Morgunblaðið - 20.04.1996, Side 11

Morgunblaðið - 20.04.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 11 FRÉTTIR Miðstjórn ASÍ um breytingar á vinnulöggjöf Samþykki frtimvarps „stór- kostlegt skemmdarverk“ FÉLAGSMÁLANEFND Alþingis hefur veitt frest til þess að skila umsögnum um frumvarp til laga um stéttarfélög og vinnudeilur að sögn Kristínar Ástgeirsdóttur, for- manns nefndarinnar. í álitsgerð miðstjórnar Alþýðusambands ís- lands um breytingar á vinnulöggjöf- inni segir að með samþykki frum- varpsins „væru unnin stórkostleg skemmdarverk á íslenskum vinnu- markaði". Kristín Ástgeirsdóttir segir að byrjað verði að fara yfir umsagnir eftir helgi. í álitsgerð miðstjórnar ASÍ er látið í ljós það álit að marg- ar breytinganna séu „hæpnar, van- hugsaðar og illa útfærðar" og þess krafist að afgreiðsla frumvarpsins verði stöðvuð svo samningsaðilum gefist tækifæri að semja um sam- skiptareglur. Þá hefur ASÍ sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar segir m.a. að til þess sé ætlast að frumvarpið verði ekki að lögum í því formi sem það liggur fyrir nú. Skattheimtuvald til stéttarfélaga í umsögn Vinnuveitendasam- bands íslands eru breytingarnar studdar, að sögn Þórarins V. Þórar- inssonar framkvæmdastjóra, þótt ýmislegt vanti, svo sem ákvæði sem tryggja rétt fólks til að standa utan stéttarfélaga. „Einnig finnst okkur ámælisvert að stéttarfélögunum sé með löggjöf veitt skattheimtuvald, með því að lög um starfskjör segi skýrt að at- vinnurekendur séu skyldir til þess að innheimta iðgjöld til stéttarfé- laga samkvæmt reglum í kjara- samningum. Jafnframt bendum við á að við teljum það ekki á færi vinnuveitenda að knýja fram breyt- ingu á þessu í andstöðu við stéttar- félög.“ Þórarinn segir ennfremur að bent sé á að í frumvarpið vanti reglur sem heimili sáttasemjara að fresta boðaðri vinnustöðvun, við tilteknar aðstæður. „Við teljum að það geti virkað truflandi á samningaviðræð- ur ef sáttasemjari telur sig þurfa að grípa til miðlunar áður en full- reynt er hvort samningar takast." LR telur ekki gengið á hlut borgar Kostnaður við uppsögri óljós Rafstöð varveg-- ur opinn fyrir minni bíla ÁKVEÐIÐ hefur verið að lokun Raf- stöðvarvegar vegna brúargerðar á Vesturlandsvegi yfir Elliðaár nái ekki til fólksbifreiða. í frétt frá Vegagerðinni segir að vegna óska þjónustuaðila við Sæv- arhöfða og Bíldshöfða hafí áður aug- lýstri lokun verið breytt. Lokað verði fyrir umferð allra stærri bifreiða undir brúna mánudaginn 22. apríl. Einstefnuakstur verður norður undir gömlu brúna og þá nýju, sem verið er að byggja. Aðeins verður leyfð umferð fólks- bifreiða en umferð stærri bifreiða bönnuð. Hæð ökutækja takmarkast við 2,3 metra og einnig verður sett upp hraðahindrun. Vegurinn verður lokaður tímabundið fyrir allri umferð á meðan unnið er við að koma fyrir turnum og burðarbitum vegna upp- sláttar. Verðuc það tilkynnt nánar síðar. Vegfarendur, akandi, gangandi og hjólandi, eru beðnir um að sýna gát þegar farið er um vinnusvæðið undir brúnni. Gert er ráð fyrir að hægt verði að aka á nýjan leik undir nýju brúna þann 1. ágúst. LEIKFÉLAG Reykjavíkur telur ekki að gengið hafi verið á hlut borgar- innar við uppsögn Viðars Eggerts- sonar, þó að fulltrúi borgarstjóra hafi ekki verið henni sammála, að því er kemur fram í athugasemdum sem félagið hefur sent frá sér við greinargerð Hjörleifs B. Kvaran borgarlögmanns og Örnólfs Thors- sonar, fulltrúa borgarstjóra í leik- húsráði. Þar kemur fram að ekki sé end- anlega ljóst hver kostnaður vegna ráðningar og uppsagnar leikhús- stjóra verður, meðal annars vegna þess að ekki liggi fyrir hvaða kostn- aður leiði af því að kærunefnd jafn- réttismála telji ráðninguna brot á jafnréttislögum. Vill endurskoða lög Sigurður Karlsson, formaður LR, sem undirritar athugasemdirnar, segir LR reiðubúið til að endurskoða lög félagsins, m.a. til að taka af hugsanlegan vafa sem upp gæti komið við túlkun og framkvæmd þeirra. Félagið óskar jafnframt eftir góðu samstarfí við fulltrúa borg- arinnar við endurskoðun samkomu- lags á milli borgar og LR. í athugasemdum er mótmælt þeirri túlkun Hjörleifs og Örnólfs að gert hafi verið ráð fyrir í stofnskrá frá 1975 að starfsemi LR í