Morgunblaðið - 20.04.1996, Síða 39

Morgunblaðið - 20.04.1996, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 39 svona stundu velkjast margar spurn- ingar um í huga okkar. Ymsar skemmtilegar minningar um góðar stundir rifjuðust upp er við komum saman til að skrifa minningargrein- ina. Við kynntumst Helga í skátunum og mynduðust sterk vináttubönd milli okkar. Þær voru ófáar útileg- urnar sem voru farnar í skátaskál- ana Valhöll og Dyngju og dvaiið í tjöldum og snjóhúsum víðsvegar um nágrenni Isafjarðar. Er okkur sér- staklega minnisstæð útilega sem farin var í Engidal í yndislegu veðri að vori til. Helgi söng „Einu sinni á ágústkvöldi" allan tímann og kunn- um við nú allir textann utanbókar. Oft var Helgi öfundaður af kjall- ara ömmu sinnar, en þangað sótti hann útilegugræjur eða önnur tæki og tól sem fjölskylda hans hafði lagt til hliðar, en okkur þótti hinar mestu gersemar. Helgi fór sínar eigin leiðir. Til dæmis fór hann í nám við Bænda- skólann á Hvanneyri og síðan í fram- haldsnám í Danmörku. Eftir að Helgi kom aftur heim gekk hann í rekka- sveit skátafélagsins á ísafirði. Starf- ið í sveitinni hæfði honum vel, því hann hélt mikið upp á gömul gildi og venjur sem eru í hávegum hafðar innan sveitarinnar. Einnig starfaði hann mikið innan hjálparsveitar skáta strax og hann hafði aldur til. Helgi var góður félagi og alltaf heiðarlegur í orðum, hugsunum og verki; glaðvær og stríðin, en fastur fyrir og átti það til að leysa ágrein- ingsmál á sinn eigin hátt. Til dæmis þegar við vorum einu sinni á rúntin- um og misjafnar skoðanir voru hafð- ar frammi um ákveðið málefni. Þá stillti hann á rás 1 og hækkaði í botn. Þar með var vandamálið leyst. Heimili hans stóð okkur alltaf opið og eyddum við þar mörgum stund- um. Við minnumst þín, Helgi Steinarr, með söknuði og munum aldrei gleyma þeim stundum sem við áttum saman. Gunnhildur, Katrín og aðrir aðstandendur. Megi Guð styðja ykk- ur á þessari sorgarstundu. Gísli, Rúnar, Kristján, Guðmundur, Sveinbjörn og Trausti. „Það er aðeins hægt að höndla hamingjuna á einn veg og það er með því að gera aðra hamingju- sama. Reyndu að yfirgefa þennan heim ofurlítið betri en þegar þú komst í hann. Þá veistu, að þú hefur ekki eytt ævi þinni til einskis." (B.P.) Þessi orð úr síðasta bréfi Badens Powells koma í huga okkar nú þeg- ar við kveðjum góðan félaga okkar og vin, Helga Steinarr Kjartansson, sem lést þann 12. apríl sl. eftir erfið veikindi, langt fyrir aldur fram. Fátt er um orð á slíkum stundum, er svona stórt skarð er höggvið í okkar raðir. Við sem þekktum Helga Steinarr munum alltaf minnast hans sem sanns skáta, enda nánast fæddur inn í skátahreyfinguna. Snemma fylgdi hann foreldrum sínum á skátamót og er hann náði níu ára aldri og var vígður sem ylfingur, hafði hann þá þegar mikla skátaþekkingu og notaði hann allan sinn frítíma til að auka við hana. Hann varð flokksforingi í skátaflokknum Björnum og starfaði síðan í dróttskátasveit og hjálpar- sveit um leið og tilskildum aldri var náð. Síðustu þijú árin gegndi hann einni virðingarmestu stöðunni innan