Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ LA UFEY ENGILBERTS + Laufey Björg Magnúsdóttir Engilberts fæddist í Reykjavík 26. júlí 1908. Hún lést 9. apríl síðastiiðinn. Laufey var dóttir Margrétar Magnús- dóttur frá Horni i Skorradal og Magnúsar Magnús- sonar frá Beitistöð- um í Leirársveit, verkamanns í Reykjavík. Systkini Laufeyjar voru Magnea Ingileif húsfreyja, 1905-1958, Þórunn Elfa rithöfundur, 1910-1995, og Gunnar Aðalsteinn, klæðskeri og kaupmaður, 1913-1990. Árið 1944 giftist hún Grími Alfreð Engilberts Sigurjónssyni, prentara og síðar ritstjóra Æskunnar, 1912-1988, og eign- uðust þau soninn Sigutjón Birgi. Utför Laufeyjar hefur farið fram í kyrrþey. Yfír hlíðum aftanblíða hvílir; sefur í víðirunni rótt tjúpan kvíðalaust og hljótt. Ennþá vakir ein og kvakar lóa, sú hin staka, sæta raust sér að baki felur haust. Daggir falla, dagsól alla kveður, en mig kallar einhver þrá yfír fjallaveldin blá. (Hulda) Föðursystir mín, Laufey Engilberts, var kvödd fimmtudaginn 18. mars. Þá er fallið frá hið síðasta af systk- inunum fjórum, börn- um Margrétar Magnú- dóttur og Magnúsar Magnússonar. Þau voru bæði Borgfirðing- ar og raunar frænd- semi með þeim. Laufey fæddist í Reykjavík og bjó þar alla tíð. Hún var því innbor- inn Reykvíkingur snemma á öld- inni, en þá var höfuðborgin allmiklu smærri og fámennari en núna. Síð- ustu árin hefur fækkað mjög hinum gömlu Reykvíkingum sem slitu barnsskóm á mölinni í byijun aldar- innar, deildu með borginni kjörum sínum og lífi öldina nánast alla, með þeim gífurlegu breytingum sem urðu á þeim tíma á lífsháttum manna og skilyrðum. Magnús faðir hennar var verka- maður og sjómaður, vann m.a. hjá vegagerðinni, og var oft í burtu um sumartlmann í síldarvinnu. Hann var kóngsins lausamaður, í eðli sínu menntamaður og vel hagorður og notaði allar þær stundir er hann gat til að grúfa sig yfir bóklega t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, BJÖRNS EGGERTSSONAR. Guðrún Sveinsdóttir, Sævar Björnsson, Sigríður V. Guðmundsdóttir, Eggert P. Björnsson, Ingigerður Björnsdóttir, Eysteinn Jónsson, Svandís Þóroddsdóttir, Gunnar A. Þórisson, Ómar Ellertsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar, GUÐRÚNAR GUNNARSDÓTTUR, Akursbraut 22, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki E-deildar Sjúkrahúss Akra- ness. Róbert Ingólfsson, Vigdís Magnúsdóttir, Sigurður Sigfússon, Anna Helga Hjörleifsdóttir, Erla Aðalheiður Hjörleifsdóttir, Daði Kristjánsson, Ágústína Hjörleifsdóttir, Sigvaldi Loftsson, Hjördís Guðrún Hjörleifsdóttir, Sveinn Þorláksson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, PÉTURS BOLLA BJÖRNSSONAR, Hólavegi 36, Sauðárkróki. Ragnheiður Erlendsdóttir, Hanna Kristfn Pétursdóttir, Óli Sigurjón Pétursson, Þórhildur Jakobsdóttir, Unnar Már Pétursson, Fríða Björk Gylfadóttir, Þröstur Heiðar Þrastarson, Hallf ríður Sigurbjörg Óladóttir. MINNINGAR iðju, voru það eflaust stolnar stund- ir sem móðirin Margrét varð að bæta upp eins og hún mátti með vinnu á heimili og ýmis ígrip utan þess, þvotta, sauma o.fl. Um Magn- ús orti Jón Magnússon Borgfirðing- ur þessa stöku: Harður var í hrosta gnýr, hrundi gull af skálum, þegar Magnús hugum hýr hreyfði bragarmálum. Fjölskyldan bjó lengi við Skóla- vörðustíg 3 og börnin léku sér á holtinu í námunda við Skólavörðuna og Steinkudys. Þangað fóru borg- arbúar í lystigöngu með börn sín á góðviðrisdögum með nesti og kaffi- flöskur í svellþæfðum sokkum. Fað- irinn hafði dálæti á Laufeyju, segir Þórunn Elfa í minningabók sinni, Frá