Morgunblaðið - 20.04.1996, Side 2

Morgunblaðið - 20.04.1996, Side 2
2 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dæmt um faðerni eftir lát feðgina HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hef- ur dæmt í máli, sem kona höfðaði til að fá viðurkennt að athafnamað- ur á Höfn væri faðir dóttur hennar. Maðurinn og dóttirin létust bæði á síðasta ári, en dómurinn taldi sann- að að hann hefði verið faðir henn- ar. Þar var byggt á niðurstöðum DNA-rannsókna og gagna um sam- skipti mannsins við dóttur sína. í kjölfar þessa dóms tekur sýslumað- urinn á Höfn, fyrir hönd dánarbús mannsins, afstöðu til kröfu um að erfðaskrá mannsins verði ógild, þar sem í ljós sé komið að hann hafi átt lögerfingja. Málsatvik eru þau að kona á Höfn komst að því á árinu 1994 að hún væri að öllum líkindum ekki dóttir þess manns sem hún hafði allt sitt líf talið föður sinn. Við eftir- grennslan komst hún að því að fað- ir hennar væri að öllum líkindum athafnamaður frá Höfn. Hann mun hafa viðurkennt fyrir henni að hann væri faðir hennar. Þegar konan var fimmtug sendi maðurinn henni af- mæliskort sem hann undirritar „þinn faðir“. Konan lést snemma á síðasta ári og mánuði síðar féll at- hafnamaðurinn einnig frá. Afabömin krefjast arfs Maðurinn hafði látið gera erfða- skrá nokkrum árum áður, þar sem hann arfleiðir ættingja sína að öll- um eigum sínum, en þær voru all- miklar. Börn konunnar lögðu fram kröfu um að arfurinn gengi til þeirra með þeim rökum að mað- urinn hefði verið afi þeirra. Til að unnt væri að taka afstöðu til þeirr- ar kröfu þurfti að fá skorið úr um faðerni móður þeirra og höfðaði amma þeirra því barnfaðernismál. í dóminum kemur meðal annars fram, að samkvæmt DNA-rann- sóknum voru taldar meira en 99% líkur að athafnamaðurinn væri fað- ir konunnar. Útlendingur eftirlýstur af Interpol Farbanni hafnað HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hafnaði í gær beiðni lögreglunnar á Isafirði um gæsluvarðhald og farbann yfir útlendingi á fertugs- aldri. Maðurinn var i haldi vegna kæru ungrar konu um kynferðis- lega misbeitingu sem á að hafa átt sér stað í húsi á ísafirði aðfara- nótt sl. laugardags, en neitaði sak- argiftum. Hann lýsti sig fúsan til að sæta farbanni, en beiðni lög- reglu um það var hafnað. Við rannsóknina kannaði lög- reglan sakaferil mannsins og kom þá í ljós að hann var eftirlýstur af alþjóðalögreglunni Interpol vegna 22 mánaða nauðgunardóms í Finnlandi árið 1991. Finnsk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni krefjast framsals á manninum, en samkvæmt samn- ingi á milli landanna gæti maður- inn setið af sér finnska dóminn hér og er það því lögregluyfirvalda í löndunum að ákvarða afplánun- arstað. Þar sem maðurinn hefur neitað öllum sakargiftum hefur verið farið fram á DNA-rannsókn. Mega nota Bónustölvur HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur felldi í gær úr gildi lögbann við því að Tæknival hf. notaði heitið Bónus í samsetningu á verslunamafninu Bónustölvur. Lögbannið var sett á í maí í fyrra að kröfu Bónuss sf. Bón- us ætlar að áfrýja til Hæstaréttar. Tæknival hf. opnaði verslun undir nafninu Bónustölvur í maí í fyrra. Forráðamenn Bónuss sf. töldu að nafn verslunarinnar bryti á rétti þeirra til vörumerkisins Bónus. í málflutningnum var því haidið fram af hálfu Bónuss að vörumerki þess sé fyrir iöngu orðið að lands- þekktri ímynd lágs vöruverðs. Nafn- ið Bónus ásamt mynd af sparigrís séu helstu einkenni og vörumerki Bónusverslananna og því hafi notk- un Tæknivals á nafninu Bónustölvur strítt gegn lögum um vörumerki og samkeppnislög. í niðurstöðu dómsins segir að vörumerki stefnanda veiti honum ekki einkarétt samkvæmt vöru- merkjalögum á orðinu Bónus. Firma- nafnið Bónus veiti honum heldur ekki einkarétt enda hafi fjöldi fyrir- tækja haft það orð í nafni sínu og hafi haft á undan stefnanda. Tæknival hf. var því sýknað af kröf- um Bónuss hf. Jón Steingrímsson, deildarstjóri hjá B.T. tölvum, sagði í gær að versl- unin yrði brátt opnuð aftur undir nafninu Bónustölvur. „Við erum að sjálfsögðu ánægðir með dóminn en vorum þó aldrei í vafa um að hann félli okkur í vil.