Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 49 BRÉF TIL BLAÐSINS „Þau eru súr!“ sagði refurinn Frá Gunnhildi Jónsdóttur: í SÍÐASTA sunnudagsblaði Morg- unblaðsins var þriggja blaðsíðna viðtal við hæstvirtan forsætisráð- herra, þar sem hann upplýsti þjóð- ina um hvers vegna hann sjálfur, hinn svo gott sem sjálfkjörni fram- tíðarforseti, ætlaði ekki, þrátt fyrir alla sína ótvíræðu hæfileika, að bjóða sig fram í næstu forsetakosn- ingum. Ástæðuna kvað hann vera þá að hann væri ómissandi í stöðu forsætisráðherra og sem formaður Sjálfstæðisflokksins, að minnsta kosti „um stundarsakir". Davíð Oddsson hefur hingað til ekki verið talinn til sérlega hæver- skra eða lítillátra manna. Því fékk þjóðin að kynnast á meðan hann var borgarstjóri og lék með innlifun hlutverkið „Palli var einn í heimin- um“. Því fékk þjóðin líka að kynn- ast þegar hann ýtti Þorsteini Páls- syni út í horn í formannsslagnum fræga fyrir 5 árum, til að komast sjálfur að sem formaður og forsæt- isráðherra. Það var ekki svo mikið púður í að vera bara borgarstjóri lengur þegar hann eygði möguleika á einhverju ennþá meira og betra. Með kænsku og klókindum tókst honum ætlunarverk sitt. Hæverska Þorsteins Pálssonar mátti sín ekki mikils í hinni heiftarlegu og hatrömmu valdabaráttu sem þar fór fram. Síðan þá hefur hann mis- kunnarlaust notað stimpilinn á fiokksbræður sína. Gæðastimpill- inn, sem flokkar menn í hlýðna og óhlýðna, vonda og góða og gefur jafnvel fyrirheit um bitlinga og bjarta framtíð. Aðeins þeir yngstu og reynslulausustu eins og Ingi Björn Albertsson, eða þeir elstu sem fyrir löngu voru hættir að klifra í metorðastiganum eins og Matthías Bjarnason, voguðu sér að hoppa af lestinni og tala opinskátt á móti formanninum. Hin fullkomna gæðastjórnun hafði hafið innreið sína í Sjálfstæðisflokkinn og virkaði eins og henni var ætlað. Hljóðlátir stuðningsmenn Þorsteins Pálssonar þögnuðu alveg. Það borgar sig eng- an veginn að halda með tapliðinu, það vita jú allir. Og nú hefur þjóðin upplifað hinn fullkomna gæðastjórnanda og alla hans ótvíræðu hæfileika í 5 ár. Aldrei hefur hann sjálfur efast um eigið ágæti eða reynt að þegja um það. En skyldi hann vera ánægður með hlutskipti sitt? Getur verið að hann hafi langað í aðeins pínulítið meira? Það er nú ekki svo mikið púður í að vera bara forsætisráð- herra þegar maður eygir möguleika á að geta orðið forseti! Ja, það mátti nú reyna! Þegar Davíð Oddsson lagðist und- ir feld fýrir um það bil 2 mánuðum til þess að kanna möguleika sína til forsetaframboðs, fékk hann í stuttu máli sagt ekki þær undirtektir sem hann hafði vænst. Hans eigin flokks- menn voru tvístígandi, og skoðanak- annanir sýndu það hreint út að þjóð- in vildi ekki sjá hann í þessu emb- ætti. Og þá var Bleik brugðið! Hva! Ekkert lófaklapp? Enginn stuðning- ur framyfir þá sem þegar höfðu geyst fram á völlinn? Hvaða ómerki- lega fólk var þetta sem var að troða sér fram fyrir hann? Jú, einn ómerki- legur allaballi, einn ómerkilegur nuddari og tvær ómerkilegar konur. í ofanálag var svo önnur ómerkilega konan það ótrúlega ómerkileg, að hún hafði stuðningsyfirlýsingu frá Þorsteini Pálssyni upp á vasann, sem sýndi bara það að hún hafði aldrei fengið einn einasta gæðastimpil frá sínum eigin flokksformanni! Og til að kóróna allt hafði hún líka verið á móti ráðhúsinu, hans eigin ráð- húsi. Nei, nú var Davíð Oddssyni ofboðið og hann tók til sinna ráða. Ekkert minna en þriggja síðna einkaviðtal í Mogganum um eigið ágæti og annarra ómerkilegheit dugði til. Og nú voru stóru orðin notuð: Eiginlega hafði hann aldrei lang- að neitt sérstaklega í þetta emb- ætti. Þetta var nú hálfpartinn ómerkilegt og óþarft embætti og þessir frambjóðendur höfðu byggt á kolvitlausum forsendum þegar þeir töluðu í fávisku sinni um stöðu og valdsvið forseta og væru með flónshætti sínum að ýta undir þau sjónarmið að embættið væri óþarft. Áð forseti gæti krafist þjóðarat- kvæðagreiðslu í einhverjum málum? Nei, af -og frá, það væri stríðsyfir- lýsing við þingið og lýðræðið í land- inu. Nei, þetta væri algerlega valda- laust embætti en þyrfti þó í það mann með stjórnmálareynslu. Já, stjórnmálareynsla væri nauðsynleg fyrir forsetaefni því