Morgunblaðið - 20.04.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.04.1996, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Um 300 leita eftir sumarvinnu hjá ÚA Vinnsla gæti stöðvast vegna hráefnisskorts Slippstöðin hf. vill ráða 10 erlenda járniðnaðarmenn Fagmenn skortir eftir ástand síðustu ára Morgunblaðið/Kristján HJÁ Slippstöðinni er verið að vinna við umfangsmiklar breyting- ar á togaranum Frosta ÞH frá Grenivík og m.a. að breyta hon- um í frystiskip. Meðal þeirra sem að verkinu koma eru fjórir starfsmenn Vélsmiðjunnar Víkur á Grenivík, sem starfa sem undirverktakar hjá stöðinni. Á myndinni er Jón Ásgeir Péturs- son að skera gat á þil á millidekki Frosta. HÁTT í 300 manns hafa óskað eftir sumarvinnu hjá Útgerðarfélagi Ak- ureyringa hf. en Gunnar Aspar, framleiðslustjóri, gerir ráð fyrir að um 80 manns verði ráðnir í sumar- afleysingar. í bréfi sem umsækjend- ur fengu sent er jafnframt tekið fram að í sumar verði hugsaniega tak- mörkuð vinna vegna hráefnisskorts og að ef til vill verði lokað þijár síð- ustu vikurnar í ágúst. ísfisktogarar á Reykjaneshrygg Gunnar segir að stefnt sé að því að senda ísfisktogarana Harðbak EA og Kaldbak EA til karfaveiða á Reykjaneshrygg í maí og júní, til hráefnisöflunar fyrir landvinnsluna. Gangi það ekki eftir gangi fljótlega á kvóta fyrirtækisins. „Við gerum okkur vonir um að ísfísktogaranir geti veitt um 2000 tonn á þessum tveimur mánuðum. Við verðum þarna einnig með eitthvað af vinnslu- skipum en afli þeirra skipa kemur ekki inn í landvinnsluna. Þannig að óvissan varðandi kvótastöðuna á þessu vori er meiri en síðustu ár,“ segir Gunnar. Breytingar á vinnslulínunni til skoðunar Fjölmörg ár eru síðan vinnslan stoppaði að sumarlagi að sögn Gunn- ars en síðast þegar slíkt gerðist, var stoppið hálfur mánuður og út af svip- uðum ástæðum og hér um ræðir. Að undanförnu hefur verið unnið að því að skoða hugsanlegar breyt- ingar á vinnslukerfi ÚA en á þessari stundu hefur ekki verið ákveðið hvert framhaldið verður. Gunnar segir að komi til þess að vinnslunni verði breytt verði reynt að fara í þá fram- kvæmd í ágúst. SLIPPSTÖÐIN hf. sendi í gær er- indi til félagsmálaráðuneytisins, þar sem fyrirtækið óskar eftir leyfi til að ráða 10 erlenda járniðnaðarmenn til tímabundinna starfa hjá stöðinni. Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar, segir að vegna góðrar verkefnastöðu fyrirtækisins næstu vikurnar sé nauðsynlegt að flölga járniðnaðarmönnum. Slipp- stöðin er að ganga frá samningi við Samheija um breytingar og lagfær- ingar á þýska ísfisktogaranum Cux- haven, sem er í eigu DFFU, dóttur- fyrirtækis Samheija. Einnig er verið að vinna við umtalsverðar breytingar á Frosta ÞH, auk þess sem mikið er að gera í almennum slippverkefn- um. Reynt að halda verkefnum í landinu „Við erum að leita eftir járniðn- aðarmönnum hér innanlands en reiknum ekki með að finna nægjan- legan fjölda. Því óskuðum við eftir því við Félag málmiðnarmanna á Akureyri að það heimilaði okkur að flytja inn 10 erlenda járniðnaðar- menn til tímabundinna starfa og þá væntanlega Pólveija og hefur félag- ið samþykkt það. Við teljum að með því að bæta við nokkrum erlendum fagmönnum getum við tekið að okk- ur verk sem við ella gætum ekki sinnt og færu þá að öllum líkindum úr landi. Þannig að við erum að reyna að halda þessum verkefnum í landinu og fá þá frekar til þess styrk erlendis frá í stað þess að horfa á eftir verkefnunum úr landi eins og gert hefur verið hingað tií,“ segir Ingi. Járniðnaðarmönnum fækkað Hann segir að í hremmingum undanfarinna ára hafi stórlega fækkað í járniðnaðarmannahópnum sérstaklega og þegar fyrirtæki eins og Slippstöðin er orðið eins lítið og raun ber vitni sé erfitt að ráða við miklar sveiflur. Ef þessi hugmynd sem nú sé uppi á borðinu gengur eftir myndi það gera fyrirtækið hæfara til að mæta þessum sveiflum og taka við stærri verkefnum inn á milli. Ingi sagði að hægt væri að fá pólska járniðnarðmenn til starfa ef félagsmálaráðuneytið samþykkti umsókn fyrirtækisins. Hér er ekki um ódýrara vinnuafl að ræða og stöðin þarf að greiða þeim erlendu laun samkvæmt kjarasamningum sem í gildi eru hjá stöðinni. Slippstöðin hefur einnig verið að auglýsa eftir nemum á samning, í vélvirkjun, stálskipasmíði og renni- smíði og gerir Ingi ráð fyrir að einir fímm nemar verði teknir á samning á næstu vikum. Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðarmanna, segir að stjórn félagsins hafi samþykkt erindi Slippstöðvarinnar, enda verði það fullreynt að ekki fáist innlendir járn- iðnaðarmenn til starfa. „Þessi umsókn snýr að þessu ein- staka afmakarkaða verkefni við þýska togarann en ekki öðrum verk- efnum. Þetta ástand er kannski lýs- andi dæmi um þá slagsíðu sem hef- ur verið í greininni undanfarin ár. Menn hafa hætt í faginu og lítið verið um að fyrirtæki taki nema og nú þegar fyrirtækin fara að rétta úr kútnum á ný, þá er þetta eitt af því sem menn standa frammi fyrir. En það þýðir ekkert að gefast upp, heldur að takast á við verkefnin og leysa þau og það telja menn sig vera að gera,“ sagði Hákon. ------»-»■■■■♦-- Útibú Landsbankans Beinlínu- tenging við Landsbréf ÚTIBÚ Landsbankans á Akureyri hefur fengið beinlínutengingu við Landsbréf í Reykjavík og nú getur umboðsmaður útibúsins gengið frá öllum viðskiptum beint. Útibú bankans á Akureyri gegnir stóru hlutverki í verðbréfaviðskiptum og með því að tengja það beint suð- ur, er verið að leitast við að koma til móts við viðskiptavini með bættri þjónustu. Af þessu tilefni býður útibú bank- ans á Akureyri viðskiptavinum sínum að þiggja veitingar eftir hádegi á mánudag. Þar verður starfsfólk Landsbréfa og mun það fræða við- skiptavini um starfsemi Landsbréfa. MESSUR AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11 á morgun, sunnudag. Munið kirkjubflana. Guðsþjónusta kl. 14. Biblíulestur í Safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudagskvöld. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund í kirkjunni kl. 13 í dag, laugardag. Bamasamkoma verður á morgun kl. 11. Messa verður kl. 14. Kirkjukaffi kvenfé- lagsins Baldursbrár í safnaðarsal eftir mes^u. Eldri borgurum boðin akstur til kirkjunnar. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 20 á sunnu- dagskvöld. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjöl- skyldusamkoma kl. 17 á sunnudag, börn og unglingar taka þátt. Heim- ilasamband kl. 16 á mánudag, krakkaklúbbur á miðvikudag og hjálparflokkur á fímmtudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Lokahátíð krakkaklúbbsins kl. 14 í dag, laugardag, veitingar. Sam- koma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld, laugardagskvöld. Safnað- arsamkoma á morgun kl. 11 og vakningasamkoma kl. 15.30 sama dag. Biblíulestur á miðvikudags- kvöld kl. 20.30 og bæn og lofgjörð á föstudag. Akureyrarbær UTBOÐ Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri, fyrir hönd bæjar- sjóðs Akureyrar óskar hér með eftir tilboöum í jarð- vegsskipti, lagnir, hellulögn og götulýsingu í verkið, Miðbær — Norðurhluti Geislagata og bifreiðastæði I. áfangi. Tilboðið nær til gerðar 115 lengdarmetra af götum og 1100 fermetra af bílastæðum ásamt tilheyrandi holræsalögnum, undirbúningi undir gangstéttir, 470 fm hellulögn og uppsetningu götulýsingar. Skiladagur verksins er 28. júní 1996. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Tæknideildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, frá og með þriðjudeginum 23. apríl 1996 á 3.500 kr. Opnun tilboða fer fram á sama stað föstudaginn 3. maí kl. 11.00. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri Árgangur 1954 frá Gagnfrœðaskóla Akureyrar Toppmódel! Nú mætum við öll og kætumst þann 18. maí. Hittumst við Gaggann kl. 14.00 og förum í smá rútuferð. (Sportklæðnaður.) Aðalstuðið byrjar með kokteil 54 kl. 19.30 í Golfskálanum Jaðri. Tilkynnið þátttöku fyrir 5. maí. Nánari upplýsingar veita: Auður sími 461 2314. Sigurður sími 462 5294. Rósa sími 462 4446. Þórey sími 461 1571. r8Uf «lvCg pe«flV!tuto'lSt- ttl' Nefndin. < ».w loakViiV- 1'U,‘ aúÍ$^n Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966 lygi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.