Morgunblaðið - 20.04.1996, Page 42
42 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Björn Pálsson
var fæddur á
Snæringsstöðum í
Svínadal í Austur-
Húnavatnssýslu 25.
febrúar 1905. Hann
lést á sjúkrahúsinu
á Blönduósi 11.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Páll Hannes-
son, f. 2. janúar
1870, d. 2. febrúar
1960, bóndi á Snær-
ingsstöðum og síð-
ar á Guðlaugsstöð-
um í Blöndudal, og
kona hans Guðrún Björnsdótt-
ir, f. 10. mars 1875, d. 1. apríl
1955. Foreldrar Páls á Guð-
laugsstöðum voru Hannes Guð-
mundsson bóndi og smiður á
Eiðstöðum og síðar á Guð-
laugsstöðum og kona hans
Halldóra Pálsdóttir frá
Hvassahrauni í Yatnsleysu-
strandarhreppi. Systkini
Björns eru öll látin en þau
voru: 1) Hannes bóndi á Undir-
felli og síðar fulltrúi í Reykja-
vík, f. 18. apríl 1898, d. 15.
janúar 1978. 2) Elinbergur, f.
5. júlí 1903, d. 1. nóvember
1932. 3) Guðmundur Jóhannes,
bóndi á Guðlaugstöðum, f. 19.
janúar 1907, d. 30. ágúst 1993.
4) Hulda, húsfreyja á Höllu-
stöðum, f. 21. ágúst 1908, d.
9. janúar 1995. 5) Halldór, bún-
aðarmálastjóri í Reykjavík, f.
26. apríl 1911, d. 12. apríl 1984.
6) Ardís, hárgreiðslukona, f.
25. nóvember 1916, d. 11. jan-
úar 1985. Páll og Guðrún eign-
uðust feiri börn en þau létust
í frumbernsku. Björn varð bú-
Þegar ég heyri góðs manns getið,
minnist ég ætíð Björns á Löngu-
mýri. Það finnst ef til vill einhverjum
skrítið sem minna þekktu til Björns,
en hann virtist í fljótu bragði fara
sínar ótroðnu slóðir. Ég kom til
Bjöms níu ára- gamall og var hjá
honum í sex ár. Eg kom frá fátæku
heimili sem misst hafði heimilisföð-
urinn og þar af leiðandi tvístraðist
heimilið og börnin fóru hvert í sína
áttina, um annað var ekki að ræða
í þá daga. Ég tel það eitt af stóru
lánum í lífi mínu að hafa lent hjá
Birni á mótunarárum mínum. Þar
lærði ég að vinna, því næg voru
verkefnin. Trúað gæti ég því að
honum hafi ekki litist meira en svo
á nýja vinnumanninn „sem vart stóð
út úr hnefa“. Hann mun hafa heitið
því að reyna að gera úr honum
mann. Björn hóf búskap á Ytri-
Löngumýri 1930 og var það ei-
nyrkjabúskapur í fyrstu. Hann hafði
keypt jörðina nokkru fyrr en leigt
hana á meðan hann var erlendis.
Björn var áhugasamur um að víkka
fræðingur frá Hól-
um 1923. Hann
stundaði nám í
Samvinnuskólan-
um 1925. Stundaði
nám I lýðháskóla í
Noregi og ferðaðist
um Noreg og Dan-
mörku 1927. Hann
ferðaðist umhverf-
is hnöttinn og
dvaldi á Nýja-Sjá-
landi og í Astralíu
1928-29 til þess að
kynna sér meðferð
á kjöti og kjöt-
markaði. Björn var
bóndi á Ytri-Löngumýri í rúma
sex áratugi, frá 1930 til dauða-
dags. Hann var oddviti Svína-
vatnshrepps í 24 ár, frá 1934
til 1958. Hann sat einnig í
sýslunefnd um skeið. Hann var
kaupfélagsstjóri Kaupfélags
Skagstrendinga frá 1955-
1959. Hann stofnaði útgerðar-
félagið Húnvetning hf. 1957
og Húna hf. 1962 og rak út-
gerð í allmörg ár. Hann var
alþingismaður fyrir Austur-
Húnavatnssýslu sumarþingið
1959 og þingmaður fyrir Norð-
urlandskjördæmi vestra sam-
fellt frá 1959-1974.
