Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 89. TBL. 84. ARG. FÖSTUDAGUR 19. APRIL1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ísraelar vændir um fjöldamorð í Suður-Líbanon • Hizbollah skaut flugskeytum 300 metrum frá flóttamannabúðunum • SÞ segja viðvörun Israela hafa borist eftir árásina Reuter FRIÐARGÆSLULIÐAR bera brott jarðneskar leifar líbansks flóttamanns eftir að Israelar gerðu sprengjuárás á varðstöð Sameinuðu þjóðanna skammt frá þorpinu Qana í Líbanon. NIU manns, þ. á m. sex börn, fórust þegar þriggja hæða hús hrundi í loftárás Israela á bæinn Nabatiyet al-Fawqa. Á mynd- inni sést maður syrgja ættingja sína, sem létu lífið i árásinni. 100 flóttamenn falla í árás á varðstöð SÞ NÆR eitt hundrað mahns, aðallega líbanskir flóttamenn úr röðum óbreyttra borgara, fórust í gær er ísraelar gerðu sprengjuárás á Hiz- bollah-skæruliða í suðurhluta Líban- ons. Fólkið hafði leitað skjóls í bæki- stöð friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanha í bænum Qana. Níu manns, þ. á m. sex börn, fórust fyrr um daginn í loftárás Israela á bæinn Nabatiyet al-Fawqa. Hamas, samtök palestínskra heittrúarmanna, sem stóðu fyrir mannskæðum sprengju- tilræðum í ísrael í febrúar og mars, hótuðu í gær að hefna þess grimmi- lega ef árásum á Hizbollah-skæru- liða í Líbanon yrði haldið áfram. Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, sagðist í gærkvöldi reiðubú- inn að fara að tilmælum Bills Clint- ons' Bandaríkjaforseta og semja strax um vopnahlé ef Hizbollah- menn gerðu slíkt hið sama. Hizbollah svaraði að skilyrði fyrir vopnahléi væri að sáttmáli frá 1993 um áð hvorugur aðili gerði almenna borg- ara að skotskífu tæki gildi á ný. Peres sagðist á blaðamannfundi í Tel Aviv harma mannfallið í röðum óbreyttra borgara en taldi Hizbollah- skæruliða bera alla ábyrgð á harm- leiknum. Sýrlendingar og Líbanar ísraelar harma mannfallið og kveðast reiðubúnir til að ræða vopnahlé myndu kalla hörmungar yfir Líban- on ef þeir tryggðu ekki að skærulið- ar hyrfu frá bækistöðvum sínum sem þeir nota til að skjóta katjúsha-eld- flaugum á nyrstu byggðir í ísrael. Fórnarlömbin í Qana munu flest hafa verið konur og börn í tveim bráðabirgðaskýlum í stöð gæslulið- anna. Annað skýlið brann til grunna. Gólfin í skýlunum voru að sögn sjón- arvotta þakin líkum, tættum líkams- hlutum og særðu fólki. Sjúkrabílar voru þegar sendir af stað en ísraelsk- ar flugvélar héldu áfram að varpa sprengjum á Qana og bækistöðina sem er í útjaðri bæjarins. „Hvarertu,Guð?" Skelfing og örvænting ríkti meðal ættingja fórnarlambanna. „Hvar ertu, Guð?" hrópaði örvæntingarfull kona og steytti hnefann gegn himni í ringulreiðinni á sjúkrahúsi í borg- inni Týrus er verið var að flytja þangað látna og særða frá Qana. Hvarvetna grét fólk hástöfum af sorg og bræði er lík barnanna voru borin inn, tvö eða þrjú saman í poka. Blóðtaumar voru um gangana, önn- um kafnir læknar og hjúkrunarfólk kepptist við að liðsinna særðum. Björgunarmaður bar lík af barni og lyfti ábreiðu af höfði þess fyrir sjón- varpsmenn: „Takið mynd af honum. Leyfið Peres að sjá hvað hann gerði". I árásinni á Nabatiyet al-Fawqa í gærmorgun fórust móðir og sex börn hennar, það yngsta nýfædd dóttir. Eiginmaðurinn hafði látið flytja þau í hús sem hann taldi ör- uggara en sitt eigið. Sjálfur var maðurinn í pílagrímsferð til Mekka. Hizbollah-skæruliðar vísuðu á bug að þeir hefðu skotið eldflaugum frá stað í aðeins um 