Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 33
AÐSEIMDAR GREINAR
Um útköll og hjálpar-
beiðnir til bj örgunarsveita
A SIÐUSTU dög-
um hafa spunnist
nokkrar umræður í
fjölmiðlum um að of
mikill viðbúnaður hafi
verið af hálfu björg-
unarsveita í V-Skafta-
fellssýslu vegna
neyðarkalls sem barst
um gervihnött og virt-
ist koma frá Skaftár
tunguafrétti.
Þar sem undirritað-
ur bar ábyrgð á því
að kalla út viðkom-
andi björgunarsveitir
vil ég upplýsa hvað
var til grundvallar
Reynir
Ragnarsson
ákvörðun minni og rekja aðstæður
eins og þær blöstu við mér á þeim
tíma.
Hinn 10.4. sl. kl. 11.35 var
mér tilkynnt, frá manni í Lands-
stjórn björgunarsveita, að heyrst
hefði í neyðarsendi frá því fyrr
um morguninn. Samkvæmt út-
reikningum frá stöð í Frakklandi
bærust merkin frá ákveðnum
manni sem vitað var að væri á
leið þvert yfir landið og var gefin
upp staðarákvörðun í
breidd og lengd sem
benti til þess að mað-
urinn væri staddur
sunnarlega í Álfta-
vatnakróki á Skaftár-
tunguafrétti. Stað-
setningartölur bárust
nokkuð þétt, en aldrei
nákvæmlega þær
sömu, þannig að um
nokkuð svæði var að
ræða sem gat skeikað
um 1-3 km á hvern
veg. Rigning var og
svarta þoka að sjá til
fjalla. Mikið hafði
snjóað á þessu svæði
um páskana, en núna var asa-
hláka og hef ég ekki séð Kúða-
fljót og Skaftár vatnsmeiri en
þennan morgun, ekki einu sinni
í Skaftárhlaupum. Óttaðist ég því
að sá sem setti neyðarsendinn í
gang gæti verið í alvarlegri lífs-
hættu, hann gat hafa festst í
snjókrapi eða fallið og hrakist í
vatnsfalli, því að við svona að-
stæður er hver einasta vatns-
spræna eins og beljandi á. Hann
gat einnig hafa lent í snjóflóði en
náð að ræsa neyðarsendinn.
í stuttu máli getur maður ekki
leyft sér að álíta, þegar neyðar-
kall berst að nóg sé að senda einn
til tvo vélsleða við áðurgreindar
aðstæður og friða sjálfan sig og
aðra að þar með hafi allt verið
gert til þess að bjarga þessum
manni. Svona starfa einfaldlega
ekki björgunarsveitir í dag og von-
andi ekki í framtíðinni. Ég er hissa
á reyndum björgunarsveitarmönn-
um í Reykjavík að nota svona
neyðarkall til þess að auglýsa ann-
ars ágætan neyðarsendi og gefa
jafnframt í skyn að það hefði ver-
ið unnt að ganga' að manninum
vísum á ákveðnum punkti. Þessi
ákveðni punktur var sem sagt á
reiki og enginn vissi um í hvaða
neyð maðurinn var. Það var hægt
að senda björgunarsveitir eftir
tveim leiðum inn á neyðarkalls-
svæðið, eftir nyrðri og syðri Fjalla-
baksleiðum. Vitað var að báðar
leiðimar yrðu mjög erfiðar vegna
krapa-elgs og vatnavaxta og
spurning hvor væri fljótfarnari.
Það var því ákveðið að senda
ISLENSKT MAL
Því það sambýður magni mest
manninn hvarvitna að þekkja gran(n)t.
Svo segir í frægri þýðingu
eftir sr. Jón Þorláksson á Bæg-
isá, og er þá nokkuð undir hæl-
inn lagt hvort menn höfðu síð-
asta orðið með einu eða tveimur
n-um.
En ég ætla fyrst að reyna að
svara tveimur nokkuð erfiðum
spurningum úr ágætu bréfi frá
Hildigunni L. Högnadóttur á
ísafirði.
Hún spyr fyrst hvort réttara
muni að grandskoða eða grann-
skoða eitthvað í merkingunni að
kanna það gaumgæfilega. Eng-
inn merkingarmunur er greinan-
legur. Umsjónarmaður treystir
sér ekki til ,að gera upp á milli
sagnmyndanna.
I heimildum seðlasafns Orða-
bókar Háskólans er þetta orð
ritað með ýmsum hætti á ýmsum
tímum, svo sem grannskoða,
grandskoða og granskoða.
Getur umsjónarmaður ekki full-
yrt neitt um upprunann að svo
stöddu. Fyrir koma orðin grand-
kunnugur = gjörkunnugur og
grandgæfilega = mjög vand-
lega, og ennfremur að grandlesa
og grandskyggn. Öll þessi orð
fela í sér vöndugleik og ná-
kvæmni.