Hinn 24. maí 1945 kvæntist
Björn eftirlifandi eiginkonu
sinni, Ólöfu Guðmundsdóttur,
f. 10. mars 1918. Hún er dóttir
Guðmundar Jónassonar út-
vegsbónda x Flatey á Skjálf-
anda, f. 10. október 1886, d.
13. september 1958, og konu
hans Þuríðar Elísu Pálsdóttur,
f. 26. febrúar 1889, d. 8. janúar
1943. Börn Björns og Ólafar
eru: 1) Áslaug Elsa, f. 1. júlí
sjóndeildarhringinn, fór bæði til
Danmerkur og Noregs til náms og
síðast en ekki síst fór hann kringum
knöttinn 1928 með viðdvöl í Nýja-
Sjálandi, þar sem hann kynnti sér
búskaparhætti og meðferð á frystu
kjöti. Þegar hann hóf búskap fyrir
alvöru fór hann ótroðnar slóðir.
Hann byrjaði með reisn. Hann keypti
fé í stórum stíl og hóf ræktun með
miklum krafti, þurrkaði upp stór
mýrarflæmi en þá þurfti að hand-
grafa alla skurði, það var fyrir tíð
skurðgrafanna. Plægja og herfa
landið allt með orku þarfasta þjóns-
ins.
Björn var brátt orðinn.einn um-
svifamesti bóndi sýslunnar. Einnig
þurfti að byggja upp peningshús og
íbúðarhús. Hann lét sér þó nægja
gamla torfbæinn þar til 1939 er
hann réðst í íbúðarbygginguna. Þar
gætti einnig hans stórhuga og mynd-
arskapar. Það var tveggja hæða
steinhús í stærra lagi. Hann vílaði
ekki fyrir sér þó flytja þyrfti alla
mölina á klökkum neðan frá Blöndu,
1945, gift Pétri Þorkelssyni,
f. 8. september 1951. Þau eiga
tvö börn: Þorkel Mána, f. 21.
desember 1976, og Árdísi Ýri,
f. 19. júní 1982. 2) Guðrún, f.
14. janúar 1947, gift Einari L.
Guðmundssyni, f. 12. desember
1951. Þau eiga tvær dætur:
Ólöfu Evu, f. 7. maí 1982, og
Tinnu, f. 11. mars 1987. 3)
Páll, f. 22. október 1948,
kvæntur Ólafíu Hansdóttur, f.
6. júlí 1948. Þau eiga þrjú börn:
Ólaf, f. 16. desember 1977,
Ásdísi Hönnu, f. 6. apríl 1981,
og Björn, f. 28. desember 1986.
4) Guðmundur, f. 29. apríl
1950'. Hann var kvæntur Mette
Haarstad, f. 2. apríl 1947. Þau
eiga eina dóttur, Ingunni
Haarstad, f. 21. mars 1979. Þau
skildu. Sambýliskona Guð-
mundar er Edda Snorradóttir,
f. 1. september 1942. 5) Hall-
dór, f. 9. apríl 1953. 6) Hafliði
Sigurður, f. 19. apríl 1954. 7)
Björn, f. 14. júlí 1955. Fyrri
kona Björns er María Sigrún
Hannesdóttir, f. 17. apríl 1957.
Þau eiga tvö böm: Ólöfu Birnu,
f. 2. febráar 1977, og Bjarka,
f. 25. mars 1982. Þau skildu.
Bara Björas og Lindu Maríu
Magnúsdóttur, f. 10. júlí 1960:
Steinn Örvar, f. 25. mars 1991.
Seinni kona Björas er Oddný
María Gunnarsdóttir, f. 15.
apríl 1955. Þau eiga tvö börn:
Brynhildi Unu, f. 26. júní 1994,
og sveinbam, f. 18. mars 1996.
8) Þorfinnur Jóhannes, f. 18.
nóvember 1956, kvæntur Aðal-
heiði Bragadóttur, f. 18. maí
1960. Þau eiga þijú börn:
Björa, f. 25. október 1979,
Braga, f. 10. apríl 1981, og
Þórdísi Björk, f. 10. april 1991.
9) Brynhildur, f. 19. mars 1958.
10) Böðvar, f. 2. desember 1959.