stórnmálamað- ur hefði þá reynslu sem býr að baki stjórnmálastarfseminni sem gæti gagnast honum í fosetaemb- ættinu. Ekkert fýrir þá sem höfðu ekki annað sér til ágætis en að hafa verið á móti húsum! í hans huga væri forsetaembættið fyrst og fremst öryggisventill þjóðarinn- ar! Og eiginlega alveg óþarfí að hafa almennar kosningar til svona valdalauss embættis!... Hvemig getur það gerst að for- sætisráðhera landsins skuli leyfa sér að bjóða heilvita fólki upp á annan eins dónaskap og virðingarleysi gagnvart embætti forseta íslands eins og við höfum nú séð? Og hvem- ig dettur honum í hug að bjóða fólki upp á annað eins fádæma bull sem stangast svo gjörsamlega á hvað við annað, að engu er líkara en að hon- um hafi ekki verið alveg sjálfrátt þegar viðtalið var tekið. Er virkilega hægt að tala svona í mótsögn við sjálfan sig og ætlast til að fólk bara meðtaki það? Er hægt að dásama þingræði og lýðræði í öðra orðinu en slá því svo fram að lýðræðislegar kosningar til forseta íslands séu óþarfar? Þetta sé valdalaust og ómerkilegt embætti en að það sé samt í eðli sínu pólitískt og í það þurfi menn með mikla reynslu af stjómmálum? í öðra orðinu öryggis- ventill þjóðarinnar en í hinu orðinu óþarft! Og er hægt að slá þvi fram bara sisona, að einn forsetafram- bjóðandi hafi ekki annað sér til ágætis en að hafa verið á móti hús- um? Einfaldlega af því að sú mann- eskja er honum sjálfum ekki þóknan- leg? Ég vil leyfa mér að segja að svona hrokafullar yfirlýsignar era engum til sóma og síst af öllu for- sætisráðherra landsins. Sá sem aldrei þreytist á að tala um eigið ágæti og hampar sjálfum sér í þriggja síðan lofgjörðargrein í stærsta blaði landsins, verður líka að kunna að meta annarra verðleika og þora að viðurkenna þá. Sá sem lofsyngur frjálsa samkeppni í orði, verður líka að lúta henni á borði. Það vill svo til að mér er vel kunn- ugt um mannkosti Guðrúnar Pét- ursdóttur og ég veit að þeir eru mun fleiri en „að hafa verið á móti húsum!“ Menntun hennar, fram- koma og fas, einlægni hennar og allur trúverðugleiki þolir fullkom- lega samanburð við þann sem hér um ræðir og gott betur. Það skyldi þó aldrei vera að hann hafi sjálfur haft lúmskan gran um þá stað- reynd, og þess vegna dregið sig til baka í slagnum um embætti forseta Islands? Eða voru berin virkilega svona súr? Það væri nú satt að segja gaman að vita! GUNNHILDUR JÓNSDÓTTIR, Hraunbæ 18, Reykjavík. ákveðið aö lengja CHA*CHA dagana fram á laugardag 20/4. verslanir í Evrópu hafa fengið nýtt nafn, CHA # CHA jj en CHA # CHA er vinsælasta og mest selda vöru verslananna. I tilefni af nafnbreytingunni bjóðum við nú 20% afslátt af öllum CHAXCHA vörum. /\ð auki eiga allir viðskiptavinir sem versla fyrir kr. 1.500,- eða meira kost á að komast í CHA*k-CHA pottinn þar sem dregið verður um þrjár fataúttektir. 1. Aðalvinningur: 30.000, - krðna fatáiíttékt 2. -3- Aukavinningar: 10.000 króna fataúuekt CHA^fCHA • Borgarkringlunni • Sími 588 4848 : IÐNSKÓLINN í HAFNARFIRÐI Reykjavíkurvegi 74 og Flatahrauni 220 Hafnarfirði Sími 555 1490 Fax 565 1494 Opið hús Opið hús verður í verkdeildarhúsinu að Flatahrauni laugardaginn 20. apríl kl. 13-17. Kynning verður á starfsemi og námsbrautum skólans, hár-, málm-, raf- og tréiðnum ásamt hönnun. Komið og kynnið ykkur verkmenntir í Hafnarfirði. Athugið: Kynningin fer öll fram að Flatahrauni en ekki að Reykjavíkurvegi 74. Verið velkomin. Iðnskólinn í Hafnarfirði. „Ahorí'endur risu á iœtur og lóiatakinu œtlaái alárei aá linna, i>aá vará ljóst aá þaá yrái engin keppni tim Gullpólntann, hann iœri til Emir Kusturica.“ „i!i Pellini heí'ái gert mynd um stríá hefái hún líkst lleáanjaráar. Töirum líkust svört kómidía, sannkallaáur sirkus iyrir áhoriendur.“ „Máttug sinxónla gegn grœdgi, svikum og stríái, seiámagnad ilœáiverk, vel vaiid í kostulegum uppókomum.“ „Emir Kusturica skipar sér í iremstu röá meá þessu stórkostlega myndrœna meistaraverki. Keáanjaráar markar þáttaskil í nútímakvikmyndum, nœr ad draga fram xegurdina í miájixm NE ÐÁXJ J ÁH DÁR MYND EDTIR EMIR KUSTURICa Sigurvegari Camies 1995 CANNES FILM FESTIVAL eru 1 ekkert 1 slor: f f I - kjarni málsins! Eitt blab fyrir alla!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.