skátafélagsins, sem sveitarforingi Rekkasveitar. Og var hann lang yngstur til að gegna þeirri stöðu. Helgi vann sér virðingu skáta á öllum aldri, með rólegu og yfirveguðu fasi sínu og er hans sárt saknað. Elsku Gunnhildur, Katrín og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur dýpstu samúð, missir ykkar er mik- ill. Megi góður guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipar kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt hvíldu rótt. Guð er nær. Með skátakveðju, Skátafélagið Einheijar-Valkyijan. + Sigurlín Guð- brandsdóttir fæddist á Loftsöl- um í Mýrdal 13. desember 1907. Hún lést í Reykja- vík 10. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Elín Björnsdóttir og Guðbrandur Þorsteinsson bóndi þar og vitavörður á Dyrhólaeyjarvita. Þau hjón eignuðust 17 börn og af þeim komust 15 til full- orðinsára en þau eru: Sigur- veig, f. 1898, Marta Elinborg, f. 1900, Guðbjörg Elín, f. 1902, Vilborg, f. 1903, Þorsteinn Jón, f. 1904, Guðfinna, f. 1905, Daní- el, f. 1906, Sigurlín, f. 1907, Steinunn, f. 1908, Björn, f. 1911, Þórunn, f. 1912, Lára, f. 1914, Anna Stefanía, f. 1915, Sigríður Guðfinna, f. 1916 og Matthildur Sigurlaug, f. 1918. Matthildur er nú ein eftir á lífi af þeim systkinunum. Sigurlín fór á fyrsta ári í fóstur til föðursystur sinnar Guðríðar Þorsteinsdóttur og manns hennar Gunnars Bjarna- sonar í Steig. Þar ólst hún upp ásamt þremur fóstursystkinum: Kristínu, f. 1892, Þorsteini, f. 1893, og Sigurði Bjarna, f. 1896. í Steig var Sigurlín til 19 ára aldurs en flutti þá að Sigurlín, eða Lína frænka eins og hún var jafnan kölluð í hópi okkar systkinanna á Ketilsstöðum, var tekin á heimili afa okkar og ömmu, Guðríðar Þorsteinsdóttur og Gunnars Bjarnasonar í Steig, á fyrsta aldursári til að létta undir með hjónunum á Loftsölum sem þá bjuggu við mikla og vaxandi ómegð en Guðríður amma okkar og Guð- brandur á Loftsölum voru systkini. Ekki mun það hafa verið ætlunin að þessi litla frænka yrði þar til frambúðar og fór Gunnar með hana reglulega heim til foreldra og systk- ina til að hún héldi eðlilegu sam- bandi við fjölskyldu sína. Engu að síður munu fósturforeldrarnir hafa Ketilsstöðum ásamt uppeldissystur sinni og manni hennar Salómon Sæmundssyni. Þar var hún til heimilis næstu átta ár en fór þó af og til i kaupa- vinnu á sumrum og tvo vetur í vist í yestmannaeyjum. Árið 1934 fluttist Sigurlín til Reykja- víkur og hóf árið eftir störf hjá Saumastofunni Ála- fossi. Þar starfaði hún óslitið fram undir 1980, fyrst í Þingholtsstræti í Reykja- vík en síðustu árin á Álafossi í Mosfellssveit eftir að starfsem- in var flutt þangað. Eftir að Sigurlín flutti til Reykjavíkur bjó hún lengi í leiguhúsnæði ásamt Vilborgu systur sinni en síðar fluttu þær heimili sitt í eigin íbúð í Stiga- hlíð 22. Vilborg lést 1979 og eftir það bjó Sigurlín þar ein. Hún hafði jafnan verið heilsu- hraust en upp úr 1988 tók heilsu hennar að hraka og síð- ustu árin dvaldi hún á Drop- laugarstöðum í Reykjavík þar sem hún naut alúðar og um- hyggju starfsfólks til síðustu stundar. Utför