Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Ljóska Smáfólk WELL, SNOOPV, WI5H ME LUCKJ'M OFF TOTHE 5U/EETHEART BALL.. ^------ man's best frienr" BUT WE NEVER GET INVlTEP anyplace. Jæja, Snati, óskaðu mér góðs gengis ... ég er að fara á para- ballið... Mér þykir leitt að þú getur ekki komið með mér ... „Besti vinur mannsins11, en okkur er aldrei boðið neitt. BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Stungið á kýlinu Frá Jenný Stefaníu Jensdóttur: STUNDUM er talað um „að komast á spenann" þegar fólk ræðst til starfa hjá hinu opinbera. Nýlega heyrðist tillaga um að skilgreina þessa starfs- menn lýðveldisins upp á nýtt í „al- menningsþjóna“ með skírskotun til enska heitisins á hinni ört vaxandi starfstétt: public servants. Frumvarpsdrög um breytingar á lögum um réttindi og skyldur al- menningsþjóna eru kjörkuð viðleitni í þá átt að stinga á kýlinu og eyða blóðbragðinu af snarmjókkandi mjólkurbunu hagkerfisins. Það vekur ugg í bijósti víðsýnna almennings- þjóna, sem vilja hefja störf sín til tilhlýðilegrar virðingar, þegar upp rísa pattaralegir hagsmunaverðir, sem virðast nærast best á blóðbland- aðri mjólk. Kannski eru þeir líka persónugervingar hinna dýranna í sögunni um „Litlu gulu hænuna“. Lífeyrismál Lífeyrismál almenningsþjóna eru eitt af mörgum kýlum sem stinga þarf á strax í dag en ekki á morg- un. Ekki viljum við íbúar lýðveldisins breytast í blóðsugur sem sofa á dag- inn þegar sólin skín og vaka á nótt- unni þegar vindur hvín? Breyttir tímar kalla á breytt við- horf. Skynsemi, réttlæti, heildar- hagsmunir og langtímasjónarmið velta andhverfum sínum smátt og smátt úr sessi. Þótt rökrétt væri að ætla að yngri kynslóðir temdu sér ný viðhorf á meðan eldri kynslóðir ríghaldi í þau gömlu, er það ekki alltaf svo. Misgengiskynslóðinni svokölluðu þótti sársaukafullt þegar stungið var á gjafalánakýlinu, með tilkomu verð- tryggingar lána. Sársaukinn starfaði af umframverðtryggingu lána gagn- vart launum. Aldrei heyrðust þó raddir um að óréttlætið eða ósann- girnin birtist hins vegar í getu- og. viljaleysi sjóðagæslumanna ríkis og verkalýðsfélaga við að ná til baka „gjöfunum" eða meta þær S formi fyrirframtekinna lífeyrisréttinda, svo dæmi sé tekið. Nei, þetta var bara eins og hver annar happdrættisvinningur, sem fólst m.a. í hraðri eignamyndun á stórum einbýlis- og raðhúsum. Af heilum hug samgleðst ég vinnings- höfum, trú þeirri sannfæringu að allir vinni einhvern tíma í happ- drætti lífsins, sem eins og allir vita snýst ekki bara um peninga og völd. Á sama hátt þarf að stinga á öllum öðrum kýlum. Er það kannski hugs- anlegt að vinningshafar í gjafalána- happdrættinu-, sem „fjárfestu" í hús- um, menntun og völdum, fylli þann flokk hagsmunavarða sem beijast best og mest gegn auðlindagjaldi og afnámi forréttinda fárra útvaldra en fyrir sérhagsmunum og skammtíma- gróða þeirra hinna sömu? Pattaraleg- ir hagsmunaverðir verða að átta sig á því að þeir starfa ekki í umboði eða þökk meirihluta íslendinga, sem eru auðvitað allir ófæddir íslendingar eins og komist var svo skemmtilega að orði í Almannarómi á dögpinum. Metnaður og ábyrgð okkar sem nú stöldrum hér við í starfí og leik og njótum auk þess þeirra forréttinda að búa á fögru landi, er að sjá um að mjólkurbunan verði feit og fín handa fæddum og ófæddum bömum okkar. JENNÝ STEFANÍA JENSDÓTTIR, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri iðnfyrirtækis. Lögreglan hvetur til notkunar reiðhjóla- hjálma Frá Lögreglunni á Suðvesturlandi: ÁVALLT skal nota hjálma við hjólreiðar. FYRSTI dagur sum- ars er á næsta leiti. Fjölmargir hafa þeg- ar tekið fram reiðhjól sín. Á næstunni mun lögreglan á Suðvest- urlandi huga sérstak- lega að notkun hjálma á meðal reið- hjólafólks á svæðinu. Hún mun af því til- efni m.a. dreifa bækl- mgi um notkun hjálma, útgefnum af lögreglunni, Slysa- vamafélagi íslands og Umferðarráði. Lögreglan beinir þeim tilmælum til fólks að það noti ávallt hjálma við hjólreiðar. Á undanfómum árum hef- ur fólk gert sér grein fyrir mikilvægi þess að nota öryggishjálma til að veija höfuðið ef óhöpp ber að hönd- um. Notkun þeirra hefur farið ört vaxandi, sérstaklega á meðal þeirri yngri. Mikilvægt er að venja böm við að nota aldrei reiðhjól án þess að vera með hjálm. Mikilvægt er að velja góðan hjálm og ekki síður að kenna bömunum að nota hann rétt. ÞORGRÍMUR GUÐMUNDSSON, Reykjavík. KARL HERMANNSSON, Keflavík, TÓMAS JÓNSSON, Selfossi, ÓLAFUR K. GUÐMUNDSSON, Hafnarfirði, EIRÍKUR TÓMASSON, Kópavogi, SIGURÐUR ÁGÚSTSSON, Grindavík, ÓMAR SMÁRIÁRMANNSSON, Reykjavík. Allt efni sem birtist ( Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt ( upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, bvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.