Morgunblaðið - 20.04.1996, Síða 20

Morgunblaðið - 20.04.1996, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 ERLENT Kosið í íran eftir harða baráttu Teheran. Reuter. ÍRANIR gengu að kjörborði að nýju í gær eftir harðvítuga kosningabar- áttu milli miðjumanna, sem beita sér fyrir efnahagsumbótum, og frambjóð- enda sem vilja að hvergi verði hvikað frá þeirri stefnu sem mörkuð var í íslömsku byltingunni fyrir sautján árum. Kjósendur flykktust á kjörstaði í íran, fjölmennasta Persaflóarík- inu, eftir að embættismenn, sem leggjast gegn efnahagsumbótum, hvöttu þjóðina til að hafna frjáls- lyndum frambjóðendum og sökuðu þá um að vera handbendi Banda- ríkjanna og ísraels. „Ég kaus þá sem eru guðhrædd- ir og eru duglegir að vinna fyrir fólkið," sagði verkfræðingur eftir að hafa kosið í Teheran. „Ég styð landið og trúna. Aðeins ríka fólkið fylgir fijálslyndu mönnunum.“ Harðlínuöflin náðu meirihluta á þinginu í kosningunum 1992 og vilja halda í gildi íslömsku bylting- arinnar 1979. Stuðningsmenn Ak- bars Hashemis Rafsanjanis forseta vilja hins vegar snúa við blaðinu, koma á efnahagsumbótum og rjúfa einangrun landsins. Barist var um 123 þingsæti í gær, en í fyrri umferð kosninganna 8. mars voru 133 þingmenn kjöm- ir. Úrslitin í kosningunum liggja fyrir innan viku. Varað við „samsæri óvina“ Kvöldið áður en kjörstaðir voru opnaðir hvatti talsmaður svokallaðs Verndararáðs, sem er skipað íhalds- sömum klerkum og lögfræðingum, kjósendur til að hafna frjálslyndum frambjóðendum sem styddu ekki heilshugar klerkaveldishugsjón íslömsku byltingarinnar. Orðið „frjálslyndur" hefur niðrandi merk- ingu í írönskum stjórnmálum og er notað um þá sem vilja bæta sam- skiptin við Bandaríkin. „Óvinirnir geta auðveldlega keypt slík fólk,“ sagði talsmaðurinn og vísaði til Bandaríkjanna og ísra- els. „Þið verðið að muna að óvinirn- ir hafa valdið öllum okkar vanda- málum og ef við eigum við pólitísk- an og efnahagslegan vanda að stríða er það vegna samsæris óvin- anna.“ Verndararáðið hefur eftirlit með kosningunum og getur hafnað lög- um sem þingið samþykkir. Hugmyndafræðilega baráttan og efnahagsleg vandamál, svo sem 60% verðbólga á ári, voru helstu kosningamálin í Teheran og stærstu borgunum, en ýmis staðbundin mál bar hæst í kosningabaráttunni í dreifbýlinu. Reutfir Möttull Krists vekur athygli MÖTTULLINN af Trier, sem tal- hygli gesta dómkirkjunnar í Tri- ið er að Jesú hafi klæðst þegar er í Þýskalandi í gær. Klæðin hann gekk upp á Golgata til hafa aðeins verið sýnd þrisvar á krossfestingar, vakti mikla at- þessari öld. Rannsókn mannskæðs tilræðis í Kaíró Lögreglan handtek- ur herskáa múslima Kaíró, Aþenu. Reuter. EGYPSKA lögreglan handtók í gær herskáa múslima í fátækrahverfum í Kaíró í von um að finna tilræðismenn- ina sem myrtu 18 gríska ferðamenn fyrir utan hótel í borginni í fyrradag. Lögreglan réðst inn f hús, sem tal- in eru fylgsni herskárra múslima, í þremur hverfum nálægt hótelinu, að sögn egypska dagblaðsins al-Ahram. Blaðið gat þess ekki hversu margir hefðu verið handteknir og ekkert benti til þess að lögreglan hefði kom- ist á spor tilræðismannanna. Dagblaðið sagði að tilræðismenn- imir fjórir væru líklega í Gama’a al-Islamiya (íslamska hópnum), stærstu hreyfingu egypskra múslima sem vill steypa stjórn landsins og stofna íslamskt ríki. Málgögn egypsku stjórnarinnar gerðu lítið úr þeim möguleika að til- ræðismennirnir hefðu haldið að Grikkirnir væru ísraelar og ætlað að hefna árása ísraela á Líbanon. Engin hreyfing hefur lýst verknaðin- um á hendur sér. Fréttaskýrendur dagblaðanna