Sigurlínar fer fram frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal í dag og hefst athöfnin klukkan 13. litið á hana sem eitt barna sinna og á sama máta féll hún inn í systk- inahópinn í Steig og varð strax yndi og eftirlæti þessara nýju „systkina" sinna sem öll voru nokkru eldri en hún. Enda fór það svo að Lína var frá þriggja ára aldri talin heimilisföst hjá fósturforeldrunum í Steig. Gunnar féll frá tveimur árum síðar en Lína ólst áfram upp hjá frænku sinni og börnum hennar við venju- leg sveitastörf eins og þau gerðust í upphafi aldarinnar. Þegar foreldrar okkar hófu bú- skap í Steig og síðar á Ketilsstöðum var Lína áfram í heimili þeirra enda var samband hennar og móður okk- ar mjög náið og einstakt.. Lína var því hluti af bernskuheimili okkar allt frá því við fyrst litum dagsins ljós og það breyttist í raun ekki þó að hún hyrfi til annarra starfa um það leyti sem við tókum að vaxa úr grasi. Við vissum alltaf að fjöl- skylda okkar átti hauk í homi þar sem hún var. Það var fylgst af at- hygli með hveiju bréfi sem móðir okkar fékk frá henni; oft kom líka pakki frá Línu frænku og þá fylgd- ust forvitin augu grannt með þegar hann var opnaður. Og síðast en ekki síst var það sérstakt tilhlökkunar- efni þegar von var á Línu í heim- sókn en það var yfírleitt árviss at- burður þegar hún tók sér sumarfrí. Árið 1935 hóf Lína störf hjá Saumastofunni Álafossi ásamt Vil- borgu systur sinni og upp frá því bjuggu þær saman meðan báðar lifðu, síðast um alllangt árabil í eig- in íbúð í Stigahlíð 22. Þær systur voru báðar einstaklega samvisku- samar, duglegar og vandvirkar í öllu starfí sínu enda hlutu þær sérstaka viðurkenningu frá fyrirtækinu þegar þær höfðu unnið þar í full 40 ár. Lína frænka var vinföst og hús- bóndahollur starfsmaður. Hún mátti ekki heyra orði hallað á „sitt fólk“, hvort sem um var að ræða húsbænd- ur eða skyldmenni og hún var jafn- an ákveðin í skoðunum og lá ekki á dómum sínum um menn og mál- efni. Lína var glaðvær og félagslynd; hún hafði gaman af að dansa og grípa í spil með góðum vinum. Sam- komur Skaftfellingafélagsins sótti hún yfírleitt alltaf fyrr á árum þeg- ar þess var nokkur kostur. Hún hafði mikla ánægju af ferðalögum og þær systur ferðuðust mikið sam- an bæði innan lands og utan. Heimili þeirra systra í Stigahlíð 22 var einstaklega hlýlegt og fal- legt og bar vitni um fagurt hand- bragð þeirra og smekkvísi. Oft var þar gestkvæmt og viðtökurnar ávallt jafn heitar og hlýjar hvort sem þar fóru frændur eða frænkur af annarri, þriðju eða jafnvel fjórðu kynslóð fjölskyldna þeirra frá Loft- sölum og Ketilsstöðum. Lína giftist ekki og átti engin börn en gjafmildi hennar og vinarþel náði jafnt til allra ættmenna, eldri sem yngri; þar mátti enginn verða útundan. Að leiðarlokum þökkum við systkinin frá Ketilsstöðum Línu órofa tryggð hennar og vináttu gegnum árin. Blessuð sé minning hennar. Björgvin Salómonsson. Ótalmargar minningar koma upp í hugann, frá því að við vorum lít- il, nú þegar ömmusystir okkar hún Lína er dáin. Ekki er þó hægt að kveðja Línu án þess að minnast