Morgunblaðið - 20.04.1996, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 20.04.1996, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 45 Frímerki — umslög UMSLAG með fágætum kórónustimpli, SELJALAND, sem bjarg- aðist frá Sorpu, nánast fyrir tiiviljun, og prýðir nú ágætt safn íslenzkra frímerkja og stimpla. FRIMERKl í hvcrju c r fágæti fólgiö? HVERJU OG HVERNIG SKALSAFNA? I hvívetna skal hafa aðgæzlu. EINHVERN tíma mun hafa verið vikið að því í frímerkjaþætti, að menn skyldu gæta þess, ef þeir rækj- ust á gömul umslög með frímerkjum á, að halda þeim til haga og láta fróða menn Iíta á þau. Og alls ekki má fjarlægja frímerki af gömlum umslögum. Því miður hefur það allt of oft átt sér stað, þegar verið er , að taka til á gömlum heimilum, ekki sízt í gömlum dánarbúum, að að- standendur hafa ekki verið nógu | varkárir í þessum efnum. Þá hefur mörgu verðmæti verið rutt á haug- ana - því miður. Jafnvel munu heil bréfasöfn, sem varðveitt höfðu verið í umslögum, orðið fyrir slíkum örlög- um. Er aldrei of brýnt fyrir fólki að fara hér að með fullri gát Því miður hafa mörg óhöpp átt sér stað í þessum efnum, og kunna frímerkjakaupmenn að segja frá 1 slíkum „slysum" eða réttara sagt i athugunarleysi fólks. Kaupmaður I hér í bæ sagði mér eitt sinn frá því, að kona hefði hringt til sín og spurt, hvort hann keypti gömul frí- merki. Hann játaði því og sagði henni að koma og sýna sér þau. Eftir nokkurn tíma kom hún til hans og var þá með töluvert af mjög göml- um frímerkjum eða frá því fyrir og um síðustu aldamót. Voru þau öll á svonefndum afklippingum eða snyfs- um. Þegar kaupmaðurinn innti hana nánar eftir, kom í ljós, að hún hafði verið með umslögin með frímerkjum á, þegar hún hafði samband við kaupmanninn , en setzt niður eftir símtalið og kiippt öll frímerkin af umslögunum. Að sjálfsögðu brá kaupmanninum mjög við þetta, því að hann hafði ekki vitað um umslög- in. Sagði hann konunni sem var, að hér hefði hún gert mikil mistök og um leið orðið fyrir miklu tjóni. Frí- merkin stök og jafnvel á snyfsum eru yfirleitt að verðmæti til einungis brot af því, sem það væri ósnert á umslagi. Þessi saga er hér sögð til þess að vekja lesendur þessara þátta til umhugsunar um þessi efni. En það er vissulega ekki sama, um hvers konar umslög er að ræða. Fyrr á árum var söfnun heilla umslaga ekki mjög almenn meðal frímerkjasafn- ara. Það hafði það í för með sér, að flestir rifu frímerki af bréfum sínum og settu þau niður í skúffu. Síðan voru þau oftast leyst af papp- írnum og þannig seld söfnurum. Þetta var hin venjulega söfnunarað- ferð. Af þessu leiðir vitaskuld, að heil umslög með áiímdum frímerkj- um frá fyrri árum eru tiltölulega sjaldgæf, og því fágætari sem nær dregur upphafi frímerkja hér á landi. Sjaldséðust eru hin svonefndu skild- ingaumslög, enda skildingafrímerki einungis í notkun í tæp fjögur ár, þ. e. frá ársbyrjun 1873 og tii 1. ágúst 1876. Þá tóku við aurafrí- merki í samræmi við myntbreytingu hér á landi 1875, þegar teknar voru upp krónur og aurar í stað ríkisdals og skildinga. Þau frímerki voru síðan í notkun til burðargjalds til ársins 1902. Umslög með þessum frímerkj- um eru einnig tiltölulega sjaldgæf. Nú