Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 MIIMIMIIMGAR + Sigríður Huld Kjartansdóttir fæddist í Siglufirði 10. júní 1977. Hún lést á Landspítalan- um 11. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Guðrún Sigurðar- dóttir, gjaldkeri hjá Lífeyrissjóðn- um Framsýn, og Kjartan Stefáns- son, starfsmaður hjá Kynningu og markaði ehf. Guð- rún er dóttir hjón- anna Sigríðar Sigurðardóttur húsmóður og Sigurðar Árna- sonar, skrifstofustjóra Síldar- verksmiðja ríkisins, sem lézt árið 1986. Kjartan er sonur hjónanna Huldu Sigmunds- dóttur, húsmóður og skrif- stofumanns, sem lézt árið 1972, og Stefáns Friðbjarnar- Þegar ungir falla frá e_r sem „sígi í ægi/sól á dagmálum". Ótímabært, ósanngjarnt, óréttlátt. Bróðurdóttir okkar, Sigríður Huld, var skyndilega kvödd úr þess- um heimi. Bráður sjúkdómur hreif hana fyrirvaralaust úr faðmi ást- vina og ættingja. Að slíkt geti gerst i er víðs ijarri allri hugsun og enginn á slíks von. Sirrý, sem alltaf var svo heil- brigð, lífsglöð og góð. Hún var fal- leg stúlka, sérstök stúlka, með við- kvæma lund. Nú er hún horfin og minningin ein eftir. Þótt Sirrý væri ung að árum voru eðliskostir hennar þegar skýrt . mótaðir. Hana einkenndi góðvild og ljúft viðmót, næmleiki á tilfinn- ingar annarra, hjálpsemi og um- hyggja. Hún mátti ekkert aumt sjá ! og var alltaf reiðubúin að veita , þeim stuðning sem erfitt áttu. Hún I sýndi yngri frændsystkinum sínum ■ umhyggju og gjafmildi. Sirrý var einlæg og opin. Sam- band hennar við foreldra sína og bróður var einstakt og einkenndist af væntumþykju, einlægni og djúp- ri vináttu. Þau tóku fullan þátt í lífi hennar og voru alltaf til staðar þegar eitthvað bjátaði á því að hún var opinská og duldi ekki það sem .«ienni Iá á hjarta. Pabbi hennar hafði mikla ánægju af því að að-' stoða hana við námið þegar á þurfti að halda og mamma saumaði fötin þegar eitthvað stóð til þó að fyrir- ; varinn væri oft stuttur. Sirrý gat ! verið ör en það örlyndi var hluti af einlægni hennar og kallaði alltaf á jákvæðan stuðning foreldranna. Sirrý stundaði nám í Mennta- skólanum í Kópavogi. Fyrir stuttu sagði hún okkur frá ritgerð sem hún skrifaði í sögu, um pereatið. Hún komst að veru langalangafa okkar í Lærða skólanum og þátt- töku hans í pereatinu árið 1850. Minningabrot sem hann ritaði og varðveist hafa gat hún notfært sér óg var hún stolt af hlut þessa for- föður síns í pereatinu, ekki sist því að hann beygði sig ekki fyrir skóla- yfirvöldum og sneri ekki aftur í skólann. Sirrý var hamingjusöm stúlka. Hún hafði í vetur kynnst góðum pilti. Á einni af síðustu myndunum sem teknar voru af henni var hún með Örvari, uppábúin á leið á árshá- tíð. Svo ung og glöð og ástfangin. Fleiri myndir koma upp í hug- ann. Bókelska stúlkan sem kom í heimsókn og sótti sér góða bók upp - í hillu og settist afsíðis. Þegar við komum í heimsókn á Sæbólsbraut- ina þá leið hún niður stigann, síða pilsið, síða hárið, blíða brosið. Þann- ig munum við minnast þín. Þannig munt þú lifa með okkur. Það missir enginn mikið nema eiga mikið. Sá sem missir það sem honum er dýrmætast gefið, barnið sitt, missir þó ekki þær samveru- sonar, blaðamanns á Morgunblaðinu. Seinni kona Stef- áns er Þorgerður Sigurgeirsdóttir, fulltrúi á Raunvís- indastofnun. Bróð- ir Sigríðar Huldar heitinnar er Stefán Kjartansson, graf- ískur hönnuður hjá CNN-sjónvarps- stöðinni í Atlanta í Bandaríkjunum. Hjartkær vinur hennar var Orvar Arnarson, nemi í Menntaskólanum í Kópavogi. Sigríður Huld var nemi á þriðja ári á náttúrufræðibraut í Menntaskólanum í Kópavogi er liún lézt. Útför Sigríðar Huldar verð- ur gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.80. stundir sem lífið gaf. Sá tími var allur dýrmæt gjöf og minningin um hann mun veita hjálp á þessum dimmu sorgardögum og ekki síður