á Villu systur hennar líka, en hún dó fyrir nokkrum árum. Þær Villa og Lína bjuggu saman í Stigahlíðinni og var alltaf gott að koma þangað. Hlýlegt heimili með útsaumuðum stólum og púðum um allt og bökun- arilm í loftinu. Þær áttu alltaf góð- gæti fyrir litla munna og jafnvel vettlinga og sokka. Villa og Lína, eins og þær voru ávallt kallaðar, unnu saman á saumastofu Álafoss á árum áður og fórum við systkinin oft þang- að með móður okkar. Það var ævintýri líkast fyrir okkur að koma þangað, saumavélar og efni út um allt og alltaf áttu þær dúkkuföt handa okkur stelpun- um. Systurnar frá Loftsölum héldu saumaklúbba hér áður fyrr og urðu þetta nokkurs konar fjöl- skyldumót. Þar hittust ungir sem aldnir og var oft glatt á hjalla. Svo má nú ekki gleyma ættar- ferðunum sem voru famar út um allt land og í þær fóru allir sem vettlingi gátu valdið. í huga okk- ar em Villa og Lína stór þáttur í þessum fjölskyldumótum. Minn- ingarnar um hlýlegt tjald þeirra systra með dularfullum stömpum sem oft innihéldu smákökur og -- annað góðgæti ylja manni um hjartarætur nú þegar kveðju- stundin er mnnin upp. Villa og Lína, ásamt vinkonu sinni Jóhönnu, voru tíðir gestir á heimili foreldra okkar á Hring- brautinni. Ófáa sunnudagsbílt- úra fóm þær með okkur og var þá iðulega sest í fallega laut og nesti borðað. Eg kynntist þó Línu betur hin síðari ár og áttum við þá margar góðar stundir saman, bæði þegar hún heimsótti okkui^- á Öldugranda og þegar við fórum í bíltúrana okkar. Börnunum mínum þótti mjög vænt um hana enda var hún barnelsk mjög. Eignaðist hún þar alveg sér- stakan vin, hann Pésa litla, en þau urðu vinir frá fyrstu stundu og héldu þeirri vináttu þar til að hún dó. Megi Guð blessa þig, elsku Lína mín, og við þökkum þér kærlega fyrir ánægjulegar samverustundir. Fyrir hönd systkinanna á Hring- braut, Ragnheiður Sæmundsdóttir. SIGURLINA G UÐBRANDSDÓTTIR STEFÁN ÁSGEIR GUÐMUNDSSON + Stefán Ásgeir Guðmundsson fæddist í Efra-Ási í Hjaltadal í Skaga- firði 2. ágúst 1931. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 30. janúar sl. Foreldrar hans voru Stefanía Helga Sigurðardóttir, f. 24. okt. 1908, og Guðmundur Jó- hannsson, f. 4. nóv. 1905, d. 22. sept. 1985. Systur Stefáns Ásgeirs: Sigrún Auður, f. 14. des. 1926, Anna Aðalheiður, f. 10. maí 1929, Jóse- fína Matthildur, f. 1. sept. 1936, d. 25. febr. 1939, Guðrún Erla, f. 11. mars 1938, d. 11. des. 1938, Sólveig Sveinbjörg, f. 15. apríl 1950. Fóstursystir: Hrafnhildur Steindórsdóttir, f. 10. maí 1937. Stefán Ásgeir kvæntist 16. maí 1959 Guðrúnu Borghildi Jóhann- esdóttur, f. 24. jan. 1941, frá Hlíðarhaga í Eyjafirði. Börn þeirra: 1) drengur, f. 11. ág. 1958, d. 13. ág. 1958, 2) Helga Einn jafnaldri minn og samferða- maður um árabil, Ásgeir bóndi í Hlíðarhaga í Eyjafjarðarsveit, lést fyrir skömmu um aldur fram. Hug- Gunnhildur, f. 17. okt. 1959, maki Guð- mundur Guðmunds- son, 3) Guðrún Val- gerður, f. 20. okt. 1960, maki Ásgeir Eyfjörð Sigurðsson, 4) Jóhanna Sigur- jóna, f. 2. júlí 1962, maki Hörður Geirs- son, 5) Aðalheiður Ásrún, f. 13. júlí 1966, maki