Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 29
Bára Líndal Magnúsdóttir leikkona
*
A samn-
ingvið
Dram-
aten
BÁRA Líndal Magnúsdóttir,
leikkona, hefur verið ráðin
á eins árs samning við
Dramaten-leikhúsið í Stokk-
hólmi í Svíþjóð. Bára lék á
liðnum vetri hlutverk Nínu
í Mávi Tchekhovs í Borgar-
leikhúsinu í Uppsölum en
þar kom Ieikstjóri úr Dram-
aten auga á hana og bauð
henni eins árs samning.
Bára sagði í samtali við
Morgunblaðið að þetta væri
mjög spennandi og skemmti-
legt verkefni að takast á við.
„Ég hef búið hér úti í tvö
og hálft ár. Nína var fyrsta
alvöruhlutverkið mitt hérna
og því er það mjög mikil-
vægt að fá tækifæri til að
halda áfram að vinna í beinu
framhaldi af því, það er
mikilvægt að ég geti þróað
mig og þroskað sem leikari
á nýju tungumáli. Svo er
Dramaten stórt og frægt hús
sem gott er að komast að í.“
Bára útskrifaðist frá
Leiklistarskóla Islands árið
1989 og starfaði meðal ann-
ars hjá Leikfélagi Reykja-
víkur og hjá Leikbrúðulandi
áður en hún fluttist utan.
Aðspurð hvort sænsk tunga
hefði ekkert vafist fyrir
henni við leikinn sagði Bára
að hún hefði búið í Svíþjóð
í sex ár sem barn og því
hefði hún haft sænskuna í
sér þegar hún fluttist þang-
BÁRA Líndal Magnúsdóttir
að aftur. „Ég hef svo bætt
nokkru við mig síðan ég kom
hingað út og frumraun mín
í Mávinum gekk ótrúlega
vel.“
Bára mun leika í tveimur
sýningum í Dramaten á
næsta leikári; annars vegar
í verki eftir ítalska leikrita-
skáldið Carlo Goldoni á litla
sviðinu og hins vegar í
sænsku barnaleikriti eftir
Barbro Lindgren sem heitir
Strákurinn og stjarnan en
það verður á stóra sviðinu.
Dramaten, eða Kungliga
dramatiska teatern, er þjóð-
leikhús Svía og var stofnað
árið 1788 að frumkvæði
Gústafs 3. Dramaten hefur
um það bil eitt hundrað leik-
ara á samningum á ári
hveiju, ýmist samningum
um leik í einu verki, samn-
ingum til eins árs eða fast-
ráðna.
Hugtök og
ljóðmyndir
BÓKMENNTIR
Lj óð
RÚNIR DJÚPSINS
eftir Þórarin Guðmundsson. Höfund-
ur gefur út, Akureyri, 1996 - 72 bls.
ÞÓRARINN Guðmundsson hef-
ur sent frá sér þriðju ijóðabók sína
á rúmu ári og nefnist hún Rúnir
djúpsins. Seinasta ljóðabók hans,
Dagar, vakti athygli mína fyrir
smágerva og oft á tíðum dálítið
sérkennilega myndsköpun sem ég
sakna raunar í þessari nýju ljóða-
bók. Meiri heild er þó yfir nýju
bókinni en þeirri síðustu.
Megineinkenni á ljóðum Þórar-
ins í þessari nýju bók er hvernig
hann leitast við að tefla fegurðar-
heimi sínum gegn tímanlegum,
áþreifanlegum veruleika. Þegar
bjátar á í heimi óvissu má finna
vonarperlur við morgunósa.
„Láttu þær / lýsa þér veg // yfir
óvissufjöll." Mörg kvæði Þórarins
byggja þannig á hughrifum sem
myndast við tengsl óhlutbundinna
hugtaka og ljóðmynda. Þetta gerir
sum þeirra torræð enda vandmeð-
farið að yrkja um slík hugtök.
Stundum finnst mér líka sem Þór-
arinn vantreysti myndsköpun sinni
um of. í stað þess að túlka hugsan-
ir sínar og tilfinningar með mynd-
máli segir hann of mikið um þær.
