Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR LESBÓK C/D 90. TBL. 84. ARG. LAUGARDAGUR 20. APRIL1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS BERLUSCONI (th.) ásamt Fini á útifundinum í gærkvöld. Varað við forsjánni Róm. Morgnnblaðið. SKÍRSKOTANIR til sögunnar, frelsis og kommúnistagrýlunnar voru uppi- staðan í ávörpum leiðtoga Frels- isbandalagsins, kosningabandalags hægri flokkanna, á lokaútifundi í Róm í gærkvöldi. Varað var við Olífu- bandalaginu, kosningabandalagi vinstri- og miðflokka, og forsjárkerfi þess. Þegar Gianfranco Fini, leiðtogi Þjóðarflokksins, steig á ræðupallinn var enginn vafi á hver átti staðinn, svo_ ákaflega var honum fagnað. A Italíu eru þó formerkin oft öfug við það, sem er í öðrum Evrópulönd- um, og margir spá því, að vextir hækki og líran falli ef hægriflokkam- ir bera sigur úr býtum. Er ástæðan sú, að þeir þykja ekki sé nógu sam- stæðir til að stjóma. Litli og stóri Þeir Silvio Berlusconi, leiðtogi Frelsisbandalagsins, og Romano Prodi, forsætisráðherraefni Olífu- bandalagsins, leiddu saman hesta sína í einni af sjónvarpsstöðvum Berlusc- onis í gærkvöld. Þegar þeir voru sest- ir vakti það athygli eins aðstoðar- manna Prodis, að hann var eins og smápeð yið hliðina á Berlusconi. Var þá farið að athuga málið og kom þá í ljós, að stólfæturnir vom 15 sm styttri en á stóli Berlusconis. Virðast flestir trúa því, að það hafi verið með ráðum gert. Arás Israela á búðir SÞ í Qana gagnrýnd harkalega Vopnahlé milli ísraela Skömmu áður en yfirlýsingin var gefin út í Moskvu sagði Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, að hann byggist við því að vopnahlé kæmist á um helgina. Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því síðan yfír i Haag í gær- kvöld, að ísraelsstjórn hefði sam- þykkt vopnahlé féllust aðrir deiluaðilar á það. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sendi sérstakan fulltrúa sinn, Dennis Ross, á vettvang í gær til að greiða fyrir heimsókn Christoph- ers um helgina en hann mun ræða við utanríkisráðherra Rússlands, Frakklands og Ítalíu í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag til að samræma framkvæmd vopnahlés. Clinton sagði í gær, að báðir „aðilar yrðu að semja um vopna- hlé . . . þegar annar byrjar að magna upp ofbeldið er erfítt að nema staðar." Rafík al-Hariri, forsætisráðherra Líbanons, kvaðst búast við vopna- hléi innan fjögurra til fímm daga. Átökum haldið áfram Átökin héldu áfram í gær, en árásir ísraela voru ekki jafnharðar og áður. Hizbollah-samtökin sögðu að þrír skæruliðar hefðu fallið í árásum ísraela. Að sögn ísraela skutu Hizbollah-skæruliðar 20 hrinum af katúsjaskeytum á Norð- ur-ísrael. Peres sagði að hann myndi hlýða kalli Clintons um vopnahlé ef Hizb- ollah samþykkti að hætta að skjóta flaugum á ísrael og ráðast á ísra- elska hermenn í Líbanon. ■ Eyðing ísraels/18 ALLT útlit er fyrir að vopnahlé sé í nánd í Líbanon eftir að 101 líb- anskur flóttamaður lét lífið í loft- árás Israelshers á búðir friðar- g’æsluliða Sameinuðu þjóðanna í Qana á fimmtudag, mesta blóðbaði í átökum araba og ísraela í 12 ár. Leiðtogar Bandaríkjanna, Bret-- lands, Frakklands, Italíu, Japans, Kanada og Þýskalands, sem stadd- ir eru í Moskvu til að ræða kjarn- orkumál, gáfu út sameiginlega yfir- lýsingu í gærkvöldi þar sem þeir skoruðu á ísraela og Hizbollah- skæruliða að semja um vopnahlé og Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær, að ísraelar hefðu fallist á vopnahlé að því tilskildu, að aðrir gerðu það líka. Árásin á fimmtudag hefur verið gagnrýnd harkalega um allan heim og ríkisstjórnir í Evrópu hvöttu til að átökunum yrði hætt. