Morgunblaðið - 20.04.1996, Page 10

Morgunblaðið - 20.04.1996, Page 10
10 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fimmtíu fræðsluerindi á skurðlæknaþingi á Hótel Loftleiðum Þjóðfélagslegur ávinningur af hjartaaðgerðum á börnum hér I EINU af fimmtíu fræðsluerindum á skurðlæknaþingi á Hótel Loftleiðum kom fram að umtalsverður þjóðfélag- legur ávinningur er af hjartaaðgerð- um á bömum hér á landi. Sigurgeir Kjartansson, formaður Skurðlækna- félags íslands, sagði að sjaldan eða aldrei hefði mæting verið jafn góð á þing skurðlæknafélagsins en um 90% félagsmanna komu á þingið í gær. Þinginu lýkur í dag. Bjami Torfason sagði frá könnun á hjartaskurðaðgerðum á bömum og unglingum með meðfæddan hjarta- galla á ámnum 1990 til 1995. Rann- sóknin náði til 26 bama vegna 28 aðgerða á íslandi á tímabilinu. Sjúkl- ingamir vom á aldrinum tveggja daga til 18 ára (meðalaldur 10 mánaða). Opnar hjartaaðgerðir vom 8 og lokað- ar 20. Arangur aðgerðanna var að sögn Bjama góður. Dánartíðni eftir 30 daga var einn af 26 (3,8%), fylgikvill- Einbýlishús í Fossvogi 250 fm að stærð, vandað hús og vel staðsett. Þeir sem vilja athuga með kaup, vinsamlega sendi nafn og símanúmer til afgreiðslu Mbl. merkt: „F - 15440“. Álfaskeið - Hafnarfirði Góð 2ja herb. íbúð með bflskúr nýkomin í einkasölu. íbúðin er á 1. hæð, 57,4 fm með parketi og suðursvölum. 24 fm bílskúr með hita og rafm. Stór geymsla og frystiklefi. Ekkert áhv. Laus strax. Hagstætt verð 5,6 millj. Opið í dag Árni Gunnlaugsson hrl., frá kl. 12-17 Austurgötu 10, sími 555 0764. Flétturimi 2 - glæsiíbúð - einkasala Til sýnis laugardag og sunnudag kl. 14-16 Byggingaraðili: Atli Eiríksson sf. Betri frágangur - sama verð. Til afhendingar strax. Fullb. glæsileg íb. á frábæru verði. 3ja herb. 89 fm nettó og 7 fm geymsla auk stæðis í bílgeymslu. Verð 8,5 millj. íbúðin afh. fullb. með parketi, Alno-innr., skápum og flísa- lögðu baði. Sérþvottahús. Öll sameign fullfrág. Ú FJÁRFESTING 562 4250 FASTEIGNASALAr" Borgartúni 31,105 Rvík, s. 562 4250. Lögfr.: Pétur Þór Sigurðsson, hdl. íii IIÍHÍ! l)7I LARUS Þ. VAIÐIMARSSON, framkvæmdasijORI KRISTJAN KRISTJANSSON, 10GGILTUR FASIEIGNASALI Nýjar eignir á söluskrá: Góð íbúð - gott lán - gott verð 3ja herb. íbúð á 1. hæð við Leirubakka. Sérþvottahús í íbúðinni. Vest- ursvalir. Gott kjallaraherb. fylgir m. sérsnyrtingu. Laus fljótlega. Jarðhæð - Rofabær - sólrík 2ja herb. jarðhæð, tæpir 60 fm v. Rofabæ. Sólverönd á suðvestur- hlið. Langtfmalán kr. 3 millj. Laus fljótlega. Tilboð óskast. Frábært útsýni - Háaleitisbraut Mikið endurbætt 3ja herb. íb. á 3. hæð. Parket á gólfum. Nýtt gler. Sameign nýstandsett. Vinsæll staður. Byggingamenn athugið! Til sölu m.a lítið timburhús í gamla aust- urbænum á vinsælum stað. Nánari upp- lýsingar aðeins á skrifstofunni. Raðhús á einni hæð Vegna flutnings til iandsins þurfum við að útvega fjársterkum kaup- anda raðhús eða parhús á einni hæð um 120 til 130 fm í borginni eða nágrenni. Álftamýri - Heimar - Laugarnes Góð 3ja herb. íb. óskast á 1. hæð. 2. hæð kemur til greina. Rétt eign verður greidd við kaupsamning. Afhending samkomulag. • • • Opið í dag frá kl. 10-14. Fjársterkir