Morgunblaðið - 20.04.1996, Side 17

Morgunblaðið - 20.04.1996, Side 17
-MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 17 ÚR VERINU Fyrirsjáanlegir erfiðleikar í útflutningi krydd- og edikverkaðrar síldar Tollfrjáls kvóti fyrir árið þegar fullnýttur TOLLFRJÁLS kvóti fyrir krydd- og edikverkaða síld til Evrópusam- bandsins þetta ár, er þegar full- nýttur, og ljóst að útflutningur á slíkri síld síðar á árinu verður toll- aður um 10%. Gunnar Jóakimsson, framkvæmdastjóri Síldarútvegs- nefndar, segir að samningurinn um tollaívilnanir vegna sölu salt- síldar til aðildarlanda ESB, sé ófullnægjandi. Hann geti jafn- framt komið í veg fyrir að auka megi vinnslu síldar, eins og stefnt sé að með veiðum úr norsk- íslenzka sfldarstofninum. í lok síðasta mánaðar var endanlega gengið frá samningi milli íslands annars vegar og Evr- ópusambandsins hins vegar um árlegan tollfijálsan kvóta á nokkr- um sjávarafurðum, sem fluttar eru frá íslandi til Evrópusambandsins. Var þessi samningur gerður í framhaldi af inngöngu Finnlands, Svíþjóðar og Austurríkis í sam- bandið. Samningurinn tekur fyrst og fremst til saltaðrar síldar, en sölt- uð síld er sjávarafurð sem minnst- ar tollaívilnanir hefur fengið í samningum við Evrópusambandið, þar á meðal við gerð EES-samn- ingsins. 2.400 tonna tollfrjáls kvóti í samningnum, sem gerður var við Evrópusambandið í framhaidi af inngöngu EFTA-ríkjanna þriggja í ESB, var samið um 1.750 tonna tollfrjálsan kvóta fyrir heil- saltaða og hausskorna síld og 2.400 tonna kvóta fyrir ýmsar tegundir krydd- og edikverkaðrar síldar, en undir þann flokk falla mikilvægustu og verðmætustu síldarafurðirnar. Nú, þegar aðeins eru liðnir röskir þrír mánuðir af árinu, er kvótinn fyrir krydd- og edikverkuðu síldina fullnýttur, en hann kláraðist 9. aprfl síð- astliðinn. Því er ljóst að sá kvóti, sem samið var um, er mun minni en þörf er á. Hörmungarsaga Gunnar Jóakims- son, framkvæmda- stjóri Síldarútvegs- nefndar, segir að það sé afskaplega dapurt til þess að vita að ekki hafi náðst að semja um stærri kvóta. Reyndar væri það svo að baráttan undanfar- in ár í því að ná fram leiðréttingu vegna saltsíldarinnar, væri ein hörmung- arsaga. „Mestu vonbrigðin eru þau, að ekki var samið um við- unandi niðurstöðu við gerð EES- samingsins, en í þeim samningi var saltsíldin nánast skilin útund- an. Þetta kom síðan illilega niður á okkur með inngöngu EFTA-ríkj- anna í Evrópusambandið, en milli EFTA-ríkjanna hefur ríkt tollfrelsi með sjávarafurðir. Bæturnar, sem við fáum vegna inngöngu EFTA- ríkjanna í ESB, duga síðan ekki betur en raun ber vitni. Ný tollflokkaskilgreining Um tíma gerðum við okkur von- ir um að lausn gæti falizt í nýrri tollflokkaskilgreiningu á krydd- og edikverkuðum flökum, en í dag eru þau flokkuð í sama tollflokk og niðurlagðar síldarafurðir. Með nýrri skilgreiningu þar sem viður- kenning hefði fengizt á því að krydd- og edikverkuð flök flokkuð- ust sem saltsíldarflök, sem þau í raun eru, hefðu þau fallið undir þann eina flokk fyrir sfldarafurðir, sem nýtur tollfrelsis í Evrópusam- bandinu. Ríkistollstjóraembættið var í upphafi sömu skoðunar og við í þessu skilgreiningarmáli, en treysti sér ekki í slag við Evrópu- sambandið, þrátt fyrir að rökin í því séu nokkuð augljós að okkar mati. Stórt strik í reikninginn Það, hvað kvótinn er lítill og hann fljótt fullnýttur, er þeim mun dapurlegra þar sem við höfum verið að snúa vörn í sókn á mörk- uðunum. Menn hafa gert sér vonir um að hægt væri að auka vinnsl- una enn frekar. Meðal annars eru miklar væntingar til framtíðar varðandi nýtingu á norsk-íslenzku síldinni, en tollarnir setja þar stórt strik í reikninginn. Það sést af því að kvótinn er nú fullnýttur áður en á það reynir hvort norsk-íslenzk síld fæst til vinnslu eða ekki, og að ekki sé talað um næsta haust, en verulegur hluti þeirrar síldar sem áætlað er að salta í upphafi næstu haustvertíðar og ætluð er í jólasöluna til Svíþjóðar og Finn- lands í lok ársins, verður tolluð. Það mun vissulega draga úr mögu- leikum okkar á Norðurlöndunum og á mörkuðum Evrópusambands- ins,“ segir Gunnar. Freðsíldin stendur mun betur Gunnar segir einnig að sem dæmi um hvað saltaða síldin standi illa, megi benda á að fryst síld beri- engan toll til Evrópusam- bandsins stóran hluta ársins og á því tímabili, sem hún sé tolluð, sé tollfijáls innflutningskvóti 34.000 tonn. „Nú, á þeim tíma sem umræðan og krafan er um aukna nýtingu á vaxandi síldarafla og frekari full- vinnslu, er það mál nánast slegið út með tollahindrunum. Skilyrðið fyrir því, að hægt sé að sækja fram í þeim málum er að ná fram niður- fellingu tolla til Evrópusambands- ins, þannig að sfldarsöltunin sitji við sama borð og aðrar helztu út- flutningsgreinar okkar í sjávarút- vegi,“ segir Gunnar Jóakimsson. Ég þakka af alhag börnum mínum og barna- börnum og öðrum œttingjum og vinum sem glöddu mig með heimsóknum, blómum, heilla- skeytum og margvíslegum gjöfum á 95 ára afmœli mínu. Guð blessi ykkur öll. Þorgerður Einarsdóttir, Hjallatúni, Vík í Mýrdal. Erum flutt í Mörkína €5 Ný sending Stuttkápur og heilsársúlpur Fyrír Sumardaginn fyrsta TUboft Heilsársúlpurog sumarjakkar í miklu úrvali. Mörg snið. Verð kr. 4.900 og kr. 7.900. óstsendum Mörkin 6 - sími 588 5518 (við hliðina á Opið laugardag kl. - Bílastæði vi<9 búðar]j Opið sunnudag frá Farktúbbur VISAi býðurfar-og giillkorthöíúin VIS A Verö aðeins á inann í tvíbýli á Holiday Inn Select, fyrstaflokkshóteli (43.760kr.íeinbýli). Missið ekki af þessu tækifæri til að heimsækja fallega og Ilflega borg. Borðin svigna undan kræsingum og tónlistin dunaroginnan seilingar eru hlýlegar sveitir, aðlaöandi sinábæir og tækifæri til skoðunarferða og útivistar. Bðkanir adcins á söluskrifstofu Fluglciöa aðLaugavcgi 7. Hafidsamband viðDísu.Hörpu cða GuðrúnuDagmar ísíma S05048Seða S0S0S34. FLUGLEIÐIR I ■ i Liu, í i Igf I m- I 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.