í orðsifjabók Ásgeirs Blöndals
Magnússonar segir að grand
„lítil þungaeining“ sé til í ís-
lensku a.m.k. frá 18. öld og sé
ummyndað úr dönsku gran <
latínu granum = korn. Sjá einn-
ig ensku grind = mala. Gran er
einnig í norsku í sömu merkingu
og í dönsku, og í Norsk
riksmálsordbok er svo grannt í
málin farið, að þar er greindur
þungi „gransins", 0,00357
grömm.
Þá spurði Hildigunnur um
réttmæti þess að segja hvort
heldur væri „að leiða líkur að
einhveiju" eða „leiða líkum að
e-u“. Þetta hvort tveggja merkir
„að færa rök fyrir“ eða „sýna
fram á að eitthvað sé líklegt".
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
845 þáttur
Báðar gerðirnar virðast full-
komlega tækar. í Fjölni (5. ár,
bls. 17) stendur (fært til nútíma-
stafsetningar): „Hér á nú fyrst
að leiða líkur til þess.“ Um hina
gerðina eru mörg góð dæmi.
Þágufallið „líkum’* er væntan-
lega verkfæris- eða háttarþágu-
fall. Þá leiða menn „með líkum
(líkindum)“ rök að o.s.frv. Þótt
skráð bókfest dæmi um þetta
orðafar séu yngri en dæmið úr
Fjölni, getur þetta tal verið gam-
alt. Margt var það sem seint eða
ekki komst á bækur.
Hildigunnur víkur að því fyrir-
bæri, þegar lýsingarorðið var er
notað kynlaust eða gelt. Sem
betur fer, fara þó margir rétt
með þetta. Kona segir til dæmis:
ég varð ekki vör við þetta og
börnin urðu einskis vör. Sjálf-
sagt er að halda fast \ rétta
meðferð lýsingarorðsins. Ég hef
áður fjallað um þetta og helsta
„skýring“ á því að segja alltaf
„var“ gæti verið áhrif frá snar
þegar það er stytting úr snarvit-
laus. Þá er snar haft eins í öllum
kynjum.
Látum svo Hildigunni hafa
orðið athugasemdalaust, að öðru
leyti en því að þakka henni bréf-
ið:
„Mikið finnst mér hvimleið sú
árátta fjölmiðlafólks að tala sí-
fellt um hundraðkalla og þúsund-
kalla. Munar fólk eitthvað um
að nefna hlutina sínum réttu
nöfnum eins og hundrað eða
þúsund krónur?
Vonandi hefur fréttaþulur rík-
isútvarpsins aðeins mismælt sig
þegar hann sagði í kvöldfrétta-
tíma 11. janúar sl. að „úrslit
hefðu verið gerð kunngjörð"!
Það er ekki nema sjálfsagt að
grípa til gamalla orðtaka eins
og oft er gert í fjölmiðlum lands-
ins, en þegar menn fara að snúa
þeim og breyta þá verður oft
ekkert annað en bull sem kemur
út úr því. í fréttatíma Stöðvar 2
þann 9. janúar sl. var verið að
segja frá Keiko, litla hvalnum
sem menn ytra vildu að kæmist
aftur á íslandsmið og í fréttinni
var þess getið að Keiko hefði
ekki „synt heill til skógar“ und-
anfarið. Ég held það færi betur
að sleppa bara orðtökunum, ef
menn kunna ekki að fara rétt
með þau.
Að lokum örfá orð um auglýs-
ingar. Ég á mjög bágt með að
þola það, að flestir auglýsendur
tala til fólks eins og það væri
fífl. Ég get ekki annað en tekið
svona djúpt í árinni og það þarf
ekki annað en að fylgjast með
orðavalinu í auglýsingum fjöl-
miðlanna til að heyra að svona
er þetta. Nýjasta nýtt var heitt
ár og heitur miði í einhveiju
happdrættanna, og ekki minnist
ég ógrátandi á dömubinda- og
bleiuauglýsingarnar. Bílaauglýs-
ingarnar eru svo yfirþyrmandi
væmnar eða hver keyrir t.d. með
eldstrókinn upp úr öllu við hveija
beygju? Það þætti ekki gott af-
spurnar í minni sveit.
Ég þakka fróðlega og
skemmtilega pistla um daglegt
íslenskt mál.
Bestu kveðjur.“
★
Hlymrekur handan kvað:
Torfhildur, Áslaug og Inga
í eyru og nef settu hringa,
en í höfðingjann Jens
þær höfðu ekki sjens:
það hafði Karítas kjúklingabringa.
★
Biskup sitr í Málmey um fram
páskir. Þar andast Einarr
skemmingr af nefdreyra. En eft-
ir páskir fór biskup norðr til
Grímseyjar. (Sturlunga.)
★
Auk þess er hér afdráttar-
háttur, og hann ekki af lakara
taginu:
Semja ijóðin fljóðin fljót,
flétta hróður löngum.