Björn Pálsson á Löngumýri
verður jarðsunginn frá
Blönduóskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
það var mikið og erfitt verk. Af
húsi þessu fóru ýmsar sögur um
sveitina. Það var ekki vant því í
sveitinni í þá daga að ganga á par-
ketgólfum, því voru pijónaðar skó-
hlífar fyrir þá sem ekki gáfu sér tíma
tii að fara úr skónum meðan staldr-
að var við, oft kom það fyrir að
gestir gleymdu að taka af sér pijón-
askóna þar til þeir voru komnir áleið-
is heim, og það var hent gaman að.
Birni voru snemma falin ýmis
trúnaðarstörf fyrir sveit sína og hér-
að og það er með ólíkindum hvað
hann komst yfir. Hann var mjög
mikið að heiman vegna þessara
starfa, þrátt fyrir það stóra bú sem
hann rak, sem var með stærstu
búum í sýslunni. Hann var óhemju
afkastamikill til allra verka, t.d. frá-
bær sláttumaður. Hann var verk-
hygginn og framúrskarandi heppinn
og farsæll í sínum búskap. Það var
eins og hann sæi langt fram í tím-
ann. Hann rak t.d. refarækt um tíma
og var með fyrstu mönnum með slík-
an búskap og hann mun hafa hagn-
ast nokkuð á því en hann hætti á
hárréttum tíma, áður en halla fór
undan fæti í þeirri grein. Að sjálf-
sögðu varð hann fyrir ýmsum búsifj-
um, s.s. eins og mæðiveiki í fénu
o.fl. en alltaf reis Björn upp tvíefld-
ur og allt varð að peningum í hönd-
um hans. Hann gat verið harður í
horn að taka, ef honum fannst geng-
ið á hlut sinn eða bænda yfirleitt.
Hann átti lítt í málaferlum og sum
mál flutti hann sjálfur í dómsölum.
Hann sagðist aldrei hafa tapað máli
þó þau væru mörg nokkuð snúin.
Sum mála hans urðu fræg um land
allt, s.s. Skjónumálið, refamálið og
baðmálið. Það var alltaf eitthvað að
gerast í kringum Bjöm.
Bjöm var mjög geðgóður maður
og hafði unun af að vera í góðra
vina hópi. Hann gaf ævisögu sinni
nafnið „Ég hef lifað mér til gam-
ans“. Hann hafði sem sagt gaman
af að lifa og naut þess að hafa gam-
anyrði á vörum. Aldrei hallmælti
hann samferðamönnum sínum, þó
hann stæði oft í ýmsum útistöðum.
Hann gat illa þolað þunglynt og fýlu-
gjamt fólk. Hann sneri öllu til betri
vegar. Ég minnist þess að oft komu
vinir hans stórbændurnir úr Vatnsd-
alnum í heimsókn að Löngumýri og
þá var glatt á hjalla. Hann endurg-
alt þeim heimsóknina með því að
fara á hveijum vetri þangað vestur
og eiga þar glaðar stundir. Björn
var mjög hjúasæll. Þeir sem einu
sinni vom hjá honum vildu gjaman
koma aftur. Á þessum ámm hafði
Bjöm ráðskonur sem reyndust búi
hans hliðhollar. Hann var vinmargur
og það átti eftir að koma betur í
ljós seinna. Björn var framúrskar-
andi hjálpsamur maður þeim sem
áttu í einhveijum erfiðleikum. Það
fór leynt og fáir vissu um það nema
þeir sem nutu. Hann var ekki að
bera það á torg, en ég vona að ég
uppljóstri ekki leyndarmálum með
því að segja frá því núna, en þeir
vom ófáir sem nutu hans aðstoðar.
Ég hef áður greint frá ótrúlegri
heppni Björns við bústörfin en ham-
ingjuna höndlaði hann 25. maí 1945
þegar hann kvæntist Ólöfu Guð-
mundsdóttur Jónassonar úr Flatey á
Skjálfanda. Ólöf hafði verið á
Kvennaskólanum á Blönduósi. Ég
kynntist henni í gegnum systur mína
sem var henni samtímis í skólanum.