300 metra fjarlægð frá búðum friðargæsluliða SÞ. Tals- maður SÞ hafði eftir yfirmanni gæsl- uliðsins í Líbanon að flaugum hefði yerið skotið 15 mínútum áður en ísraelar létu sprengjum rigna yfir stöðina. Talsmaðurinn hafði eftir sérfræðingum SÞ að um væri að ræða „dæmigerða bardagaaðferð skæruliða, að skýla sér bak við óbreytta borgara". Amnon Shahak hershöfðingi, yfir- maður herafla ísraels, fullyrti í gær að fulltrúar SÞ hefðu verið varaðir við því að árás yrði gerð en ísraelar hefðu ekki vitað að óbreyttir borgar- ar, alls nær 500 manns, væru í bækistöðinni. Líklega hefði ekki unnist tími til að koma öllu fólkinu í öruggt skjól. Reuter hafði eftir ónafngreindum embættismanni Sameinuðu þjóð- anna i New York í gærkvöldi að viðvörun ísraelshers hefði ekki bor- ist í tæka tíð. I skýrslu frá yfir- manni sveita SÞ í Líbanon segði að árásin Tiefði verið gerð klukkan 14.13, en viðvörunin hefði borist klukkan 14.16 að staðartíma. Ferðamenn myrtir í Kaíró Sautján grískir ferðamenn voru skotnir til bana í Kaíró í Egypta- landi í gær. Að sögn Jóhönnu Krist- jónsdóttur, fréttaritara Morgun- blaðsins á staðnum, ríkir skelfmg í borginni og hefur komið til greina að setja útgöngubann. Talið er að múslimskir bókstafstrúarmenn hafi framið verknaðinn og þeir hafí hald- ið að þar færu ísraelskir ferðamenn. ¦ Sýrlendingar í lykilaðstöðu/17 ¦ Sautján grískir/18 Arás Isra- ela víða fordæmd New York, Amman, Jerúsalem. Reuter. BOUTROS Boutros-Ghali, fram- kviemdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, lýsti „hryllingi sínum" og fordæmdi árás ísraela á óbreytta borgara í Líbanon í gær þar sem um 100 flóttamenn létu lífið. Hussein .lórdaníukouiingur sagði árásina „glæpsamlega" og krafðist þess að þegar yrði bundinn endi á árásir ísraela á „bræðraþjóðina í Líbanon". Yfirvöld í Beirút kröfðust al- þjóðlegra aðgerða til að stöðva árásir Israela þegar í stað. For- sætisráðherra Jórdaníu kallaði sendiherra ísraels á sinn fund til að afhenda honum mótmæli. I orðsendingu til líbanskra stjórnvalda var ennfremur sagt að ísraelar yrðu að draga her sinn frá spildunni sem þeir her- sitja syðst í Líbanon. . Clinton hvetur til vopnahlés „Ég hvet alla deiluaðila til að semja þegar í stað um vopna- hlé," sagði Bill Clinton Banda- ríkjaforseti í gær í Pétursborg en hann er á leið á Ieiðtogafund í Moskvu. Sagðist hann ætla að senda Warren Christopher utan- ríkisráðherra til að reyna að miðla ináluin. Bandaríkjamenn reyna nú af alefli og í samstarfi við Frakka að stilla til friðar. Ráðamenn Breta og Frakka lýstu hryggð sinni og áhyggjum vegna mannfallsins en létu hjá líða að fordæma ísraela. Er fólk á gðtum úti í ísrael var spurt álits sögðu margir hræðilegt að saklaust f ólk úr röðum óbreyttra borgara í Líbanon skyldi hafa fallið. Kannanir fyrir árásina sýndu að 86% aðspurðra studdu að- gerðirnar og flestir virtust enn vera sama sinnis þrátt fyrir at- burðina í gær. ISRAELAR RAÐAST A FLOTTAMENN Líbanskur embættismaður sagði að um 100 manns, aðallega flóttafólk, hef ðu farist í gær og 109 særst er ísraelar gerðu sprengjuárás á búðir friðargæsluliða SÞ í Qana í suðurhluta landsins. Fyrr um daginn gerðu ísraelar loftárás á hús í bænum Nabatiyet al-Fawqa og féllu þar níu manns. MIÐJARÐAR HAF I i © Sídon 10 km LIBANON ié VjiX. Öryggis- Nabatiyet svæöi ^CÍxÍsraela Týrusf A, ^StöðSÞi {' "'^Qana ® Naharia I S R A E L REUTERS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.