Morgunblaðið - 20.04.1996, Page 4

Morgunblaðið - 20.04.1996, Page 4
4 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Göngubrú gerð yfír Miklubraut VERKFRÆÐISTOFA Stefáns Ól- afssonar hefur verið valin úr hópi þriggja annarra verkfræði- stofa, til þess að hanna göngubrú yfir Miklubraut. Staðsetning brúarinnar er ekki endanlega ákveðin en þó er ljóst að hún verður einhvers staðar á svæðinu frá húsi Félags íslenskra hljómlistarmanna í Rauðagerði vestur að Borgargerði. Verið er að ganga frá hönnunarsamningi og er reiknað með að hönnun hefjist strax og verkið verði boð- ið út í byrjun júni. Áætlað er að brúin verði fullbúin í haust. Laus- leg kostnaðaráætlun er um 35 milljónir króna. Sigurður Skarphéðinsson gatnamálasfíóri sagði að mikil þörf væri fyrir göngubrú á þessu svæði. „Þarna er mikil umferð og skólafólk á ferð á milli hverfa. Þarna eru biðstöðvar strætis- NÝTT fyrirtæki, Bíórásin hf., sem mikið til er í eigu sömu aðila og Is- lenska sjónvarpið hf., sem rekur Stöð 3, var stofnað í gær og sótti samdæg- urs um útvarpsleyfi til útvarpsréttar- nefndar. Sótt er um sex örbylgjurás- ir til að endurvarpa erlendu sjón- varpsefni, fjórar til lengri tíma og tvær til bráðabirgða. Ráðgert er að hin nýja sjónvarpsstöð hefji útsend- ingar ekki síðar en 1. júlí næstkom- andi. Eins og kunnugt er hefur útvarps- réttarnefnd endurúthlutað fjórum örbylgjurásum til sjónvarpsstöðvar- innar Sýnar hf., en rásunum hafði áður verið úthlutað til íslenska út- varpsfélagsins hf. fyrir hönd Stöðvar 2 og íslenska sjónvarpsins hf. fyrir hönd Stöðvar 3. Forsvarsmenn Stöðvar 3 hafa bent á að báðar sjön- varpsstöðvamar, Stöð 2 og Sýn, eru að miklu leyti í eigu sömu aðila, en útvarpsréttarnefnd hefur svarað því til að um tvö sjálfstæð fyrirtæki sé að ræða. ÚTVARPSRÉTTARNEFND mun að sögn Kjartans Gunnarssonar, for- manns nefndarinnar, væntanlega koma saman einhvem tíma á næstu vikum til að fjalla um bréf útvarps- stjóra Stöðvar 3 til nefndarinnar vegna úthlutunar til Sýnar hf. á leyfí til endurvarps á tveimur rásum á örbylgjusviði, sem íslenska sjónvarp- inu hafði verið ráðstafað til bráða- birgða í september síðastliðnum. í bréfínu er þess m.a. krafist að nefnd- in taki málið til meðferðar á ný til endurákvörðunar og þess jafnframt krafist að fyrirhugaðri úthlutun á þeim bráðabirgðaleyfum sem ís- lenska sjónvarpið hf, hafi nú yfir að ráða til Sýnar hf. verði stöðvuð, en þess er farið á leit að afstaða til málsins verði tekin eigi síðar en 23. apríl næstkomandi: Þegar Morgunblaðið óskaði eftir viðbrögðum Kjartans við þeim efn- isatriðum sem kæmu fram í bréfi útvarpsstjóra Stöðvar 3 til útvarps- réttarnefndar sagðist hann ekki vilja tjá sig um neitt sem fram kæmi í bréfínu. „Ég tjái mig ekkert um þetta bréf. Þetta bréf er sent þessari þing- kjörnu nefnd til þess að fjalla um og ég mun bara fjalla um það á hennar vettvangi en ekki 5 fjölmiðl- um,“ sagði hann. Aðspurður hvort útvarpsréttar- nefnd myndi taka útvarpsleyfí af þeim fyrirtækjum sem fyrir eru og úthluta til nýs fyrirtækis sem byijaði vagna og síðan er reiknað