kaupendur að eignum miðsvæðis íborginni. ALMENNA FASTEIGNASALAN UU6EVE611BS.55Z 115»-552 n7T ar fáir og þjóðfélagslegur ávinningur af aðgerðunum umtalsverður. Krabbamein í blöðruhálskirtli Eiríkur Jónsson kynnti könnunina „Ættartengsl íslenskra karla með krabbamein í blöðruhálskirtli". Könn- uð var áhætta karlkyns ættingja manna með krabbamein í blöðruháls- kirtli á að fá sams konar mein og því til viðbótar áhætta kvenkyns ætt- ingja á bijóstkrabbameini. Af könnuninni var dregin sú álykt- un að aðeins ættingjum þeirra karla sem fengið hefðu framsækið krabba- mein í blöðruhálskirtli væri hættara en öðrum við að fá krabbamein í blöðruhálskirtli. Kvenkynsættingjum karla með krabbamein í blöðruháis- kirtli virtist ekki hættara á bijóst- krabbameini. Kviðsjá notuð við gallblöðrutöku Kristján Óskarsson flutti annað enndið af tveimur um notkun kviðsjár við gallblöðrutöku. Hjá honum kom fram að til að greina reynsluna af slíkum aðgerðum á Landspítalanum hefið verið farið yfir gögn allra sjúkl- inga sem komið hefðu til gallblöðru- töku frá 1. nóvember 1991 til 10. desember árið 1994. Á þessu tímabili voru gerðar 384 gallblöðrutökur. Gall- blöðrutökur með kviðsjá voru reyndar í 353 skipti. Sextíu og þrisvar sinnum var breytt yfir í opna aðgerð en 31 sjúklingur fór beint í hefðbundna opna gallblþðrutöku. Meðalsjúkrahúsvist eftir opna gallblöðrutöku voru 8,4 dagar en 3,1 dagur eftir gallblöðru- töku með kviðsjá. Sjúklingar sem fengu gallblöðrutöku með kviðsjá voru komnir aftur til fullra starfa innan 17,6 daga en þeir sem fóru í opna gailblöðrutöku eftir 46 daga. Niðurstaðá Kristján er sú að gall- blöðrutaka með kviðsjá sé fram- kvæmanleg með fáum meiriháttar fylgikvillum. Fæmi eykst með aukn- um fjölda tilfella eins og sést á færri opnunum þrátt fyrir aukinn fjölda bráðaaðgerða. Reynslan af aðgerð- unum á Landspítalanum styður að því er fram kom gallblöðrutöku með kviðsjá sem valaðgerð fyrir bæði gall- steina og gallblöðmbólgu. í erindi Jóns Braga Bergmanns frá Sjúkrahúsi Akraness kom fram að vel viðunandi árangri við gallblöðru- tökur mætti ná á litlum sjúkrahúsum. Jafnvel þótt ekki væru gerðar nema 40 til 60 slíkar aðgerðir á ári. Aðrar kviðsjáraðgerðir Skúli Gunnlaugsson uppiýsti að af sjúkraskýrslum eftir aðgerðir um kviðsjá vegna vélindabarkaflæðis og/eða nárakviðslits frá 1994 og 1995 mætti ráða að árangur aðgerðanna væri mjög sambærilegur við uppgjör erlendra sjúkrahúsa. Aðgerðir um kviðsjá við vélindisbakflæði og hliðar- þindaropshaul eru nú valaðgerðir á Landspítalanum. Hjá Margréti Oddsdóttur kom fram að góðkynja vefjabreytingar og breyt- ingar af óljósum uppruna í maga þyrfti iðulega að fl'arlægja með að- gerð. Hún sagði að gerðar hefðu ver- ið íjórar aðgerðir á maga gegnum kviðsjá á Landspítalanum frá því í október í fyrra. Fyrstu þrír sjúkling- amir fengu að drekka daginn eftir aðgerðina og útskrifuðust á öðrum og þriðja degi. Sá fjórði var aftur tek- inn til kviðsjáraðgerðar einum og hálf- um sólarhring eftir fyrri aðgerðina vegna gruns um leka og saumlína yfírsaumuð. Hann útskrifaðist á sjötta degi eftir aðgerðina. Upplýst var að til að forðast opna magaaðgerð mætti í flestum