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra ís- lands, fordæmdi sprengjuárásina og sagði í fréttatilkynningu að þótt ekki væri efast um rétt Israela til sjálfsvarnar væru árásir þeirra „ekki í neinu samræmi við tilefnið". Samþykkja vopnahlé Reuter HÓPUR kvenna kom saman fyrir utan ísraelska forsætisráðuneytið í Jerúsalem í gær til að mót- mæla „Þrúgum reiðinnar“ eins og ísraelar kalla árásirnar á Líbanon. Kröfðust þær þess, að árásun- um yrði hætt og ísraelskt herlið kallað heim frá Suður-Líbanon. og Hizbollah í nánd Pavel Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, býðst til að segja af sér Vaxandi kurr innan rúss- neska hersins í Tsjetsjníju ivii Roiitnr Moskvu. Reuter. Ætla að láta sig mannfall meðal óbreyttra borgara engu skipta BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hét því í gær að refsa þeim forystu- mönnum hersins sem bæru ábyrgð á því að 53 hermenn féllu í fyrir- sát uppreisnarmanna á þriðjudag í Tsjetsjníju. Yfirmaður rússneska hersins í Tsjetsjníju vísaði hins vegar á bug hugmyndum um óbein- ar viðræður við skæruliða í landinu og sagði, að hér eftir myndu her- menn hans ekki láta ótta við mann- fall meðal óbreyttra borgara halda aftur af sér. Pavel Gratsjov, varnarmálaráð- herra Rússlands, svaraði spurning- um þingmanna Dúmunnar í gær og virtist gagnrýna óbeinlínis frið- aráætlun Jeltsíns í Tsjetsjníju. Kvaðst hann þó ekki vera henni andvígur en bauðst til að segja af sér væri hann talinn bera ábyrgð á óförum rússneska hersins. Dúman samþykkti ályktun þar sem segir að fyrirsátin eigi rætur að rekja til þess að stjórnvöld hafi vanrækt herinn en Jeltsín sagði að hann vildi eftir sem áður að hrundið yrði í framkvæmd áætlun hans um að koma á friði. Vjatsjeslav Tíkhomírov hers- höfðingi og yfirmaður rússneska hersins í Tsjetsjníju sagði í gær, að viðræður við skæruliða kæmu ekki til greina. „Fram að þessu höfum við hlíft óbreyttum borgurum þótt skæru- liðar hafi skýlt sér bak við þá en hér eftir mun það ekki standa í vegi fyrir okkur,“ sagði Tíkhom- írov. Þykja þessi ummæli sýna stjórnleysið og kurrinn innan rúss- neska hersins. Sex rússneskir hermenn féllu í Tsjetsjníju í gær og fimm manns fórust og 13 slösuðust í sprengingu sem varð á járnbrautarstöð í Norð- ur-Ossetíu, sem liggur að Tsjetsjníju, í gær. Saksóknari í öðru grannhéraði Tsjetsjníju, Íngúsetíu, sagði í gær að sprengja hefði fallið á þorpið Arshty sem er nokkra kílómetra frá landamærunum milli hérað- anna. 10 manns hefðu farist og 24 særst. Rússneskar hersveitir hafa að undanförnu gert harða hríð að skæruliðum er hafa lengi varist í Bamút sem er aðeins í fimm km fjarlægð frá Arshty. Riða milli tegunda? SU uppgötvun, að heymaurar geti borið riðusmit, sannar, að sjúkdómurinn getur borist á milli tegunda. Kemur þetta fram í grein eftir bandaríska vísinda- manninn Henryk Wisniewski í breska læknablaðinu Lancet. Reuter-fréttastofan hefur það eftir Wisniewski, að hann hafi fundið riðusmit í heymaurum frá íslandi og þegar mýs voru sprautaðar með því sýndu sumar þeirra sömu einkenni og fylgja riðu. Þetta telur Wisniewski sanna, að riðan geti borist á milli tegunda. Þess má geta, að það var Sig- urður Sigurðarson, sérfræðing- ur sauðfjárvarna á Keldum, sem kom fram með þá kenningu, að riðusmit gæti borist með hey- maurum og voru rannsóknirnar í Bandaríkjunum unnar að frum- kvæði hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.