(Siprður J. Gíslason,
skíðamaður og skáld.)
björgunarsveitirnar eftir báðum
þessum leiðum. Það er einnig svo
að ein gerð farartækja hentar ekki
við allar aðstæður og til þess að
koma vélsleðunum inn á þann snjó
sem þeir gátu farið um varð að
nota bæði trukka og framdrifs-
dráttarvélar, sem gátu öslað
metradjúpan og þaðan af dýpri
krapa- og vatnselg. Þá skal þess
Betra er of en van í
búnaði, segir Reynir
Ragnarsson, þegar
björgunarsveit er að
störfum.
getið að þyrla hafði einnig verið
send yfir svæðið, samkvæmt
ákvörðun Landsstjórnar björgun-
arsveita, en hún varð frá að hverfa
vegna lágskýja og þoku. Þegar
klukkan var orðin 15.30 og björg-i
unarsveitir ekki enn komnar inn á
neyðarsvæðið, var ég og aðrir, sem
vorum í stjómstöðvum björgunar-
sveitanna, farnir að spyija sjálfa
okkur að því hvort við hefðum
gert nóg og allt sem í mannlegu
valdi væri hægt að gera til björg-
unar. Þá var einnig farið að gæta
kvíða frá þeim manni í Lands-
stjórn bjsv. sem var í sambandi
við okkur. Þangað voru komin
skyldmenni þess sem sendi út
neyðarkalið og okkur var bent á
að nú færi að styttast í myrkur
og jafnframt spurt hvort við þyrft-
um einhveija aðstoð að sunnan frá
þeim. Ég var í vafa hveiju ætti
að svara þessu, eða hvort þegar
væri búið að gera nægar ráðstaf-
anir sem dygðu.
Kl. 16.05 var tilkynnt að maður-
inn væri fundinn, en síðan slitnaði
fjarskiptasamband við þá björgun-
armenn í einar 20 mínútur, án
þess að við vissum hvort hann
væri lífs eða liðinn.
Það var erfíður tími fyrir okkur
í stjórnstöðvum björgunarsveita
SVFÍ hér á svæðinu og mér varð
hugsað til þess hvernig þeim að-
. standendum liði sem biðu frétta í
Reykjavík.
Síðan bárust fréttir um að ekk-
ert alvarlegt amaði að manninum.
Hann hafði haldið kyrru fyrir,
gegnblautur, í gegnblautum svefn-
poka sínum frá því kvöldið áður
og verið kominn með lungnatak.
Það líður hinsvegar aðeins skamm-
ur timi frá þessu þar til fréttir
birtast í fjölmiðlum um þessa
björgun, en þá fer mest púðrið í
að auglýsa ágæti neyðarsendisins
og að í raun hefði verið nóg að
senda tvo menn á vélsleðum til
þess að sækja manninn á fyrirfram
vitaðan stað eins og hann biði í
strætisvagnaskýli eftir vagninum,
tilbúinn að hoppa upp í.
Að endingu vil ég geta þess að
í þessari aðgerð tóku þátt fjórar
björgunarsveitir SVFÍ. Alls fóru
til leitar 34 menn með fímmtán
vélsleða, tvo torfærutrukka, snjó-
bíl, dráttarvél, fjórhjól og sex tor-
færujeppa. Einnig var læknir með
í ferðinni. Þá voru að auki menn
á vakt á þrem stjórnstöðvum
björgunarsveitanna. Fyrir mér og
okkur björgunarsveitarmönnum
var þessi viðbúnaður síst of mikill
og hafa verður í huga að við höfum
okkar metnað og viljum einnig
geta sofið án samviskunags ef
verr hefði farið. Þetta útkall er
því í mínum huga ekkert sem við .
eða sá sem bað um það þurfum
að biðja afsökunar á, en alltaf má
gera betur. Þrátt fyrir miklar æf-
ingar og námskeið sem björgunar-
sveitarmenn ganga í gegnum eru
neyðarköll og önnur aðstoð, sem
tekst að leysa giftusamlega, nokk-
urs konar ávöxtur erfíðisins og
fullvissa þess að ekki hafí verið
til einskis æft.
Ég vil því að endingu nota tæki-
færið til þess að þakka björgunar-
sveitunum þeirra starf, bæði fyrr
og síðar og vona að þeir láti ekki
fjölmiðlagagnrýni eða auglýsinga-
skrum koma í veg fyrir að þeir
noti allan sinn styrk og búnað til
að tryggja sem öruggastan árang-
ur þegar beðið er um aðstoð. Það
hefur verið reynsla mín í gegnum
árin að betra sé að fara af stað
með of mikinn búnað en vanta
eitthvað af honum í miðri aðgerð.
Höfundur er umdæmisstjóri
björgunarsveita SVFÍ í V-Skafta-
fellssýslu og Rangárvallasýslu.
SYNUM SAMUÐ
Berum sorgar- og samúðarmerkin við minninearathafnir
og jarðarrarir og almennt þegar sorg ber að nöndum.
Sölustaðir: Kirkjuhúsíð, Laugavegi,
bensínstöðvar og blómabúðir um allt land.t* ,«&. <3ír
Þökkum stuðninginn. H 'QIý
MALVERKAUPPBOÐ
Á HÓTEL SÖGU SUNNUDAGSKVÖLD
SÝNING UPPBOÐSVERKA
í DAG OG Á MORGUN KL. 12-18.
ANTIKVERSLUNIN
OPIN Á SAMA TÍMA.
BOEG
við INGÓLFSTORG
SÍMI552 4211