Þannig er engu líkara en myndirn-
ar séu fyrst og fremst settar fram
til að gefa hugtökum sem hann
notar einkunn. Þær miðla því ekki
sjálfstæðum tilfinningum og virka
fremur sem skreytilist, þar sem
málskrúðið er í aðalhlutverki, en
djúpur skáldskapur. Þessi einkenni
eru einkum áberandi í ljóðum Þór-
arins um þjóðfélagsmál og í fyrsta
hluta bókarinnar, jafnvel þar sem
best tekst til og skáldið smíðar
nýgervingu í kringum hugtökin
samtíð, æsku, kærleika og fyrir-
gefningu tímans:
Undir himinlopm
sérðu samtíðina opna
og þú gengur umflotinn æsku
að birtufossinum
þar sem kærleikurinn
á sér uppsprettu
þar sem fyrirgefning tímans
hefir byggt sér höll
við hjarta landsins.
Meir höfða til mín þau ljóð
Þórarins þar sem hann einfaldar
myndmálið og gefur því meira
sjálfstæði. Kvæðið Hljómar fjall-
ar um hljóma sársaukans sem
„eru eign þess er aldrei / nýtti
alla sól uppskerutímans“ og um
vonirnar sem „hafa storknað / á
fljótsbakkanum / hinum megin /
við minninguna“. Og eftirminni-
legt þykir mér kvæðið Við sem
með einfaldleika og haganlegum
leik orða dregur upp mynd ein-
semdar:
Þú - allir - enginn og hinir
hveijir eruð þið?
Mér gekk best
að finna engan
hinir voru famir
til að sinna sjálfum sér
og alla sá ég ekki
fyrir loforðarepi
líðandi stundar.
En um þig
gæddan von lótusblómsins
þarf ég víst ekki
að spyrja dagsbirtuna
þú hefur blundað í mér
sem engill áranna
frá frumtíð
Þótt málskrúð og vantraust á
sjálfstætt gildi myndmáls ein-
kenni um of ljóð Þórarins leynir
sér ekki að hann hefur skáldlegt
hugarflug. Vandi hans er bara
að beisla það.
Skafti Þ. Halldórsson
Gítartón-
leikar
í Ráðhúsinu
GÍTARDEILD Tónskóla Sigur-
sveins D. Kristinssonar heldur vor-
tónleika í Ráðhúsinu fimmtudags-
kvöldið 9. maí kl. 20.30.
Fram koma gítarleikararnir
Anna Ellen Georgsdóttir, Arngeir
Heiðar Hauksson, Helga Sif Guð-
mundsdóttir, Jón Guðmundsson,
Kristján Eldjárn og Pálmi Erlends-
son.
Flutt verða einleiks- og sam-
leiksverk eftir ýmis tónskáld og
gítarkennarar slást í hópinn í verk-
inu „In C“ eftir Terry Riley, sem
er eitt fyrsta „minimal" verkið.
Ráðhúskaffi verður opið.
-----» ♦ ♦
Aukasýning
á íslensku
mafíunni
NÚ FER hver að verða síðastur
til að sjá Islensku mafíuna í
Borgarleikhúsinu en vegna fjölda
áskorana verður aukasýning
föstudaginn 10. maí nk. Það er
jafnframt allra síðasta sýning.
íslenska mafían er eftir þá
Kjartan Ragnarsson og Einar
Kárason en þeir unnu verkið upp
úr bókum Einars „Heimskra
manna ráð“ og „Kvikasilfur".
• aSCOm Hasler
• Frímerkjavél framtíðarinnar
• Stílhrein, falleg hönnun
• Svissnesk tækni og nákvæmni
J. RSTVRLDSSON HF.
Skipholtí 33,105 Reykjovík, sími 552 3580.
Sumarid er komid
og sumarmyndirnar
og spennan
«*. ý
Hve r j xr e^- ■ýýSrJ>
aparnir 12?M
r
'lmm
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN &
Stærðir: 36-41 • Litur: Svartur
Stærðir: 36-41 • Litur: Brúnn
5% staðgreiðsluafsláttur * Póstsendum samdægurs * Tökum við notuðum skóm til handa bágstöddum
steinarwaage/ ^Toppskórinn
SKÓVERSLUN ^ Veltusundi v/lngólfstorg
SÍMI5518519 <? Sími 552 1212
STEINAR WAAGE /
SKOVERSLUN
SÍMI568 9212 a?
J