Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Kynning á verkum Einars H. Kvarans ÉG VIL leyfa mér að vekja athygli fé- lagsmanna Félags eldri borgara, svo og þeirra er bókmenntum unna, á kynningu á yerkum skáldsins Ein- ars Hjörleifssonar Kvarans, sem fram á að fara í húsakynnum FEB á Hverfisgötu 105. Þetta er Risið, sem flestir Reykvík- ingar kannast við. Þar fer fram megnið af hinu ijölþætta félgs- starfi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Bókmenntunum er að sjálfsögðu ekki gleymt, þar sem þær skipa svo mikið rúm í menningarlífi lands- manna. Innan raða eldri borgara er að finna, ekki síður en í öðrum aldurshópum, marga sem unna góðum bókmenntum og setja sig ekki úr færi að afla sér þekkingar á þeim, þegar fræðsla er í boði. Frá upphafi stofnunar Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni hefur bókmenntakynning verið einn af menningarþáttum í starfsemi félagsins. Yfírstandandi starfsár hefur ekki verið nein und- antekning frá þeirri reglu. í nóvem- ber sl. voru fornbókmenntirnar kynntar af hinum mætu fræði- mönnum, dr. Jónasi Kristjánssyni, fyrrum forstöðumanni, og Stefáni Karlssyni, núverandi forstöðu- manni Handritastofnunar Íslands. Bókmenntanefnd FEB hefur ákveðið að kynnt skuli verk Einars H. Kvarans miðvikudagana 8. og 15. maí nk., kl. 17-19. Hinn kunni bókmenntafræðingur og sérfræð- ingur raunsæisstefnunnar í íslensk- um bókmenntum, Sveinn Skorri Höskuldsson, prófessor, mun í hið fyrra sinn kynna ritverk skáldsins, en í síðara skiptið verður lesið upp úr verkum Einars H. Kvarans. Hér skal að lokum farið nokkrum orðum um ævi og ritstörf skálds- ins. Einar Gísli Hjörleifsson hét hann fullu nafni, en tók sér síðar ættar- nafnið Kvaran. Hann fæddist í Vallanesi á Fljótsdalshéraði 6. desember 1859. Voru foreldrar hans séra Hjörleifur Einarssön og fyrri kona hans, Guðlaug Einarsdóttir. Margt var presta í föð- urætt Einars. Þegar sonurinn var á fyrsta ári fékk séra Hjörleifur veitingu fyrir Blöndu- dalshólum í Húna- vatnssýslu og ólst Ein- ar þar upp til tíu ára aldurs. Enn átti hann heimili á tveimur stöðum, þar sem faðirinn gegndi prestsembætti; að Goðdölum í Skagafirði og að Undir- felli í Vatnsdal. Þar þjónaði Hjör- leifur sem prestur og prófastur í þrjá áratugi, til starfsloka. Eins og að líkum lætur um emb- ættismannsson gekk Einar menntaveginn, stundaði nám í Lærða skólanum og útskrifaðist þaðan rúmlega tvítugur, 1881. Hann sigldi til Kaupmannahafnar að loknu stúdentsprófi, líkt og flest- ir samstúdentar hans, en í þeirri borg var þá háskóli vor. Hann lagði stund á stjórnfræði, eins og Indriði Einarsson, en lauk hvorki námi í henni né í neinni annarri háskóla- grein. Hann hreifst að raunsæis- stefnu þeirri í bókmenntum, sem átti upptök sín í Frakklandi og Georg Brandes boðaði í Danmörku. íslenskir stúdentar hrifust af eld- móði Brandesar og skipuðu sér ýmsir í flokk hans. Auk Einars urðu kunnastir þeirra skáldin Hannes Hafstein, Gestur Pálsson og Bertel Ó. Þorleifsson. Kjarninn í kenningum Brandesar var frelsi einstaklingsins, frelsi til að leita sannleikans. Hann snerist gegn kirkjunni og kristnum dómi og hið sama gerðu aðrir raunsæis- höfundar, þeir urðu aþeistar. Raunsæismennirnir í Höfn gáfu út ritið Verðandi 1882. Þar átti Einar var á sinni tíð orðaður við Nobelsverð- laun, segir Auðunn Bragi Sveinsson, sem hér fjallar um kynningu á verkum höfundarins. Einar smásöguna Upp og niður. Ekki kom nema þetta eina hefti af Verðandi, en þó er það talið marka upphaf raunsæisstefnunnar. í bók- menntum hér á landi. Þar kvað við nýjan tón. Sýna skyldi mannlífið jafnvel í sínum nöktustu myndum, en rómantíkin eða kenndarstefnan, sem ríkt hafði lungann úr nítjándu