Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 47 ■ KARL- HEINZ Schu- macher heldur guðsþjónustu nk. sunnudag kl. 10.30. í kirlq'u- sal Nýju postulakirkj- unnar á ís- landi, Armúla 23. Hann var vígður sem postuli af höfuðpostula Nýju postulakirkj- unnar í nóvember 1992 en fyrir þann tíma hafði hann komið nokkr- um sinnum hingað sem biskup í kirkjunni. Guðsþjónustan verður þýdd jafnóðum. Opel Vectra sýndur BÍLHEIMAR hf. kynna nýjan Opel Vectra á bílasýningu á laugardag og sunnudag frá 14-17. Opel Vectra 2.0 er búinn ABS hemlalæsivörn, tveimur líknarbelgjum, spyrnustýr- ingu, spólvörn og þeirri nýjung að þegar bíllinn er í kyrrstöðu fer sjálf- skiptingin sjálfkrafa í hlutlausan gír. Af öðrum öryggisbúnaði má nefna tvöfalda hliðarárekstrarvörn, bílbeltastrekkjara og fetilvörn en hún er nýjung sem Opel hefur einka- leyfi fyrir. Opel Vectra er fáanleg með 1,8 og 2,0 lítra, 16 ventla bens- ínvélum og dísilvél með forþjöppu. Bíllinn kostar frá 1.950.000 kr. 120 kettir í Perlunni KATTASÝNING verður í Perlunni í dag og á morgun. Sýningin verður opin almenningi frá kl. 10-18 báða daga. Um það bii 120 kettir keppa. Aðgangseyrir er 400 kr. og 200 kr. fyrir börn, aldraða og öryrkja. A sýningunni verða allar tegundir hreinræktaðra katta hér á landi ásamt íslenskum húsköttum. Teg- undirnar eru: Abyssinian, Balinese, Exotic, Norskir skógarkettir, Persar, Sómalí, Símas og Oriental. ♦ ♦ «----- ■ VORATSKÁK Taflfélagsins Hellis verður 22. og 29. apríl kl. 20 í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. Tefldar verða 6 umferðir eftir Monrad-kerfi með 25 min- útna umhugsunartíma. Þátttöku- gjald er 400 kr. fyrir félagsmenn og 600 kr. fyrir aðra. Unglingar 15 ára og yngri frá 50% afslátt. ■ BÓKÍS, notendafélag bóka- safnskerfisins Fengs, heldur ráð- stefnu 24. apríl í Menningarmið- stöðinni í Gerðubergi. Fyrir há- degi verða haldnir fyrirlestrar um málefni Fengs s.s. þróun, samstarf og millisafnalán. Eftir hádegi verða fyrirlestrar um stefnu menntamála- ráðuneytisins í upplýsingamálum, notkun internetsins í bókasöfnum, samstarf við Evrópubandalagið og margmiðlun á bókasöfnun. Fyrirles- arar verða m.a. Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Manfred Michael sérfræðingur kerfísins frá ELiAS í Leuven, Belgíu auk bóka- safnsfræðinga, kennara og tölvu- fræðinga. í tengslum við ráðstefn- una verður haldin sýning í Borgar- bókasafninu í Gerðubergi. Meðal þess sem sýnt verður eru bækur, myndbönd, geisladiskar, margmiðl- unarefni, kennsluforrit, tölvur og annar tölvubúnaður fyrir bókasöfn. Ráðstefnan er frá 9-16.30 og er ókeypis og öllum opin meðan hús- rúm leyfir. Þátttöku þarf að til- kynna í síma 569-5100. Heimsklúbbur Ingólfs kynnir Ferð ársins MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Heimsklúbbi Ing- ólfs: „Heimsklúbbur Ingólfs hefur sér- skipulagt ferðalög í allar álfur heimsins og umhverfis hnöttinn á undanförnum árum og með því gefið fólki kost á að sjá mörg af undrum heimsins, sem flesta ferða- menn dreymir um að sjá. í áætlun Heimsklúbbsins og