Hjörleif- ur Árnason, 6) Páll Gísli, f. 23. okt. 1968, maki Helle L. Ped- ersen, 7) Auður Svanhildur, f. 10. des. 1974, maki Viðar Sigmundsson. Barnaböm Stefáns Ásgeirs og Guðrúnar eru ellefu. Stefán Ásgeir stundaði nám í Iðnskólanum á Akureyri og lauk meistaraprófi í bifvélavirkjun hjá Jóhannesi Kristjánssyni. Hann vann við bifvélavirkjun á Akureyri um skeið, en árið 1959 hóf hann búskap í Hlíðarhaga °g bjó þar til dauðadags. Útför Stefáns fór fram frá Akureyrarkirkju 6. febrúar. ur minn leitar til unglingsáranna, þau geymast hvað lengst í minni allra æviskeiða. Kynni okkar Ás- geirs hófust er við vorum um það bil sextán ára á æskuheimili mínu Munkaþverá. Heiða systir hans var þá nýlega gift Jóni Stefánssyni frænda mínum sem þá hafði tekið við búskap á Munkaþverá af for- eldrum sínum. Foreldrar mínir bjuggu á hluta af jörðinni. Ásgeir, sem þá átti heima í Ólafsfírði, kom þá í sveitastörfín hjá systur sinni og mági. Hann var strax aufúsu- gestur á heimilinu, vinnusamur, glaðvær og kurteis. Ásgeir hafði fengið í fermingar- gjöf harmóníku sem hann spilaði mikið á síðar meir á dansleikjum. Það var sól í sinni þegar Ásgeir greip í nikkuna. Ég minnist þess, að fyrir tæpum tíu árum, þegar við hjónin vorum að fara á hesta- mannamót á Melgerðismelum, hitt- um við Ásgeir og Guðrúnu konu hans, en þau voru þá að fara á harmóníkumót í Freyvangi. Það ljómaði gleði í augum Ásgeirs, því músíkin var eitt af áhugamálum hans alla tíð. Hann samdi lög og var um árabil í Harmóníkufélagi Eyjaijarðar. Seinni áratugina hitti ég Ásgeir ekki oft, en þó af og til, kom nokkr- um sinnum á heimili hans í Hlíðar- haga og naut þar ætíð gestrisni og velvildar. Áður en Ásgeir hóf búskap hafði hann lokið námi í bifvélavirkjun sem nýttist honum vel sem og ná- grönnum og skyldfólki. Hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa öðrum og vandvirkni hans við hvað sem hann gerði þótti einstök. Hann var sannur íslenskur alþýðumaður og sómi sinnar sveitar. Mætti ís- lenska þjóðin eignast sem flestste. slíka. Ég þakka kynnin við Ásgeir og veit, að það verður vel tekið á móti honum á grænum grundum fyrirheitna landsins. Ég sendi Guðrúnu og fjölskyldu, móður hans og systrum innilegar samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng llifir. Einar Jónsson frá Munkaþverá. SIGRÍÐUR HULD KJART- ANSDÓTTIR + Sigríður Huld Kjartansdótt- 1 ir fæddist í Siglufirði 10. júní 1977. Hún lést á Landspít- alanum 11. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá j Kópavogskirkju 19. apríl. Elsku besta Sirrý okkar. Nú ertu farin í annan heim, svo ung og svo fljótt. Það er svo skrýtið að þú sért ekki með okkur hér lengur eftir allar samverustundimar sem við áttum saman í skólanum og í kirkju- görðunum síðasta sumar. Við vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna og þú munt lifa í minningum okkar að eilífu. Elsku Ella, Fjóla, Jóhanna og Örvar, við vottum ykkur og einnig flölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Ragnheiður Bára og Margrét.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.