Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 60
MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL^CENTRVMAS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 20. APRÍL1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Bensín-
verð hækk-
ar um 1-2
krónur
OLÍUFÉLAGIÐ OLÍS ákvað í gær
að hækka verð á 95 og 98 oktana
bensíni um tvær krónur á hvern
lítra. Þá hyggst Skeljungur hækka
bensínverðið um 1-2 krónur um
helgina.
Kristinn Björnsson, forstjóri
Skeljungs, segir ástæðu þessarar
hækkunar vera þá að eldsneytis-
verð hafí hækkað á heimsmarkaði
frá seinustu mánaðamótum, eða
úr 180 dollurum í 230 dollara fatið.
„Við erum ekki að sækjast eftir
hærri álagningu, aðeins að fylgja
markaðinum og munum reyna að
halda niðri hækkunum á gasolíu,"
segir hann.
Of lítil hækkun
Einar Benediktsson, forstjóri
Olís, segir að hækkunin sé í raun
of lítil miðað við undangengna þró-
un, en menn hafi ákveðið að taka
þetta skref í þeirri von að heims-
markaðsverð lækki innan skamms
til að jafnvægi náist. Farmur af
eldsneyti hafí komið til landsins í
seinustu viku og annar sé væntan-
legur í dag. Seinasta hækkun olíu-
félaganna á bensíni var skömmu
fyrir páska.
Gunnar Skaptason, fram-
kvæmdastjóri Bensínorkunnar hf.,
segir að til athugunar sé að breyta
verði á bensíni hjá fyrirtækinu, og
sé hægt að hækka það með litlum
fyrirvara.
Hann segir að fylgst sé grannt
með sveiflum á bensínverði á
heimsmarkaði, en engin ákvörðun
hafi verið tekin um verðbreytingar
enn sem komið er.
Meint brot á
siglingareglum á
Rey kj aneshry gg
Haft verð-
ur sam-
band við
rússnesk
stjómvöld
HALLDÓR Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra segir að utan-
ríkisráðuneytið muni hafa
samband við rússnesk stjóm-
völd vegna ásakana íslenzkra
skipstjórnarmanna á hendur
skipstjóra rússneskra togara
á Reykjaneshrygg. Rússarnir
eru sagðir hafa brotið sigl-
ingareglur og togað yfir veið-
arfæri íslenzkra skipa, þann-
ig að þau hafi skemmzt.
„Við höfum farið yfir þetta
mál og við munum óska eftir
því við Rússana að þeir beiti
sér fyrir því að svona komi
ekki fyrir. Ég tel þetta vera
mjög alvarlegt mál og trúi
að rússnesk stjórnvöld vilji
vinna að því að svona um-
gangist menn hvorki fiskimið
né reglur á höfum úti,“ segir
Halldór.
Morgunblaðið/Ásdís
Styttist í sumarkomu
ÞAÐ er ekki að furða þótt leikir
ungviðisins verði ærslafullir í
þeirri vorblíðu, sem ríkt hefur í
höfuðborginni undanfarið. Sum-
ardagurinn fyrsti er líka skammt
undan, svo ástæða er til að æfa
sig aðeins fyrir langa sumardaga,
.þegar leikið er úti fram á kvöld.
Ný stöð sækir
um sex rásir
NÝTT fyrirtæki, Bíórásin hf., sem mikið til er í eigu sömu aðila og
Islenska sjónvarpið hf., sem rekur Stöð 3, var stofnað í gær og sótti
samdægurs um útvarpsleyfi til útvarpsréttarnefndar. Sótt er um sex
örbylgjurásir til að endurvarpa erlendu sjónvarpsefni, fjórar til lengri
tíma og tvær til bráðabirgða. Ráðgert er að hin nýja sjónvarpsstöð hefji
útsendingar ekki síðar en 1. júlí næstkomandi. Guðmundur Hannesson
hefur verið ráðinn útvarpsstjóri hins
Guðmundur sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að sótt hefði
verið um fjórar rásir til lengri tíma
og tvær rásir til bráðabirgða. Fyrir-
hugað sé að endurvarpa beint er-
lendu sjónvarpsefni og stefnt að því
að útsendingarnar hefjist ekki síðar
en 1. júlí næstkomandi. Hann sagði
að þegar væru hafnir samningar
um útsendingamar við nokkra er-
lenda aðila en vildi ekki láta uppi
hveijir það væru á meðan samning-
ar eru ekki frágengnir.
Sjálfstæður lögaðili með
sjálfstæðan rekstur
Guðmundur sagði Bíórásina hf.
vera sjálfstæðan lögaðila með sjálf-
stæðan rekstur og lögheimili í
Brautarholti 2. Fyrst um sinn yrði
fyrirtækið hins vegar með aðsetur
í Húsi verslunarinnar, þar sem Stöð
3 er til húsa.