Borgar- leikhúsi yrði rekin án styrkja. „Með ólíkindum er að þáverandi borgarstjóri, Birgir ísleifur Gunnars- son, og þáverandi leikhússtjóri, Vig- dís Finnbogadóttir, auk annarra full- trúa beggja aðila sem stóðu að gerð stofnskrárinnar, hafí imyndað sér að það eitt að Leikfélagið flytti i stærra húsnæði yrði til þess að starfsemin gæti þrifíst án opinberra styrkja. Þvert á móti gerðu allir sér ljóst að þegar til kæmi þyrftu opinber fram- lög að hækka til muna,“ segir þar. Alnafnar styðja sinn hvom fram- bjóðandann ÞAÐ KEMUR stundum fyrir að alnöfnunum Benedikt Sveinssyni, forstjóra Islenskra sjávarafurða, og Benedikt Sveinssyni, formanni bæjarstjórnar Garðabæjar, er ruglað saman. Listi stuðnings- manna Guðrúnar Agnarsdóttur forsetaframbjóðanda, sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudag, gaf enn tilefni til að farið yrði manna- villt. Þar er skráður meðal stuðn- ingsmanna Benedikt Sveinsson, forstjóri í Garðabæ. Umræddur Benedikt er forstjóri ÍS. Benedikt bæjarráðsformaður er hins vegar stuðningsmaður Guðrúnar Pét- ursdóttur forsetaframbjóðanda, en þau eru systkinabörn. Á myndinni sjást þeir saman nafnarnir, Benedikt, forstjóri ÍS, (t.v.) og Benedikt, formaður bæjarráðs í Garðabæ. Öformlegar viðræður um nýjan virkjanasamning Samningsaðilar ósammála um gildis- svið eldri samnings ÓFORMLEGAR viðræður um end- urnýjun kjarasamnings við virkj- anagerð milli landssambanda Al- þýðusambands íslands annars yegar og Vinnuveitendasambands íslands hins vegar hafa legið niðri um nokkurt skeið og óvíst er hvert framhald málsins verður. Deilt er um gildissvið samningsins og samningsréttarlega stöðu hans. Síðastgildandi virkjanasamn- ingur rann sitt skeið í lok árs 1994 og hefur nýr samningur ekki verið gerður síðan þá. Samningur- inn tekur til allra starfa sem vinna þarf á hálendinu við nýfram- kvæmdir vegna virkjana og var fyrst gerður árið 1978 og hefur verið endurnýjaður með reglulegu millibili síðan, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Hann tek- ur bæði til starfa verkafólks og iðnaðarmanna og í honum er að finna samræmdar reglur og launa- töflu vegna starfa við virkjanir á hálendinu. Deilt um samnings- réttarlega stöðu Óformlegar viðræður um end- urnýjun samningsins hófust í vetur en upp úr þeim slitnaði fyrir páska og hefur nýr viðræðufundur ekki verið boðaður síðan þá. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur mikil vinna verið lögð í það af hálfu beggja aðila að ná samningum. Talsvert hefur miðað í þeim efnum, en ennþá ber nokkuð í milli, einkum hvað varðar launatöflu og réttindamál. Þá eru samningsaðilar ósam- mála um samningsréttarlega stöðu málsins og hvort giidandi kjara- samningar leggi verkalýðsfélög- unum friðarskyldu á herðar ef nýr virkjanasamningur verður ekki gerður eða hvort verkalýðsfélög- unum sé heimilt að efna til vinnu- deilna í því tilviki. Vinnuveitendur telja að virkjanasamningurinn sé útrunninn og úr gildi fallinn. Samningurinn hafi verið gerður til hagræðingar vegna vinnu á hálendinu og sé viðbótarsamning- ur við aðra kjarasamninga. Sé enginn samningur gerður gildi aðrir samningar verkalýðsfélag- anna við vinnuveitendur og óheim- ilt sé því að efna til átaka þótt nýr samningur sé ekki gerður. Verkalýðsfélögin telja hins veg- ar að virkjanasamningurinn sé sérstakur kjarasamningur og og um hann gildi það sama og aðra kjarasamninga að síðastgildandi samningur sé í gildi þar til nýr sé gerður. Samningurinn sé hins veg- ar laus til breytinga þar til hann hefur verið framlengdur og heim- ilt sé að beita hefðbundnum vopn- um í vinnudeilum ef þörf krefur til að ná samningum. Niðurstaðan gæti orðið sú að þessum ágreiningi yrði vísað til úrskurðar Félagsdóms, en staða málsins virðist mjög óviss nú og óvíst hvaða stefnu það tekur. Bónusdagar I , ■ £ T Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér vinsælu bónusdagana í apríl. Þrír ævintýradagar, meðan húsrúm leyfir. Verð kr. 4,950 Innifalið; Gisting i 3 nætur og morgunverður af hlaðborði og þríréttaður kvöldverður síðasta kvöldið. HÓTEL ÖÐK HVERAGERÐI ^Sími 483 4700« Bréfsími 483 4775 Lykillinn að íslenskri gestrisni - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.