er það svo, að söfnun umslaga hefur aukizt mjög á síðustu árum og áratugum, erida þykja þau orðin nauðsynleg í söfnum, þar sem safn- arar leggja æ meiri áherzlu á sjálfa póstsöguna með söfnun sinni. Af því hefur enn fremur leitt, að menn eru farnir að safna öllum gerðum stimpla, sem hafa verið notaðir til ógildingar íslenzkra frímerkja á póststöðvum landsins. Ekki ýtir það síður undir þessa söfnun, að talið er nauðsynlegt að hafa slíkt efni í þeim frímerkjasöfnum, sem send eru á sýningar, hvort sem er innan lands eða utan. Þetta hefur svo orðið til þess, að eftirspurn eftir umslögum og stimplum hefur aukizt verulega á síðustu áratugum. Um leið hefur verð þessa efnis að sjálfsögðu hækk- að og það til muná, enda framboð eldri stimpla og umslaga oft miklu minna en eftirspurnin. Hins vegar verður að hafa í huga, að ásigkomu- lag efnisins skiptir að sjálfsögðu miklu máli. Því fallegra sem frímerk- ið, umslagið og stimpillinn er, þeim mun hærra eru safnarar búnir til að greiða fyrir. Þetta er auðvitað eðlilegt markaðslögmál. Umræður og oft fréttir um hátt verð margra stimpla og umslaga hafa svo orðið til þess, að menn eru í seinni tíð farnir að halda umslögum sínum til haga í von um verulegan hagnað síðar meir. Af því leiðir hins vegar, að framboðið verður miklu meira en eftirspurnin, og þá veldur söluverðið oft vonbrigðum manna. Hér skiptir því verulegu máli, að bæði umslög og frímerki séu í góðu ásigkomulagi, enda eru safnarar þá búnir til að borga meira fyrir þessa hluti. Þess vegna er sjálfsagt að rífa frímerki af illa stimpluðum umslög- um og jafnvel henda frímerkjunum líka, ef stimpillinn er ljótur. Vandlát- ir safnarar láta aldrei þess konar hluti í söfn sín. Jón Aðalsteinn Jónsson Lýst eftir kvikmynda- leikurum ISLENSKA kvikmyndasamsteypan er um þessar mundir að kvikmynda Djöflaeyjuna í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, eftir bókum Einars Kárasonar. í fréttatilkynningu frá íslensku kvikmyndasamsteypunni segir m.a.: „Á sunnudaginn kemur, 21. apríl, verður tekið upp stórt hópat- riði sem á að gerast á gamla Mela- vellinum. Atriðið verður tekið upp á svæðinu milli Hótels Sögu og Þjóðarbókhlöðunnar. Íslenska kvikmyndasamsteypan hvetur alla sem vettlingi geta vald- ið til þess að mæta og hjálpa til við að endurvekja gömlu Melavall- arstemmninguna og taka þátt í kannski fjölmennasta hópatriði í íslenskri kvikmyndasögu. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að mæta á sunnudaginn kl. 13, helst í dökkum fötum (t.d. frakka) og enn betra er að hafa með sér höfuðfat (t.d. slæðu/hatt). Upptaka mun standa í um það bil 3 klst. í þessu atriði er Hreggviður kúlu- varpari að slá heimsmetið í kúlu- varpi, þótt síðar komi reyndar í ljós að hann hafi beitt brögðum." Kræklingaferð í Hvalfjörð I ÁR er Utivist með ferðaröð með nýju sniði, náttúrunytjaferðir. Ferð- ir þessar snúast um nýtingu á auð- lindum náttúrunnar jafnhliða Úti- vist. Farið verður mánaðarlega fram í september og ýmsar nytjar teknar fyrir. Fyrsta ferðin verður farin sunnudaginn 21. apríl. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30. Við upphaf ferðarinnar verður stutt fræðsla um kræklinginn, lifnaðar- hætti hans og nýtingu. Síðan verður farið upp í Hvalsfjörð og krækling- ar týndir. Hið óvænta í Ævintýra- Kringlunni ÞÝSKI brúðuleikhúsmaðurinn Bernd Ogrodnik kemur í dag, laug- ardag, kl. 14.30 í Ævintýra-Kringl- una og sýnir Brúður, tónlist og hið óvænta. Þetta er í annað sinn sem Bemd kemur í heimsókn, en har.n starfar núna í New York og hefur vakið mikla athygli fyrir brúðuleik- hús sitt. Sýningin hefst eins og fyrr segir kl. 14.30 og er miðaverð 500 kr. óg er þá barnagæsla innifalin. Ævintýra-Kringlan er á 3. hæð í Kringlunni og er opið frá kl. 14-18.30 virka daga og á laugar- dögum er opið frá kl. 10-16. Minjaganga í Elliðaárdal GENGINN verður annar hluti af átta sunnudaginn 21. apríl kl. 13 í nýrri raðgöngu Ferðafélags íslands, minjagöngunni, er hófst í Laugar- nesi fyrir viku. Mæting er við fé- lagsheimili og skrifstofu FÍ, Mörk- inni 6 (austast við Suðurlandsbraut- ina), og gengið um Sogamýri í Ell- iðaárdal í fylgd Bjama Einarssonar fornleifafræðings sem sérstaklega hefur rannsakað minjar í borgar- landinu. Bjarni mun segja frá rnerkum minjum í Elliðaárdal frá tímum Inn- réttinga Skúla Magnússonar. Geng- ið verður áfram að efri Elliðaárbrú og er rútuferð þaðan til baka um kl. 16. Þetta er fróðleg ferð fyrir alla aldurshópa. Þátttökuspjald í minjagöngunni gildir sem happ- drættismiði. Verð er 300 kr. og ókeypis fyrir börn 15 ára óg yngri. Síðasti áfangi raðgöngunnar verður 23. júní. Kór ML í Eyjum KÓR Menntaskólans að Laugar- vatni efnir til tónleika í safnaðar- heimilinu í Vestmannaeyjum í dag, laugardag, klukkan 18. Flutt verða lög eftir innlenda og erlenda höf- unda, blanda af sígildri og léttri tónlist. FÉLAGSLÍF Verundarlindin Heildræn ráðgjöf og meðferð. Sími 562-3364. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MORKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 21. apríl Kl. 13.00 Minjaganga í Elliðaárdal Gengin veröur annar hluti af 8 í nýrri raögöngu Ferðafélagsins, Minjagöngunni. Mæting viö fé- lagsheimili og skrifstofu F.Í., Mörkinni 6 (austast við Suður- landsbrautina) og gengið um Sogamýri í Elliðaárdal í fylgd Bjarna Einarssonar fornleifa- fræðings sem sérstaklega hefur rannsakaö minjar í borgarland- inu. Hann mun segja frá merkum minjum í Elliðaárdal frá tímum Innréttinga Skúla Magnússonar. Gengið verður áfram að efri Ell- iðaárbrú og er rútuferð þaðan til baka um kl. 16.00. Þetta er fróðleg ferð fyrir alla aldurshópa. Veriö með í öllum áföngunum. Þátttökuspjald gildir sem happ- drættismiði. Verð 300 kr., fritt f. börn 15 ára og yngri. Kl. 10.30 Skíðaganga f Bláfjöll- um. Fararstjóri: Páll Ólafsson. Brottför í ferðina er frá BSI, aust- anmegin og Mörkinni 6. Verð 1.200 kr. Feröafélag íslands. KRISTIÐ SAMFÉLAG Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14 í umsjón unglinga. Allir eru hjartanlega velkomnir. Aðalfundur MG-félags Islands MG-félag íslands heldur aðal- fund laugardaginn 27. apríl 1996 kl. 14.00 aö Hátúni 10, Reykja- vík, í kaffisal ÖBI. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Eiríkur Örn Arnarson, sál- fræðingur flytur erindi. MG-félag íslands er félag sjúkl- inga með Myasthenia Gravis (vöðvaslensfár) sjúkdóminn svo og þeirra sem vilja leggja mál- efninu lið. Stjórnin. í* J| ■■ ilifJ Dagsferð sunnud. 