öldinni, var á undanhaldi. Einar H. Kvaran var í Vestur- heimi við blaðaútgáfu og ritstjórn í áratug, (1885-1895), en kom þá heim og tók upp svipuð störf næstu árin. Eftir 1906 helgaði hann sig eingöngu ritstörfum. Eru þau mik- il að vöxtum. Má meðal annarra rita hans nefna samtíðarsögur úr Reykjavík, er hann nefndi Ofurefli og Gull, sem eru látnar gerast á fyrsta áratug þessarar aldar. Sögur Rannveigar I—II er annað stórverk Kvarans. Ekki má gleyma sögunni Sálin vaknar. Þar kemur fram trú Kvarans á framhaldslífið, en hann var einn af frumherjum andatrúar- stefnunnar eða spíritismans hér á landi. Þetta var nokkur undanfari þess, sem fólk fær að heyra hjá Sveini Skorra Höskuldssyni. Hvet ég sem flesta til að hlýða á hann tala um þetta merka skáld, sem eitt sinn var mjög lesið, en virðist hafa fall- ið nokkuð í skuggann í seinni tíð. Eitt sinn var Einar orðaður við Nóbelsverðlaunin, sem sýnir að hann hefur notið mikils álits sem skáld og rithöfundur. Höfundur á sæti í bókmcnntunefnd FEB. Auðunn Bragi Sveinsson m Ný sending Dragtir og Kjólar Frábær verð CHA*C Sumardragtir frá 4.890,- Sumarkjólar 3.650,- Ekkert endi- lega konur ÞAÐ SEM Sjálf- stæðar konur hafa sett fram undanfarin tvö ár eða svo hefur verið vel þess vert að fylgjast með. Það er þó engan veginn hægt að skrifa undir það að hér sé um að ræða einhverjar nýj- ar hugmyndir í verki. Umræddur flokkur kvenna hefur helsta áherslu lagt á að ein- staklingurinn fái að njóta sín og að kynjun- um skuli ekki mismun- að. Um slík almenn réttindi er enginn ágreiningur í þjóðfélag- inu, m.ö.o. þetta er ekkert nýtt, þetta er bara gamall söngvari í nýjum jakka ef svo má segja. í Morgunblaðsgrein eftir Halldóru Vífilsdóttur, einnar af Sjálfstæðum konum, 11. apríl síðastliðinn, telur hún upp þá skyldu að konur skuli metnar og virtar sem einstaklingar. Það er eitthvað sem enginn ágrein- Það hefur verið óljóst, segir Linda H. Blön- dal, hvernig viðhorfs- breyting fer fram. ingur er heldur um. Boðskapurinn er t.d. sá að: „Konur, ekki síður en karlar, eiga að hafa lagalegar, efna- hagslegar og félagslegar forsendur til að taka sjálfar ákvarðanir sem snerta líf þeirra ... eiga að njóta sömu tækifæra í starfi og einka- lífí...“ Hér höfum við einföld og al- menn sannindi. Vinstri stjórnniál og félagsleg þjónusta Auk þessara orða kemur fram í greininni „...að sjórnmál á vinstri vængnum gangi útfrá því: ..... að konur séu einsleitur hópur og veik- burða sem þurfi á félagslegri aðstoð að halda“. Halldóra segir að hug- myndir á vinstri væng líti á karl- menn sem ofjarl kvenna. Því er hún bersýnilega á móti en hvernig getur Halldóra alhæft svona? Er ekki satt að Sjálfstæðar konur réttlættu þá ríkisstjórn, með Sjálfstæðisflokkinn í meirihluta sem hafði ekki eina ein- ustu konu í æðstu embættum með álíka hugmyndum? Ég man ekki betur en að þær hafi sagt að innan stjórnarinnar hefðu einfaldlega hæf- ustu einstaklingarnir fengið ráð- herraembætti. Það þýðir að þeir sem eru ekki nógu hæfir fá ekki æðstu stöður. Sjálfstæðar konur hljóta þá að vera að segja að konurnar í Sjálf- stæðisfiokknum séu ekki nógu hæfi- leikaríkar; karlmenn eru þá ofjarlar kvenna í stærsta stjórnmálaflokki landsins ef marka má „greiningu“ þeirra á samsetningu ríkisstjórnar- innar. Þetta kemur einfaldlega ekki heim og saman við það sannleik- skorn Halldóru að „...jafn mikil breidd er á hæfileikum og getu hjá konum og körlum...“ í umræddri grein er sömuleiðis varað við „of mikilli íhlutun hins opinbera ... [sem] getur jafnvel leitt til ábyrgðarleysis einstaklinganna þar sem treyst er á ...valdboðun að ofan.