Svo var það fyrsta vetur minn á
Siglufirði að Bjöm hringir í mig og
spurði mig hvort ég gæti útvegað
sér kaupakonu. Ég tjáði honum að
ég skyldi reyna það. Þá var Ólöf í
hússtörfum hjá Jóni Kjartanssyni
bæjarstjóra. Ég færði þetta í tal við
hana og það talaðist þannig til að
hún fór í kaupavinnuna og síðan
hefur hún staðið við stjómvölinn á
Löngumýri eða í rúma hálfa öld. Ég
þakkaði mér auðvitað þessa ráðn-
ingu og sagði Birni að enginn hefði
launað uppeldið jafn ríkulega og ég
með því að útvega honum slíkan lífs-
fömnaut. Bjöm vildi ekki gera minn
hlut stóran í þessu máli. Ólöf reynd-
ist Bimi óviðjafnanleg kona.
Stórglæsileg kona, afburða dugleg
og á herðum hennar hvíldi rekstur
hins stóra heimilis að miklum hluta
til. Eins og áður sagði var Björn
langdvölum að heiman, sérstaklega
eftir að hann tók við Kaupfélagsstjó-
rastöðunni á Skagaströnd er hann
stjómaði í fimm ár og alþingismaður
í sextán ár. Það getur hver og einn
gert sér í hugarlund að það er engin
meðalmanneskja sem annar slíku.
Þau hjón eignuðust tíu mannvænleg
börn á ámnum 1945-1959, svo það
hefur verið nóg að gera á þessum
árum hjá þessari glæsilegu bónda-
konu.
Bjöm hafði ekki langa skólagöngu
að baki, en í stað þess var hans
sjálfsmenntun mikil. Hann var
óhemju næmur á allt sem hann las
og minnið með afbrigðum gott. Þrátt
fyrir stutta skólagöngu kenndi hann
nokkmm nemendum undir stúdents-
próf, þar má m.a. telja Þorbjörn Sig-
urgeirsson eðlisfræðing, Erlend
Björnsson bæjarfógeta og Martein
Bjömsson verkfræðing og þannig
mætti fleiri upp telja. Björn var
óvenju fróður maður og óvíða var
komið að tómum kofunum hjá hon-
um. Vinsældir hans náðu langt út
fyrir sveitina og sýsluna. Það kom
fram í kjöri hans til Alþingis, þegar
hann felldi kempuna Jón Pálmason
á Akri, sem talið var að enginn
gæti fellt. Þrátt fyrir allt voru þeir
góðir vinir og tjáði Bjöm mér að sú
vinátta næði út yfir gröf og dauða.
Björn var trúaður maður, þó að
hann bæri það ekki á torg. Hann
trúði að vísu ekki öllu sem í Bibl-
íunni stóð en hann hafði sannfærst
með draumum sínum og miðilsfund-
um að lífinu væri ekki lokið við dauð-
ann. Hann var sannfærður um að
vinir hans, Jón Pálmason og Pétur
Benediktsson og fleiri, tækju hlýlega
á móti honum á ókunnri strönd.
Bjöm var mjög berdreyminn hin síð-
ari ár, eftir að hann uppgötvaði að
draumar hans rættust, og gat hann
oft sagt fyrir um ókomna atburði.
Núna era kaflaskipti. Úr okkar
augsýn er horfinn afburðamaður.
Dalurinn okkar sem hann unni svo
mjög, sveitin okkar og öll þjóðin
hefur nú á bak að sjá góðum syni
og samborgara, sem lét svo margt
gott af sér leiða. Hans skarð verður
vandfyllt. Við þökkum forsjóninni
fyrir hann og einnig fyrir að hann
skyldi fá kvöld áður en hann þyrfti
á enn meiri umönnun að halda.
+
Sonur okkar, bróðir og barnabarn,
BALDURSNORRASON,
lést í Landspítalanum 13. apríl.
Jarðarförin hefur farið fram.
Snorri Guðjónsson, Ingibjörg Sandholt,
Sæunn Snorradóttir.
Eiginmaður minn og faðir okkar,
DANÍEL ÁGÚSTÍNUSSON,
Háholti 7,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 24. apríl kl.
14. Þeir sem vildu minnast hins látna láti líknarstofnanir njóta
þess.
Anna Erlendsdóttir,
Erlendur Danfelsson,
Ingileif Danfelsdóttir.
BJÖRN
PÁLSSON
Við, sem eftir stöndum, vottum
Ólöfu og öllum börnum þeirra hjóna, |
barnabörnum, tengdabörnum og
samferðafólki hans djúpa samúð um
leið og við óskum honum velfarnaðar
á æðri ævistigum.
Skúli Jónasson.