þegar fram líða stundir. Elsku Kjartan, Gurra og Stefán. Megi minningin um elskuna ykkar, svo og huggun Guðs, gefa ykkur og ástvinum öllum þann styrk sem þarf. Blessuð sé minning Sirrýjar. Sigmundur og Sigriður. Nú ertu horfin okkur, elsku Sirrý. Tárin okkar þorna en minningin um frænkuna okkar góðu mun lifa. Við munum ávallt geyma þig í hjarta okkar. Hulda, Rósa og Helga. Veruleikinn hefur fært okkur heim sanninn um að ekkert jarð- neskt líf er til án dauða. Við skiljum hins vegar ekki og getum enn síður sætt okkur við þegar ung stúlka í blóma lífsins er fyrirvaralaust köll- uð burt frá ástvinum sínum. Við sáum Sirrý, eins og hún var alltaf kölluð, þroskast og breytast í fallega stúiku, sem átti sér drauma og þrár eins og allt ungt fólk. Nú er draumurinn á enda, en minning- in um Sirrý lifir með okkur. Sirrý kynntumst við kannski best í gegnum foreldra hennar Gurru og Kjartan, sem voru óþreytandi í að segja okkur fréttir af henni og vinum hennar. Einnig hittum við Sirrý i fjölskyldu- og jólaboðum og ekki má heldur gleyma mörgum sumarbústaðar- og gönguferðum fjölskyldunnar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt, Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Elsku Gurra, Kjartan, Stefán og Örvar, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Megi algóður Guð styrkja ykkur og vernda á þessari sorgarstundu. Ellen, Gunnar, Lára og fjölskyldur. Börn vina sinna skynjar maður stundum best í augunum á foreldr- unum. Ég hafði ekki komið til lands- ins í sumarleyfum um skeið og hún var að verða eins árs þegar ég sá nú aftur þetta gamalkunna stolt í augnaráði pabba hennar. Það var auðvitað orðið fullorðinslegra en þegar við höfðum verið að bera saman bækur okkar eitthvað átta árum áður, hálfgerðir pollar í menntaskóla og báðir orðnir pabb- ar, allt að því óverðskuldað! Ég var ekki kominn inn úr and- dyrinu þegar við mamman hófum létta skothríð á hann: Hún hefði sér til undrunar uppgötvað eftir alla þessa sambúð að hún var gift montrassi sem nú í heilt ár hafði látið eins og væri hann fyrsti mað- urinn á jarðríki sem eignast hefði dóttur! Ég fyrir mitt leyti hlaut að viðurkenna að það væri nokkuð fátítt afrek að karlmaður gerði slíkt einsamall! Hún sagðist vera fegin að sjá mig sem ætti orðið krökkt af dætrum, það myndi kannski Iækka í honum rostann að frétta nánar af því! Föðurlegt stoltið bifaðist hvergi á andlitinu og með hátíðlegri sveiflu opnaði hann dyrnar að svefnherberginu eins og áttunda veraldarundrið væri þar fyrir innan. Það logaði ljós á náttlampa. Stóri bróðir hafði látið lesa sig í svefninn þetta kvöld og bauð nú makindalega birginn ýmsum nýmóðins uppeldiskenning- um í sæng foreldranna. Út úr rimlarúminu við hliðina gægðist lítill fótur og agnarsmá álfamær með dökkar langar brár í ljósum náttkjól bærði á sér. Hún lá ofan á sænginni með annan fótinn á koddanum og hinn út úr. „Hún er strax búin að gera upp- reisn gegn foreldrunum," hvíslaði ég stríðnislega frá gamla heygarðs- horninu, en úr andlitum þeirra beggja skein fullvissan um að hún yrði ætíð ljósið í tilveru þeirra. „Æ, henni hefur orðið heitt, elsk- unni litlu!“ - og ég fann hvernig gráglettnin hvarf úr andrúmsloftinu og hugskotinu og ást þeirra fyllti herbergið. Svona augnablik eru einkenni- lega eilíf þegar þau gerast og mann undrar að tíminn skuli megna að líða berandi þau í skauti sínu. Og þó var hún einn góðan veðurdag farin að svara í símann og koma til dyra og tilkynna hver staðan væri á heimilinu: „Pabbi er að lúlla,“ sagði hún einn sunnudagseftirmið- dag þegar sófinn og hnausþykkt dagblað höfðu í sameiningu borið sigurorð af pabba hennar og sent hann inn í draumalandið um stund. Hún vakti hann fyrir áeggjan mömmu sinnar og undir nákvæmri leiðsögn gestsins um það hvernig maður kitlar pabba