höll- uðust flestir að þeirri kenningu að Gama hefði staðið fyrir árásinni tii að grafa undan ferðaþjónustunni í Egyptalandi. Fyrir árásina höfðu heit- trúaðir múslimar drepið átta erlenda ferðamenn og sært 53 á fjórum árum. Fórnarlömbin flutt heim Lík fómarlambanna vom í gær flutt með grískri herflugvél til Grikk- lands og tíu hinna særðu vom fluttir á sjúkrahús í Aþenu. Fimm til viðbót- ar era enn á sjúkrahúsi í Kaíró og í lífshættu. Fjórar flugvélar fóm einnig í sér- staka ferð með hundrað grískra ferðamanna, sem lifðu tilræðið af eða vildu flýta heimför sinni af ótta við frekari árásir. 7 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Hvað kosta útsæðiskartöflurnar? 4^ Tegund útsæðis Fyrirtæki Dora Innfl. 5 kg. Gullauga íslenskar 5 kg. Rauðar íslenskar 5 kg. Amazone, möndlulaga lnnfl.,5 kg. Helga íslenskar 5kg. Premier íslenskar 5 kg. Bintje Innfl. 5 kg. Ágæti Faxafeni 12 1.300 kr. 980 kr. 980 kr. 1.300 kr. 980 kr. 980 kr. 1.300 kr. Biómavaí v/ Sigtún ekki til 975 kr. 975 kr. 975 kr. íslenskar ekki til 975 kr. ekki til Gróðurvörur Smiðjuvegi 5 ekki til 960 kr. 960 kr. ekki til 960 kr. 960 kr. 960 kr. íslenskar Frjó Stórhöfða 35 ekkitii 980 kr. 980 kr. 1.300 kr. íslenskar ekki til 980 kr. 980 kr. Bananar Elliðavogi 103 ekki til 800 kr. 800 kr. ekki til ekki til 800 kr. ekki til BYK° ekki til 907 kr. 907 kr. 907 kr. ekki til 907 kr. 907 kr. Hringbraut, R. Dalshrauni, Hf. 7 9 <3*? CÖ m ^ CD CD Verðið svipað á íslenska útsæðinu ÞEGAR kannað var verð á útsæði kom í ljós að selj- endur voru með sama verð á öllum útsæðistegundun- um sem þeir bjóða, að minnsta kosti þeim ís- lensku. Síðan var oft tölu- verður verðmunur milli seljenda á einstökum teg- undum. Verðið í töflunni á við um 5 kílóa poka af út- sæði og skal tekið fram að ekkert tillit er tekið til gæða vörunnar. Samkvæmt heimildum blaðsins er gullaugað vin- sælast en margir vilja rauð- ar kartöflur líka. Þá sækjast ýmsir eftir því að kaupa erlend afbrigði með til að fá stórar bökunarkartöflur. Spurt er þó nokkuð um I Helgu sem er rautt gullauga ) en framboðið er hinsvegar lítið. Verið er að rækta nýj- ' an stofn og segja seljendur útsæðis að næsta vor verði væntanlega nóg til af Helgu. MATUR 96 Nýtt kaffi, ýsu- snakk, sósur, kjöt og umbúðir A SJÖTTA tug fyrirtækja eru með sýn- ingarbása á sýningunni Matur’96 og mikið um að vera. I dag, laugardag, ætla bakar- ar að skreyta risastóra brúðkaupstertu, fimm matreiðslumeistarar spreyta sig á að reyna við titilinn Matreiðslumaður árs- ins 1996, kjötiðnaðarmenn sýna verðlauna- stykki sín og nemar keppa bæði í fram- reiðslu og matreiðslu og Ieyfa gestum að fylgjast með. Búist er við þúsundum gesta nú um helg- ina, en sýningin er haldin í íþróttahúsinu í Smáranum í Kópavogi. í gær þegar við litum inn á sýninguna voru ýmis fyrirtæki að kynna nýjungar og Ieyfa gestum að smakka. Við birtum hér sýnishorn af því sem fyrir augu bar. I næstu viku verður nánar fjallað um ýmsar vörur sem kynntar voru á sýningunni. ODDI og Umbúðamiðstöðin eru í sam- starfi við að hanna og framleiða umbúðir og eru þær kynntar á sýningunni með nýstárlegum hætti. Umbúðirnar sem eru á sýningunni hafa að geyma hugmyndir. Kuðungurinn er tákn þeirra og Oddi og Umbúðamiðstöðin bjóða til kuðungaveislu. Morgunblaðið/Sverrir Á SÝNINGUNNI er verið að kynna eldföst mót frá Alpan á Eyrarbakka og býðst gestum að kaupa mót með 40% afslætti. Morgunblaðið/J6n Svavarsson í GÆR var Kjötmeistari ársins valinn og hlaut Björn Ingi Björnsson hjá Höfn á Selfossi titilinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.