Ferðaskrifstof- unnar Príma hf. fyrir árið 1996 eru sex mismunandi ferðáætlanir á eft- irsótta staði. Nýja leiðin í ár liggur til Austur- landa undir nafninu: Töfrar 1001 nætur og verður hún sérstaklega kynnt á Hótel Sögu á morgun, sunnudaginn 21. apríl kl. 4 síðdegis í þingsal A. Þar mun Ingólfur Guð- brandsson forstjóri m.a. segja frá Burma (nú Myanmar), sem til skamms tíma var land lokað ferða- mönnum og geymir fyrir bragðið ótrúlega fegurð, sögu og menningu óspillta af nútímanum, sem fyrst og fremst birtist í íburðarmestu musterisbyggingum heimsins og sérkennilegum þjóðháttum. Við- mótsþýðara og kucteisara fólk fyrir- finnst varla en í Burma. Dvalist verður í óvenjulegu og ævintýralegu umhverfi við Kóngsvatn í höfuð- borginni Rangoon (Yangon) þar sem logagylltir turnar musteranna speglast í vatninu, en búið verður í nýju hallarhóteli á vatnsbakkan- um, Kandawgyi Palace. í Mand- alay, sem var höfuðborg Burma, þegar Bretar lögðu hana undir sig árið 1885 og þykir sérstæðust af öllum borgum landsins, verður búið á nýju Holiday Inn, á fegursta stað undir Mandalay Hill, þar sem eitt frægasta musterið trónar á fjalls- toppnum. I fyrsta sinn er eyjan Phuket undan vesturströnd Tælands meðal áfangastaða í heimsreisu, en hún er rómuð fyrir náttúrutöfra lands og sjávar og þykir ein fegursta eyja heimsins, enda er hún nú með- al vinsælustu staða í Austurlöndum. Þar verður gist í átta daga við bestu aðstæður á heimsfrægu hóteli, Phu- ket Yacht Club, sem er í eigu Mand- arín-hótelhringsins. í ferðinni Töfrar 1001 nætur verður að lokum dvalist þrjá daga í enn öðrum menningarheimi, í smáríkinu Bahrein í Persaflóa, sem er afar forvitnilegt. Þar ríkir mikil velmegun og höfuðborgin Manama minnir mest á smækkaða Singapore og telur m.a. sér til ágætis bestu fríhöfn í heimi. Gist verður á nýju glæsihóteli við strönd Persaflóans, Le Royal Meridien. Ferðin stendur í þrjár vikur og verður Ingólfur Guðbrandsson sjálfur aðalfarar- stjóri. Aðgangur að kynningunni og myndasýningu er ókeypis, með- an húsrúm leyfir." Grafið fyrir gangamunnum Morgunblaðið/Árni Sæberg FRAMKVÆMDIR við að grafa arins eru hafnar fyrir nokkru, niður að gangamunna Hval- en verulegt magn af jarðvegi fjarðarganga beggja vegna fjarð- þarf að fjarlægja áður en þama verða steyptir upp vegskálar. Aætlað er að komið verði niður á lóðréttan hamravegg nálægt mánaðamótunum maí-júní og verður þá byijað að sprengja fyrir göngunum sjálfum. Arni Sigfússon borgarfulitrúi D-listans Fyrirhugað húsnæði Fræðslumiðstöðvar of lítið? SJÁLFSTÆÐISMENN í Borgar- stjórn héldu því fram í umræðum þar sl. fimmtudagskvöld að upp- sagnir allra starfsmanna Skóla- skrifstofu Reykjavíkur hefðu verið ólögmætar. Því hefðu þeir farið fram á það í Borgarráði 2. apríl sl. að borgarlögmaður skilaði um- sögn um þær. Á fimmtudag hefðu hins vegar fengist þær upplýsingar frá borgarlögmanni að beiðnin hefði ekki borist inn á borð til hans. Ámi Sigfússon oddviti D-list- ans spurði hvernig á þvi stæði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði ástæðuna vera ósköp einfalda. „í þessu tilviki," sagði hún, „er borgarlögmaður enginn óvilhallur þriðji aðili, sem er til þess bær að gefa lögfræði- lega umsögn óháð þeim borgaryf- ii-völdum, sem hann vinnur fyrir.