“ í grein hóps Sjálfstæðra kvenna undir fyrirsögninni Árangur er aðalatriði voru úrbætur varðandi fæðingarorlof þó mikið lofaðar en fæðingarorlof getur nú ekki flokkast undir neitt annað en félagslega að- stoð. Þær gætu hins vegar verið fullkomlega samkvæmar sjálfum sér ef þær boðuðu frekar afnám fæðing- arorlofs. Samkvæmt því væri hrein- legast að einstaklingarnir sýndu ábyrgð og sæju um sína eign sjálfir. Viljum við ekki að „okkar framlag sé okkar eign?“ Ef svo er ekki þá þarf að skilgreina „félagslega þjón- ustu“ upp á nýtt en ég er þó nokkuð smeyk um að þar sé á ferð nokkuð huglægt hugtak. Óljósar hug- myndir um viðhorf sbreytingu Það væri gott að fá það skýrar fram hvað Sjálfstæðar konur vilja og hversu langt ganga á í að nota ríkisvaldið til að stilla til jafnréttis. Ef Sjálfstæðar konur vilja ekki félagslegar úrbætur sem Halldóra segir að „hefti frelsi einstaklinganna" hvað vilja þær þá? Viðhorfsbreytingu? Það hefur jafnframt verið óljóst hvernig viðhorfsbreyting fer fram fyrir utan það hvað allt ungt fók er sammála því að slíkt þurfi. Enginn virðist þó almennilega geta staðsett hugar- farsbreytingu í verki. Er kannski almennt verið að tala um viðhorf sem skilaboð umhverfisins móta til ein- staklinga? Hefur það eitthvað með það að gera af hvaða kyni flestir áberandi ráðamenn þjóðarinnar eru svo dæmi sé tekið? Því verður nefni- lega aldrei neitað að það sem fyrir augu ber hefur áhrif á okkar skoðan- ir og hvað við teljum eðlilegast og hvað ekki. Fleiri konur í stjórnunar- stöðum eru því markmið sem vinna á að með sem skilvirkasta hætti, ekki með hendur bundnar í hug- myndafræðilegum handjárnum. En ef svo er ekki; að kynið í tilvik- um ráðninga í stjórnunarstöður skiptir ekki máli og slíkt flokkast undir „viðhorf sem grundvallast á kynferði einu saman“, af hverju er- um við þá yfir höfuð að fjalla um málefni kynjanna? Samkvæmt Hall- dóru eru þær hugmyndir sem leggja kynferði til grundvallar af slæmu tagi og líta á konur sem undirokað- an minnihlutahóp. í framhaidi af því verður að spyija: Af hveiju eru Sjálf- stæðar konur að fjalla um jafnrétti ef ekki er um bága stöðu hóps kvenna að ræða? Er þetta kannski spurning um orðalag? Er allt í lagi að skrifa að konur „standi höllum fæti“ á Iaunamarkaði en ekki að þær búi við bága stöðu? Hver er munur- inn? Sannleikurinn er sá að konur búa við mun meira ójafnrétti en karlar. Það þýðir ekki að það þurfi að stilla konum og körlum upp hveij- um á móti öðrum þótt sannleikurinn sé viðurkenndur - hvernig svo sem hann er orðaður. Það sem skiptir einfaldlega máli hér er að það er ekki hægt að tala almennt bara um einstaklinga þegar um er að ræða að rétta fyrst og fremst við stöðu kvenna svo langþráð jafnrétti náist. Það þarf engan veginn að fela í sér að jafnréttismál varði ekki alla ein- staklinga, verkefnið er að jafna stöðu kvenna sem er á heildina litið lakari. Annars konar verkefni ætti þá ekkert endilega að kenna sig við konur. En hvort sá áhugi karlmanna á málefnum er varða fæðingarorlof, sem öðrum til að jafna tækifæri og stöðu kynja, hefur einhvers staðar komið fram er hins vegar enn óljóst. Hvað vilja Sjálfstæðar konur eiginlega? Meginspurning þessarar greinar er hins vegar: Hvað er það sem Sjálf- stæðar konur vilja? Hér fylgja nokkr- ar tilraunir til að svara því: Þær vilja jafnrétti. Þær vilja ekki kvennabar- áttu. Þær vilja samt vera í samtökum sem heitir Sjálfstæðar konur. Samt vilja þær ekki kenna sig við konur heldur einstaklinga. Þær gætu kall- að sig Sjálfstæða einstaklinga en gera það ekki. Þær vilja halda uppi hagsmunabaráttu fyrir alla en ekk- ert endilega konur. Ef viðhorfsbreyt- ing Sjálfstæðra kvenna er hafin hef- ur veruleikinn ekki orðið var við það. Höfundur er nemi við HI. Blöndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.