sinn undir iljun- um... Þannig liðaðist lífið áfram og ástin í augum þessara vina minna varð kyrrlát og djúp. Svo voru lið- in næstum nítján ár og hún orðin menntskælingur eins og við forðum en hafði nýverið lofað mömmu sinni því að búa ætíð í grenndinni þegar hún flytti að heiman! Þá kom þessi mikli töframaður á leiksviði lifsins sem sýnir okkur tilveru okk- ar í skæru leiftri, dauðinn, og í augum ykkar sá ég og í hjarts- lætti ykkar fann ég að sál hennar býr í ást ykkar þar til guð kallar þennan hjartfólgnasta sendiboða sinn í nýja för í þágu anda síns, ástarinnar. Gunnlaugur Sigurðsson frá Hallormsstað. í dag kveðjum við vinkonu okkar Sigríði Huld Kjartansdóttur. Við kynntumst Sirrýju í gegnum Örvar son okkar en þau urðu mjög náin og á síðustu mánuðum hefur hún verið heimagangur ’ hjá fjöl- skyldunni. Hún kom okkur fyrir sjónir sem traust og heilsteypt ung stúlka. Andlát hennar bar brátt að. Á einu andartaki var hún hrifin burt og eftir sitjum við með sorg í hjarta. Stillt vakir ljósið í stjakans hvítu hönd. Milt og hljótt fer sól yfir myrkvuð lönd. Ei með orðaflaumi mun eyðast heimsins nauð. Kyrrt og rótt í jörðu vex kom í brauð. (Jón úr Vör.) SIGRÍÐUR HULD KJARTANSDÓTTIR Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Fjölskyldu Sirrýjar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðju. Fjölskyldan Huldubraut 54. Desember 1995. Hver er þessi unga fallega stúlka með dökka hár- ið sem er hérna að hjálpa til? Bíddu, hverja ertu að tala um? Þessa í svarta kjólnum sem geislar svo af. Já, þú meinar Sirrý, hún er dóttir Gurru og Kjartans. Páskar 1996. Sirrý mín. Ér þetta kærastinn, er þetta Örvar? Viltu gera svo vel að koma með gripinn og sýna okkur hann. Sirrý verður að sjálfsögðu við bóninni og snýr unnustanum í hringi svo hægt sé að meta hann almennilega. Fjórum dögum seinna, símhring- ing, Sirrý orðin hastarlega veik og nokkrum klukkustundum seinna hefur hið ótrúlega gerst, 18 ára lífs- glöð og hress telpa hefur kvatt þetta líf. Við spurningum sem vakna fást engin svör, hvers vegna hún, hún sem átti allt lífið framundan, hún sem einmitt núna var svo hamingju- söm og ánægð með lífið og tilver- una? Eftir sitja ástvinir og syrgja en þótt sorgin sé mikil og söknuður- inn sár þá er þó hægt að hugga sig við það sem enginn, ekki einu sinni dauðinn, getur frá okkur tekið og það eru minningarnar. Leiðir okkar Sirrýjar hafa legið meira og minna saman frá því hún kom í þennan heim og sú minning sem ég mun geyma í mínu hjarta er um stúlku sem var alltaf hrein og bein og svo yndislega einlæg. Elsku Gurra, Kjartan, Stefán og Örvar, ykkur, og alla þá sem unnu Sirrý, bið ég guð að styrkja og hugga. Þröstur. Kveðja frá Menntaskólanum í Kópavogi Þegar vorið fyllir loftið og próf- annir eru að hefjast í skólanum okkar er ein úr hópnum hrifin brott nær fyrirvaralaust. Við erum óþyrmilega minnt á hve lítils megn- ug við erum andspænis dauðanum. Eftir standa nemendur og kennarar með þá spurn á vörum hví forsjónin hrífi svo skyndilega brott unga efni- lega stúlku í blóma lífsins frá ást- vinum og ættingjum. Hún sem kom úr páskaleyfi ánægðari en nokkru sinni fyrr og full af metnaði í nám- inu. Á nokkrum klukkutímum er hún heltekin af sjúkdómi sem ekk- ert fæst við ráðið, lífið er horfið á svipstundu. Þegar slíkir sorgarat- burðir gerast verður mönnum orða vant. Þtjá undanfarna vetur var Sigríð- ur Huld við nám í Menntaskólanum í Kópavogi á náttúrufræðibraut. Hún var greind og góður námsmað- ur, áhugasvið hennar lágu víða og tíður gestur var hún á bókasafni skólans. Sigríður var vel lesin og hafði kafað dýpra á mörgum sviðum en títt er um jafnaldra hennar. Hún var sterkur persónuleiki og ófeimin við að láta í ljósi skoðanir sínar. Þó svo dagfarsprúð, ljúflynd og íhugul. Þessi glæsilega stúlka hafði