með að Miklabraut verði fljótlega sex akreinar, þijár í hvora átt og þá er varla hægt að bjóða fólki að ganga yfir hana á sama fleti og bílaumferðin fer um,“ sagði Sig- urður. Guðmundur Hannesson hefur ver- ið ráðinn útvarpsstjóri hins nýja fé- lags. Hann sagði að aðdragandinn að stofnun félagsins hefði verið mjög skammur, félagið hefði verið stofnað I gær og samdægurs sótt um leyfí til sjónvarpsútsendinga til útvarps- réttamefndar eins og útvarpslög geri ráð fyrir. Verði umsóknin sam- þykkt sé það Fjarskiptaeftirlitsins að úthluta rásum til félagsins. „Út- varpsréttarnefnd afgreiðir umsókn- ina frá sér með tilliti til þeirra sjón- varpsrása sem eru til ráðstöfunar. Hún gefur út útvarpsleyfí og út- varpsleyfí eru yfírleitt ekki gefin út nema það séu einhveijar rásir til ráðstöfunar, þ.e.a.s sjónvarpsrásir, því það er sjónvarpsleyfi sem við sækjum um og sjónvarpsrásir eru takmörkuð auðlind eins og ljóst má vera af því sem á undan er gengið,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að sótt væri um fjórar rásir til lengri tíma og tvær rásir til bráðabirgða. Fyrirhugað sé að end- sjónvarpsrekstur, sagði Kjartan að útvarpsréttarnefnd hefði, eins og afgreiðsla máls Sýnar hf. sýndi, ávallt kappkostað að gæta samræm- is í störfum sínum. „Við myndum sjá til þess að sambærileg mál fái sam- bærilega meðhöndlun," sagði hann. Sjálfsagt að veita leyfi til að sjónvarpa á VHF-rás íslenska sjónvarpið hf. hefur haft í frammi mótmæli vegna úthlutunar á VHF-rás til Sýnar hf. með hliðsjón af rekstrarlegum og eignarhaldsleg- um tengslum þess félags við Stöð 2. Stöð 3 hefur sótt um VHF-rás en á höfuðborgarsvæðinu eru engar slíkar rásir á lausu. Aðspurður um hvort til greina kæmi að taka slíka rás af öðrum og láta Stöð 3 fá sagði Kjartan að hver sem er með fyrir- tæki í þessum rekstri gæti sótt um leyfí til útvarpsréttarnefndar fyrir því að sjónvarpa á VHF-rás og allir sem það myndu gera fengju það svar að sjálfsagt væri af hálfu nefndarinn- ar að veita slíkt leyfí og þeim bent á að snúa sér til Fjarskiptaeftirlitsins til að fá rás. Sigurður sagði að ekki hefði verið efnt til samkeppni um hönn- un brúarinnar heldur hefði verið leitað til fjögurra fyrirtækja um senda inn sínar hugmyndir um brú og undirgöng. Síðan hefði hugmynd Verkfræðistofu Stef- urvarpa beint erlendu sjónvarpsefni og stefnt sé að því að útsendingam- ar hefjist ekki síðar en 1. júlí næst- komandi. Hann segir að þeir eigi þegar í samningum um útsending- arnar við nokkra erlenda aðila en meðan samningar séu ekki frágengn- ir sé ekki rétt að láta uppi hveijir þeir séu. Sáralítil tengsl Guðmundur segir aðspurður að tengsl hins nýja félags við Stöð 3 séu f raun sáralítil, þótt félögin séu mikið til í eigu sömu aðila. Hann sé að vísu enn starfsmaður Stöðvar 3 jafnframt því að vera starfsmaður nýja félagsins. Bíórásin hf. sé sjálf- stæður lögaðili með sjálfstæðan rekstur og lögheimili í Brautarholti 2. Fyrst um sinn verði fyrirtækið hins vegar með aðsetur í Húsi versl- unarinnar, þar sem Stöð 3 sé einnig til húsa. Þá muni Bíórásin þurfá að