Skólavörðustíg að Skógum í Öxarfirði: „...ef til vill fann hann hjá henni eitthvað sem honum var eðlisskyldara en var að finna hjá hinum systrunum. Hann gat líka verið hrifinn af henni vegna þess að hún var mesta efnisbarn og þótti vel greind..." Ótraust afkoma setti mark sitt á heimilið og hjónin urðu að beij- ast áfram með barnahópinn sinn. Heimsstyijöldin fyrri skapaði erfið- leika. Stundum var atvinnuleysi og fylgdi skortur í kjölfarið, en veik- indi lögðust þungt á bjargarlítil heimili. Yngstu telpuna, Þórunni, varð móðirin að senda frá sér tií systur sinnar norður í land sem var henni þungbært. Margrét vakti dyggilega yfir börnum sínum, trúin var henni sá styrkur er gerði henni fært að annast þau og heimilið af þolgæði. Þegar á bjátaði huggaði hún börn sín, las yfir þeim bænir og tilvitnanir í ljóðmæli sem hún kunni ógrynni af. „Mér finnst ég aldrei hafa kynnst presti á borð við hana móður mína,“ ritar Þór- unn Elfa. Foreldrarnir voru ólíkir í sjón og raun og skildu um síðir að skiptum. Þegar Laufey stækkaði langaði hana til að njóta hæfileika sinna og freista þess að hljóta betra gengi en foreldrar hennar og komast til mennta. Hún hafði mikinn hug á að nema málaralist og síðar að ganga í Kennaraskðlann, en fjár- skortur hamlaði. Málverk sem eftir hana liggja sýna að þar var ótví- rætt góður efniviður. Sagt er að faðir hennar, sem þá bjó við betri efni, hafí neitað að styrkja dóttur sína til náms. Sjálfri hefði mér ekki komið til hugar að frænka mín léti vanmátt hamla sér, svo mjög bar ég lotningu fyrir henni sem barn og fannst að ekkert gæti staðið í vegi fyrir vilja hennar ef hún beitti sér á annað borð. Hún var mikil persóna og hafði sterkan metnað, naut sín vel á mannamótum, var þá ræðin vel, fasmikil og hló dátt. Laufey sinnti ýmsum störfum, svo sem við verslun bróður síns, Gunnars Aðalsteins, þar sem hún var vérslunarstjóri um tíma. Einnig lagði hún til ýmislegt efni í Æskuna sem Grímur ritstýrði um langt skeið, m.a. þýddi hún sögur í blað- ið. Hún tók mikinn þátt í félags- störfum, var um árabil í Kvenfélagi sósíalista og Prentarakvennafélag- inu Eddu, og í stjóm beggja félaga um skeið. Heimili þeirra Gríms Engilberts í tvílyfta timburhúsinu við Njálsgötuna, þar sem foreldrar hans höfðu búið, var menningar- heimili, þar var málaralistin höfð í miklum metum og stunduð af Lauf- eyju framan af en síðan Siguijóni Birgi Engilberts, syni þeirra. ís- lenskar bókmenntir voru einnig framarlega í sæti og Laufey glæddi snemma áhuga sonarins fyrir leik- húsi. Síðar starfaði hann lengi við Þjóðleikhúsið se.m leiktjaldamálari og hefur jafnframt lagt fram merk- an skerf til leikbókmennta. Þegar ég var barn kom ég oft á heimili frænku minnar, og fyrir kom að ég dvaldi hjá henni vikutíma eða svo. Alltaf voru það góðar stundir og gagnlegar, enda frænku minni annt um mig og sýndi það á marg- víslegan hátt. Meðal annars dró hún fram hluti sem bjuggu í mér og aðrir höfðu ekki séð eða leitað eft- ir. Slíkt fólk er fágætt hveijum þeim sem nýtur. Ég þakka Lauf- eyju Engilberts frænku minni inni- lega samfylgdina. Berglind Gunnarsdóttir. + Móðir mín, LAUFEY MAGNÚSDÓTTIR ENGILBERTS, er látin. Jarðarförin hefur farið fram. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð. Birgir Engilberts. + Ástkær faðir og tengdafaðir, VIGFÚS JÓHANNESSON, fyrrv. verkstjóri í Kveldúlfi, Bólstaðarhlið 50, Reykjavík. lést á hjúkrunardeild Grundar sl. sunnudag. Útför verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. aprfl kl. 13.30. Helgi Falur Vigfússon, Eva Danné Mortensen, Sviþjóð, Unnur Vigfúsdóttir Duch, J. Duch, Kaliforníu, Ingibjörg H. Vigfúsdóttir, Sauðárkróki + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, fósturmóðir og amma, SALÓME GÍSLADÓTTIR, frá Arnarhóli í Vestmannaeyjum, lést 12. apríl síðastliðinn. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. apríl og hefst kl. 15:00. Jarðsungið verðurfrá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 20. apríl og hefst athöfnin kl. 14:00. Fyrir hönd vandamanna, Gísli Vigfússon, Sigríður Níelsdóttir, Vigfús Gíslason, Sólveig Gísladóttir, Nrels Rúnar Gíslason, Hulda Samúelsdóttir, Ágúst Hreggviðsson. Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur hið sama en orðstír deyr aldregi Hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Mig langar að minnast í fáum orðum Laufeyjar, sem gift var föð- urbróður mínum Grími Engilberts, fyrrverandi ritstjóra barnablaðsins Æskunnar. Þegar sest er niður og minnst liðinna tíma, hrannast minningarn- ar upp frá Njálsgötu 42. Páskadag- ur fyrir 50 árum þegar Birgir fæddist og stoltið skein úr andliti foreldranna. Glampi í augum þegar Birgir útskrifaðist sem leikmynda- teiknari og hóf störf í Þjóðleikhús- inu. Gleðin þegar fyrsta leikrit Birgis var sett upp. Laufey í eldhúsinu með fullt af gestum, mikið hlegið og mikið spjall- að fram á nótt, bæði um listir og pólitík, já, þar voru þau hjónin á heimavelli. Vinir Birgis úr Þjóðleik- húsinu, Jón Júl., Gunnar Bjamason, Guðlaugur Rósinkranz og fleiri, voru aufúsugestir og alltaf tók Laufey á móti öllum með opnum örmum. Málað gat hún og hafði Birgir því ekki langt að sækja listræna hæfi- leika sína. Dugnaðurinn í henni fór svo sannarlega ekki fram hjá mér þegar við systurnar fengum að búa á Njálsgötunni. Ef hún var ekki að hjálpa Grími við þýðingar eða hvað- eina sem viðkom bamablaðinu Æsk- unni, var hún að malla eitthvað of- aní okkur systurnar eða gesti og gangandi. Dvöldum við oft langdvöl- um á heimili þeirra þegar mamma og pabbi vom erlendis, enda Austur- bæjarskólinn á næsta horni. Njálsgata 42 á gamlárskvöld, hangikjötslykt, kertaljós og jólaöl. Minningin ljóslifandi enda var það árviss viðburður að fjölskyldan kæmi saman og fagnaði nýju ári. Síðan liðu árin og ég eignaðist Gretu, dóttur mína, sem einnig fékk að koma og vera hjá Laufeyju og Grími frænda. Hún hoppaði þangað létt í spori af tilhlökkun og kom þaðan glöð og fór með vísur og sög- ur fyrir okkur sem hún hafði lært undir súð á loftinu hjá Laufeyju. Kettimir þeirra vom í miklu uppá- haldi hjá Gretu og vildi hún helst eiga þá alla og taka með sér heim. Mikið vatn hefur runnið til sjáv- ar síðan en minningarnar tekur enginn frá okkur. Síðustu árin átti Laufey við heilsuleysi að stríða og tók því með æðruleysi og reisn. Hún dvaldi síðustu árin í Hátúni og að lokum á Dvalarheimili aldraðra sjó- manna og vil ég þakka öllum þeim er önnuðust hana kærlega fyrir óeigingjart starf. Langur starfsdagur er liðinn. Ég og Greta þökkum Laufeyju sam- fylgdina og leiðsögn og sendum Birgi hlýjar samúðarkveðjur, en minnumst þess að hún varð hvíld- inni fegin. Hvíl í friði, kæra Laufey. Birgitta Engilberts og fjölskylda. . I . SYNUM SAMUD Bcrum sorgar- og samúöarmerkín viö minningar- athafnir og jaröarfarir og almcnnt þegar sorg ber að höndum. Söluslaðir: Kirkjuhúsið ,Laugavegi, bensín- stöövar og blómabúðir um allt land. Þökkum stuöninginn. HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS FRÁBÆR ÞJÓNUSTA gIKERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.