í tilkynningu til hluthafaskrár
um stofnun félagsins kemur fram
að stofnendur Bíórásarinnar hf. eru
Sigurður G. Jóhannsson, Árni
Samúelsson, Birgir Skaptason og
Pétur Steingrímsson. í aðalstjórn
em Sigurður G. Jóhannsson, Ingólf-
ur Friðjónsson og Aðalsteinn E.
Jónasson. Hlutafé er 10 milljónir
króna.
■ Sótt um/4
nýja félags.
Tollfrjáls
kvóti á
kryddsíld
fullnýttur
TOLLFRJÁLS kvóti fyrir
krydd- og edikverkaða síld til
Evrópusambandsins þetta ár
er þegar fullnýttur, og ljóst
að útflutningur á slíkri síld
síðar á árinu verður tollaður
um 10%. Aðeins er heimilt að
flytja 2.400 tonn af þessari
síld til ESB-landanna án tolla.
í samningnum, sem gerður
var við Evrópusambandið í
framhaldi af inngöngu EFTA-
ríkjanna þriggja í ESB, var
samið um 1.750 tonna toll-
frjálsan kvóta fyrir heilsaltaða
og hausskorna síld og 2.400
tonna kvóta fyrir ýmsar teg-
undir krydd- og edikverkaðrar
síldar.
■ Tollfrjáls/17
Fyrsta fjölþjóðlega útboð varnarliðsframkvæmda
Flugskýli endurnýjað
fyrir 1 til 1,6 milljarða
Morgunblaðið/Björn Blöndal
FLUGSKÝLI 831 er notað fyrir flugvélar bandaríska flotans á
Keflavíkurflugvelli. Gagnger endurbygging þess verður boðin
út i öllum rikjum Atlantshafsbandalagsins.
FORVAL vegna fyrsta fjölþjóðlega
útboðsins á framkvæmdum fyrir
varnarliðið á Keflavíkurflugvelli
verður auglýst í næstu viku. Um er
að ræða gagngera endurnýjun á
stóru flugskýli bandaríska flotans,
nr. 831, á Keflavíkurflugvelli. Kostn-
aðaráætlun hljóðar upp á 15-20
milljónir Bandaríkjadala, eða 1 til
1,6 milljarða króna. Verktakafyrir-
tæki í öllum aðildarríkjum Atlants-
hafsbandalagsins (NATO), sem upp-
fylla skilyrði í forvali, geta boðið í
verkið.
íslenzkir aðalverktakar höfðu
lengi vel einkarétt á stómm verkefn-
um af þessu tagi á Keflavíkurflug-
velli. Önnur aðildarríki NATO gagn-
rýndu þetta fyrirkomulag. í stjórn
Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbanda-
lagsins, sem hefur fjármagnað stór-
an hluta framkvæmda fyrir varnar-
liðið á Keflavíkurflugvelli, var þrýst
á ísland að bjóða framkvæmdir á
vegum sjóðsins út.
Síðasta ríkisstjórn gaf út yfirlýs-
ingu þess efnis árið 1992 að verk á
vegum Mannvirkjasjóðs yrðu boðin
út frá árinu 1995 og hefur sú regla
nú verið í gildi í rúmt ár. Nokkur
smærri verk hafa verið auglýst, en
leyfi hefur fengizt hjá sjóðnum til
að bjóða þau út á innanlandsmark-
aði eingöngu. Nýlega hefur til dæm-
is verið gengið frá útboði á endurnýj-
un girðingar um varnarsvæðið og
fengu íslenzkir aðalverktakar verk-
ið..
íslenzk stjórnvöld sóttu síðastlið-
inn vetur um undanþágu til Mann-
virkjasjóðsins til að bjóða fram-
kvæmdirnar við flugskýlið eingöngu
út á innanlandsmarkaði. Mann-
virkjasjóðurinn féllst ekki á þá
beiðni. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins telur sjóðurinn að
verk, þar sem kostnaðaráætlun er
hærri en u.þ.b. tíu milljónir dala, eða
um 650 milljónir, eigi að bjóða út í
öllum NATO-ríkjunum.
Endurbygging flugskýlisins verð-
ur því auglýst í öllum aðildarríkjum
bandalagsins. Með forvali eru valin
úr þau fyrirtæki, sem teljast hafa
fjárhagsstyrk, reynslu og getu til
að ráðast í svo stórt verkefni. Áætl-
aður tími til að ljúka verkinu er 30
mánuðir.
Nær engar fjárveitingar
í fjögur ár
Frá árinu 1991 og fram á síðasta
ár samþykkti Mannvirkjasjóðurinn
nær engar fjárveitingar vegna fram-
kvæmda á Islandi. Eftir að útboðs-
fyrirkomulag var tekið upp, hefur
sjóðurinn hins vegar samþykkt all-
mörg verk. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins verða alls fimm eða
sex smærri verkefni boðin út hér á
landi á þessu ári. Á næsta ári verð-
ur sennilega stórt, alþjóðlegt útboð
á byggingu þjónustubyggingar fyrir
kafbátaleitarflugvélar flotans. Áuk
þess verða samkvæmt heimildum
blaðsins sex smærri verkefni boðin
út innanlands á næsta ári.