leita eftir kaupum á ýmiss konar þjónustu og væntanlega verði eink- „Það mun ekki geta orðið við því vegna þess að þessar rásir eru ennþá færri [en örbylgjurásirnar], auk þess sem þær eru allar notaðar hjá Ríkis- útvarpinu nema ein hjá Stöð 2 og önnur hjá Sýn. Þeir myndu fá það svar að það sé ekki hægt að verða við þeirri ósk,“ sagði Kjartan, sem sagði að þetta væri í raun það svar sem Stöð 3 hefði fengið við sínu er- indi. Leyfisveiting þegar samningur við eiganda efnis liggur fyrir í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Einari Karli Haraldssyni, sem sæti á í útvarpsréttamefnd, að hann sæi því ekkert til fyrirstöðu að Stöð 3 stofnaði dótturfélag, sem sækti um til útvarpsréttamefndar með svipuð- um hætti og Sýn hefði gert, og nefnd- in yrði væntanlega að bregðast við slíkri umsókn með því að taka rásir af hinum stöðvunum og úthluta þeim til nýja fyrirtæksins. Kjartan vildi ekkert tjá sig um þetta sjónarmið Einars Karls. Kjartan sagði að Islenska sjón- varpið hefði aldrei fengið annað en áns Ólafssonar verið valin úr og fer hún sennilega í framkvæmd. Önnur fyrirtæki sem sendu inn hugmyndir að brúnni eða undir- göngum voru Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen, Línuhönn- un og Almenna verkfræðistofan. um leitað til Stöðvar 3 í þeim efnum. Guðmundur sagði að hann geri fastlega ráð fyrir því að útvarpsrétt- amefnd bregðist vel við umsókninni. Hún hafi lýst því yfir að hún stefni að því að jafna samkeppni á mark- aðnum. Úthlutun sjónvarpsrása sé með tvennum hætti, annars vegar til lengri tíma og hins vegar til bráða- birgða. Fram hafí komið að útvarps- réttarnefnd geti afturkallað bráða- birgðaúthlutun fyrirvaralaust án nokkurra eftirmála. Eftir því sem hann viti best séu fjórar rásir nú sem hafí verið úthlutað til bráðabirgða og það sé ekki annað en réttmætt samkvæmt starfsreglum útvarps- réttamefndar að þessum fjórum rás- um sé úthlutað á nýjan leik. „Við erum búnir að leggja í heilmikinn undirbúning vegna stofnunar og reksturs þessa félags og vonum að umsókn okkar verði afgreidd hratt og örugglega,“ sagði Guðmundur ennfremur. vilyrði fyrir því að það myndi fá út- varpsleyfí á rásunum tveimur sem um ræðir, því útvarpsleyfið sjálft væri aldrei gefið út fyrr en fyrir lægi samningur milli íslenska fyrir- tækisins og erlends eiganda efnisins sem endurvarpa ætti. „Þegar það samkomulag liggur fyrir er útvarpsleyfið gefíð út. Fram að þeim tíma er mönnum gefíð svo- kallað vilyrði til þess að þeir geti kynnt það fyrir hugsanlegum við- semjendum sínum að þeir séu ekki bara að forvitnast um þetta að gamni sínu,“ sagði Kjartan. Aðspurður sagðist hann telja þetta skapa óör- yggi fyrir viðkomandi, en þeir hefðu sjálfír gengist undir þetta fyrirkomu- lag og tekið við vilyrðum með þessum hætti. Útvarpsréttamefnd hefur tekið af íslenska útvarpsfélaginu hf. leyfið til endurvarps á tveimur af þeim örbylgjurásum sem félaginu hafði verið úthlutað til bráðabirgða og Fjölvarpið hefur notað til endurvarps erlendra sjónvarpsstöðva. Kjartan sagði heimild fyrir þessu- og byggði það á