allt til að bera til að farnast vel í lífinu. Það er skuggi yfir skólanum eft- ir þessi válegu tíðindi en eftir lifir minning um góða stúlku og þakk- læti fyrir að hafa mátt njóta sam- vistanna við hana í þrjá vetur. Fyr- ir hönd allra í Menntaskólanum í Kópavogi sendi ég aðstandendum Sigríðar okkar dýpstu samúðar- kveðjur og bið algóðan Guð að styrkja þá og blessa í óbærilegri sorg þeirra. Margrét Friðriksdóttir skólameistari. Hinn 12. apríl síðastliðinn vökn- uðu nemendur Menntaskólans í Kópavogi upp við vondan draum. Sigríður Huld Kjartansdóttir skóla- systir okkar hafði kvöldið áður ver- ið tekin frá okkur á óskiljanlegan hátt, svo fljótt að fáir áttuðu sig á því hvað hefði gerst. Fyrst um sinn spyija margir; hvers vegna? En þegar stórt er spurt verður fátt um svör og þegar dauðinn ber að dyrum svo nálægt okkur unga fólkinu kemur hann öllum í opna skjöldu. Við leiðum lítið hugann að dauðan- um og finnst hann ekki eiga heima í menntaskóla fullum af ungu fólki sem er að heíja langferð lífsins, fyrr en svona atburðir eiga sér stað og vekja okkur til umhugsunar um lífið. Sirrý, en það var hún kölluð af skólafélögum sínum, var alltaf bjartsýn, jákvæð og góð. Hún fyllti skólann góðum anda með nærveru sinni og verður það skarð sem hún skilur eftir sig aldrei fyllt. Við nem- endur Menntaskólans í Kópavogi þökkum innilega fyrir þær góðu stundir sem við fengum að eiga með henni og sannarlega urðu allt of fáar. Við munum ávallt minnast hennar sem þeirrar tilfinningaríku og glaðlyndu manneskju sem hún var. Við sendum fjölskyldu hennar og aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. En sælan brennir sárar en kvölin síðar meir það blóm sem ætlar blíðast að lifa bráðast deyr (Siprður Pálsson.) F.h. Nemendafélags MK, Gissur Páll Gissurarson. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnar honum yfir. Dáinn er ég þér. En þú munt lifa undir himni mínum þar til myrkvast hann. Missa hlýt ég þá eins og þú hefur gert ljós dagsins land, sögu, sérhvern mann. (Hannes Pét.) I dag kveðjum við vinkonu okkar og skólasystur, hana Sirrý Huld. Hvern hefði órað fyrir því að eitt- hvert okkar færi svona snemma á lífsleiðinni. Það er á stundum sem þessum sem maður finnur til van- máttar síns gagnvart lífinu. Mið- vikudaginn eftir páskafrí var okkar síðasta stund með henni. Þann dag eins og marga aðra daga kom hún askvaðandi inn í tíma á síðustu stundu, tilbúin að takast á við það sem dagurinn bæri í skauti sér. Daginn eftir urðum við öll vör við að hana vantaði í skólann því hún var vön að láta mikið á sér bera og taka málstað þeirra sem áttu undir högg að sækja. Þessi eigin- leiki er sá sem hennar verður einna helst minnst fyrir. Á föstudags- morgni barst okkur sú sorgarfrétt að Sirrý vinkona okkar hefði látist kvöldið áður. Við vildum ekki trúa þessu. Þungi hvíldi yfir okkur öllum. Allar okkar fyrri áhyggjur urðu að engu og doði hvíldi yfir öllum skól- anum það sem eftir var dagsins. Jákvæð, heiðarleg, einlæg eru þau orð sem koma fyrst upp í hug- ann þegar Sirrýjar er minnst. Öll höfðum við tekið eftir því hve ham- ingjusöm hún hafði verið undan- farna mánuði, sérstaklega vegna sambands hennar og Örvars. Það var alltaf hlýlegt í kringum Sirrý, okkur leið öllum vel í návist henn- ar. Hún tók okkur öllum sem jafn- ingjum og hafði áhuga á okkur og því sem við vorum að fást við. Elsku Sirrý, þú skilur eftir þig stórt skarð sem aldrei verður fyllt aftur hvorki í skólastofunni né í huga okkar, en minning þín mun lifa áfram í hjarta okkar. Sirrýjar er sárt saknað í hópnum. Við vott- um fjölskyldu hennar og ástvinum okkar dýpstu samúð. Þriðji bekkur MK. Sirrý vinkona er látin. Ég vissi ekki að lífið væri svona stutt. Ég kynntist Sirrý í byrjun síðast-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.