“ Bónus áfrýjar Jóhannes Jónsson í Bónus sagðist í gær vera mjög ósáttur við dóminn og að hann væri ákveðinn í að áfrýja honum til Hæstaréttar. „Þetta er svo grófur þjófnaður að við munum ekki gefast upp fyrr en í fulla hnef- ana.“ 200 verk Barböru * Amason SÝNING á verkum Barböru Amason var opnuð í Listasafni Kópavogs í gær, 19. apríi, á afmælisdegi listakonunnar. Árið 1983 færði minningar- sjóður Barböru og Magnúsar A. Árnasonar Kópavogsbæ að gjöf um 300 verk eftir þau hjón- in, þar af um 100 verk eftir Barböru. Gjöfinni fylgdu þær óskir að verkin yrðu til sýnis í væntanlegu listasafni og að hún yrði hvati að gerð þess. Á sýningunni eru yfir 200 verk sem gefa yfirlit yfir listfer- il Barböru og í tilefni hennar kemur út myndskreytt bók um Barböru með texta á íslensku og ensku. Morgunblaðið/Kristinn Ráðherra undrandi á ummælum Retsjetovs HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist undrandi á ummæl- um Júríj Retsjetovs, sendiherra Rússlands hér á landi í Morgunblað- inu í gær, um að aðrar reglur gildi um Smuguna í Barentshafi en út- hafið, þar sem hún sé „umlukt eða hálfumlukt haf“ í skilningi hafrétt- arsáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Smugan er alþjóðlegt hafsvæði, eins og svæðið á Reykjaneshrygg, við höfum ekki verið að amast við veiðum Rússa þar,“ segir Halldór. „Ég tel fráleitt að Smugan sé umlukt haf. í þeim umræðum, sem áttu sér stað um veiðar á úthafinu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, var gerð tilraun til að skilgreina Barentshafið sem umlukt haf, en á það var ekki fallizt. Það hefur því nú þegar fallið úrskurður í því máli. Eg er algerlega ósammála því, sem þarna er sagt og lýsi undr- un á þeim sjónarmiðum,“ segir Halldór. -----'♦ ♦ ♦---- Brids Norðurlanda- lið ákveðin UÐSSKIPAN bridslandsliða á Norðurlandamóti í Danmörku í sumar liggur nú fyrir. I opnum flokki munu Jón Bald- ursson, Sævar Þorbjörnsson, Guð- mundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson freista þess að vinna Norð- urlandameistaratitilinn í þriðja skipti í röð. Bjöm Eysteinsson landsliðsþjálf- ari valdi þessa spilara til keppninn- ar úr 7 manna landsliðshópi sem myndaður var um síðustu áramót. í kvennaflokki verður íslenska liðið skipað Hjördísi Siguijónsdótt- ur, Ragnheiði Nielsen, Gunnlaugu Einarsdóttur og Stefaníu Skarphéð- insdóttur. Þær eru núverandi ís- landsmeistarar kvenna í sveita- keppni. Spila átti einvígisleik um kvenna- landsliðssætin um þessa helgi milli tveggja sveita, í kjölfarið á tvímenn- ingskeppni sem haldið var um síð- ustu helgi. Par sem fékk rétt til að mynda aðra sveitina ákvað að nýta sér ekki rétt sinn og því skipar áðurnefnd sveit landsliðið án frek- arí keppni. Gerðardómur segír samninga Tryggingastofnunar ríkisins ná tíl segulómsjár Kostnaður stofnunar- innar umtalsverður SAMNINGUR Læknisfræðilegrar myndgreiningar ehf. og Trygginga- stofnunar ríkisins tekur til segulóm- rannsókna með segulómsjá, sam- kvæmt úrskurði gerðardóms sem féll í gær, en talsverður ágreiningur hefur verið á milli þessara aðila um nokkurra mánaða skeið. Hefur TR neitað að greiða seg- ulómrannsóknir fyrirtækisins á þeim forsendum að í samningi þeirra á milli frá 12. janúar 1995 sé ekki gert ráð fyrir kaupum á segulómsjá og því ekki hægt að ábyrgjast kaup á þjónustu