Nú er tengdafaðir minn Björn
Pálsson farinn yfir landamærin
miklu og mig langar til að minnast
hans með örfáum orðum. Ég man
vei er fundum okkar bar saman í
fyrsta sinn. Ég varð þá strax vör
við eiginleika hans, sem hann lýsir
svo vel í ævisögu sinni, þar sem
hann segir: „Ég varð snemma upp-
vöðslusamur og stríðinn, stundum
hrekkjóttur, en alltaf glaðlyndur.“
Ég var að vinna við afgreiðslu
og hann vildi fá mig til að skipta
hárri ávísun. Ég bað um persónu-
skilríki og hann sagði: „Persónuskil-
ríki! Hvurs lags pappír er nú það?“
Svo leit hann kankvís á mig og
sjxurði: „Veistu ekki hver ég er?“
Ég vissi það ekki þá en nú veit ég
það.
Hann var litríkur og skemmtileg-
ur maður sem gaman var að þekkja.
Hann var orðinn sjötugur er ég
tengdist fjölskyldunni en átti samt
eftir að koma mörgu í verk. Mér
fannst hann aldrei gamall maður
enda starfsþrekið óbilandi, lífsgleðin
mikil og frásagnargáfan leiftrandi.
Þær vora skemmtilegar stundirnar
í eldhúskróknum á Löngumýri þar
sem setið var og spjallað fram á
nótt. Gott var að ganga með honum
að allri vinnu því þó hann væri
stjórnsamur og teldi sig best vita
hvernig vinna ætti verkið þá var
hann óspar á hrósið fyrir vel unnið
verk. Það var líka svo ríkt í fari
hans að umgangast vinnumenn sem
oft vora unglingar sem jafningja
sína, ræða við þá um lífið og tilver-
una og fljúgast á við þá í gamni.
Enda komu þeir margir sumar eftir
sumar í vinnumennsku til hans.
Að leiðarlokum er mér efst í huga
þakklæti fyrir góðar stundir og þær
dýrmætu minningar sem ég á og
veit að börnin mín eiga einnig um
afa sinn. I ævisögu sinni segir hann:
....en lífinu lýkur ekki þegar við
deyjum, það heldur áfram en með
hvaða hætti get ég ekki fullyrt neitt
um frekar en aðrir.“ En nú veit
hann með hvaða hætti lífið heidur
áfram og vonandi eru græn tún og
grösugir hagar þar sem hann er
núna því þá veit ég að hann unir
sér vel.
Aðalheiður.
-
(
i
(
(
(
I
I
I
I
Það var einkennileg tilfínning
sem helltist yfir mig þegar mér
bárust þær fregnir að afi á Löngu-
mýri væri dáinn. Hann hafði átt við
veikindi að stríða og sífellt dró af
honum. Ég átti samt sem áður erf-
itt með að trúa því að hann hefði
látið í minni pokann fyrir hinu ill-
ræmda krabbameini. Á sinni löngu
og afdrifaríku ævi atorkaði hann
miklu og lét sjaldan undan. En að
þessu sinni var hann bugaður af því
eina vissa í þessum heimi.
Ég var orðin sæmilega stálpuð
þegar ég fór að kynnast honum afa
mínum af einhveiju viti. Ég uppgöt-
vaði strax að þama var á ferðinni
sérkennilegur karl sem gaman var
að spjalla við. Hann var afar fróður
og hafði frá mörgu skemmtilegu að
segja. Á daga hans hafði margt
drifið og var hann óspar að segja
frá fyndnum uppákomum á þinginu,
erfiðum dögum í útgerðinni, mála-
þrasi við hina og þessa og svo auð-
vitað frá sínum æskuáram. Þessar
stórskemmtilegu sögur hans náðu
strax athygli lítillar telpu.
Ég held að það sé nánast ómögu-
legt að lýsa honum afa á Löngu-
mýri öðravísi en að hann var ákaf-
lega sérstakur maður á allan hátt.
Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir
og var þeim sjaldnast hægt að
breyta með tiltali. Hann var nánast
aldrei aðgerðarlaus og kom miklu í
verk á þessum rúmlega 90 áram
sem hann lifði.
Ég á margar góðar minningar
um afa Bjöm. Eitt sinn ætlaði hann
að gefa mér gullfallegan mórauðan
gemling en gemlingurinn var ekki