“ Ástæðuna fyrir því sagði hún kannski ekki síst vera þá að borg- arlögmaður hefði setið fund, þar sem fjallað var um uppsagnirnar og hvernig að þeim skyldi staðið. Of lítið pláss í Miðbæjarskóla? Uppsagnir starfsmanna Skóla- skrifstofu komu til, vegna þess að ný stofnun, Fræðslumiðstöð, á m.a. að taka yfir starf Skólaskrif- stofunnar þegar grunnskólinn verður fluttur til sveitarfélaga í haust. Nú hefur verið gefin út yfir- lýsing um að þeir verði allir ráðnir aftur á sömu kjörum til Fræðslu- miðstöðvarinnar. Árni Sigfússon sagði að upp kæmi ákveðinn vandi, sem tengd- ist Ijölda þeirra, sem hefja ættu störf á Fræðslumiðstöðinni. „Samkvæmt þeirri talningu [á fjölda starfsmanna], sem hefur verið kynnt í Skólamálaráði, þá er ekki pláss fyrir alla starfsmenn- ina í því húsnæði, sem ætlað er undir Fræðslumiðstöð í Miðbæjar- skólanum,“ sagði hann og bætti við að þetta hlyti að vera enn ein ástæðan til að endurskoða það að gera úr Miðbæjarskólanum skrif- stofur. Sigrún Magnúsdóttir formaður Skólamálaráðs og oddviti R-listans í Borgarstjórn sagði að fullkom- lega eðlilega hefði verið staðið að öllu varðandi uppsagnir. „Varðandi það að húsnæðið sé of lítið: ég veit ekki hvaðan hann [Árni] fær þær hugmyndir,“ sagði hún. „Eins og við höfum sett tillögumar fram, þá mótast þær af því að sameina Skólaskrifstofu og Fræðsluskrif- stofu og tekið er mið af þeim starfsmannafjölda, sem er á þess- um skrifstofum báðum.“ Sagði hún að fimm starfsmenn yrðu eftir í Lindargötu, þar sem Skólaskrif- stofan er núna og eins myndu starfsmenn fara til starfa í hverfa- miðstöð í Grafarvogi, sem yrði til- raunaverkefni. Dýpst í árinni þetta kvöld tók Gunnar Jóhann Birgisson borgar- fulltrúi D-listans. „I upphafi var full sátt um stofnun Fræðslumið- stöðvarinnar en með framferði sínu tel ég að meirihlutinn hafi grafið undan því trausti, sem honum var sýnt í þessu máli,“ sagði Gunnar og bætti síðar við: „Meirihlutinn hefur að mínu mati af einkennilegu pólitísku ofstæki gert allt til þess að bola starfsfólki skólaskrifstofu burt, aftengja yfirmenn stofnunar- innar eins og það er kallað á sama tíma og pólitískum jábræðrum og systrum er raðað á garðana skv. nýju skipuriti R-listastjórnsýslunn- ar.“ ----------------- Þingeyrar- prestakall laust BISKUP íslands hefur auglýst Þingeyrarprestakall í ísafjarðar- prófastsdæmi laust til umsóknar og rennur umsóknarfresturinn út 10. maí nk. Fimm sóknir eru í prestakallinu: Hrafnseyrar-, Þingeyrar-, Mýra-, Núps- og Sæbólssóknir. Sr. Krist- inn Jens Sigurþórsson sóknar- prestur hefur fengið veitingu fyrir Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Spordeguf og spennandi -ogumleið rúmgóðurogþægilegur5maíinabíll! Verð aðeins kr. 1.317.ooo OPIÐ FRÁ KL. 9-18, IAUGARDAGA 12-16 HF SKÚLAGÖTU 59 - SÍMI 561 9550
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.