fijálsum samningi milli út- varpsréttamefndar og viðkomandi fyrirtækis. „Fyrirtækið gerir samning þar sem það skuldbindur sig til þess að ef nefndin telji þörf á þá muni þeir skila leyfínu tafarlaust, fyrirvara- laust og bótalaust," sagði Kjartan. Stakk af í Mosfellsbæ LÖGREGLAN í Mosfellsbæ leitaði í gær konu sem stakk af á litlum brúnleitum fólksbíl frá hörðum árekstri sem varð á mótum Reykjavegar og Vest- urlandsvegar klukkan tæplega fjögur síðdegis í gær. Að sögn lögreglu urðu vitni að því þegar bíl konunnar var ekið eftir Reykjavegi og í veg fyrir hvítan Subaru-bíl á leið eftir Vesturlandsvegi en um- ferð um Reykjaveg hefur stöðvunarskyldu gagnvart um- ferð um Vesturlandsveg. Áreksturinn varð mjög harð- ur en ekki urðu þó slys á fólki, að talið er. Tjónvaldurinn ók hins vegar á brott. Lögreglan leitaði kon- unnar og bíls hennar í gær og skorar á hana að gefa sig fram og þá sem geta gefið upplýs- ingar um málið að hafa sam- band við lögreglustöðina í Mos- fellsbæ. Barn höfuðkúpu- brotnaði SEX ára barn slasaðist mikið þegar það varð fyrir bíl á Bröttukinn í Hafnarfirði síð- degis á miðvikudag. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglu á fimmtudag var bamið á gjör- gæsludeild í, en var talið úr lífshættu. Slysið varð með þeim hætti, að barnið hljóp út á götuna á milli kyrrstæðra bíla og varð fyrir fólksbíl sem var ekið eftir Bröttukinn. Að sögn lögregl- unnar í Hafnarfírði er slysið dæmigert fyrir hættuna sem fylgir því þegar lítil börn hlaupa fram á milli bíla, því bílstjórar á aðvífandi bílum sjá þau ekki og ná því ekki að forðast slys. Að sögn lögreglu var fólks- bílnum ekið rólega, en aftur- hjól hans fór þó yfír höfuð barnsins sem höfuðkúpubrotn- aði. Úthlutun til Sýnar hf. Stangast hugsanlega á við sam- keppnislög ÚTHLUTUN útvarpsréttarnefndar til Sýnar hf. á tveimur sjónvarpsrás- um á örbylgjusviði, sem íslenska sjónvarpinu hf. hafði verið úthlutað til bráðabirgða vegna Stöðvar 3, gæti hugsanlega stangast á við sam- keppnislög, að sögn Guðmundar Sig- urðssonar, forstöðumanns sam- keppnissviðs Samkeppnisstofnunar. „Það hefur ekkert erindi borist Samkeppnisstofnun í þessu sam- bandi, en að óathuguðu máli er ekki fráleitt að þetta geti varðað sam- keppnislög. Þama er verið að úthluta einhvetjum takmörkuðum gæðum, og við myndum horfa á þetta út frá eignarhaldi þeirra fyrirtækja sem hlut eiga að máli. Það kann að koma til álita hvort verið sé að úthluta markaðsráðandi aðila réttindum á kostnað annarra. Ef þetta getur haft einhver skaðleg áhrif á samkeppnina þá myndi þetta væntanlega koma til kasta samkeppnisyfirvalda með ein- hveijum hætti, en hagsmunaaðili sem kann að telja eitthvað á sér brot- ið í þessu sambandi getur vísað málinu til Samkeppnisstofnunar ef hann telur ástæðu til,“ sagði Guð- mundur. Nýtt fyrirtæki að mestu í eigu sömu aðila og Stöð 3 óskar sjónvarpsleyfis Sótt um sex örbylgjurásir til útvarpsréttarnefndar Krafa Stöðvar 3 um endurskoðun ákvörðunar útvarpsréttarnefndar Fjallað um erind- ið á næstu vikum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.