tilfellum flarlægja viðkom- andi breytingu með aðgerð um kviðsjá. I erindi Kristins Eiríkssonar um holsár vegna sársjúkdóms í maga og skeifugöm á Landspítalanum á árun- um 1989 til 1994 kom svo fram að árangur aðgerða um kviðsjá við hol- sári væri sarr.bærilegur við opnar aðgerðir og sjúklingar virtust fljótari að ná sér. Vaxtarhraði ósæðargúla í kviði í erindi Jóns H.H. Sen um könnun á vaxtarhraða ósæðagúla í kviði kom fram sú bráðabirgðaniðurstaða að vaxtarhraði þeirra væri svipaður og annars staðar. Hins vegar kom í ijós að eftirliti með þessum sjúklingum var mjög ábótavant. Af 65 sjúklingum frá árunum 1991 til 1995 hafði að- eins 17 verið fylgt eftir með regluleg- um rannsóknum. Ákveðið var að kalla inn þá sjúklinga sem ekkert eftirlit höfðu fengið eða þar sem langt var liðið frá síðasta eftirliti til tölvusneið- myndatöku af kviði til að mæla þver- mál ósæðarinnar og standa þær rann- sóknir yfír. Endanlegar niðurstöður varðandi vaxtarhraða liggja því ekki fyrir. Festumein í erindi Magnúsar E. Kolbeinssonar kom fram að holsjárskoðun á nára væri auðveld, öfugt við meðferð á festumeini sem oft væri langvinn, dýr og árangur misjafn. Þess vegna væri mikilvægt að muna eftir hoisjárskoð- un þegar útiloka þyrfti möguleika á nárahaul. Utandagskrárumræða um stöðu Landhelgisgæslunnar Engin afturvirk veiði- leyfi hafa fundist ENGIN afturvirk veiðileyfí hafa fund- ist hjá Landhelgisgæslunni sam- kvæmt athugun sem gerð var hjá stofnuninni. Þetta kom fram í utandagskrár- umræðu á Alþingi í gær um málefni Landhelgisgæslunnar. Umræðan var mjög hörð, og var Alþýðuflokkurinn meðal annars sakaður um að standa fyrir ódrengilegum árásum á pólitíska andstæðinga og beita þar vísvitandi ósannindum. Umræðan var að beiðni Lúðvíks Bergvinssonar þingmanns Alþýðu- flokksins og nefndi hann tvær ástæð- ur. Önnur var að rússneskum togara var sleppt þótt hann hefði verið stað- inn að veiðum innan landhelginnar. Hin var fullyrðingar Höskuldar Skarphéðinssonar skipherra um að ítrekað hafí verið gefin út afturvirk veiðileyfí, en Alþýðublaðið krafðist á fímmtudag afsagnar Þorsteins Páls- sonar dómsmálaráðherra fyrir að hafa gefíð út afturvirkt veiðileyfí til skel- fískbáts í eigu Einars Odds Kristjáns- sonar, núverandi þingmanns Sjálf- stæðisflokks, eftir að báturinn var staðinn að veiðum án þess að hafa tilskilin leyfí. Brýnir hagsmunir Lúðvík sagði að brýnir þjóðarhags- munir fælust í því að Landhelgisgæsl- an sinnti löggæslu af fullum þunga. „Það er því með öllu óþolandi ef æðsti yfirmaður Gæslunnar dregur úr skilvirkni hennar, vegna þess að hann áttar sig ekki á því að skyldur hans sem dómsmálaráðherra eru rík- ari en hagsmunagæsla fyrir éinstaka aðila í sjávarútvegi," sagði Lúðvík. Hann sagði hugleiða yrði hvort koma ætti á fót rannsóknamefnd til að kanna hvort tilefni sem gefín hefðu verið til þessara ásakana ættu við rök að styðjast. Þorsteinn Pálsson sagði, að varð- andi tilraunaveiðar m.b. Æsu, lægi fyrir að Landhelgisgæslan hefði kært skipið, sýslumaðurinn á ísafirði rann- sakað málið sem gekk síðan til sak- sóknara. Öll þessi málsmeðferð sýndi, að engin tilraun hefði verið gerð til að hindra að lögum væri komið yfír skipið og allar þær fullyrðingar Al- þýðuflokksins væru staðlausir stafír. Þá sagði Þorsteinn, að forstjóri Landhelgisgæslunnar hefði gert á því sérstaka athugun hvort slík veiðileyfi hefðu verið send frá sjávarútvegs- ráðuneytinu. Og í bréfí forstjórans frá í gær væri staðfest, að engin slík leyfi hefðu verið _gefín út. Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra sagði að ráðist hefði verið mjög ódrengilega á Einar Odd Kristjánsson og fleiri þingmenn Framsóknarflokks- ins tóku undir það. Össur Skarphéðinsson, sem hefur tjáð sig um málið í fjölmiðlum, sagði að hann stæði ekki fyrir árás á Einar Odd, heldur snérist spumingin um hvort til væri skömmtunarkerfi hjá gæðingum og vinum dómsmálaráð- herra þegar kæmi að því að þeir brytu reglur. Þá vitnaði Össur í frétt í DV frá 1994, þar sem sagði að snurvoðabát- ur hefði verið tekinn án veiðileyfís, en afturvirkt leyfi hefði fengist eftir að báturinn var tekinn. Einar Oddur sagði að öll gögn varð- andi töku Æsu lægju fyrír og allt væri vísvitandi lygi, sem fram hefði komið um málið í Álþýðublaðinu. En það væri samt notað til að koma á stað þeirri sögu að ráðherrann væri að hygla sér, flokksbróður sínum og vini. „Að við séum holdi klædd spill- ingin hér á íslandi," sagði Einar Odd- ur, og bætti við að ekki væri hægt að kalla þá menn annað en rógbera, sem breiddu viijandi út ósannindi í fjölmiðlum í pólitískum tilgangi. Ágúst Einarsson þingmaður Þjóð- vaka sagði að um væri að ræða óvana- lega, skammarlega og ódrengilega árás á einstakling. Þótt atburðarásin lægi ljós fyrir, og staðfest af embætt- ismönnum, þá væri samt haldið áfram persónulegum árásum, eins og Össur Skarphéðinsson hefði gert. „Þetta er vindhögg Alþýðuflokks- ins, en ég kýs hins vegar að líta á þetta sem fljótræði eins eða tveggja alþýðuflokksmanna og blaðs þeirra," sagði Ágúst og bætti við að þeir skuld- uðu Einari Oddi og Alþingi afsökunar- beiðni. Umfangsmikil aðgerð Varðandi rússneska togarann sagði Lúðvík, að forstjóri Landhelgisgæsl- unnar hefði lýst því yfír að starfs- menn Gæslunnar hefðu auðveldlega getað tekið togarann, og rök ráðherra fyrir þeirri ákvörðun að gera það ekki væru afar fátækleg. Þorsteinn Pálsson sagði að það hefði verið mjög umfangsmikil aðgerð að taka rússneska togarann. Land- helgisgæslan hefði verið spurð hvort hún treysti sér í þá aðgerð og svarað mjög ákveðið að það væri unnt. Gæsl- an hefði einnig verið spurð hvort hún gerði athugasemdir við að togaranum yrði sleppt en rússneskum yfirvöldum send hörð mótmæli vegna landhelgis- brotsins. Því hefði Gæslan svarað mjög ákveðið að svo væri ekki, og slíkt myndi ekki skaða gæslustörfín í framtíðinni. Niðurstaðan hafí síðan verið sú, að mótmæla atvikinu en láta togarann fara, og ekki yrði sýnt fram á það með rökum að um óeðlileg við- brögð væri að ræða. Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðu- bandalagi sagði, að fordæmisgildi tog- aramálsins væri mjög slæmt vegna síðustu atburða á Reykjaneshrygg. Því væri framganga ráðherranna hrakleg og í raun hefði verið rekinn rýtingur í bakið á Landhelgisgæslunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.