sem veitt er með henni. Ekki ný starfsemi Læknisfræðileg myndgreining svaraði þvi til að engin ákvæði væru um tækjakaup, heldur einungis ákvæði um greiðslur fyrir tiltekin verk og myndu segulómrannsóknir falla undir samninginn. Forstjóri TR tilkynnti þá að stofnunin samþykkti ekki starfrækslu tækisins hjá fyrir- tækinu og myndi ekki kaupa þjón- ustu af því. Stofnunin sagði síðan upp þeim hluta samningsins, er varð- ar segulómrannsóknir, I október í fyrra og samningnum frá janúar 1995 í desember síðastliðnum. Fjárfestingarkostnaður Læknis- fræðilegrar myndgreiningar ehf. vegna segulómsjár er talinn nema um 100-130 milljónum króna og taldi TR útilokað annað en stofnun- in hefði þurft að samþykkja fjár- festingu þessa samkvæmt ákvæð- um í samningnum. Alls ekki hafi verið gert ráð fyrir gjaldtöku vegna þessara rannsókna og tölulegar for- sendur segulómrannsókna séu út í bláinn. Einnig benti stofnunin á að aldrei hafi verið heimild á fjárlögum til að semja við einkaaðila um þess- ar rannsóknir. í niðurstöðu gerðardóms segir að TR hafi ekki fært sönnur á þá stað- hæfíngu sína að samningsaðilar hafi haft þann sameiginlega skilning að umræddar rannsóknir skyldu falla utan samningsins. Ekki sé hægt að telja segulómrannsóknir til nýrrar starfsemi í þeim skilningi sem fram kemur í samningnum og hvergi sé sérstaklega vikið að því að tækja- kaup til þessara rannsókna skyldu vera háð samþykki vamaraðila. Sú almenna regla gildi í verk- samningum að verksala sé heimilt að ákveða með hvaða tækjum og verkfæmm hann vinni umsamið verk. Verði að telja að TR hafi borið að gera sérstakan fyrirvara í samningnum um að tækjakaup fyr- irtækisins væru háð samþykki stofnunarinnar, hafi það verið vilji hennar að áskilja sér slíkt sam- þykki. Þeirri málsástæðu TR að samningurinn sé óskuldbindandi um segulómrannsóknir, þar sem aldrei hafi verið heimild i fjárlögum til að semja við einkaaðila um slík- ar rannsóknir, hafnar dómurinn sem órökstuddri. Kostnaður TR 40-50 milljónir Þorkell Bjarnason læknir hjá Læknisfræðilegri myndgreiningu ehf. segir að þessi niðurstaða þýði að samningurinn við stofnunina sé í fullu gildi og þrátt fyrir að TR hafi sagt honum upp fyrir seinustu áramót sé sú uppsögn á röngum forsendum reist. Samningurinn gildi því áfram til ársloka 1997 að hans mati og verði þeirri túlkun haldið fram með lagalegum stuðn- ingi ef þörf krefur. „Við byijum strax á mánudag að vinna með seg- ulómsjána og TR á að greiða þær rannsóknir. Við höfum gert um 500 rannsóknir frá áramótum sem stofnunin á eftir að greiða, en búið er að senda þeim reikning fyrir um 400 rannsóknir sem þýðir um 10 milljón króna kostnað," segir hann. Hann kveðst gera ráð fyrir að gerðar verði ríflega 2.000 rann- sóknir alls í ár, sem þýði um 40-50 milljón króna kostnað fyrir TR. Rannsóknir hafi hins vegar legið niðri frá því í mars vegna neitunar stofnunarinnar, fyrir utan að nokkr- ir tugir einstaklinga hafi greitt fullt gjald úr eigin vasa og eigi þeir endúrkröfurétt á hendur stofnun- inni. Þenur fjárlagaramma TR Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra segir ljóst að fyrirtækið geti hafið vinnu með segulómsjánni en að semja verði um áframhald- andi rannsóknir eftir þessa niður- stöðu gerðardóms. Dómurinn eyði óvissu um hvernig túlka beri samn- ing á milli málsaðila, að því undan- skildu að ráðuneytið telji samning- inn lausan um næstu áramót. Ingi- björg segir kostnað vegna þessarar niðurstöðu nema 20-30 milljónum og sé ekki gert ráð fyrir þeim kostn- aði í fjárlögum yfirstandandi árs, sem þýði þenslu í fjárlagaramma stofnunarinnar nema hægt verði að finna leiðir til að draga úr öðrum kostnaði á móti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.