna frekar að málinu. „Bæði ég og aðrir bæjarráðs- menn teljum þetta áhugavert út- spil, sem ástæða er til að skoða til hlítar,“ segir Jakob Björnsson bæj- arstjóri. „Þetta er mjög athyglisverð hug- mynd og svona sameinað fyrirtæki yrði mjög sterkt og myndi örugg- lega hafa jákvæð áhrif á atvinnulíf á svæðinu," sagði Björn Snæbjörns- son, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar í Eyjafirði. ■ Viðræður/26 Tölvumynd/VST/ísgraf/J6n G. Egilsson Frakkar í hrakningum á fjöllum Hellu. Morgunblaðið. Flugbjörgunarsveitinni á Hellu barst um klukkan 14 í gær beiðni um að sækja í Land- mannalaugar tvo Frakka sem lent höfðu í hrakningum á leið sinni yfir landið. Frakkarnir höfðu lagt af stað á gönguskíðum frá Akur- eyri 6. apríl og hugðust ganga þvert yfir landið. Ferðinni átti •v að ljúka í dag á Skógum und- ir Eyjafjöllum. Þegar í Land- mannalaugar var komið var annar mannanna orðinn mjög sárfættur og óskuðu þeir að- stoðar. Jeppi björgunarsveitar- innar komst að Frostastaðar- vatni skammt frá Laugum en þaðan varð að sækja mennina og búnað þeirra á snjósleðum. Stöð 3 um breytingar útvarpsréttarnefndar á úthlutun sjónvarpsrása Endurskoðunar krafist og að úthlutun verði stöðvuð ÚTVARPSSTJÓRI Stöðvar 3 sendi útvarpsrétt- arnefnd bréf í gær þar sem óskað er eftir að nefndin endurskoði ákvörðun sína um að taka tvær sjónvarpsrásir af Stöð 3 og úthluta þeim til Sýnar. Jafnframt er þess krafist að fyrirhug- uð úthlutun rásanna til Sýnar verði stöðvuð. Gunnar Hansson, stjómarformaður Stöðvar 3, sagði að fyrirtækið hefði lagt í verulegan kostnað við undirbúning útsendinga á þeim rásum sem nú hefðu verið teknar af því. Úm væri að ræða kostnað vegna tækjakaupa og kaupa sjónvarps- efnis. Hann sagði að Stöð 3 hefði ekki haft neina vitneskju um að útvarpsréttamefnd hefði í hyggju að svipta stöðina tveimur rásum. Meginatriðið væri þó að með þessu væri verið að skekkja sam- keppnisstöðu Stöðvar 3 á sjónvarpsmarkaðinum og styrkja stöðu Stöðvar 2 og Sýnar, sem væru að stærstum hluta í eigu sömu aðila. Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Stöðvar 2, sagði að þessi ákvörðun útvarpsréttarnefndar, að taka tvær rásir af Stöð 2, kæmi sér á óvart. Hann lýsti óánægju með hana. Hún kæmi til með að hafa áhrif á rekstur Fjölvarpsins_en Stöð 2 hefði lagt í verulegan kostnað við upp- byggingu þeirra tveggja rása, sem nú hefðu verið teknar af fyrirtækinu. Kjartan Gunnarsson, formaður útvarpsréttar- nefndar, sagði að nefndin hefði ekki átt annan kost en að afgreiða ósk Sýnar um fleiri sjón- varpsrásir á þann hátt að svipta Stöð 2 og Stöð 3 rásum sem stöðvarnar hefðu fengið úthlutað. Nefndin hefði haft ótvíræðan rétt til að taka þessa ákvörðun. Hann sagði þennan skort á sjón- varpsrásum tímabundinn þar sem tækniframfar- ir gerðu kleift að þjappa 7-10 sjónvarpsdagskrám saman í eina örbylgjurás. Þegar þessi tækni hefði verið tekin í notkun hér á landi gæti nefnd- in úthlutað 220 rásum í stað 22 eins og staðan er í dag. ■ Krefst þess að ákvörðunin/6 ■ Meðleyfií4áránreglulegra/10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.