21. apríl Kl. 10.30 Ný ferðaröð: Nytja- ferð, 1. áfangi, kræklingar tindir i Hvalfiröi. Tilvalin fjölskylduferð með fróðleik og skemmtun. Verð 1.500/1.300 og frítt fyrir börn. Útivist. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson SVIPMYND frá Bridsfélaginu Muninn í Sandgerði en þar stendur sem hæst níu sveita keppni. Talið frá vinstri: Ævar Jónasson, Guðjón Svavar Jensen, Björn Dúason og Randver Ragnarsson. ________Rrids___________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sveit Jóhannesar Sigurðssonar félagsmeistari á Suðurnesjum SPARISJÓÐSMÓTINU, sem er aðalsveitakeppni Bridsfélags Suðurnesja, lauk sl. mánudagskvöld með sigri sveitar Jóhannesar Sig- urðssonar. Sveitin hafði unnið alla leiki sína í mótinu þar til sl. mánu- dag að þeir töpuðu 10-20 fyrir sveit Guðfinns KE, sem endaði í öðru sæti. í sigursveitinni spiluðu auk Jóhannesar, Gísli Torfason, Karl Hermannsson og Arnór Ragnars- son. í silfurliðinu spiluðu Karl Ein- arsson, Karl G. Karlsson, Kjartan Ólason, Óli Þór Kjartansson og Gunnar Andrésson. Lokastaða efstu sveita: Jóhannes Sigurðsson 287 GuðfínnurKE 274 Gunnar Guðbjörnsson 231 Slökkviliðið Keflavíkurflugv. 218 Sigurjón Jónsson 215 Næsta mót félagsins verður að- altvímenningur vetrarins, baromet- er, með forgefnum spilum. Spilað verður í fjögur kvöld og spilafjöldi milli para ræðst af þátttöku. Keppn- isstjóri verður ísleifur Gíslason. Spilað er í nýjum spilasal félagsins á Mánagrund. Skráning er á staðn- um en lokað verður kl. 19.45. Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 15. apríl var spilað fyrsta kvöldið af 3 í minningarmóti félagsins um Stefán Pálsson. 16 pör spila barómeter tvímenning og staðan eftir 5 umferðir er: Ragnar Hjálmarsson - Jón Haraldsson +60 Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson +30 Erla Sigurjónsdóttir - Hulda Hjálmarsdóttir +21 BjömAmarson-GuðlaugurEUertsson +16 Guðlaugur Sveinsson - Pétur Sigurðsson +12 Bridsfélag SÁÁ Þriðjudaginn 16. apríl var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Mitchell með forgefnum spilum. 22 pör spiluðu 9 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 216 og bestum árangri náðu: N-S: Gunnlaugur Sævarsson - Sverrir Ólafsson 264 Jón ViðarJónmundsson - Agnar Kristinsson 246 Ormarr Snæbjömsson - Þorsteinn Karlsson "237 SigurðurJónsson-Georgísaksson 232 A-V: Bjami Bjamason - Guðmundur Þórðarson 258 Unnstónn Jónsson - Siguijón Siggeirsson 237 ReynirGrétarsson-HákonStefánsson 234 Bergljót Aðalsteinsd. - Björgvin Kjartansson 232 Bridsfélag _SÁÁ spilar öll þriðju- dagskvöld í Úlfaldanum að Ármúla 17A og byijar spilamennska kl. 19.30. Spilaðir eru einskvölds tölvureiknaðir Mitchell tvímenningar. Allir spilarar eru velkomnir. Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríksson. Bridsfélag Reykjavíkur Miðvikudaginn 17. apríl var spilað 2. kvöldið af 3 í Board a Match sveita- keppni félagsins. Spilaðir eru 9 spila leikir, 3 hvert kvöld. Staða efstu sveita eftir 6 umferðir: HIK 68 stig Hjólbarðahöllin 64 VIB 64 Krækill 62 Brynjar Valdimarsson 62 Tralli 60 Rúnar Einarsson 58

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.